Eldgosið í Fagradalsfjalli

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 15. Maí 2022 18:54

Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina Mw4,3.
Upphafleg stærð jarðskjálftans var Mw5,0 en Veðurstofan lækkaði þá tölu við yfirferð nokkur seinna.

Jarðskjálftar.
220515_1845.png
220515_1845.png (24.87 KiB) Skoðað 3684 sinnum


Fjöldi jarðskjálfta og stærð.
220515_1845_trace.png
220515_1845_trace.png (34.29 KiB) Skoðað 3684 sinnum
Síðast breytt af jonfr1900 á Sun 15. Maí 2022 21:23, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 18. Maí 2022 20:21

Þá er komið að þessum kafla í eldgosavirkninni á Reykjanesskaga.

Kvikugangur að myndast við Þorbjörn (Rúv.is)
Jarðskjálftar í þúsundavís á Reykjanesskaga (Rúv.is)
Umfang og staðsetning kviku áþekk og var 2020 (mbl.is)
„Eftir 800 ára svefn er Reykja­nes­skaginn vaknaður“ (Fréttablaðið)

Ef að hraun fer að renna í átt að Grindavík þá er ekkert sem mun stöðva það. Bláa lónið og orkuver HS veitur eru bæði búin að vera og munu fara undir hraun þegar eldgos hefst. Ég sé ekki að þetta sleppi ef að það kemur eldgos með öllum kvikuganginum í gígaröð þarna.



Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 43
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Climbatiz » Fim 19. Maí 2022 09:29

jonfr1900 skrifaði:Þá er komið að þessum kafla í eldgosavirkninni á Reykjanesskaga.

Kvikugangur að myndast við Þorbjörn (Rúv.is)
Jarðskjálftar í þúsundavís á Reykjanesskaga (Rúv.is)
Umfang og staðsetning kviku áþekk og var 2020 (mbl.is)
„Eftir 800 ára svefn er Reykja­nes­skaginn vaknaður“ (Fréttablaðið)

Ef að hraun fer að renna í átt að Grindavík þá er ekkert sem mun stöðva það. Bláa lónið og orkuver HS veitur eru bæði búin að vera og munu fara undir hraun þegar eldgos hefst. Ég sé ekki að þetta sleppi ef að það kemur eldgos með öllum kvikuganginum í gígaröð þarna.


hvað segirðu jonfr, heyrði að það væri einhver bilun í gerfihnattardisk sem væri að taka myndir af svæðinu fyrir okkur sem á að vera lagað og við fengum hitamynd í dag af Reykjanesinu, hefurðu eitthvað heyrt um það og hvar mar myndi þá finna þær uppl. þegar þær koma?


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 19. Maí 2022 14:49

Öll gögn sem íslendingar fá úr gervihnöttum koma frá Bandaríkjunum eða Evrópu. Ég hef engar upplýsingar um það hvort að einhver móttökudiskur hafi bilað eða ekki. Ég veit ekki hvað jarðfræðingar ættu að gera með hitamynd núna af svæðinu, þar sem eldgos er ekki ennþá byrjað.



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1240
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 57
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf demaNtur » Fim 19. Maí 2022 15:39

jonfr1900 skrifaði:Öll gögn sem íslendingar fá úr gervihnöttum koma frá Bandaríkjunum eða Evrópu. Ég hef engar upplýsingar um það hvort að einhver móttökudiskur hafi bilað eða ekki. Ég veit ekki hvað jarðfræðingar ættu að gera með hitamynd núna af svæðinu, þar sem eldgos er ekki ennþá byrjað.


Hækkar ekki jarðhiti,(jarðvegshiti?), þó að kvikan sé svona djúpt undir, þeas. þegar hún er í svona miklu magni? :-k




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 19. Maí 2022 16:56

demaNtur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Öll gögn sem íslendingar fá úr gervihnöttum koma frá Bandaríkjunum eða Evrópu. Ég hef engar upplýsingar um það hvort að einhver móttökudiskur hafi bilað eða ekki. Ég veit ekki hvað jarðfræðingar ættu að gera með hitamynd núna af svæðinu, þar sem eldgos er ekki ennþá byrjað.


Hækkar ekki jarðhiti,(jarðvegshiti?), þó að kvikan sé svona djúpt undir, þeas. þegar hún er í svona miklu magni? :-k


Það gerist rétt áður en eldgos hefst, ef reynslan úr Fagradalsfjalli er einhver vísbending. Annars er jarðvegur mjög góður einangrari og því verður lítil eða engin hitabreyting á yfirborði þar sem kvikan er.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 20. Maí 2022 00:58

Þetta er það sem er á leiðinni á þessu svæði. Þarna eru einnig mikilvægir innviðir varðandi millilandaflug.

