Sérkennilegt þýðingarverkefni

Allt utan efnis

Höfundur
vatr9
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Fim 18. Sep 2008 13:34
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Sérkennilegt þýðingarverkefni

Pósturaf vatr9 » Lau 05. Jún 2021 23:16

Sá þessa færslu á Facebook í grúppunni Vinna með litlum fyrirvara.
https://www.facebook.com/groups/1494546 ... 9499385308
Verkefnið er kallað Icelandic Voice recording og felst í að lesa inn texta gegn smá greiðslu.
Sendi í kjölfarið skilaboð um að ég vildi vita meira.
Eitthvað kínverskt fyrirtæki er á bakvið þetta og í leiðbeiningunum sem fylgja er sagt að sækja eigi forrit sem heitir Ocean Speech.
Þar þarf að skrá upplýsingar um sig og nota síðan appið til að skila af sér upplestrinum.
Finnst þetta svolítið dularfullt þar sem ekki er skýrt nánar hvaða verkefni þetta er og hvernig það verður notað.
Hvaða hag getur einkafyrirtæki (ef maður gefur sér það) haft af upplestri íslendinga.

Ps. fékk síðan póst frá tengilið þeirra að þetta tengdist GPS tækjum og orðabók.
Líklega samt býsna opið hvað hægt væri að nota svona í.
Síðast breytt af vatr9 á Lau 05. Jún 2021 23:52, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sérkennilegt þýðingarverkefni

Pósturaf urban » Sun 06. Jún 2021 01:04

Hvaða hag getur einkafyrirtæki (ef maður gefur sér það) haft af upplestri íslendinga.

Hægt að fá þig til þess að segja nógu mörg orð á íslensku og nógu mörg staðarheiti til þess að það sé hægt að nota það í gps t.d.

Þetta er bara eitt smá dæmi um það hvernig það þer hægt að nota þig fyrir smápeninga.
Þú færð borgað fyrir þetta, jafnvel fínasta tímakaup, þar sem að þér finnst þetta svo lítið mál og þetta tekur þig vara 5-40 mín reglulega.

en eftir 1-2 ár á fyritækið nógu mikið af þínum upplestri (og auðvitað annarra líka) til þess að gefa út app/forrit/leyfi til þess að selja þig til x hundruð milljóna manna markaða.

tek það fram að ég veit ekkert hvort að þetta virki svona, en mér datt það t.d. bara til hugar, þú getur rétt ýmindað þér hvort að einhverjum af þessum ca 1500 milljón kínverjum hafi ekki gert það líka og dottið til hugar að prófa
Síðast breytt af urban á Sun 06. Jún 2021 01:08, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sérkennilegt þýðingarverkefni

Pósturaf urban » Sun 06. Jún 2021 01:12

Spurningin er semagt.
fannst þér þú fá nógu mikið borgað fyrir þetta verkefni hjá þér til þess að vera ""siri" kínverja"" á íslandi.

Það má vel vera að þér finnist það, ég hef einmitt fallið fyrir álíka verkefnum sjálfur en hugsað svo aðeins lengra og hætt í þessu alfarið.

En hey, ef að þér er alveg sama þí svo að 20 milljónir kínverja hlusti á þig næstu 30 árin, þá auðvitað tekuru bara peninana, en það gæti alveg verið að það hlusti einhverjir aðrir líka, ekki gleyma því.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
vatr9
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Fim 18. Sep 2008 13:34
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Sérkennilegt þýðingarverkefni

Pósturaf vatr9 » Sun 06. Jún 2021 01:22

Ég sagði reyndar aldrei að ég hefði lesið inn og fengið borgað.
Finnst þetta aðeins of iffí til að taka þátt.
Hef áður tekið þátt í íslenskum verkefnum sem snúa að talsetningu án greiðslu.
Þessir borga eitthvað um 7þús kr. fyrir upplesturinn en það er algjört aukaatriði ef sá möguleiki er fyrir hendi að upptökurnar verði misnotaðar á einhvern hátt.
Langaði bara að heyra álit manna á svona "vinnu".



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sérkennilegt þýðingarverkefni

Pósturaf urban » Sun 06. Jún 2021 01:42

vatr9 skrifaði:Ég sagði reyndar aldrei að ég hefði lesið inn og fengið borgað.
Finnst þetta aðeins of iffí til að taka þátt.
Hef áður tekið þátt í íslenskum verkefnum sem snúa að talsetningu án greiðslu.
Þessir borga eitthvað um 7þús kr. fyrir upplesturinn en það er algjört aukaatriði ef sá möguleiki er fyrir hendi að upptökurnar verði misnotaðar á einhvern hátt.
Langaði bara að heyra álit manna á svona "vinnu".


Ég sé það núna að ég sagði þetta í fortíð, semsagt "fannst þér"
Það er auðvitað vitleysa í mér :)

spurninging ætti auðvðitað að vera hvort að þér "þætti þetta vera nógu vel borgað" til þess vera "íslenski siri" næstu ári

Það er ekkert þar sem að sagt að það gerist, en ertu að fá nógu vel borgað EF að það gerist, það er það eina sem að mér finnst vera spurning með svona verkefni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sérkennilegt þýðingarverkefni

Pósturaf Viktor » Sun 06. Jún 2021 07:01

Þið getið líka lesið inn frítt hér: https://samromur.is/ ;)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB