Síða 1 af 1

UK forwarding service

Sent: Mán 29. Nóv 2021 15:53
af roadwarrior
Er einhver með reynslu af breskum áframsendingar þjónustum?
Er að skoða bílavarahluti frá Bretlandi en versluninni sem ég er að horfa á sendir ekki til Íslands (búinn að spyrja) :megasmile

Re: UK forwarding service

Sent: Mán 29. Nóv 2021 18:16
af Hjaltiatla
Getur leitað að "Forward2me" í leitinni , flestir hérna inni virðast nota þá þjónustu þegar verið er að panta frá Bretlandi.

Re: UK forwarding service

Sent: Þri 30. Nóv 2021 00:21
af jonfr1900
Sendir einhver til Íslands frá Bretlandi vegna Brexit?

Re: UK forwarding service

Sent: Þri 30. Nóv 2021 08:17
af hagur
jonfr1900 skrifaði:Sendir einhver til Íslands frá Bretlandi vegna Brexit?


Já, afhverju ekki? Ég hef notað forward2me nokkrum sinnum eftir Brexit. Engin breyting fyrir/eftir Brexit hvað það varðar.

Re: UK forwarding service

Sent: Mið 01. Des 2021 00:00
af cozened
Hef notað myus.com mjög mikið og færð núna uk addressu líka , mæli með

Re: UK forwarding service

Sent: Mið 01. Des 2021 11:13
af osek27
cozened skrifaði:Hef notað myus.com mjög mikið og færð núna uk addressu líka , mæli með


Hvernig lýtur það ferlið út, er dýrt að gera þetta? og eru sendingar lengi að koma til landsins?

Re: UK forwarding service

Sent: Mið 01. Des 2021 17:40
af hagur
osek27 skrifaði:
cozened skrifaði:Hef notað myus.com mjög mikið og færð núna uk addressu líka , mæli með


Hvernig lýtur það ferlið út, er dýrt að gera þetta? og eru sendingar lengi að koma til landsins?


Mjög einfalt. Borgar bara fyrir shipping hingað og verðið á því fer náttúrulega eftir stærð og þyngd pakkans og hvaða shipping method þú velur. Getur valið DHL express eða UPS/Fedex, tekur kannski 2-3 daga að skila sér hingað.

Shipping kostnaðurinn fer eftir pakkanum eins og ég sagði, en lægsti shipping kostnaðurinn sem ég hef borgað er í kringum 35 dollara, fer ekki mikið neðar en það. Borgar sig því varla að kaupa eitthvað ódýrt smotterí í gegnum þetta.

Re: UK forwarding service

Sent: Fim 02. Des 2021 02:25
af jonfr1900
hagur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Sendir einhver til Íslands frá Bretlandi vegna Brexit?


Já, afhverju ekki? Ég hef notað forward2me nokkrum sinnum eftir Brexit. Engin breyting fyrir/eftir Brexit hvað það varðar.


Það eru nýjar reglur og þessum reglum mun fjölga þann 1. Janúar 2022 (þá rennur út samningur milli Bretlands og ESB/EES). Svona er vefsíðan um útflutning hjá Breskum stjórnvöldum í dag.