Síða 1 af 1

Teamviewer spurning - skift um tölvu

Sent: Þri 25. Jan 2022 21:47
af lyfsedill
Hæ, var að spá þið sem eruð vanir notendur af Teamviewer er eitthvað vesen með þegar maður skiptir um tölvu það er ég var að fá mér aðra tölvu og reikna með að ég þurfi þá að downloada forritinu upp á nýtt bý ég þá til nýjan aðgang að teamviewer eða get ég notað þann gamla áfram bara á nýju tölvunni?

Annað nú fékk ég nýjan router nýlega og nýja þá ip tölu, skapar það mögulega einhver vandræði er kannski betra að búa til nýjan account þegar þannig er?

endinlega gefið svör þið sem notið forritið og hafið lent í svipuðu.

kær kv

Re: Teamviewer spurning - skift um tölvu

Sent: Mið 26. Jan 2022 07:43
af Gislinn
Það er mjög langt síðan ég notaði TeamViewer en í grunninn hefur ekkert breyst síðustu ár hjá þeim. Þú ættir að geta sett TeamViewer aftur upp á nýju tölvunni, notað sama aðgang og allt ætti að virka eðlilega. Í versta falli þarftu að para tölvuna aftur á accountinn þinn með ID og passwordinu. TeamViewer er sama um ip-töluna þína, það tengist saman á your ID og partner ID ásamt passwordi.

Re: Teamviewer spurning - skift um tölvu

Sent: Mið 26. Jan 2022 14:17
af lyfsedill
Gislinn skrifaði:Það er mjög langt síðan ég notaði TeamViewer en í grunninn hefur ekkert breyst síðustu ár hjá þeim. Þú ættir að geta sett TeamViewer aftur upp á nýju tölvunni, notað sama aðgang og allt ætti að virka eðlilega. Í versta falli þarftu að para tölvuna aftur á accountinn þinn með ID og passwordinu. TeamViewer er sama um ip-töluna þína, það tengist saman á your ID og partner ID ásamt passwordi.



takk svar. hvað meinaru með að para tölvuna á accountinn minn, hvernig er það gert?

Re: Teamviewer spurning - skift um tölvu

Sent: Mið 26. Jan 2022 15:48
af danniornsmarason
Ef þú ert búinn að stofan aðgang með username og password þá er þetta ekkert mál
Ef þú ert að nota teamviewer ánþess að hafa aðgang þá þarftu að fá "your ID" og "password" fyrir hina tölvuna sem þú vilt tengja við.
Þarft þess ekki ef þú ert með aðgang.
Þú getur notað sama gamla aðganginn í nýju tölvuna með nyja routerinn

Re: Teamviewer spurning - skift um tölvu

Sent: Mið 26. Jan 2022 22:02
af Gislinn
lyfsedill skrifaði:takk svar. hvað meinaru með að para tölvuna á accountinn minn, hvernig er það gert?


Það sem danniornsmarason segir.

Ef þú ert með aðgang þá ætti þetta að ganga án vandræða.

Ef þú ert ekki með aðgang þá þarftu "ID" og "password" fyrir tölvuna sem þú vilt tengjast. Þú færð það upp á skjáinn í Teamviewer í tölvunni sem þú vilt tengjast og setur það inn á upphafsskjánum í tölvunni sem þú vilt tengjast frá.