Fjarskiptastofa farin í aðgerðir vegna gamalla örbylgjuloftneta

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2418
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 283
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Fjarskiptastofa farin í aðgerðir vegna gamalla örbylgjuloftneta

Pósturaf jonfr1900 » Fim 10. Mar 2022 01:38

Ég sé að Fjarskiptastofa er farin í aðgerðir vegna gamalla örbylgjuloftneta hjá fólki sem svarar ekki bréfum frá Fjarskiptastofu. Þegar svona gerist, þá borgar viðkomandi húseigandi kostnaðinn af þessu öllu saman.

Aðgerð Fjarskiptastofu vegna truflunar á fjarskiptum (Febrúar 2022)




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Fjarskiptastofa farin í aðgerðir vegna gamalla örbylgjuloftneta

Pósturaf vesley » Fim 10. Mar 2022 09:15

Ætli það þurfi nokkuð meira en að rífa gamla loftnets ruslið bara úr sambandi ?

Annars er magnað að það er bara stutt síðan að rafvirkjar gátu hætt að setja svona upp í nýbyggingum.
Ég t.d. vann í 60 íbúða fjölbýli í Úlfarsárdal og vegna aðstæðna var ekki hægt að komast upp á þakið þar sem búið var að leggja loftnetið og klára frágang, var því fyrstu 2-3 mánuðina eftir að íbúar fluttu inn ekkert sjónvarp með loftneti. Ekki ein einasta íbúð notaði þetta. Þónokkrir kílometrar af coax kapal, rörum og tilheyrandi sem þjónar engum í dag.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2418
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 283
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fjarskiptastofa farin í aðgerðir vegna gamalla örbylgjuloftneta

Pósturaf jonfr1900 » Fim 10. Mar 2022 15:44

Þetta nær bara til örbylgjuloftneta. Það dugar að taka spennubreytinn úr sambandi til þess að koma í veg fyrir þessa truflun. Þetta nær ekki til gamalla VHF og UHF loftneta.




Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 149
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Fjarskiptastofa farin í aðgerðir vegna gamalla örbylgjuloftneta

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 10. Mar 2022 21:28

Ég fatta ekki að vera á móti útsendingu í lofti. Ég vil umfram allt (eða þannig) ekki hafa allan fjölmiðlaaðgang, allt samband við umheiminn, á einum streng. Það er galið að hætta loftnetslögnum eða spara dreifikostnað til að allt slíkt sé á einum kapli.




Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Fjarskiptastofa farin í aðgerðir vegna gamalla örbylgjuloftneta

Pósturaf Cascade » Fim 10. Mar 2022 21:55

Sinnumtveir skrifaði:Ég fatta ekki að vera á móti útsendingu í lofti. Ég vil umfram allt (eða þannig) ekki hafa allan fjölmiðlaaðgang, allt samband við umheiminn, á einum streng. Það er galið að hætta loftnetslögnum eða spara dreifikostnað til að allt slíkt sé á einum kapli.



Þú ert með fínasta samband gengum 4G/5G



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Tengdur

Re: Fjarskiptastofa farin í aðgerðir vegna gamalla örbylgjuloftneta

Pósturaf Revenant » Fim 10. Mar 2022 21:58

Sinnumtveir skrifaði:Ég fatta ekki að vera á móti útsendingu í lofti. Ég vil umfram allt (eða þannig) ekki hafa allan fjölmiðlaaðgang, allt samband við umheiminn, á einum streng. Það er galið að hætta loftnetslögnum eða spara dreifikostnað til að allt slíkt sé á einum kapli.


Þetta eru loftnet fyrir Fjölvarpið sem hætti að senda út 2017 sem Fjarskiptastofa vill gera óvirk.

edit: Fjarskiptastofa ekki Fjölmiðlastofa :face
Síðast breytt af Revenant á Fim 10. Mar 2022 22:13, breytt samtals 1 sinni.




Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 149
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Fjarskiptastofa farin í aðgerðir vegna gamalla örbylgjuloftneta

Pósturaf Sinnumtveir » Fös 11. Mar 2022 00:15

Revenant skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:Ég fatta ekki að vera á móti útsendingu í lofti. Ég vil umfram allt (eða þannig) ekki hafa allan fjölmiðlaaðgang, allt samband við umheiminn, á einum streng. Það er galið að hætta loftnetslögnum eða spara dreifikostnað til að allt slíkt sé á einum kapli.


Þetta eru loftnet fyrir Fjölvarpið sem hætti að senda út 2017 sem Fjarskiptastofa vill gera óvirk.

edit: Fjarskiptastofa ekki Fjölmiðlastofa :face


Vel veit ég það, og geri engar athugasemdir við aðgerðir fjarskiptastofu vegna bilaðra og GAGNSLAUSRA örbylgjuloftneta. Hins vegar skil ég ekki bofs í því að fólki finnist bara í lagi að öll fjarskipti eigi sér stað gegnum farsíma og internet.




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Fjarskiptastofa farin í aðgerðir vegna gamalla örbylgjuloftneta

Pósturaf vesley » Fös 11. Mar 2022 10:24

Sinnumtveir skrifaði:
Revenant skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:Ég fatta ekki að vera á móti útsendingu í lofti. Ég vil umfram allt (eða þannig) ekki hafa allan fjölmiðlaaðgang, allt samband við umheiminn, á einum streng. Það er galið að hætta loftnetslögnum eða spara dreifikostnað til að allt slíkt sé á einum kapli.


Þetta eru loftnet fyrir Fjölvarpið sem hætti að senda út 2017 sem Fjarskiptastofa vill gera óvirk.

edit: Fjarskiptastofa ekki Fjölmiðlastofa :face


Vel veit ég það, og geri engar athugasemdir við aðgerðir fjarskiptastofu vegna bilaðra og GAGNSLAUSRA örbylgjuloftneta. Hins vegar skil ég ekki bofs í því að fólki finnist bara í lagi að öll fjarskipti eigi sér stað gegnum farsíma og internet.


Í dag eru fjarskipti fær á að nást í gegnum ljósleiðara, 3g/4g/5g og gervihnetti/starlink.
Oftast nær eru jafnvel 2x ljósleiðarar í hvert hús, þar sem Gagnaveitan og Míla eru ófærir um samstarf. Reglulega sá ég ljósleiðara ónýtan frá öðrum hvorum þeirra þar sem aðili á þeirra vegum hafði dregið ljósleiðaran allan úr sínu röri til að troða þeim báðum sína leið.
Notagildi vs kostnaður á koparlögnum gengur því miður ekki lengur upp. Taka skal þó fram að allar nýbyggingar gera ráð fyrir coax í allar íbúðir og því lagnaleiðin enn til staðar. Það er bara ekki lengur dregið í þetta og sett upp loftnet.