Mikið tjón á innviðum hugsanlegt í nýju gosi á Reykjanesi (Vísir.is)



Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 43
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Climbatiz » Fös 20. Maí 2022 06:57

jonfr1900 skrifaði:
demaNtur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Öll gögn sem íslendingar fá úr gervihnöttum koma frá Bandaríkjunum eða Evrópu. Ég hef engar upplýsingar um það hvort að einhver móttökudiskur hafi bilað eða ekki. Ég veit ekki hvað jarðfræðingar ættu að gera með hitamynd núna af svæðinu, þar sem eldgos er ekki ennþá byrjað.


Hækkar ekki jarðhiti,(jarðvegshiti?), þó að kvikan sé svona djúpt undir, þeas. þegar hún er í svona miklu magni? :-k


Það gerist rétt áður en eldgos hefst, ef reynslan úr Fagradalsfjalli er einhver vísbending. Annars er jarðvegur mjög góður einangrari og því verður lítil eða engin hitabreyting á yfirborði þar sem kvikan er.


okay, var nefnilega að horfa á Reykjavik Grapevine á youtube og þeir voru eitthvað að tala um þetta sem ég sagði, og datt í hug að þú vissir hvað þeir voru að tala um, kannski var þetta bara eitthvað bull í þeim (þetta var í byrjun þáttarins minnir mig, https://www.youtube.com/watch?v=d2PMZjNZnIE )


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 20. Maí 2022 21:49

Ég veit ekki alveg hvað ruðningar eiga að stöðva þegar hraunið er farið að renna.

Almannavarnir draga upp sviðsmyndir (Rúv.is)




B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf B0b4F3tt » Fös 20. Maí 2022 21:59

jonfr1900 skrifaði:Ég veit ekki alveg hvað ruðningar eiga að stöðva þegar hraunið er farið að renna.

Almannavarnir draga upp sviðsmyndir (Rúv.is)

Ekki endilega hugsaðir til þess að stöðva rennsli. Gætu hugsanlega beint rennsli annað eða keypt okkur smá tíma í annan undirbúning ef svo ber undir.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf urban » Lau 21. Maí 2022 01:51

jonfr1900 skrifaði:Ég veit ekki alveg hvað ruðningar eiga að stöðva þegar hraunið er farið að renna.

Almannavarnir draga upp sviðsmyndir (Rúv.is)


Vestmannaeyjahöfn og innsiglingin er til útaf því að fólk hugsaði ekki einsog þú.
Það nefnilega er hægt að berjast við náttúruna, það er hægt að beina hraunstraumi annað en hann er á leiðinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Lau 21. Maí 2022 02:07

urban skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég veit ekki alveg hvað ruðningar eiga að stöðva þegar hraunið er farið að renna.

Almannavarnir draga upp sviðsmyndir (Rúv.is)


Vestmannaeyjahöfn og innsiglingin er til útaf því að fólk hugsaði ekki einsog þú.
Það nefnilega er hægt að berjast við náttúruna, það er hægt að beina hraunstraumi annað en hann er á leiðinni.


Ég er aðeins búinn að reyna að skoða þetta með Vestmanneyjar. Ég er ekki viss um að þess vatnskæling hafi stöðvað eins mikið og sagt er í eftirá sögum af eldgosinu. Það er svo sem ekkert langt þangað til að Vestmannaeyjar fá að reyna á þetta aftur. Eldstöðvarkerfi Vestmannaeyjar gýs á 50 til 80 ára fresti. Síðasta bil var 67 ár, milli árana 1896 til 1963 (Surtsey). Næstu eldgos ættu því að verða í kringum árið 2033.

Það sem gæti hafa bjargað höfninni var að hraunstraumur breyttist og hætti að flæða í þá átt, eða eitthvað annað gerðist í eldgosinu sem breytti hraunrennslinu. Þegar jaðarinn á hrauninu kólnar, þá einfaldlega hleðst upp á bak við hann, þangað til að það hraun hefur nægjanlegt afl til þess að ýta jaðrinum áfram. Engin kólnun dugar til þess að stöðva slíkt afl eða magn af hrauni.

Vestmannaeyjar-hraun-Google-Earth.jpg
Vestmannaeyjar-hraun-Google-Earth.jpg (413.89 KiB) Skoðað 2935 sinnum




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf vesley » Lau 21. Maí 2022 08:15

urban skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég veit ekki alveg hvað ruðningar eiga að stöðva þegar hraunið er farið að renna.

Almannavarnir draga upp sviðsmyndir (Rúv.is)


Vestmannaeyjahöfn og innsiglingin er til útaf því að fólk hugsaði ekki einsog þú.
Það nefnilega er hægt að berjast við náttúruna, það er hægt að beina hraunstraumi annað en hann er á leiðinni.



Aðdáunarvert hve margar kenningar jonfr1900 eru og hve oft þær stangast á við rannsóknir og kenningar sérfræðingana sem starfa við rannsóknir og tileinka lífi sínu þeim störfum.



Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 969
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf brain » Lau 21. Maí 2022 08:53

jonfr1900 skrifaði:
urban skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég veit ekki alveg hvað ruðningar eiga að stöðva þegar hraunið er farið að renna.

Almannavarnir draga upp sviðsmyndir (Rúv.is)


Vestmannaeyjahöfn og innsiglingin er til útaf því að fólk hugsaði ekki einsog þú.
Það nefnilega er hægt að berjast við náttúruna, það er hægt að beina hraunstraumi annað en hann er á leiðinni.


Ég er aðeins búinn að reyna að skoða þetta með Vestmanneyjar. Ég er ekki viss um að þess vatnskæling hafi stöðvað eins mikið og sagt er í eftirá sögum af eldgosinu. Það er svo sem ekkert langt þangað til að Vestmannaeyjar fá að reyna á þetta aftur. Eldstöðvarkerfi Vestmannaeyjar gýs á 50 til 80 ára fresti. Síðasta bil var 67 ár, milli árana 1896 til 1963 (Surtsey). Næstu eldgos ættu því að verða í kringum árið 2033.

Það sem gæti hafa bjargað höfninni var að hraunstraumur breyttist og hætti að flæða í þá átt, eða eitthvað annað gerðist í eldgosinu sem breytti hraunrennslinu. Þegar jaðarinn á hrauninu kólnar, þá einfaldlega hleðst upp á bak við hann, þangað til að það hraun hefur nægjanlegt afl til þess að ýta jaðrinum áfram. Engin kólnun dugar til þess að stöðva slíkt afl eða magn af hrauni.

Vestmannaeyjar-hraun-Google-Earth.jpg


Ég var þarna, Horfði á hraun fara með hús afa míns ( Höfn) og horfði á að þegar var verið að kæla hraunkanta og hraun sveigði frá húsi foreldra minna við Fífilgötu/Heimagötu


Þetta virkaði !
Síðast breytt af brain á Lau 21. Maí 2022 08:58, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf urban » Lau 21. Maí 2022 11:03

jonfr1900 skrifaði:
urban skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég veit ekki alveg hvað ruðningar eiga að stöðva þegar hraunið er farið að renna.

Almannavarnir draga upp sviðsmyndir (Rúv.is)


Vestmannaeyjahöfn og innsiglingin er til útaf því að fólk hugsaði ekki einsog þú.
Það nefnilega er hægt að berjast við náttúruna, það er hægt að beina hraunstraumi annað en hann er á leiðinni.


Ég er aðeins búinn að reyna að skoða þetta með Vestmanneyjar. Ég er ekki viss um að þess vatnskæling hafi stöðvað eins mikið og sagt er í eftirá sögum af eldgosinu.



Til hamingju með að vera aðeins búin að kynna þér þetta.
Það er bara hrúga af fólki (brain þar á meðal) sem að er á lífi sem að sá þetta gerast.

Þú mátt alveg efast um það mín vegna og halda að þú sért klárari en allir í eldgosafræðum, en það er búið að reyna að hemja eldgos og beina hraunstraumum annað á fleiri stöðum í heiminum og það hefur tekist þar líka.

jonfr1900 skrifaði:Það sem gæti hafa bjargað höfninni var að hraunstraumur breyttist og hætti að flæða í þá átt, eða eitthvað annað gerðist í eldgosinu sem breytti hraunrennslinu. Þegar jaðarinn á hrauninu kólnar, þá einfaldlega hleðst upp á bak við hann, þangað til að það hraun hefur nægjanlegt afl til þess að ýta jaðrinum áfram. Engin kólnun dugar til þess að stöðva slíkt afl eða magn af hrauni.

jájá, það gæti líka hafa verið allah eða einhver guð sem að beindi þessu í burtu og það gæti bara hafa verið brain sem að notaði hugarorkuna til að færa þetta.

Það gæti líka bara verið að það sem að langflestir segi að hafi virkað, hafi bara virkað, að reynsla þeirra sé semsagt aðeins meira virði en það sem að þú heldur að þú vitir.

Ég allavega trúi fólki mun frekar sem að var á staðnum en þér um það hvort að hraunkælingin virkar eða ekki.
Síðast breytt af urban á Lau 21. Maí 2022 11:06, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mikkimás » Lau 21. Maí 2022 18:04

Er ekki að alhæfa, en það hlýtur að vera mjög erfitt að stöðva eða hægja á hraunbreiðu með því að reisa vegg beint á móti stefnu breiðunnar.

En að breyta stefnu hraunbreiðunnar með vegg sem er með hæfilega lítið horn á við stefnu breiðunnar?

