Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4384
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 618
Staða: Ótengdur

Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf appel » Þri 14. Jún 2022 23:04

Hvað finnst ykkur um þetta?
https://www.ruv.is/frett/2022/06/14/hun ... k-og-idnam

Ég var nú einn þeirra sem fór í Iðnskólann í Reykjavík eftir grunnskóla. Ef ég hefði ekki komist "að" þar þá hefði ég líklega ekki farið í neinn framhaldsskóla, líklega bara harka af mér 16 ára gamall. En endaði í háskólanámi.

Það er doldið það sem margir fatta ekki, verknám og svona er yfirleitt það sem þeir fara í sem hafa ekki endilega sem fyrsta valmöguleika að fara í MR eða Versló. Það er ekkert plan B, ólíkt þeim sem sækja um MR eða Versló og komast ekki endilega að þá eru aðrir framhaldsskólar sem tækju við þeim.

Þannig að mér finnst þetta ansi skítt, og þarna er verið að senda unga krakka út á gaddinn bókstaflega, og líklega yfir 95% strákar! Heyrum líklega ekkert frá kynjafræðingum og félagsfræðingum um þetta, enda þeir 95% konur ?


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6131
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 637
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf rapport » Þri 14. Jún 2022 23:20

Þetta er mjög skítt.

Ég reykspólaði sjálfur í MH, MS, FÁ og tók önn í trésmíði í iðnskólanum... fannst alltaf skemmtilegra að vinna en að læra + Iðnskólinn kenndi mér að ég get ekki unnið neitt af viti í höndunum :-)

Endaði svo í frumgreinadeild THÍ og svo HR, eftir að maður var kominn með fjölskyldu.

Iðnnám er virkilega vanmetið og það sár sár sár vantar iðnaðarmenn, sumar greinar jafnvel að deyja út sbr. skósmiði, bólstrara, kjólameistara ofl. ofl.

Að kenna "verkvit" er ómetanlegt og það mætti vera mikleu meira verklegt í háskólum, það hefur oft skort að nýútskrifaðir þar kunni að vinna.Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4384
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 618
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf appel » Þri 14. Jún 2022 23:27

rapport skrifaði:Þetta er mjög skítt.

Ég reykspólaði sjálfur í MH, MS, FÁ og tók önn í trésmíði í iðnskólanum... fannst alltaf skemmtilegra að vinna en að læra + Iðnskólinn kenndi mér að ég get ekki unnið neitt af viti í höndunum :-)

Endaði svo í frumgreinadeild THÍ og svo HR, eftir að maður var kominn með fjölskyldu.

Iðnnám er virkilega vanmetið og það sár sár sár vantar iðnaðarmenn, sumar greinar jafnvel að deyja út sbr. skósmiði, bólstrara, kjólameistara ofl. ofl.

Að kenna "verkvit" er ómetanlegt og það mætti vera mikleu meira verklegt í háskólum, það hefur oft skort að nýútskrifaðir þar kunni að vinna.


Jamm, verknám er vanmetið.

Eina ástæðan fyrir því að áherslan er á bóknám á Ísland er að það er ÓDÝRT! Bóknám er miklu ódýrara fyrir ríkið heldur en verknám, sem krefst miklu meiri aðbúnaðar og aðfanga, heldur en einhverjar gamlar skruddur.

Þú ert með mikið atvinnuleysi lögfræðinga, en svo er ekki hægt að kenna verknám. En samt er hærra skrifað að vera lögfræðingur. Whæ?


*-*


falcon1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 27
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf falcon1 » Mið 15. Jún 2022 12:05

Skelfileg staða. Okkur sárvantar fleiri iðnaðarmenn.Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4194
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 589
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf jonsig » Mið 15. Jún 2022 14:47

Ég vann í mörg ár sem sveinn í rafvirkjun, og langar að koma með annan vinkil á þetta sem varpar kannski ljósi á hvervegna hlutirnir eru orðnir svona.

Staðan er þannig ennþá og hreinlega sú að ég fór að gera eitthvað annað. Ég skrifa þetta eftir bestu sannfæringu.

1.Þetta eru ekki góð laun í byggingariðnaði. Undirboð hefur ríkt á byggingamarkaði í mörg ár, og sérhæfingin í þessum bransa er nánast engin, svo fáir rafvirkjar eru að fara að sjá hærri laun með tíma og reynslu. (Auðvelt að skipta þeim út). Einnig ertu í samkeppni við innflutta starfskrafa, sem vinna hérna í hollum, sem ætla sér ekki að setjast hérna að svo þeir sætta sig við lök kjör sem eru eitthvað nálægt grunntaxta.

