Er vit í rafhlaupahjólum?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2462
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf GullMoli » Mán 16. Maí 2022 19:24

Jæja nú eru komin aðeins skemmtilegri rafhlaupahjól en þegar Xiaomi æðið var.
Hægt að fá gott tveggja mótora hlaupa hjól á 160þús, með mjúka fjöðrun sem dugar vel í brekkur Reykjavíkur.

Er að sjálfur að velta þessu fyrir mér, hvort við gætum mögulega "sleppt" bíl nr 2, notað þetta í styttri ferðir og jafnvel í vinnuna. Sé samt fyrir mér að nenna því enganvegin þegar veðrið er farið að versna aftur. Er samt öðru hverju að rekast á tilfelli þar sem það hefði verið hentugt að hafa eitthvað svona apparat.

Eru einhverjir hér sem eiga hjól, nota þau ennþá í dag og hafa góða reynslu af, eða langar ykkur frekar að uppfæra í rafhjól/bíl?

Annars eru pros/con listinn minn nokkurnveginn svona:

Kostir:
Ódýr ferðamáti
Fyrirferðarlítið
Hægt að setja í skott á bíl
Lítið viðhald
Sparar bílinn

Ókostir:
Slysahætta
Takmörkuð notkun hálft árið
Tekur ekki krakkann í leikskólann á þessu
Þarft að fjárfesta í hlífðarbúnaði og hlýjum fötum ef þú átt ekki


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf jonsig » Mán 16. Maí 2022 20:02

Þetta er algerlega þess virði ef þú gerist daily driver. Ég var í bíll. Nr.2 pælingum fyrir tveimur árum, sem ég endaði á að kaupa ebike. Sé ekki eftir því eftir 4500km og 370þ.kr fátækari. Spurning hvernig þetta dót er á veturna ? Fer þetta á nagladekk eins og ebike ?
Síðast breytt af jonsig á Mán 16. Maí 2022 20:04, breytt samtals 1 sinni.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1561
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 94
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf ColdIce » Mán 16. Maí 2022 20:51

Er búinn að vera á Zero 10X síðustu 2 ár. Mudderar á sumrin og nagladekk á veturna. Nota þetta hiklaust frekar en bílinn þegar ég get


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 14 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Zero 10X | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf codemasterbleep » Mán 16. Maí 2022 21:47

Ég held þú getir nú vænst þess að nota rafhlaupahjólið meira en bara 6 mánuði á ári.

Í venjulegu árferði ertu að nota þetta mögulega 9 mánuði + á ári. Nema náttúrulega þú viljir ekki keyra á sönduðum stígum.

Ég er reyndar ekki rafskútunotandi og eiginlega ekki aðdáandi heldur.

Fyrir mér er þetta bara slysagildra. Þú ert með pínulítil hjól á græju sem kemst 25 km/klst (eða hraðar ?) og þegar þú dettur af þessu þá er fallið alltaf að fara að vera vont sökum þess hvernig maður stendur á hjólinu. Lesist brotnir úlnliðir sem munu aldrei gróa eðlilega.

Ég get séð notagildið fyrir styttri vegalengdir þar sem þetta sparar manni tíma samanborið við að labba.

Persónulega færi ég alltaf í rafmagnshjól frekar en þetta.
1) Getur verið með margar töskur á hjólinu.
2) Getur fengið þér eftirvagn til þess að skutla krökkunum á leikskólann.
- Mögulega vesen ef þú getur ekki geymt vagninn inni í vinnunni og heima.
3) Þú kemst upp með að vera í venjulegum fatnaði nema kannski í verstu veðrunum. Þú ert jú að hjóla en rafmagnið sparar þér orkuna þannig að þú þarft ekki að mæta rennandi sveittur á áfangastað.
4) Engar tryggingar.
5) Þú ert ekki að fara stórslasa þig ef þú hjólar á litla steinvölu einhversstaðar.
6) Hjólið fer ekki í bílinn en ættir að geta geymt hjólagrind í skottinu.

Ég er augljóslega 0% hlutlaus eins og skín líklegast í gegn hérna :D

P.S. Hvað er þetta löng vegalengd sem þú þarft að ferðast til og frá vinnu?
Síðast breytt af codemasterbleep á Mán 16. Maí 2022 21:49, breytt samtals 1 sinni.




Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 339
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf Tóti » Mán 16. Maí 2022 21:51

Síðast breytt af Tóti á Mán 16. Maí 2022 21:52, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2462
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf GullMoli » Mán 16. Maí 2022 22:29

codemasterbleep skrifaði:Ég held þú getir nú vænst þess að nota rafhlaupahjólið meira en bara 6 mánuði á ári.

