Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Allt utan efnis

Höfundur
mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf mikkimás » Mið 10. Ágú 2022 20:42

https://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/1045818/

139 milljónir fyrir 80 fermetra og eitt svefnherbergi?

Hversu þétt þarf spennitreyjan að vera til að þú pungir út 139 milljónum fyrir 80 fermetra og eitt svefnherbergi?




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 971
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 38
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf Hlynzi » Mið 10. Ágú 2022 21:12

Það er verið að reyna að plata þig í að kaupa svona í New York stíl, fancy íbúðir sem eru mökk dýrar í þeirri von um að þú viljir lifa drauminn eins og stelpurnar í Sex And the City og þegar þú færð nóg af þessu rugli (og fattaðir að gott parhús eru margfalt betri kaup) vonar þú að síðasta fíflið sé ekki fætt ennþá og kaupi íbúðina af þér á enn hærra verði.

Persónulega finnst mér þetta lítið spennandi, þetta hefði verið geggjuð íbúð á djamm-árum mínum (sem ég hef oftast álitið einu ástæðuna fyrir því að vilja búa niðrí bæ, mig hefur langað í íbúð í 101...þegar ég var á djamminu og hefði látið mér nægja að eiga hana bara um helgar)


Hlynur


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 101
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf agnarkb » Mið 10. Ágú 2022 21:45

Hrikalega ljótt líka. Kuldalegt og enginn karakter


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Pure Base 500

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Tengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf appel » Mið 10. Ágú 2022 21:51

Miklu sniðugra að kaupa sér eitthvað parhús/raðhús í kópavogi eða grafarvogi heldur þetta.

Eitt skil ég aldrei með þessar íbúðir auglýstar sem "lúxus íbúðir" er lofthæðin. Þetta er sama reglugerða lofthæð og í breiðholti, 250cm. Ef ég er að fara kaupa eitthvað lúxus þá vil ég 300cm lofthæð. Þessi 250cm reglugerðalofthæð hefur ekki breyst í 100 ár, þótt íslendingar hafi nú hækkað ansi mikið. Þeir sem fæddust í byrjun 20. aldar urðu aldrei hærri en kannski 150-160 cm, en unglingar í dag (karlar) eru oft yfir 180 og nokkuð margir í 190.
Skil ekki þessa nísku að vilja ekki bæta við 50cm í lofthæð.

Svo myndi ég aldrei vilja kaupa íbúð þar sem er atvinnustarfssemi á jarðhæð, s.s. fataverslun, eða kannski bar og skemmtistaður, maður veit aldrei hvað tekur við.


*-*

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 458
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf daremo » Mið 10. Ágú 2022 23:03

Þessi auglýsing er ekki ætluð einstaklingum sem búa á landinu. Hún er ætluð fjárfestum sem vilja græða á skammtímaleigu til túrista.

Ef auglýsingin væri ætluð einstaklingum væri ég sennilega markhópurinn, eins og örugglega 80% af þeim sem eru á Vaktinni - ógiftir nördar sem starfa við forritun, kerfisstjórnum osfrv eða aðrir á svipað háum launum og oftar en ekki með starfsaðstöðu í eða nálægt miðbænum. Ekki séns að ég hafi efni á þessari íbúð samt.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6278
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf worghal » Mið 10. Ágú 2022 23:53

Það versta við þetta er að þarna stendur "síðasta óselda íbúðin" sem þýðir að þeir eru búnir að selja helling!!


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf mikkimás » Fim 11. Ágú 2022 04:38

daremo skrifaði:Þessi auglýsing er ekki ætluð einstaklingum sem búa á landinu. Hún er ætluð fjárfestum sem vilja græða á skammtímaleigu til túrista.


Fair enough.

En ég veit ekki hvers konar túristatímabil þessir fjárfestar/leigusalar telja í nánd.

Ef þú ert túristi sem hefur efni á skammtímaleigu sem réttlætir svona fjárfestingu, þá hefði ég haldið þig gista á hágæðahóteli frekar en AirBNB.



Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 43
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf Climbatiz » Fim 11. Ágú 2022 08:14

hef heyrt frá tvem túristum nýverið að þegar þau skoðuðu leiguverð í Rekjavík fyrir eina nótt var það 500 evrur nóttin lægsta, svo önnur sem kom í gær til mín sem sagði að lægsta verð fyrir eina nótt sem hún sá var 120 evrur, shitt... ég bara, þegar ég var á Airbnb kostaði nóttin hjá mér 20 evrur og 10 evrur auka fyrir hverja manneskju eftir 2, annars er ég hættur í þeim bransa og er aftur bara að gera Couchsurfing og allir túristar gista frítt :Þ


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf Viktor » Fim 11. Ágú 2022 09:21

Geggjuð íbúð á besta stað í bænum. Hefði verið til í þessa fyrir 10 árum ef ég hefði haft efni á henni ;)

Eru menn líka að fussa og sveia yfir því þegar fólk kaupir sér sportjeppa en ekki 10 ára gamla Corollu?

Verðið þið líka svona salty þegar fólk kaupir sér Rolex úr?

Þetta eru íbúðir fyrir ákveðinn markhóp sem á mikinn pening eða eru með háar tekjur.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf mikkimás » Fim 11. Ágú 2022 10:47

Viktor skrifaði:Geggjuð íbúð á besta stað í bænum. Hefði verið til í þessa fyrir 10 árum ef ég hefði haft efni á henni ;)

Eru menn líka að fussa og sveia yfir því þegar fólk kaupir sér sportjeppa en ekki 10 ára gamla Corollu?

Verðið þið líka svona salty þegar fólk kaupir sér Rolex úr?

Þetta eru íbúðir fyrir ákveðinn markhóp sem á mikinn pening eða eru með háar tekjur.

Ekkert að því, er ekki að kvarta yfir því hvernig ríkt fólk eyðir sínum peningum.

En þegar verð á sambærilegri íbúð í Reykjanesbæ er 40-50 milljónir, þá erum við hér að verðleggja staðsetningu+ bílastæði í kjallara á ca. 90 milljónir króna.

Það þarf ekki annað en að skoða hvað hægt er að kaupa á 90 milljónir í dag.

Við hljótum að mega hafa skoðun á því hvenær verðlagning er kúkú og hvenær hún er það ekki.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 609
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf dadik » Fim 11. Ágú 2022 15:16

Persónulega myndi ég aldrei kaupa þetta.

En þetta er ekki mikill peningur í alþjóðlegu samhengi. Ef þú ert útlendingur sem vill kaupa íbúð hérna er þetta frekar þægilegt. Nýtt, ekkert viðhald. Væntanlega eitthvað félag sem sér um allan rekstur á þessu, etc.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Tengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf rapport » Fim 11. Ágú 2022 17:56

Þessi er íbúð er líklega 80 fermetrar með svölunum og bílastæði í kjallara...

Á þessum stað er líklega hægt að leigja afnot af bílasætðinu út á 50þ.+ á mánuði (600þ. á ári) til nágranna eða einhver sem er að vinna í bænum, nennir ekki að skafa á veturna og vil fá öruggt stæði.

En ég sæi líka fyrir mér að minnka við mig, orðinn 50+ og börnin farin að heiman + gæti þá miklu auðveldar farið í íbúðaskipti og ferðast um heiminn ódýrt og auðveldlega.

Að sitja á þessum svölum, lesa góða bók og drekka kaffi á góðum sólardegi yrði líklega helvíti næs.

En er verðið fáránlegt... Já... fyrir okkur sem eigum ekki fyrir þessu... en Nei, bara sanngjarnt fyrir einhverja sem sjá eitthvað virði við að búa 1 min frá ömurlegustu gatnamótum í Reykjavík.