2.Þetta eru fáir stórir rafverktakar sem geta pressað útboðin niður, með að flytja inn t.d. raflagnaefnið sjálfir inn. Eigendur þessara fyrirtækja, þá yfirleitt stofnendurnir hafa það mjög gott. Að vera einyrki í dag og stofna fyrirtæki er ekkert jók útaf þessari stöðu, jafnvel óbein samkeppni við svona risa er skaðleg.

3.Þú þarft að vera heilsuhraustur til 67ára, þar sem þetta er líkamleg vinna, vinnufélagar mínir sem misstu heilsuna voru látnir fjúka mjög fljótlega.

4.Lítið starfsöryggi þar sem þessi bransi er mjög sveiflukenndur og ófyrirsjáanlegur.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6127
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 385
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf worghal » Mið 15. Jún 2022 18:20

það er eins og allir séu að vakna fyrir því að það geta ekki allir stundað bóknám og margir krakkar farnir að pæla meira í því sem þau geta lært og hafa áhuga fyrir frekar en að fara í það nám sem þeim er sagt og skipað að fara í.

Ég sjálfur fór í frammhaldsskóla og reyndi við bóknámið til að gera foreldrana ánægða en ég gat ekkert í þessu.
Það var alltaf þetta "þú verður!" og "þú átt að gera þetta!" og basically auglýst sem eina lausnin á að eiga framtíð.
Og núna er ég búinn að sýna það og sanna að það þurfa ekki allir stúdentspróf eða háskólagráðu og þau loksins búin að taka það í sátt.

Það er frekar sorglegt að það sé ekki ýtt meira undir iðngreinar og meira lagt í til að fjármagna þær.


CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus RTX 3080 Turbo V2 RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2126
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 193
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf Dúlli » Mið 15. Jún 2022 18:26

jonsig skrifaði:Ég vann í mörg ár sem sveinn í rafvirkjun, og langar að koma með annan vinkil á þetta sem varpar kannski ljósi á hvervegna hlutirnir eru orðnir svona.

Staðan er þannig ennþá og hreinlega sú að ég fór að gera eitthvað annað. Ég skrifa þetta eftir bestu sannfæringu.

1.Þetta eru ekki góð laun í byggingariðnaði. Undirboð hefur ríkt á byggingamarkaði í mörg ár, og sérhæfingin í þessum bransa er nánast engin, svo fáir rafvirkjar eru að fara að sjá hærri laun með tíma og reynslu. (Auðvelt að skipta þeim út). Einnig ertu í samkeppni við innflutta starfskrafa, sem vinna hérna í hollum, sem ætla sér ekki að setjast hérna að svo þeir sætta sig við lök kjör sem eru eitthvað nálægt grunntaxta.

2.Þetta eru fáir stórir rafverktakar sem geta pressað útboðin niður, með að flytja inn t.d. raflagnaefnið sjálfir inn. Eigendur þessara fyrirtækja, þá yfirleitt stofnendurnir hafa það mjög gott. Að vera einyrki í dag og stofna fyrirtæki er ekkert jók útaf þessari stöðu, jafnvel óbein samkeppni við svona risa er skaðleg.

3.Þú þarft að vera heilsuhraustur til 67ára, þar sem þetta er líkamleg vinna, vinnufélagar mínir sem misstu heilsuna voru látnir fjúka mjög fljótlega.

4.Lítið starfsöryggi þar sem þessi bransi er mjög sveiflukenndur og ófyrirsjáanlegur.


Nkl, séttirnar eru bara búnar að skemma fyrir sig, ég er iðnmeistari í rafvirkjun og var með fyrirtæki ákvað að loka því þar sem ég nennti þessu ekki lengur.

Er núna búin að skipta um starfsgreinn þar sem álagið er mun minna, styttri vinnudagar, minna áreiti og betri laun og er að fara í nám í haust til að taka algjörlega 180° snúning á minni mentun.

Það er gott að vera iðnaðarmaður en það að setja þetta álag á skrokkinn í 50-60 ár er bara ekki þess virði, það er mikið áreiti og þú slítur skrokknum rosalega fyrir "ehhhh" laun og kjör.Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4194
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 589
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf jonsig » Mið 15. Jún 2022 19:20

Dúlli skrifaði:Nkl, séttirnar eru bara búnar að skemma fyrir sig, ég er iðnmeistari í rafvirkjun og var með fyrirtæki ákvað að loka því þar sem ég nennti þessu ekki lengur.