Í venjulegu árferði ertu að nota þetta mögulega 9 mánuði + á ári. Nema náttúrulega þú viljir ekki keyra á sönduðum stígum.

Ég er reyndar ekki rafskútunotandi og eiginlega ekki aðdáandi heldur.

Fyrir mér er þetta bara slysagildra. Þú ert með pínulítil hjól á græju sem kemst 25 km/klst (eða hraðar ?) og þegar þú dettur af þessu þá er fallið alltaf að fara að vera vont sökum þess hvernig maður stendur á hjólinu. Lesist brotnir úlnliðir sem munu aldrei gróa eðlilega.

Ég get séð notagildið fyrir styttri vegalengdir þar sem þetta sparar manni tíma samanborið við að labba.

Persónulega færi ég alltaf í rafmagnshjól frekar en þetta.
1) Getur verið með margar töskur á hjólinu.
2) Getur fengið þér eftirvagn til þess að skutla krökkunum á leikskólann.
- Mögulega vesen ef þú getur ekki geymt vagninn inni í vinnunni og heima.
3) Þú kemst upp með að vera í venjulegum fatnaði nema kannski í verstu veðrunum. Þú ert jú að hjóla en rafmagnið sparar þér orkuna þannig að þú þarft ekki að mæta rennandi sveittur á áfangastað.
4) Engar tryggingar.
5) Þú ert ekki að fara stórslasa þig ef þú hjólar á litla steinvölu einhversstaðar.
6) Hjólið fer ekki í bílinn en ættir að geta geymt hjólagrind í skottinu.

Ég er augljóslega 0% hlutlaus eins og skín líklegast í gegn hérna :D

P.S. Hvað er þetta löng vegalengd sem þú þarft að ferðast til og frá vinnu?



Algjörlega, rafhjól er betra að mjög mörgu leiti. Hinsvegar ef maður vill hjól með einhverju afli þá er það meiri peningur en ég er til í að leggja í þetta eins og er. 500þ + sýnist mér vera algjört lágmark fyrir brekkurnar í kringum mig.

í vinnuna eru þetta um 5-6km.
Síðast breytt af GullMoli á Mán 16. Maí 2022 22:29, breytt samtals 1 sinni.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Frussi
Gúrú
Póstar: 599
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf Frussi » Mán 16. Maí 2022 23:57

Varðandi rafmagnshjólin, eru ekki komnar einhverjar meiri reglur um þau? Skoðunar/tryggingaskylda yfir ákveðnum wöttum og eitthvað vesen?


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf codemasterbleep » Þri 17. Maí 2022 00:13

Frussi skrifaði:Varðandi rafmagnshjólin, eru ekki komnar einhverjar meiri reglur um þau? Skoðunar/tryggingaskylda yfir ákveðnum wöttum og eitthvað vesen?


Reglurnar eru búnar að vera til í mörg ár svo sem.

250W og 25 km/klst er hámarkið fyrir rafmagnshjól. Allt öflugra er skoðunarskylt. Veit ekki með skráningu og tryggingar.

Veit samt ekki hverjir eru að selja öflugri hjól en það.

Innsigli á vespum eru örugglega í sömu tölum og ég efast stórlega um að nokkur vespa hafi komið til skoðunar eftir að innsiglið var fjarlægt.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf Viktor » Þri 17. Maí 2022 07:20

Byrjaðu bara á Zero 9 og uppfærðu ef þú vilt meiri lraft. Geggjað hjól til að byrja að prófa.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf Viktor » Þri 17. Maí 2022 07:26

codemasterbleep skrifaði:
Frussi skrifaði:Varðandi rafmagnshjólin, eru ekki komnar einhverjar meiri reglur um þau? Skoðunar/tryggingaskylda yfir ákveðnum wöttum og eitthvað vesen?


Reglurnar eru búnar að vera til í mörg ár svo sem.

250W og 25 km/klst er hámarkið fyrir rafmagnshjól. Allt öflugra er skoðunarskylt. Veit ekki með skráningu og tryggingar.

Veit samt ekki hverjir eru að selja öflugri hjól en það.

Innsigli á vespum eru örugglega í sömu tölum og ég efast stórlega um að nokkur vespa hafi komið til skoðunar eftir að innsiglið var fjarlægt.



