Eldgosið í Fagradalsfjalli

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 30. Júl 2023 11:02

dadik skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Þessu eldgosi gæti lokið eftir tvær vikur. Ef það gerist. Þá verður næsta eldgos væntanlega eftir 10 mánuði frá þeim degi sem þessu eldgosi líkur, eða sem næst þeim tíma.


10 mánuði nánast upp á dag? Hvernig færðu það út?


Það voru 10 mánuðir milli eldgosana 2021, 2022 og síðan 2023. Ekki alveg upp á dag en svona sem næst því.

From: Saturday, 18 September 2021, 00:00:00
To: Wednesday, 3 August 2022, 00:00:00
Result: 319 days, 0 hours, 0 minutes and 0 seconds

The duration is 319 days, 0 hours, 0 minutes and 0 seconds

Or 10 months, 16 days excluding the end date.



From: Sunday, 21 August 2022, 00:00:00
To: Monday, 10 July 2023, 00:00:00
Result: 323 days, 0 hours, 0 minutes and 0 seconds

The duration is 323 days, 0 hours, 0 minutes and 0 seconds

Or 10 months, 19 days excluding the end date.


Ég notaði þennan hérna teljara.

Ef að eldgosinu líkur þann 12. Ágúst. Þá ætti næsta eldgos að verða í kringum 30. Júní 2024 eða í kringum þá dagsetningu en það fer alveg eftir því hvenær eldgosinu líkur og hvort að núverandi hegðun á þessu eldstöðvarkerfi heldur áfram.
Síðast breytt af jonfr1900 á Sun 30. Júl 2023 11:05, breytt samtals 1 sinni.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1322
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Klemmi » Sun 30. Júl 2023 16:42

jonfr1900 skrifaði:Það voru 10 mánuðir milli eldgosana 2021, 2022 og síðan 2023. Ekki alveg upp á dag en svona sem næst því.


Þetta eru flókin kerfi, held að það sé bara smá tilviljun hvað var svipað langt á milli þessara gosa.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 30. Júl 2023 21:57

Klemmi skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Það voru 10 mánuðir milli eldgosana 2021, 2022 og síðan 2023. Ekki alveg upp á dag en svona sem næst því.


Þetta eru flókin kerfi, held að það sé bara smá tilviljun hvað var svipað langt á milli þessara gosa.


Þarf ekki að vera að þetta sé tilviljun. Hinsvegar breytir hvert og eitt eldgos stöðu mála þarna og gerir þetta flóknara. Þar sem svona kvikuinnskot geta búið til lítil kvikuhólf neðar í jarðskorpunni.

Svo lengi sem ekki opnast ný sprunga. Þá ætti núverandi eldgos að klárast eftir því sem sérfræðinganir segja.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 586
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 110
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mikkimás » Mán 31. Júl 2023 06:29

jonfr1900 skrifaði:
dadik skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Þessu eldgosi gæti lokið eftir tvær vikur. Ef það gerist. Þá verður næsta eldgos væntanlega eftir 10 mánuði frá þeim degi sem þessu eldgosi líkur, eða sem næst þeim tíma.


10 mánuði nánast upp á dag? Hvernig færðu það út?


Það voru 10 mánuðir milli eldgosana 2021, 2022 og síðan 2023. Ekki alveg upp á dag en svona sem næst því.

Heilir tveir gagnapunktar og tölfræðileg úttekt óþörf.

Orsakasamhengið er ljóst.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 01. Ágú 2023 17:18

Þá er þessu eldgosi að ljúka en það er aukin jarðskjálftavirkni á svæðinu sem er mjög áhugaverð. Þannig að það er möguleiki að mög stutt sé í næsta eldgos. Það er ekki víst en möguleiki.