Er núna búin að skipta um starfsgreinn þar sem álagið er mun minna, styttri vinnudagar, minna áreiti og betri laun og er að fara í nám í haust til að taka algjörlega 180° snúning á minni mentun.

Það er gott að vera iðnaðarmaður en það að setja þetta álag á skrokkinn í 50-60 ár er bara ekki þess virði, það er mikið áreiti og þú slítur skrokknum rosalega fyrir "ehhhh" laun og kjör.


Það er horft niður á iðnaðarmenn á þessu plebbaskeri og þeim boðin léleg laun fyrir að slíta sér út.

Þá fara almenningstenglarnir á fullt hjá fyrirtækja lobbýistunum, "hey! kennum menntakerfinu alfarið um þetta ! Rollurnar munu liggja kylliflatar fyrir þessu rugli :lol: :lol: :lol: "
En um leið passa sig á að minnast ekki á laun eitthvað, heilbrigður markaður ætti að rétta sig af með hækkandi launum í stéttir sem vantar fólk í.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)

Skjámynd

Ghost
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Þri 07. Jún 2022 22:52
Reputation: 3
Staða: Tengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf Ghost » Mið 15. Jún 2022 19:34

Kláraði bifvélavirkjun eftir grunnskóla og vann við það í nokkur ár. Allir í kringum mann í þessu voru ónýtir eftir að vinna við þetta í 10-20-30 ár. Var farinn að sjá það á sjálfum mér að ég myndi enda eins.

Fann líka að á þeim stöðum sem ég vann á þá var ekki beint komið fram við mann eins og maður væri ómissandi og lítið svigrúm til að hækka mikið í launum. Mikið af ólærðum útlendingum að vinna í þessu sem sætta sig líklega við mun lægri laun en maður sjálfur fyrir svona skítavinnu. Vann m.a. Í umboði með mikla starfsveltu þar sem það var ekki komið vel fram við mann og þar fékk ég endanlega nóg :happy

Fór síðan í meira iðnnám en komst að því að þetta virðist bara vera svona í flestum af þessum starfsgreinum og ég er ekki tilbúinn að fórna skrokknum á mér fyrir þetta og sérstaklega ekki fyrir langa vinnudaga og lélegt kaup.

Ákvað að snúa þessu alveg við og klára stúdent og fara í háskólanám til að eiga meiri möguleika í framtíðinni.

Sé alls ekki eftir að hafa lært neitt af þessu samt. Hef prófað allan andskotann í iðnnámi og get bjargað mér með flest allt sjálfur heima við og í bílnum :megasmile
Hlynzi
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 10
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf Hlynzi » Mið 15. Jún 2022 21:02

jonsig skrifaði:Ég vann í mörg ár sem sveinn í rafvirkjun, og langar að koma með annan vinkil á þetta sem varpar kannski ljósi á hvervegna hlutirnir eru orðnir svona.

Staðan er þannig ennþá og hreinlega sú að ég fór að gera eitthvað annað. Ég skrifa þetta eftir bestu sannfæringu.

1.Þetta eru ekki góð laun í byggingariðnaði. Undirboð hefur ríkt á byggingamarkaði í mörg ár, og sérhæfingin í þessum bransa er nánast engin, svo fáir rafvirkjar eru að fara að sjá hærri laun með tíma og reynslu. (Auðvelt að skipta þeim út). Einnig ertu í samkeppni við innflutta starfskrafa, sem vinna hérna í hollum, sem ætla sér ekki að setjast hérna að svo þeir sætta sig við lök kjör sem eru eitthvað nálægt grunntaxta.

2.Þetta eru fáir stórir rafverktakar sem geta pressað útboðin niður, með að flytja inn t.d. raflagnaefnið sjálfir inn. Eigendur þessara fyrirtækja, þá yfirleitt stofnendurnir hafa það mjög gott. Að vera einyrki í dag og stofna fyrirtæki er ekkert jók útaf þessari stöðu, jafnvel óbein samkeppni við svona risa er skaðleg.

3.Þú þarft að vera heilsuhraustur til 67ára, þar sem þetta er líkamleg vinna, vinnufélagar mínir sem misstu heilsuna voru látnir fjúka mjög fljótlega.

