Síða 1 af 1

Kerfisstjóri og nám

Sent: Lau 12. Jún 2021 15:21
af falcon1
Sælir vaktarar, mig langar aðeins til að breyta til í mínum starfsferli og er að pæla í einhverju tengdu tölvum og upplýsingatækni. Ég hef alltaf haft áhuga á því sviði þó ég starfi nú við allt annað. :)

Ég er að spá í svona kerfisstjóranámi (tæknistjórnun) hjá Promennt eða NTV. En þar sem ég er dáldið grænn þá langar mig til þess aðeins að spyrja um hvernig vinna kerfisstjórans er svona í grunninn.

Ég vann við vefsíðugerð og gerði meira að segja tölvuleik (í Director Lingo málinu) hérna um aldamótin en hef lítið unnið við tölvur síðan þannig að ég veit að mikið hefur breyst en ég kann samt aðeins "mannganginn" t.d. í Wordpress.

Ég hef ekki stúdentspróf þannig að háskólarnir koma ekki til greina sýnist mér. Mig langar líka til að koma mér upp menntun á öðru sviði á sem stystum tíma vegna ýmissa aðstæðna. :)

Allar upplýsingar eru vel þegnar hérna eða með einkaskilaboðum. :)

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Lau 12. Jún 2021 15:35
af gunni91

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Sun 13. Jún 2021 00:22
af falcon1
Þetta svarar kannski varðandi námsþáttinn en ég er líka að falast eftir upplýsingum um hvernig starf kerfisstjórans sé. :) T.d. vinnutími sveigjanlegur, fjölskylduvænt starf, hver eru helstu verkefni o.s.frv. bara svona til að gefa mér betri hugmynd um hvað ég má eiga von á ef ég ákveð að fara þessa leið og finna mér vinnu í þessum geira. :)

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Sun 13. Jún 2021 08:33
af Hjaltiatla
Ef þú villt leita þér upplýsinga um hvernig starf kerfisstjórans er þá er ágætt að lesa "Helstu verkefni og ábyrgð" inná alfred.is í atvinnuauglýsingum þegar er verið að auglýsa eftir kerfisstjóra. Ef þú ert að leita þér að fjölskylduvænum vinnustað þá er líklegra að stærri fyrirtækin í UT bransanum henti betur eða þau fyrirtæki/stofnanir sem eru með stóran kerfisstjóra hóp sem álagið dreifist yfir hópinn því það er jú hlutverk kerfisstjórans að bregðast við niðritíma/rekstrartruflunum 24/7 365 daga ársins (en viðbrögð við rekstrartruflunum t.d að þurfa að vakna á nóttunni eða sinna vinnuni um helgar ræðst að sjálfsögðu eftir því hvort um mikilvægt kerfi sé að ræða eða hvort mál getur beðið).

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Sun 13. Jún 2021 22:50
af rapport
falcon1 skrifaði:Ég hef ekki stúdentspróf þannig að háskólarnir koma ekki til greina sýnist mér. Mig langar líka til að koma mér upp menntun á öðru sviði á sem stystum tíma vegna ýmissa aðstæðna. :)

Allar upplýsingar eru vel þegnar hérna eða með einkaskilaboðum. :)


https://www.mimir.is/is/raunfaernimat

Raunfærnimat getur komið þér inn í tölvunarfræði án stúdentsprófs. Þekki einn rétt um fertugt sem fór í þetta mat og frumgreinadeild vildi að hann tæki einhverja kúrsa til að útskrifast þaðan en tölvunarfræðideildinni var sama og tók hann inn beint. Veit ekki betur en að hann hafi rúllað þessu upp eða sé enn að rúlla þessu upp ef hann er ekki búinn.

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Lau 19. Jún 2021 22:20
af falcon1
Hjaltiatla skrifaði:...því það er jú hlutverk kerfisstjórans að bregðast við niðritíma/rekstrartruflunum 24/7 365 daga ársins (en viðbrögð við rekstrartruflunum t.d að þurfa að vakna á nóttunni eða sinna vinnuni um helgar ræðst að sjálfsögðu eftir því hvort um mikilvægt kerfi sé að ræða eða hvort mál getur beðið).

Þannig að maður þyrfti að vera með tölvuna með sér í útileguna? Eða bara þegar maður fer t.d. með hundinn að skokka. ;) :D

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Sun 20. Jún 2021 07:09
af Hjaltiatla
falcon1 skrifaði:Þannig að maður þyrfti að vera með tölvuna með sér í útileguna? Eða bara þegar maður fer t.d. með hundinn að skokka. ;) :D


Misjafnt eftir fyrirtækjum hvernig hlutum er stillt upp. Getur verið á launum við að vera á bakvakt og þurft að svara símanum og bregðast við innan 15 mínútna ef kerfi er mikilvægt. Getur líka lent í því að vera ekki á bakvakt og þá þarftu bara að svara símanum þegar þú getur.