Goslok líklega handan við hornið (Rúv.is)



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 96
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Stuffz » Mið 02. Ágú 2023 01:47

jonfr1900 skrifaði:Þá er þessu eldgosi að ljúka en það er aukin jarðskjálftavirkni á svæðinu sem er mjög áhugaverð. Þannig að það er möguleiki að mög stutt sé í næsta eldgos. Það er ekki víst en möguleiki.

Goslok líklega handan við hornið (Rúv.is)


Vonandi ekki búið alveg strax, mig langar að hjóla þangað uppeftir.. hvað ætli sé besta ferðaplanið fyrir bíllausan með hjól.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22. CAMS: Insta360 X3, FLOW, GO, ACE Pro. Skydio 2
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 02. Ágú 2023 16:01

Þú þarft að drífa þig. Eldgosið er komið niður í 5m3/s samkvæmt sérfræðingum og þetta er bara að klárast. Það hefur einnig mælst hjöðnun á dýpi (20km+) á GPS samkvæmt Veðurstofunni (sjá hérna).

Annars þarftu að bíða í 8 til 12 mánuði eftir næsta eldgosi sem verður þá nær Keili en núverandi eldgos.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 03. Ágú 2023 12:55

Óróinn er farinn að minnka mjög mikið. Svo lengi sem ekki opnast ný sprunga sem fer að gjósa úr. Þá er þessu eldgosi að ljúka.




B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 61
Staða: Tengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 03. Ágú 2023 22:40

Fór þangað uppeftir í dag á hjóli. Fór upp á Litla Hrút til þess að sjá ofan í gíginn en það kemur lítið sem ekkert upp úr honum núna. En þessi gígur er samt alveg orðin merkilega stór. En já þetta fer líklega að klárast fljótlega.
20230803_181123.jpg
20230803_181123.jpg (2.66 MiB) Skoðað 10422 sinnum

Þarna í bakgrunninum er Litli Hrútur og nýji gígurinn vinstra megin. Þessi hraunklessa fremst hægra megin er alveg ótengd nýja hrauninu og hefur því komið upp um litla sprungu sem hefur bara verið opin um litla stund.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 586
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 110
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mikkimás » Fös 04. Ágú 2023 08:24

Þarf ekki fulldempað hjól í svona ferðalag?




B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 61
Staða: Tengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf B0b4F3tt » Fös 04. Ágú 2023 09:29

mikkimás skrifaði:Þarf ekki fulldempað hjól í svona ferðalag?

Jú, ég mæli með því að vera á fulldempuðu. En þetta var samt svo gróft á köflum að við vorum að leiða hjólin.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 04. Ágú 2023 18:38

Óróinn minnkar hratt. Þetta eldgos gæti klárast um helgina.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Lau 05. Ágú 2023 12:24

Það virðist sem að eldgosinu við Litla-Hrút hafi lokið í nótt. Óróinn er fallinn alveg niður eða svo sem næst því og ekkert að sjá í gígnum lengur. Ef að núverandi hegðun helst á þessu svæði. Þá ætti næsta eldgos að verða í kringum 20. Júní 2024.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 08. Ágú 2023 10:31

Það tókst ekki að láta hraunið fara yfir það sem þeir voru að reyna að prófa. Eins og mig grunaði að gæti gerst.

Náðu aftur ekki að rann­saka á­hrif hrauns á inn­viði (Vísir.is)

Síðan er þetta áhugavert. Þar sem jarðskjálftavirknin hefur helst verið að aukast á Reykjanesskaga öllum. Það hefur ekki ennþá orðið teljandi aukning í jarðskjálftum frá Henglinum til Hveravalla. Hofsjökull er á sínu eigin rekbelti sem er ótengt því sem gerist á rekbeltinu frá Hveravöllum og allan Reykjaneshrygg.