4.Lítið starfsöryggi þar sem þessi bransi er mjög sveiflukenndur og ófyrirsjáanlegur.Undirboðin eru einmitt stórt vandamál í þessum bransa, mörg fyrirtæki treysta á að rukka þrefallt fyrir aukakverk til að reyna að koma verkefninu yfir núllið, það er nú áberandi að í dag eru komnir inn "fjármagnsaðilar" sem eru að taka um 20% af söluverði íbúða í nýbyggingum, væri ekki nær að iðnaðirmennirnir deildu þessari upphæð á milli sín og færu létt með að hækka laun og fjármálaliðið myndi bara skella sér í alvöru - verklega vinnu ?

Það er samt áhugavert að maður kemst hratt á þokkaleg laun í þessu fagi, sennilega er besta kíló-verðið (m.v. lengd náms og útborguð laun), hærri en ótrúlega margar háskólagráður koma manni í.


Hlynur

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4194
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 589
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf jonsig » Mið 15. Jún 2022 21:36

Hlynzi skrifaði:Það er samt áhugavert að maður kemst hratt á þokkaleg laun í þessu fagi, sennilega er besta kíló-verðið (m.v. lengd náms og útborguð laun), hærri en ótrúlega margar háskólagráður koma manni í.


Ertu að tala um kallana með gervivísindagráðurnar í "fjármagnsaðila" blóðsugu-business eða þokkaleg laun í einhverjum iðnaði án 120 yfirvinnutíma á mánuði?
Síðast breytt af jonsig á Mið 15. Jún 2022 21:36, breytt samtals 1 sinni.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6131
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 637
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf rapport » Fim 16. Jún 2022 00:22

Myglað húsnæði og fúsk sem leiðir til ótímabærra bilana, málaferla og dýrra lagfæringa... er framtíðin ef það verður ekki fagfólk í þessum störfum, þá byggingariðnaði.

Sæi fyrir mér fleiri stéttir ganga í þetta iðnnáms fyrirkomulag ef því væri betur stýrt, verslunartækni, sjúkraliðann, bráðaliðann, slökkvimenn, brunavarnir, matstækni, húsvörslu(eignaumsjón) ofl. ofl. þá sárvantar kerfisstjóra og forritara (tölvunarfræðigráða er ekki nauðsynleg)
mikkimás
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf mikkimás » Fim 16. Jún 2022 12:07

rapport skrifaði:Myglað húsnæði og fúsk sem leiðir til ótímabærra bilana, málaferla og dýrra lagfæringa... er framtíðin ef það verður ekki fagfólk í þessum störfum, þá byggingariðnaði.

Það er nákvæmlega staðan í byggingariðnaðinum í dag.


Sérfræðingur í herkænsku og alþjóðastjórnmálum.


Tbot
/dev/null
Póstar: 1379
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 267
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf Tbot » Fim 16. Jún 2022 12:16

rapport skrifaði:Myglað húsnæði og fúsk sem leiðir til ótímabærra bilana, málaferla og dýrra lagfæringa... er framtíðin ef það verður ekki fagfólk í þessum störfum, þá byggingariðnaði.

Sæi fyrir mér fleiri stéttir ganga í þetta iðnnáms fyrirkomulag ef því væri betur stýrt, verslunartækni, sjúkraliðann, bráðaliðann, slökkvimenn, brunavarnir, matstækni, húsvörslu(eignaumsjón) ofl. ofl. þá sárvantar kerfisstjóra og forritara (tölvunarfræðigráða er ekki nauðsynleg)Þetta er ekkert framtíðin, er núna og hefur verið meira og minna síðan eftir árið 2000. En þá hófst óhóflegur innflutningur á erlendu vinnuafli.
Þar sem ansi margir voru titlaðir sérfræðingar og annað slíkt.Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4194
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 589
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf jonsig » Fim 16. Jún 2022 13:46

Tbot skrifaði:
rapport skrifaði:Myglað húsnæði og fúsk sem leiðir til ótímabærra bilana, málaferla og dýrra lagfæringa... er framtíðin ef það verður ekki fagfólk í þessum störfum, þá byggingariðnaði.

Sæi fyrir mér fleiri stéttir ganga í þetta iðnnáms fyrirkomulag ef því væri betur stýrt, verslunartækni, sjúkraliðann, bráðaliðann, slökkvimenn, brunavarnir, matstækni, húsvörslu(eignaumsjón) ofl. ofl. þá sárvantar kerfisstjóra og forritara (tölvunarfræðigráða er ekki nauðsynleg)Þetta er ekkert framtíðin, er núna og hefur verið meira og minna síðan eftir árið 2000. En þá hófst óhóflegur innflutningur á erlendu vinnuafli.
Þar sem ansi margir voru titlaðir sérfræðingar og annað slíkt.


