Bestu borðvifturnar

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 216
Staða: Ótengdur

Bestu borðvifturnar

Pósturaf Moldvarpan » Fös 29. Apr 2022 06:40

Nú fer að styttast í sumarið og mig langar í góða borð viftu.

Ég prófaði að kaupa eina ódýra í Elko og gvvvuuuuð hvað hún fer í taugarnar á mér.
Þvílík læti í henni.

Núna er komið Round 2.

Hvaða borðviftum mæliði með?

Ég googlaði þetta aðeins og rakst á nokkrar mismunandi gerðir.

Rakst á eina sem virðist vera hljóðlítil https://www.sminor.is/vorur/flokkur/hitablasarar-og-viftur/bordvifta-stadler-form-tim/
25 til 44 dB segja þeir.Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1032
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 23
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Bestu borðvifturnar

Pósturaf Nördaklessa » Fös 29. Apr 2022 07:30

sælir, ég er búinn að vera með þessa í tæpt ár núna og er að reynast mér vel.
https://rafha.is/product/do8148-bordvifta-circulation


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...

Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 850
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: Bestu borðvifturnar

Pósturaf brain » Fös 29. Apr 2022 09:15

Costco hefur verið með Woozoo viftur.

t.d. þessa Mynd

með fjarstýringu.

*edit*
með hreyfingu upp niður/hægri vinstri ef óskað er.
Síðast breytt af brain á Fös 29. Apr 2022 09:28, breytt samtals 1 sinni.
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1290
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 28
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu borðvifturnar

Pósturaf wICE_man » Fös 29. Apr 2022 13:18Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 216
Staða: Ótengdur

Re: Bestu borðvifturnar

Pósturaf Moldvarpan » Lau 30. Apr 2022 09:02

Takk fyrir ábendingarnar :)

Domo viftan virðist vera nokkuð mögnuð, en hún virðist vera uppseld.

Ég fer væntanlega í Costco á næstunni og athuga hvort það séu til viftur þar í þeirri ferð.

Viftan í Kísildal, lýtur snyrtilega út en mætti vera meira af upplýsingum.
Hversu stór er hún? Er ekki að átta mig á því útfrá myndum.
Þetta er batterýs vifta, en er þá hægt að hafa hana alltaf í sambandi líka við rafmagn?
Hversu vel kælir hún? Mér finnst hún looka eins og leikfang fremur en verkfæri :DSkjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 656
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 147
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Bestu borðvifturnar

Pósturaf russi » Lau 30. Apr 2022 23:53

Er með þessa sem fæst í SmiNor, hún er hljóðlát og ágætlega öflug. Heyrist aðeins í henni á hæsta. Ég hef hans í gangi yfir nótt þegar ég er í útilegu eða í sumarbústað til að losna við lúsmý. Sef vært með hana. Get alveg mælt með henni… kostur að hún er USB powered og stundum keyri ég hana fyrir vikið á hleðslubanka