“ATHUGIÐ að létt bifhjól í flokki I eru nú undanþegin skráningarskyldu skv. lögum um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019 sem samþykkt voru á Alþingi þann 11. maí 2021.”

https://www.samgongustofa.is/umferd/fra ... -flokki-i/

https://www.solberg.is/rafhjolaflokkar

https://www.orflaedi.is/


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1750
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf blitz » Þri 17. Maí 2022 08:22

GullMoli skrifaði:
Algjörlega, rafhjól er betra að mjög mörgu leiti. Hinsvegar ef maður vill hjól með einhverju afli þá er það meiri peningur en ég er til í að leggja í þetta eins og er. 500þ + sýnist mér vera algjört lágmark fyrir brekkurnar í kringum mig.

í vinnuna eru þetta um 5-6km.

Ætla ekki í deilu hér varðandi (raf)hjól og svo rafskútur en (raf)hjól eiga flesta (ef ekki alla) yfirburði yfir rafskútur í þetta hefðbundna commute. Finnst yndislegt að sjá aðila á þessu klædda eins og að þeir séu að fara á norðurpólinn (á meðan ég er frekar léttklæddur á hjóli) þar sem þeir fá enga hreyfingu og hita sig ekki upp. Ef það er skortur á aðstöðu hjá þér til að fara í sturtu í vinnunni er minnsta mál að taka því rólega á rafhjóli - engin þörf á sturtu - og taka svo meira á því á leiðinni heim.

En þetta með að þurfa 500k+ rafhjól til að keyra upp togið (nm) er algjör della. Ég er með Specialized hjól sem er með 50nm mótor og þarf að klífa nokkrar drjúgar brekkur. Hjólið kostaði rétt undir 400k nýtt í Kríu. Það er aldrei vandamál að halda 25-28km/h í brekkum (yfir limit!) ef þú ert í meðalformi. Ef þú ert ekki í meðalformi (sem ég var ekki í þegar ég byrjaði á samgönguhjólreiðum fyrir 7 árum) kemstu þangað merkilega hratt. Sensa er t.d. með 2 hjól (v9 og v10) undir 400k sem eru sæmilega spekkuð. Ef þú vilt fara í eitthvað annað er reglulega hægt að gera góð kaup á mjög lítið notuðum hjólum á Facebook.

Kosturinn við (raf)hjól er auðvitað sá að þú ert að fá fína hreyfingu. Hjartsláttur er yfirleitt í zone 2 - mikilvægt að stunda hreyfingu af svona léttri ákefð sem heldur hjartanu þar til að æfa pumpuna:
Not only will Zone 2 heart rate training boost your performance, it just might save your life. After all, your heart is just a muscle. Humans die of very predictable causes. Most of the chronic diseases which will lead to our demise have a common root cause– poor metabolic health due to poor mitochondrial function. Exercising in Zones 1 and 2 will improve your mitochondrial number, function, efficiency, and fitness. Exercising in zone 3 and above will not improve your aerobic (mitochondrial) health.
Síðast breytt af blitz á Þri 17. Maí 2022 08:25, breytt samtals 4 sinnum.


PS4

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1816
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf Nariur » Þri 17. Maí 2022 12:51

Mér finnst dýrari rafmagnshlaupahjólin ekki meika sens. Þú færð 95% af vörunni fyrir helminginn af verðinu á hökkuðu Xiaomi og svo eru rafmagnshjól miklu miklu betri ef þú vilt meira en það.
Ég á sem sagt hakkað Xiaomi sem ég nota í vinnu, ca. 5 km og svo "venjulegt" reiðhjól.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf Klemmi » Þri 17. Maí 2022 14:07

Ég hef prófað bæði.

Byrjaði á rafmagnshjóli og notaði það sem aðalsamgöngutæki í ca. 3-4 ár. Svo sleit ég krossband í fótbolta, og hnéð fór í eitthvað meira fokk um leið, og eftir það hefur það versnað þegar ég hjóla. Því þurfti ég að leggja hjólinu þar til ég er búinn að laga hnéð með sjúkraþjálfun og/eða frekari aðgerðum.

Því er ég núna á Zero 9.

Rafmagnshjól er að öllu leyti skemmtilegra og betra samgöngutæki, ef frá er skilið mobility, þ.e. hversu auðvelt er að ganga frá því og ferðast með það.