Samt held ég að aðal fúskaranir séu nútíma iðnmeistararnir sem vita kannski að þeir séu með lélega iðnaðarmenn sem vinna kannski hratt, og það er eina sem virðist skipta máli í dag. Bara henda upp sem flestum einnota húsum áður en kennitalan fuðrar upp.
Mér finnst að það eigi að herða eftirlitsskylduna hjá iðnmeisturum í byggingaferlinu og kúpla þessum verkfræðistofum frá því hlutverki, sem þeir sinna gjörsamlega alls ekki þó þeir fái greitt fyrir það.
Síðan virðist ekki vera hægt að gera eins og í t.d. Svíþjóð, ef þú ert búinn að skipta X oft um kennitölu þá ertu bara settur í langt straff. Og allskonar kennutölu braskara drasl bara settir í steininn. Við erum alltaf 15árum á eftir hérna á Íslandi.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)


Sinnumtveir
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 16. Jún 2022 20:43

Höfnun nemenda í iðnnám í hundraða tali árlega vegna meints aðstöðuleysis er meiriháttar hneyksli í menntakerfi landsins. Aðstöðuleysið er sagt vera vegna tafa og klúðurs í uppbyggingu nýs skólahúsnæðis sem akkúrat núna virðist æ fjarlægara með hverjum deginum.

Hér er um að ræða nám sem eins og nokkrar aðrar námsgreinar hefur verið útvistað til einkaaðila. Þeir eru varðaðir samviskulega séð í bak fyrir. Ríkið virðist notfæra sér það til að ljúga að okkur að ábyrgðin liggi ekki alfarið hjá því.

Hey, hvernig í veröldinni er hægt að bera á borð fyrir fólk með meðalgreind að hafna þurfi 700 nemendum á ári vegna aðstöðuleysis í samfélagi dagsins? Drífið þá í að koma upp bráðabirgðaaðstöðu, það er hvorki geimvísindi né heilaskurðlækningar.

Ojbjakk allan hringinn. Dettur einhverjum í hug að hér sé framtíðarhamingju, framtíðarmöguleikum margra ungra Íslendinga mögulega kastað á bálið? Eh, já, mér dettur það einmitt til hugar.

Ábyrgðin er alfarið ríkisins, 100%. Ekki kaupa neitt annað. Ábyrgð ríkisins endar ekki við útvistun. Heill samfélagsins/hagkerfisins er á könnu ríkisins. Að bjóða upp á menntakosti sem vítt og breitt henta landsmönnum er hluti af því að tryggja hér sómasamlegt samfélag. Þegar kemur að iðnnámi virðist hið ómögulega vera að gerast: Ekki nóg með að ríkið hafi staðið sig illa í fortíð heldur stendur það sig æ verr á líðandi stund!!


Dísus!!!
Síðast breytt af Sinnumtveir á Fös 17. Jún 2022 00:56, breytt samtals 1 sinni.
Hlynzi
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 10
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf Hlynzi » Fös 17. Jún 2022 08:50

jonsig skrifaði:
Hlynzi skrifaði:Það er samt áhugavert að maður kemst hratt á þokkaleg laun í þessu fagi, sennilega er besta kíló-verðið (m.v. lengd náms og útborguð laun), hærri en ótrúlega margar háskólagráður koma manni í.


Ertu að tala um kallana með gervivísindagráðurnar í "fjármagnsaðila" blóðsugu-business eða þokkaleg laun í einhverjum iðnaði án 120 yfirvinnutíma á mánuði?


Launin hafa verið eitthvað um 400 þús. útborgað fyrir 37 + 4 tíma yfirvinnu á viku - 148 + 16 á mánuði semsagt 164 tíma á mánuði.
Þú þarft töluvert meira til að komast uppí fjármagnsaðila (lágmark 3 ár í háskóla + 3-4 í menntaskóla) til að komast upp í blóðsugu status, ásamt því það eru margar greinar lægra launaðar en rafmagnið þrátt fyrir háskólamenntun.


Hlynur

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4384
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 618
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf appel » Fös 17. Jún 2022 11:47

Það eru ekki allir að fara í rafvirkjanám eða húsasmíði. Er ekki hárgreiðslunám þarna líka, ásamt mörgum öðrum greinum.

Þarna er basically verið að synja hundruðum ungra stráka um framtíð sína. Hvað gera þeir næst? Sækja um nám í MR eða Versló? Nei, þeir fara bara út á vinnumarkaðinn og læra aldrei neitt.

Íslenska ríkið er að fremja meiriháttar glæp gegn þessum strákum. Mér einfaldlega ofbýður. Þetta eru 16 ára stráklingar sem flokkast enn sem börn, og íslenska ríkið er að henda þeim á haugana.


*-*

Skjámynd

SkinkiJ
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Fim 28. Jan 2016 18:57
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf SkinkiJ » Mán 20. Jún 2022 17:28

Ég var að útskrifast úr menntaskóla núna í maí og sótti um bílamálun í BHS í haust. átti 100% von á því að mér yrði neitað en fékk núna í dag samþykkt.


Turn - Intel Core i7-7700 - Corsair Hydro H115i - 16GB DUAL DDR4 - 232GB Samsung SSD 850 EVO - 2TB TOSHIBA SATA - MSI Gaming GTX 1070 8GB - MSI Z270 TOMAHAWK
Lappi - Macbook Air 2019
SteelSeries Rival 310 | iKBC Cherry MX Blue | SteelSeries Arctis 5 | BenQ XL2411Z 24'' 144Hz
1987 Volvo 240GL |1993 Mitsubishi Galant

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4194
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 589
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf jonsig » Mán 20. Jún 2022 17:47

appel skrifaði:Það eru ekki allir að fara í rafvirkjanám eða húsasmíði. Er ekki hárgreiðslunám þarna líka, ásamt mörgum öðrum greinum.

Þarna er basically verið að synja hundruðum ungra stráka um framtíð sína. Hvað gera þeir næst? Sækja um nám í MR eða Versló? Nei, þeir fara bara út á vinnumarkaðinn og læra aldrei neitt.

Íslenska ríkið er að fremja meiriháttar glæp gegn þessum strákum. Mér einfaldlega ofbýður. Þetta eru 16 ára stráklingar sem flokkast enn sem börn, og íslenska ríkið er að henda þeim á haugana.Ekkert glæpur frekar en að neita fólki um inngöngu í hvert annað nám. Hver á að vera á kústnum ef allir eru orðnir svakalega menntaðir, er eðlilegt að það þurfi að flytja sérstaklega inn fólk til þess og borga ómannsæmandi laun ?
Það er alveg rík ástæða fyrir því að hafna fólki inní nám , ég þekki amk tvo einstaklinga sem hafa flotið einhvernvegin gegnum rafvirkjanámið á kannski 5-7 árum sem það process hefur endað með að skólinn hefur bara losað sig við þá með að útskrifa þá, en þeir stoppa í sveinsprófinu því sveinafélögin höfðu hér áður amk engan áhuga á að slaka á sínum kröfum til að hleypa einhverjum í gegn.(mörg ár í ruslið og enn á start punkti)
Finnst svona "réttlætisbaráttur" alltaf að verða heimskulegri með tímanum sem er sorglegt.
*edit*
Þetta er kannski partur af smáskers plebba hættinum að telja iðnaðarmenn svo heimska og ómerkilega að "hví ekki hleypa bara öllum inn sem vilja?"
Síðast breytt af jonsig á Mán 20. Jún 2022 18:14, breytt samtals 2 sinnum.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4384
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 618
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf appel » Mán 20. Jún 2022 18:51

jonsig skrifaði:
appel skrifaði:Það eru ekki allir að fara í rafvirkjanám eða húsasmíði. Er ekki hárgreiðslunám þarna líka, ásamt mörgum öðrum greinum.

Þarna er basically verið að synja hundruðum ungra stráka um framtíð sína. Hvað gera þeir næst? Sækja um nám í MR eða Versló? Nei, þeir fara bara út á vinnumarkaðinn og læra aldrei neitt.