Hægara sagt en gert, sérstaklega m.t.t. tímasetningar o.fl., en alls ekki ómögulegt.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 22. Maí 2022 21:06

Jarðfræðingar farnir að gefa út viðvarnir.


Verðum að reikna með að næsta gos verði alvarlegra (Rúv.is)




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 23. Maí 2022 19:20

Jarðfræðingurinn sem sagði að ekki yrði eldgos árið 2021, rétt áður en það gaus í Fagradalsfjalli. Það sem hann sagði í fréttum Rúv núna að líklega mundi virknin í kringum Þorbjörn bara deyja út eins og árið 2020.

Ætli það verði hafið eldgos um klukkan 21:00. :-k




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 609
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf dadik » Mán 23. Maí 2022 19:25

Það þarf að koma einhverjum böndum á þessar endalausu jarðskjálfta- og eldgosaspár hérna. Menn eru alltaf með einhverjar yfirlýsingar um að gos séu um það bil að fara að hefjast og svo gerist ekkert. Þetta eru orð án ábyrgðar.

Ég legg til að þeir sem standa fyrir þessum spádómum leggi eitthvað að veði á móti svo þetta sé trúverðugt. Til dæmis "ég skal éta hattinn minn ef það verður ekki hafið gos innan 24 tíma"


ps5 ¦ zephyrus G14


codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf codemasterbleep » Mán 23. Maí 2022 19:30

Ég hef trú á því að eitthvað gæti gerst í framtíðinni. :fly




Mossi__
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 292
Staða: Tengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Mossi__ » Þri 24. Maí 2022 07:06

dadik skrifaði:Þetta eru orð án ábyrgðar.


Þetta er Internetið.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 25. Maí 2022 01:39

GPS mælingar á svæðinu sína mikla þenslu upp á við við Þorbjörn og nálæg svæði. Þenslan er farin að nálgast 60 til 70mm og hraðinn á þenslunni er hugsanlega að aukast. Ég veit ekki hversu mikið af þessu jarðskorpan þolir í viðbót en líklegt er að þrýstingur kvikunar sé ekki orðin nægur til að valda eldgosi. Það gæti þó breyst mjög hratt.

GPS gögnin er hægt að skoða hérna.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf GuðjónR » Mið 25. Maí 2022 09:10

jonfr1900 skrifaði:GPS mælingar á svæðinu sína mikla þenslu upp á við við Þorbjörn og nálæg svæði. Þenslan er farin að nálgast 60 til 70mm og hraðinn á þenslunni er hugsanlega að aukast. Ég veit ekki hversu mikið af þessu jarðskorpan þolir í viðbót en líklegt er að þrýstingur kvikunar sé ekki orðin nægur til að valda eldgosi. Það gæti þó breyst mjög hratt.

GPS gögnin er hægt að skoða hérna.


Finnst þér líklegt að þegar/ef gos verður að það yrði á svipuðum slóðum og síðast? Eða kannski allt annars staðar?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2235
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 370
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Moldvarpan » Mið 25. Maí 2022 10:05

Það má ekki gjósa aftur þetta árið, ég get ekki annað sumar án þess að fá sól.

Ég held fast í þá kenningu að sólarleysið síðasta sumar á suðurnesjunum var útaf eldgosinu.
Hita uppstreymið frá gosinu virkaði eins og segull á öll nærliggjandi ský.

Mér er samt skitsama um gosið sem slíkt.
Vill bara fá andskotans sól.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 25. Maí 2022 13:05

GuðjónR skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:GPS mælingar á svæðinu sína mikla þenslu upp á við við Þorbjörn og nálæg svæði. Þenslan er farin að nálgast 60 til 70mm og hraðinn á þenslunni er hugsanlega að aukast. Ég veit ekki hversu mikið af þessu jarðskorpan þolir í viðbót en líklegt er að þrýstingur kvikunar sé ekki orðin nægur til að valda eldgosi. Það gæti þó breyst mjög hratt.

GPS gögnin er hægt að skoða hérna.


Finnst þér líklegt að þegar/ef gos verður að það yrði á svipuðum slóðum og síðast? Eða kannski allt annars staðar?


Þetta nær núna til svæðisins í kringum fjallið Þorbjörn. Þarna er mikið af yngri hraunum sem hafa runnið yfir eldri gíga og sprungur og því getur kvikan leitað upp á talsvert stóru svæði í mörgum gígaröðum í einu ef kvikan finnur slíka leið upp á yfirborðið. Það er í dag lítil eða engin virkni í Krýsuvík, rýkur stundum upp í jarðskjálftavirkni en þar er einnig þensla á miklu dýpi en eins og er ekki farin að hafa áhrif á yfirborðsvirkni ennþá. Það gæti orðið talsverður tími þangað til að það gýs aftur í Fagradalsfjalli, væntanlega verður ekki eldgos þar aftur fyrr en eftir 2 til 3 ár.