Kostir rafhjóls framyfir hlaupahjól:
- Mér finnst ég mikið öruggari, aldrei dottið á því og treysti dekkjunum miklu betur fyrir að lenda á steini heldur en á rafhlaupahjóli.
- Hreyfing, sem hefur þann auka kost að það er aldrei kalt. Það er oft kalt á rafhlaupahjólinu.
- Rafhlaðan endist mikið lengra. Með hæstu aðstoð, sem ég nota yfirleitt því ég er ekki að nota þetta sem líkamsrækt, þá kemst ég auðveldlega 60km+. Hef aldrei lent í því að verða rafmagnslaus ef að hjólið var fullhlaðið fyrir. Á Zero 9, með smá vindi og brekkum, þá er ég orðinn smeikur ef ég þarf að komast meira en 20km. Ég er um 75kg og ef það er mikill vindur, miklar brekkur, eða mjög kalt, þá lækkar þessi tala.
- Skemmtilegra.
- Kemst meira, og finnst ólíklegra að dekkin springi. Þarf ekki að fara af hjólinu í grófri möl, en þori ekki á Zero 9 ef mölin er oddhvöss og stór.

Kostir rafmagnshlaupahjóls:
- Mikið ódýrari startkostnaður, ~100þús vs. 300-400þús.
- Auðvelt að taka með og geyma. Við konan erum kannski á sitt hvorum staðnum, en svo boðið í mat hjá tengdó, þá get ég komið á hlaupahjólinu en svo skellt því í skottið og farið með henni heim. Stundum er þetta tímaspursmál, maður nennir ekki að vera 40 mínútur heim ef maður er að leggja af stað seint, og getur verið erfiðara að sofna ef maður er nýbúinn að vera að hjóla.
Einnig tek ég bara hlaupahjólið upp á skrifstofuna í vinnunni, en myndi ekki gera það með reiðhjól.

Þannig að já... ég sakna þess mikið að vera á rafmagnshjóli, en hlaupahjólið er samt mikið betri kostur finnst mér en að vera með bíl númer 2.+
Mæli jafn vel bara með því að eiga bæði...



Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2462
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf GullMoli » Mið 18. Maí 2022 09:26

Jæja ég þakka góð svör!

Ætla að melta þetta aðeins lengur en ég vissi svosum að það væri mikið meira "vit" í rafhjóli. Bara pæling hvort að hlaupahjól meiki sense sem milliþrep og meira en það. Ég er einmitt stundum í sömu aðstæðum og Klemmi: stökkva til tengdó eða foreldra þar sem annar bíllinn er nú þegar og þá hægt að vippa hlaupahjólinu í skottið.

Best væri náttúrulega að hafa bæði :D ... $$$


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1007
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf netkaffi » Mán 23. Maí 2022 02:17

Ég var á ódýrasta Xiomi, ekkert mál að vera á þessu yfirleitt. Bara ef það er mikill mótvindur, og að fara upp brekku í hálku sem það stoppar. Ef þú ert með mjög gott hjól (þ.e. mikið betra en mitt) þá er bara að vera í vetrarklæðnað á veturna og þá kemstu allra ferða.
Síðast breytt af netkaffi á Mán 23. Maí 2022 02:17, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 973
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 173
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 23. Maí 2022 08:10

Fékk notað Kaboo Mantis 10 Duo eitthvað um daignn

Hrikalega skemmtilegur ferðamáti. Eiginlega of kraftmikið samt. í 2x1000w stillingu spóla ég á báðum í smá möl..



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf Peacock12 » Mán 23. Maí 2022 16:55

Kunningi minn sem er tannlæknir segir að hlaupahjól séu jafnvel að færa honum meiri viðskipti en trampolínin gerðu hér fyrir par árum.

Sjálfur held ég að þetta sé sniðugt snatt-tæki en myndi hvorki nenna né þora að commuta þessa 10 km í vinnu á svona.




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf kjartanbj » Mán 23. Maí 2022 20:55

úff Nenniði að minnsta kosti að kalla þetta rafhlaupahjól en ekki þetta orðskrípi rafskúta .... það eru í alvöru til legit skútur sem sigla á sjónum sem geta gengið fyrir rafmagni. fæ alltaf kjánahroll þegar ég sé þetta kallað rafskúta




ABss
Fiktari
Póstar: 73
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf ABss » Mán 23. Maí 2022 21:59

Rafhjól! Tæklar leikskólann með fleiri en einn krakka þess vegna, innkaupin, meiri ófærð og minni slysahætta.

Hef notað svona undanfarin tvö ár, í vinnu, í leikskólann, kem við í bónus, minna snatt. Ef ég er ekki að kaupa þvottavél, stórinnkaup eða þeim mun fleiri staði þá nenni ég hreinlega ekki að keyra bílinn.