Virknin gæti teygst víðar (mbl.is)




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 09. Ágú 2023 16:33

Miðað við lok eldgosanna 2021 og síðan 2022. Þá er óvenju mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg núna. Það er farið að ýta undir þá skoðun hjá mér að það gæti orðið eldgos annarstaðar á Reykjanesskaga eða á Reykjaneshrygg (úti í sjó) fljótlega. Ég er samt ekki viss ennþá hvar það eldgos gæti orðið.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 10. Ágú 2023 19:10

Ég þekki ekki alveg örnefnin á Reykjanesskaga. Hvar er þetta miðað við síðasta eldgos?

Næstu gos nær Núpshlíðarhálsi (mbl.is)




mikkimás
Gúrú
Póstar: 586
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 110
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mikkimás » Fim 10. Ágú 2023 19:26

jonfr1900 skrifaði:Ég þekki ekki alveg örnefnin á Reykjanesskaga. Hvar er þetta miðað við síðasta eldgos?

Næstu gos nær Núpshlíðarhálsi (mbl.is)

Það er mjög góður leitargluggi efst til vinstri á map.is.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 586
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 110
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mikkimás » Fim 10. Ágú 2023 19:33

Eftir þrjú gos á tveimur árum er ég farinn að taka alvarlegar hugdettur sérfræðinga um eldgos í Skjaldbreiðum.

Það væri aldeilis ef það gysi sunnan við Skjaldbreið og rynni ofan í Þingvallavatn.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf JReykdal » Fim 10. Ágú 2023 21:46

jonfr1900 skrifaði:Ég þekki ekki alveg örnefnin á Reykjanesskaga. Hvar er þetta miðað við síðasta eldgos?

Næstu gos nær Núpshlíðarhálsi (mbl.is)

Austan megin við Fagradalsfjall.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 61
Staða: Tengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf B0b4F3tt » Fös 11. Ágú 2023 06:45

Þetta hérna er Núpshlíðarháls:
Núpshlíðarháls.jpg
Núpshlíðarháls.jpg (1.05 MiB) Skoðað 9819 sinnum

Veit ekki hvort hann nái líka yfir Trölladyngju og Grænudyngju sem eru norðar á þessum hrygg.
Bleika X-ið á myndinni er þar sem nýjasti gígurinn er.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 11. Ágú 2023 22:04

Það er óvenjumikil jarðskjálftavirkni við Keili núna. Þetta er ekki koma af stað eldgosi alveg strax en það gæti verið mun styttra en 10 mánuðir í næsta eldgos hugsanlega.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 13. Ágú 2023 20:43

Það er hafin mjög kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg.

230813_2035.png
230813_2035.png (14.18 KiB) Skoðað 9655 sinnum



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 491
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf zetor » Mið 16. Ágú 2023 10:12

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... dstodinni/

jæja enn ein eldstöðin að hita sig upp

...nú hver hver að verða síðastur að fara í Landmannalaugar :lol:
Síðast breytt af zetor á Mið 16. Ágú 2023 10:17, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 16. Ágú 2023 13:18

zetor skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/08/16/landris_maelist_i_torfajokulseldstodinni/

jæja enn ein eldstöðin að hita sig upp

...nú hver hver að verða síðastur að fara í Landmannalaugar :lol:


Þetta er miklu meira vandamál en látið er af í fréttinni. Þenslan er núna 40mm frá miðjum Júní og það er mjög mikil þensla. Eldgos í Torfajökuls eldstöðinni eru oft stutt en mjög kröftug og mjög stór öskugos. Eldgosið árið 1477 var vegna kvikuinnskots frá Bárðarbungu inn í Torfajökulseldstöðina. Það þýðir að líklega gaus Torfajökull sjálfur síðast árið 1170 (án áhrifa frá öðrum eldstöðvum).




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2705
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 336
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 16. Ágú 2023 21:39

Það fór af stað kvikuinnskot austan við Keili. Það stoppaði en þetta er ný staðsetning eða staðsetning þar sem kvikan er komin mjög grunnt nú þegar.

230816_2135.png
230816_2135.png (23.8 KiB) Skoðað 9341 sinnum