GuðjónR skrifaði:HringduEgill skrifaði: Þekki þetta ekki með spítalann en sýnist standa á báðum skiltunum að hægt sé að borga í greiðsluvél noti maður ekki EasyPark eða Parka. Þú ræður því hvaða leið þú vilt fara. Bílastæðasjóður fær allavega alla sína upphæð og leyfir einkaaðilum að bera kostnað af appi.
Bílastæðasjóður fær víst ekki gjöldin af þessum stæðum merktum PA heldur spítalinn sjálfur, sem er í sjálfu sér jákvætt.
Ég hringdi og kannaði málið, Síminn Pay virkar ekki lengur á Hringbraut en virkar ennþá við Landspítala Fossvogi, amk. þangað til Öryggismistöðin tekur það yfir en þeir útiloka ekki samstarf við Símann varðandi appið í framtíðinni.
Varðandi þessar greiðsluvélar sem notaðar eru þá skil ég ekki af hverju maður þaf að ákveða tímann fyrirfram, af hverju ekki að stimpla sig inn og út og borga fyrir þann tíma sem maður notar eins og maður gerði í bílastæðahúsum.
HringduEgill skrifaði: Ekki gleyma að þú ert í viðskiptum við símafyrirtæki sem er að miklu leiti í eigu erlendra aðila

Hahhaha logic, af því að ég nota fjarskiptaþjónustu þar sem ég fæ mest fyrir peninginn þá á ég að vera sáttur við að borga sænsku einkafyrirtæki gjald fyrir það að leggja bílnum fyrir utan íslenska ríkisstofnun.

Persónulega finnst mér ágætt að spítalinn hafi ekki þróað app fyrir greiðslu bílastæða, það telst varla til kjarnastarfsemi spítalans.
Er það vandamál að erlendur aðili hagnist á því að bjóða vöru sem eykur þín þægindi? Mér finnst svo ekki vera. En þannig skildi ég þig og tók því Nova sem dæmi. Og reyndar mörg önnur

Ég sé annars heldur ekkert að því að Bílastæðasjóður gefi út app en við skulum ekki halda að reksturinn á því sé ókeypis. Því verður þá bara velt út í verðlagið með einum eða öðru hætti.