Síða 1 af 1

Fartölva fyrir nám í Web Development

Sent: Fös 03. Des 2021 11:21
af sopur
Sælir,

Ég er að byrja í PB í Web development eftir áramót og langar/þarf nýja tölvu fyrir námið.

Ég hef aðeins verið að skoða, hrífst mikið að macbook air m1, 16gb.
Er það eitthvað sem þið gætuð mælt með eða er eitthvað annað þarna úti sem hentaði mér betur ?

Ég hef verið að nota huawei matebook 8gb með amd örgjörva í diplómanáminu, hun hefur verið þokkaleg, en á köflum hæg þegar eg var að vinna með android studio.

Fyrirfram þakkir um svör :)

Re: Fartölva fyrir nám í Web Development

Sent: Fös 03. Des 2021 11:59
af TheAdder
Ég myndi mæla með Thinkpad frá Lenovo eða álíka buisness grade vélum ef þú vilt vera í windows umhverfi, annars er m1 örgjörvinn að koma vel út almennt.

Re: Fartölva fyrir nám í Web Development

Sent: Fös 03. Des 2021 14:31
af njordur9000
MacBook Air M1 16GB er mjög gott val. Það er sama og engin munur á Air módelinu og 13" "Pro" vélinni. Makkinn er besti kosturinn ef þú spyrð mig af ýmsum ástæðum, hann leyfir þér að gera iOS forrit, vefþjónninn þinn mun keyra á einhvers konar *nix svo að keyra á unix kerfi er mjög þægilegt upp á samræmið og flestar leiðbeiningar sem þú finnur munu gera ráð fyrir því, ólíkt Linux er notendaviðmótið líka vel hannað, tiltölulega villulaust, þægilegt og með alla þá virkni sem þú gætir viljað, og svo eru makkarnir líka bara góður vélbúnaður. Helsti gallinn við þær er hve takmarkað minnið er en í vefforritun eru 16GB algjört lágmark að mínu mati og helst myndirðu vilja 32GB eða meira.

Þú getur líka notað Windows en ég mæli eindregið gegn því þar sem að læra á Unix kerfi er ekki valkvæmt fyrir vefforritara og þá þarftu að læra að setja upp allt bæði á Windows og Unix sem er tvíverknaður. Eða svo geturðu farið á Linux en þar á enn eftir að gera notendaviðmót sem er hraðvirkt, villufrjálst og með alla virkni sem þú þarft og þá, eins og á Windows, geturðu ekki gert iOS öpp.

Re: Fartölva fyrir nám í Web Development

Sent: Lau 04. Des 2021 18:33
af Demon
Macbook Air M1 allann daginn.
Ef þú hefur ekkert á móti mac þá eru þessar tölvur betri en allt annað sem þú færð fyrir þennan pening.

Nema þú hafðir hugsað þér að spila tölvuleiki á vélinni, þá flækjist málið aðeins. Mac er vissulega aldrei málið í tölvuleiki. En frábær í forritun.

Re: Fartölva fyrir nám í Web Development

Sent: Lau 04. Des 2021 18:54
af ElvarP
Ég sjálfur myndi líklegast fá mér Macbook tölvu með M1 örgjörva, þá annað hvort MacBook Air M1 eða MacBook Pro 13" M1.

Re: Fartölva fyrir nám í Web Development

Sent: Sun 05. Des 2021 20:07
af sopur
Takk fyrir svörin.
Ég endaði á að panta mér macbook air, m1, 16gb.
Bíð spenntur!