Edit: nota allt árið, sama hvernig veðrið er. Hef bara hætt við 2-3x vegna veðurs og þá var svo mikill snjór að barnaaftanívagninn var pikk fastur.
Síðast breytt af ABss á Mán 23. Maí 2022 22:00, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Maí 2022 22:22

Peacock12 skrifaði:Kunningi minn sem er tannlæknir segir að hlaupahjól séu jafnvel að færa honum meiri viðskipti en trampolínin gerðu hér fyrir par árum.

Sjálfur held ég að þetta sé sniðugt snatt-tæki en myndi hvorki nenna né þora að commuta þessa 10 km í vinnu á svona.

Úff ... keypti svona í fyrra, er alltaf stressaður þegar litli guttinn fer á þessu...
Annars þá held ég að rafmangshjól séu sniðug, svona "full size" hjól ...




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 609
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf dadik » Þri 24. Maí 2022 01:08

ABss skrifaði:Rafhjól! Tæklar leikskólann með fleiri en einn krakka þess vegna, innkaupin, meiri ófærð og minni slysahætta.

Hef notað svona undanfarin tvö ár, í vinnu, í leikskólann, kem við í bónus, minna snatt. Ef ég er ekki að kaupa þvottavél, stórinnkaup eða þeim mun fleiri staði þá nenni ég hreinlega ekki að keyra bílinn.


Edit: nota allt árið, sama hvernig veðrið er. Hef bara hætt við 2-3x vegna veðurs og þá var svo mikill snjór að barnaaftanívagninn var pikk fastur.


Hvernig hjól ertu með?


ps5 ¦ zephyrus G14


ABss
Fiktari
Póstar: 73
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf ABss » Þri 24. Maí 2022 06:49

dadik skrifaði:
ABss skrifaði:Rafhjól! Tæklar leikskólann með fleiri en einn krakka þess vegna, innkaupin, meiri ófærð og minni slysahætta.

Hef notað svona undanfarin tvö ár, í vinnu, í leikskólann, kem við í bónus, minna snatt. Ef ég er ekki að kaupa þvottavél, stórinnkaup eða þeim mun fleiri staði þá nenni ég hreinlega ekki að keyra bílinn.


Edit: nota allt árið, sama hvernig veðrið er. Hef bara hætt við 2-3x vegna veðurs og þá var svo mikill snjór að barnaaftanívagninn var pikk fastur.


Hvernig hjól ertu með?


Cube hardtail, man ekki undirtýpuna en það er 29". Mæli með góðum nagladekkjum yfir veturinn!




straumar
has spoken...
Póstar: 194
Skráði sig: Lau 15. Jún 2013 21:50
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf straumar » Þri 28. Jún 2022 05:39

hvernig virka þessi rafmagnshjól? sé það eru pedalar á þeim eins og venjulegum hjólum, notarðu þá ekkert afl í pedulum eða ? (já veit ég er kannski heimskur)




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1750
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf blitz » Þri 28. Jún 2022 07:44

straumar skrifaði:hvernig virka þessi rafmagnshjól? sé það eru pedalar á þeim eins og venjulegum hjólum, notarðu þá ekkert afl í pedulum eða ? (já veit ég er kannski heimskur)


Langflest af þessum hjólum eru með "torque- sensing" mótor sem virkar þannig að því fastar sem þú stígur á pedalana (eða þyngir með því að skipta um gír) því meiri afl færðu úr mótornum, gefur manni mjög smooth og náttúrulega ferð. Aðrir mótorar eru "cadance-sensing" sem virka þá þannig að ef þú pedalar - óháð krafti sem þú ert að setja í pedalann - þá færðu allt aflið úr mótoronum (sem þú getur svo stillt á hjólatölvunni).

Yfirleitt eru "cadence-sensing" mótorar í ódýrari hjólunum sem eru með mótorinn í höbbnum (frekar en miðjumótor) eða þá þessi 1000w+ skrímsli sem eru með Bafang mótor.


PS4


raggos
Nörd
Póstar: 142
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Er vit í rafhlaupahjólum?

Pósturaf raggos » Þri 28. Jún 2022 11:29

Mæli með rafhjólinu allan daginn. Það er ekki langt í að rafhlaupahjól yfir 1000w verði bönnuð og farið verði að taka á breyttum rafhlaupahjólum með sektum.
Rafhjól geturðu notað til og frá vinnu en líka sem skemmtilegt afþreyingartæki utanvega þegar þú ert í stuði fyrir náttúruna, sé rafhlaupahjólin seint ráða við slíkt. Hreyfingin sem þú færð líka sem bónus á rafhjólinu lætur þér líka bara líða betur almennt.
Fínn endursölumarkaður á rafhjólum líka sem kemur sér vel ef þetta hentar þér ekki.