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Sun 20. Jún 2021 21:35
af rapport
Hjaltiatla skrifaði:
falcon1 skrifaði:. Getur líka lent í því að vera ekki á bakvakt og þá þarftu bara að svara símanum þegar þú getur.


Bakvakt = þú verður að vera í ástandi til að vinna = ekki leyfilegt að fá sér í glas eða fara langt frá vinnustaðnum, þyrftir hugsanlega að mæta og græja eitthvað.

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Mán 21. Jún 2021 08:06
af Jón Ragnar
Þetta er æði misjafnt hvernig hlutir eru í fyrirtækjum. T.d í mínu starfi erum við með viðskiptavini sem hringja beint í okkur og biðja um hjálp.

Stundum er það alveg akút mál en oftast eitthvað sem má t.d tækla seinna um kvöldið/daginn eftir.


Svo er vinnutíminn gríðarlega sveigjanlegur og aldrei neitt vesen, t.d ekki stimpilklukka eða þannig kjaftæði.


Ef þú ert eitthvað on the fence með þetta, þá máttu alveg hafa samband í PM og ég skal fara yfir bara basics og það.
Fór í Kerfisstjóranám hjá NTV fyrir rúmlega 10 árum. Fékk vinnu eiginlega um leið við það og lífið á uppleið bara hehe :)

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Mán 21. Jún 2021 09:10
af worghal
Jón Ragnar skrifaði:Svo er vinnutíminn gríðarlega sveigjanlegur og aldrei neitt vesen, t.d ekki stimpilklukka eða þannig kjaftæði.

sum fyrirtæki eru þannig að þú skráir tímana þína per mál sem getur verið algert hell ef maður gleymir einhverju :klessa

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Mán 21. Jún 2021 09:49
af GuðjónR
rapport skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
falcon1 skrifaði:. Getur líka lent í því að vera ekki á bakvakt og þá þarftu bara að svara símanum þegar þú getur.


Bakvakt = þú verður að vera í ástandi til að vinna = ekki leyfilegt að fá sér í glas eða fara langt frá vinnustaðnum, þyrftir hugsanlega að mæta og græja eitthvað.

Þá er bara málið að drekka úr dós!

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Mán 21. Jún 2021 11:55
af GullMoli
worghal skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Svo er vinnutíminn gríðarlega sveigjanlegur og aldrei neitt vesen, t.d ekki stimpilklukka eða þannig kjaftæði.

sum fyrirtæki eru þannig að þú skráir tímana þína per mál sem getur verið algert hell ef maður gleymir einhverju :klessa


Munurinn við að vinna sem verktaki (t.d. vinna hjá Advania eða Origo) Vs. að vinna hjá fyrirtæki með sína eigin lausn. Þó það velti vissulega á fyrirtækinu, ég er amk mjög feginn að þurfa ekki að skrá niður tíma.

Mín reynsla er sú að það er mikið meira frelsi og líbó starfsumhverfi að vinna hjá fyrirtæki sem er með sína eigin lausn, svo ég tali nú ekki um félagslega vinkilinn.

Mjög mismunandi milli fyrirtækja hvort að verktakar sem eru alltaf on location fái að taka þátt í félagslífinu, þannig að þú getur verið að vinna með sama fólkinu alla daga en ert svo ekki boðinn á viðburði.

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Mán 21. Jún 2021 12:42
af Jón Ragnar
worghal skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Svo er vinnutíminn gríðarlega sveigjanlegur og aldrei neitt vesen, t.d ekki stimpilklukka eða þannig kjaftæði.

sum fyrirtæki eru þannig að þú skráir tímana þína per mál sem getur verið algert hell ef maður gleymir einhverju :klessa



Já kennir manni að vera agaður í skráningum

Re: Kerfisstjóri og nám

Sent: Mán 21. Jún 2021 16:22
af Hizzman
rapport skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
falcon1 skrifaði:. Getur líka lent í því að vera ekki á bakvakt og þá þarftu bara að svara símanum þegar þú getur.


Bakvakt = þú verður að vera í ástandi til að vinna = ekki leyfilegt að fá sér í glas eða fara langt frá vinnustaðnum, þyrftir hugsanlega að mæta og græja eitthvað.


en það er greitt fyrir bakvaktir, einhver % af dagvinnukaup pr klukkustund, oftast er þetta ein vika í senn og er oftast 3ja hver vika eða minna