Íslenska ríkið er að fremja meiriháttar glæp gegn þessum strákum. Mér einfaldlega ofbýður. Þetta eru 16 ára stráklingar sem flokkast enn sem börn, og íslenska ríkið er að henda þeim á haugana.Ekkert glæpur frekar en að neita fólki um inngöngu í hvert annað nám. Hver á að vera á kústnum ef allir eru orðnir svakalega menntaðir, er eðlilegt að það þurfi að flytja sérstaklega inn fólk til þess og borga ómannsæmandi laun ?
Það er alveg rík ástæða fyrir því að hafna fólki inní nám , ég þekki amk tvo einstaklinga sem hafa flotið einhvernvegin gegnum rafvirkjanámið á kannski 5-7 árum sem það process hefur endað með að skólinn hefur bara losað sig við þá með að útskrifa þá, en þeir stoppa í sveinsprófinu því sveinafélögin höfðu hér áður amk engan áhuga á að slaka á sínum kröfum til að hleypa einhverjum í gegn.(mörg ár í ruslið og enn á start punkti)
Finnst svona "réttlætisbaráttur" alltaf að verða heimskulegri með tímanum sem er sorglegt.
*edit*
Þetta er kannski partur af smáskers plebba hættinum að telja iðnaðarmenn svo heimska og ómerkilega að "hví ekki hleypa bara öllum inn sem vilja?"


Ég veit ekki um neitt samfélag þar sem telst kostur að hafa stóran hluta fólksins ómenntaðan og ófaglærðan. Við getum kannski horft til fátækustu ríkja heims þar sem slíkt er við lýði, það er ekki mikil velmegun þar. Hvort þú sért að lýsa þannig sem "æskilegu" þá get ég nú ekki verið sammála þér.

Hitt er svo með þessa "sóun" sem þú nefnir, að þú segir að tími í námi sé sóun og sé betur varið á vinnumarkaði.
Get ekki heldur tekið undir slíkt hugarfar. Hví ekki bara láta krakka byrja vinna strax við fermingaraldur? Koma þessum krökkum strax inn í verksmiðjurnar!
Það er aldrei sóun fyrir þessa 16 ára unglinga að læra einhverja fagmenntun sem endist þeim út lífið.

En það er þó til að fólk verði ofmenntað, sé alltof lengi í námi, klári 3 doktorsgráður áður en það fer út á vinnumarkað og oftast þá í starf sem hæfir alls ekki þeirra menntun. Það er sóun finnst mér á "resourcum". Það mætti skoða að draga úr að þeir á fertugsaldri með 1-2 mastersgráður að baki hafi tækifæri á að komast í frekara nám í 5-6 ár í viðbót, frekar en að koma í veg fyrir að þeir sem eru nýskriðnir úr grunnskóla fá alls enga frekari menntun. Svolítið skrítið að sumir fá að mennta sig í 20 ár með lán frá ríkinu en aðrir fá ekki basic framhaldsmenntun. Það er eitthvað skakkt við þetta.
Síðast breytt af appel á Mán 20. Jún 2022 18:52, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4194
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 589
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf jonsig » Mán 20. Jún 2022 19:23

appel skrifaði:Ég veit ekki um neitt samfélag þar sem telst kostur að hafa stóran hluta fólksins ómenntaðan og ófaglærðan. Við getum kannski horft til fátækustu ríkja heims þar sem slíkt er við lýði, það er ekki mikil velmegun þar. Hvort þú sért að lýsa þannig sem "æskilegu" þá get ég nú ekki verið sammála þér.

Hitt er svo með þessa "sóun" sem þú nefnir, að þú segir að tími í námi sé sóun og sé betur varið á vinnumarkaði.
Get ekki heldur tekið undir slíkt hugarfar. Hví ekki bara láta krakka byrja vinna strax við fermingaraldur? Koma þessum krökkum strax inn í verksmiðjurnar!
Það er aldrei sóun fyrir þessa 16 ára unglinga að læra einhverja fagmenntun sem endist þeim út lífið.

En það er þó til að fólk verði ofmenntað, sé alltof lengi í námi, klári 3 doktorsgráður áður en það fer út á vinnumarkað og oftast þá í starf sem hæfir alls ekki þeirra menntun. Það er sóun finnst mér á "resourcum". Það mætti skoða að draga úr að þeir á fertugsaldri með 1-2 mastersgráður að baki hafi tækifæri á að komast í frekara nám í 5-6 ár í viðbót, frekar en að koma í veg fyrir að þeir sem eru nýskriðnir úr grunnskóla fá alls enga frekari menntun. Svolítið skrítið að sumir fá að mennta sig í 20 ár með lán frá ríkinu en aðrir fá ekki basic framhaldsmenntun. Það er eitthvað skakkt við þetta.
Fyrir það fyrsta ertu ekki ómenntaður eftir grunnskólanám(Íslenska plebba menntasnobbið).. ólæsi er varla til á Íslandi.

