vantar aðstoð með windows 10

Allt utan efnis

Höfundur
emil40
/dev/null
Póstar: 1427
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 224
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

vantar aðstoð með windows 10

Pósturaf emil40 » Mið 26. Maí 2021 00:14

Hæ hæ.


Ég er að lenda í því að tölvan hjá mér slekkur á skjánum og endurræsir sig stuttu eftir að ég er kominn inn í windows 10. Er eitthvað sérstakt sem að þið gætuð bent mér á að prófa til þess að laga ?


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | Gigabyte X870E AORUS PRO ICE | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | 3x 4TB Samsung 9100 Pro M.2 NVM Express SSD - Raid 0 | 1x 16 tb og 1x 20 tb diskar | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 96GB (2x48GB) Trident Royal Neo Gold 6000MHz DDR5 | Samsung Odyssey OLED G9 S49CG934SU 49" UWHD sveigður (1800R) | Microlab B-77BT hátalarar |


Gemini
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 42
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: vantar aðstoð með windows 10

Pósturaf Gemini » Mið 26. Maí 2021 01:43

Margt sem gæti valdið þessu. Erfitt að útiloka svona nema að eiga lausa hluti til að skipta út. Af þessari stuttu lýsingu myndi maður halda hardware issue. Aflgjafi er auðvitað ofarlega á lista þegar tölva svona slekkur á sér. Gæti samt verið margt annað.

edit : annars endurræsa tölvur sér svona líka ef þú hefur yfirklukkað örgjörvann of mikið. Svo gæti athugað hvort kælikerfið sé allt í gangi. Ef þú hefur líka smá tíma í windows reyndu þá að slökkva á því að tölvan endurræsi sér sjálfkrafa á bláskjám. Þá mögulega sérðu hvað hún er að væla yfir ef hún er að gera bláskjávillur. (ýtir á start -> skrifar "advanced system" og opnar það -> Settings undir startup and recovery -> slekkur á automatic restart.)
Síðast breytt af Gemini á Mið 26. Maí 2021 01:53, breytt samtals 3 sinnum.