Síða 1 af 1

Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 17:36
af appel
Á fyrstu síðu í gmail inboxinu mínu eru 50 póstar, en held að svona 40 af þeim séu svona dæmigerðir spam póstar, phising, og hvaðeina.
Það var svo fínt að nota gmail, sá aldrei svona, en það virðist sem google sé eitthvað búið að missa tökin.
Fleiri að taka eftir þessu?

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 18:06
af ColdIce
Ekki einn einasti sloppið í gegn hjá mér leeeeeengi

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 18:17
af ZoRzEr
Ég hef tekið eftir aukningu síðustu vikurnar. En á móti gæti vel verið að ég hafi notað netfangið til skráningar á vafasamri síðu.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 18:19
af mikkimás
Ég fæ aldrei neitt þessu líkt í mitt gmail.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 18:26
af appel
Skráði mig þegar gmail var enn í svona beta testing, 20 ár síðan held ég, þannig að líklega hefur email addressan mín farið allavega svona 200 hringi í kringum hnöttinn og spammarar náð henni og dreift henni.
Er með aðra gmail addressu (sem ég hef aldrei notað í neitt), fæ ekkert spam þar. En ég er samt ekki að skrá mig neinsstaðar. Það virðist duga að hafa skráð sig einu sinni einhversstaðar og þá fer maður í dreifingu.

Annars held ég að email sé tækni sem á skilið að verða útdauð. Ekkert security í því, þú þarft bara að vita hvað er secure og ekki secure, og það er ekki einfalt.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 18:37
af Viktor
Stanslaust spam hérna megin líka

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 18:46
af hagur
Fullt af spammi hjá mér en það kemst ekkert af því í inboxið hjá mér. Spam filterinn virkar semsagt alveg jafnvel núna hjá mér eins og hann hefur alltaf gert.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 18:50
af appel
Ég er að fá bíp í símanum mínum á nóttinni útaf þessu spammi. Hefur aukist alveg svakalega undanfarið.
Þarf bara að fara slökkva á gmail bípi.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 19:52
af TheAdder
Búinn að vera með gmail frá því þetta var invite only, ekkert spam vandamál hjá mér.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 20:42
af jonfr1900
Ég er ekki að sjá neina aukningu í spami á gmail netföngum sem ég er með. Sérstaklega á þeim netföngum sem ég notað til þess að skrá mig inná hluti.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 21:42
af Dúlli
Engin munur hjá mér.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 23:14
af oskarom
Það er kominn tími á að Bill rífi þessa hugmynd út úr skápnum, https://en.wikipedia.org/wiki/Cost-base ... he%20email.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 23:32
af Cascade
Ég fæ aldrei spam
Eld gamall reikningur og hef notað mailið um allt

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 23:53
af pattzi
Nei fæ mikið af póstum c.a 40þ ólesnir haha..... enda notað þetta um allt síðan ég var í 7 bekk... Töluvert mörg ár síðan


En fullt sem fer í spam.... meirasegja private messasge frá vaktinni fara í spam alltaf að merkja það sem ekki spam

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Fös 21. Jan 2022 23:56
af kornelius
Algjör undantekning að ég fái SPAM og ef svo þá fer það beint í spam folderið
búinn að nota gmail í áratugi og nota það til að logga mig inn á áskriftarsíður
ekkert vesen hér.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Lau 22. Jan 2022 00:54
af Frost
Eftir áramót hef ég varla fengið spam mail í Gmail. Fyrir áramót var ég að hreinsa daglega.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Lau 22. Jan 2022 01:00
af ZiRiuS
hagur skrifaði:Fullt af spammi hjá mér en það kemst ekkert af því í inboxið hjá mér. Spam filterinn virkar semsagt alveg jafnvel núna hjá mér eins og hann hefur alltaf gert.


Sama hér. Kannski 2-6 póstar á dag sem fara beint í spam, aldrei neitt í inbox.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Lau 22. Jan 2022 04:14
af Manager1
Ég hef notað gmail í meira en 10 ár, aldrei verið í vandræðum með spam og ekki tekið eftir neinum nýlegum breytingum.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Lau 22. Jan 2022 04:46
af Skaz
Hef tekið eftir að þetta kemur í bylgjum.

Það er eins og að spammararnir finni leiðir fram hjá filternum einstaka sinnum og þá opnast flóðgáttirnar. Örugglega góður peningur í að finna leiðir til að komast í gegn og selja öllum spammerunum.

Virðist vera endalaus vítahringur fyrir gmail.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Lau 22. Jan 2022 21:27
af vesley
Ekkert í inbox hjá mér. Hvorki á mínu prívat gmail né þau sem eru skráð á massabón eða raceparts.

Massabón mailið fær oft upp í 10-15 pósta á dag í spam.

Re: Er Gmail að missa tökin á spammi?

Sent: Lau 22. Jan 2022 22:30
af urban
Varð var fyrir spami í inbox hjá mér fyrir ca 3-4 árum, þá kom slatti af því í nokkra daga, áræðanlega innan við viku.
Það er allt það spam sem að ég man eftir að hafa fengið í allan þann tíma sem að ég hef notað Gmail og einsog margir hérna, alveg frá því að þetta var invite only.