Hvað er að því að vinna í verksmiðju ? Frekar að vera atvinnulaus og fara gegnum eitthvað félagsprógram á kostnað skattgreiðanda í gegnum t.d. flugnám sem inntökukröfunar hafa verið lækkaðar í nafni "réttlætis" og fá aldrei vinnu við það ..? Þá með flugmannsmenntun út lífið án þess að nota hana ? Samt $$$$$ í hausinn á skattgreiðendum..

Samt að hafa of margar háskólagráður er ekki vandamál nema þær séu ekki á endanum nýttar. Það er örugglega minni kostnaður fyrir samfélagið heldur en fólk sem nálgast þrítugsaldur og eru að prófa að læra bara hitt og þetta, en klára ekki nokkurn skapaðan hlut.
Síðast breytt af jonsig á Mán 20. Jún 2022 19:32, breytt samtals 1 sinni.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4384
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 618
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf appel » Mán 20. Jún 2022 19:40

Kannski mætti breyta lífeyriskerfinu, þannig að í stað þess að miða við aldur, þá sé hægt að miða við X ár á vinnumarkaði.
Þannig að þeir sem ílengjast í námi, segjum til 30 ára aldurs, þeir þurfa að vinna lengur.
Þeir sem byrja ungir að vinna, segjum 16 ára, geta þá hætt að vinna fyrr.

Er það ekki eðlilegt og sanngjarnt?

Það myndi líka búa til hvata að fólk forgangsraði því sem það lærir og hámarki ávinninginn af því.
Síðast breytt af appel á Mán 20. Jún 2022 19:41, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6131
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 637
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf rapport » Mán 20. Jún 2022 20:59

appel skrifaði:Kannski mætti breyta lífeyriskerfinu, þannig að í stað þess að miða við aldur, þá sé hægt að miða við X ár á vinnumarkaði.
Þannig að þeir sem ílengjast í námi, segjum til 30 ára aldurs, þeir þurfa að vinna lengur.
Þeir sem byrja ungir að vinna, segjum 16 ára, geta þá hætt að vinna fyrr.

Er það ekki eðlilegt og sanngjarnt?

Það myndi líka búa til hvata að fólk forgangsraði því sem það lærir og hámarki ávinninginn af því.


Lífeyriskerfið er þannig í dag, þú færð bara út úr því það sem þú greiðir í það.
Það er bara tekjutryggingin frá Tryggingastofnun sem fólk fær 67 ára ef það á ekkert í lífeyrissjóði og tekjutryggingin er mjög takmörkuð, varla hægt að lifa.

Þeir sem eiga ekkert í sjóði fara þá að selja eignir en lenda þá í að tekjutryggingin skerðist því að sala eigna eru "tekjur".

sbr. https://www.dv.is/frettir/2017/8/24/lau ... olk-i-dag/Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4384
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 618
Staða: Ótengdur

Re: Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnám

Pósturaf appel » Mán 20. Jún 2022 21:56

rapport skrifaði:
appel skrifaði:Kannski mætti breyta lífeyriskerfinu, þannig að í stað þess að miða við aldur, þá sé hægt að miða við X ár á vinnumarkaði.
Þannig að þeir sem ílengjast í námi, segjum til 30 ára aldurs, þeir þurfa að vinna lengur.
Þeir sem byrja ungir að vinna, segjum 16 ára, geta þá hætt að vinna fyrr.

Er það ekki eðlilegt og sanngjarnt?

Það myndi líka búa til hvata að fólk forgangsraði því sem það lærir og hámarki ávinninginn af því.


Lífeyriskerfið er þannig í dag, þú færð bara út úr því það sem þú greiðir í það.
Það er bara tekjutryggingin frá Tryggingastofnun sem fólk fær 67 ára ef það á ekkert í lífeyrissjóði og tekjutryggingin er mjög takmörkuð, varla hægt að lifa.

Þeir sem eiga ekkert í sjóði fara þá að selja eignir en lenda þá í að tekjutryggingin skerðist því að sala eigna eru "tekjur".

sbr. https://www.dv.is/frettir/2017/8/24/lau ... olk-i-dag/


Lífeyriskerfið er bara tryggingakerfi.

Þú ert að tryggja þig fyrir að lifa lengur en starfsævina.

Frekar hryllilegt tryggingakerfi :\

Þannig að það sem þú borgar inn í það, það eru ekki þínar eigur. Ef þú drepst daginn áður en þú byrjar á eftirlaunaaldri, þá fær enginn neitt.


*-*