Skjámynd

Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 974
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 365
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf Templar » Fös 12. Ágú 2022 12:01

Flestir Reykvíkingar eru sáttir við þessi verð, annað getur ekki verið þegar meirihluti fólks kýs stjórnmálaflokka sem vilja ekki byggja ný hverfi og aðeins á dýrum reitum inn í eldri hverfum sem setur pressu á verðið fyrir utan verðbólgu og dýrari aðföng og fjármagnskostnað.
Þetta hófst allt með R-listanum sem er samfó þegar þeir stórhækkuðu lóðarverðið, síðustu 12 árin hafa verið samfó og Dagur B. fær ágætis kosningu.
Niðurstaðan er skýr, Reykvíkingar vilja há verð, háa leigu og umferðarteppur.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf urban » Fös 12. Ágú 2022 12:04

rapport skrifaði:En er verðið fáránlegt... Já... fyrir okkur sem eigum ekki fyrir þessu... en Nei, bara sanngjarnt fyrir einhverja sem sjá eitthvað virði við að búa 1 min frá ömurlegustu gatnamótum í Reykjavík.


Verðið er svona hátt útaf því að þú kemst hjá því að nota þessi gatnamót stóran hluta af árin :D


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1817
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf Nariur » Fös 12. Ágú 2022 16:33

Templar skrifaði:Flestir Reykvíkingar eru sáttir við þessi verð, annað getur ekki verið þegar meirihluti fólks kýs stjórnmálaflokka sem vilja ekki byggja ný hverfi og aðeins á dýrum reitum inn í eldri hverfum sem setur pressu á verðið fyrir utan verðbólgu og dýrari aðföng og fjármagnskostnað.
Þetta hófst allt með R-listanum sem er samfó þegar þeir stórhækkuðu lóðarverðið, síðustu 12 árin hafa verið samfó og Dagur B. fær ágætis kosningu.
Niðurstaðan er skýr, Reykvíkingar vilja há verð, háa leigu og umferðarteppur.

Reykjavík er allt of strjálbýl nú þegar. Ný hverfi myndu tæknilega séð leysa húsnæðisvandann, en þétting byggðar leysir önnur vandamál líka. Þétting = minni umferð, ekki meiri af því að fólk kýs frekar að keyra ekki.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Tengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf rapport » Fös 12. Ágú 2022 19:21

Er búinn að vera rúnta í Porto og Lissabon. Fyrir mitt litla líf þá hefði ég ekki getað þetta án Google.

En þetta er ekki bara innlent https://www.mckinsey.com/featured-insig ... mic-script



Skjámynd

Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 974
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 365
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf Templar » Fös 12. Ágú 2022 23:16

Nariur skrifaði:
Templar skrifaði:Flestir Reykvíkingar eru sáttir við þessi verð, annað getur ekki verið þegar meirihluti fólks kýs stjórnmálaflokka sem vilja ekki byggja ný hverfi og aðeins á dýrum reitum inn í eldri hverfum sem setur pressu á verðið fyrir utan verðbólgu og dýrari aðföng og fjármagnskostnað.
Þetta hófst allt með R-listanum sem er samfó þegar þeir stórhækkuðu lóðarverðið, síðustu 12 árin hafa verið samfó og Dagur B. fær ágætis kosningu.
Niðurstaðan er skýr, Reykvíkingar vilja há verð, háa leigu og umferðarteppur.

Reykjavík er allt of strjálbýl nú þegar. Ný hverfi myndu tæknilega séð leysa húsnæðisvandann, en þétting byggðar leysir önnur vandamál líka. Þétting = minni umferð, ekki meiri af því að fólk kýs frekar að keyra ekki.


NKL. LOL rugl en ég ætla ekki að rúlla hérna með þetta en til hamingju með hærri verð og þessi rök, þau verða hærri svo koma sjálfkeyrandi bílar og leysa þessa vitleysu.
Til hamingju vinur með hærri verð og það er hægt að þétta á saman tíma byggja annars staðar, það er hægt að gera báða hluti í einu...
Þú útskýrir ástæðu af hverju staðan er eins og hún er og trúir því eflaust, þú ert læstur í paradigma eins og þræll.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignaverð í 101: Er þetta djók?

Pósturaf Viktor » Lau 13. Ágú 2022 07:26

Loka þessu áður en þetta verður eins og símatími á Útvarpi Sögu :8)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB