Hvaða upplýsingar sjá útgefendur iOS appa í AppStore um notendur?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1048
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 267
Staða: Ótengdur

Hvaða upplýsingar sjá útgefendur iOS appa í AppStore um notendur?

Pósturaf Njall_L » Mán 26. Apr 2021 14:07

Er einhver hér sem er iOS dev eða sér um iOS app í AppStore og er til í að deila hvað þau sjá um þá aðila sem sækja appið þeirra? Mér gengur erfiðlega að finna beint svar um þetta á Google.

Af hverju spyr ég? Í síðustu viku sótti kærastan app frá íslensku fyrirtæki í iPadinn minn (Njáll's iPad) á mínu AppleID en lenti síðan í veseni með appið þar sem upphafsskárinn blikkaði stöðugt og hún náði aldrei að komast í innskráningarferli í appinu. Hún hafði samband við þau sem gefa út appið úr sínu email og undir sínu nafni, aldrei minnst á mig og nafnið mitt eða nafnið á iPadinum sést ekki á neinni mynd eða myndbandi sem hún sendi með. Síðan fær hún póst frá útgefanda appsins sem hefst á "Sæll Njáll" þrátt fyrir að ég hafi aldrei komið málinu neitt við sögu annað en að appið væri sótt á minn iPad og á mínu AppleID. Hún svaraði póstinum og spurði hvaðan þau hefðu fengið nafnið Njáll og fékk þau svör þjónustuaðilinn hefði verið með vitlausan aðila uppi þegar hann var að svara póstinum. Ég kaupi það hinsvegar ekki, alltof mikil tilviljun að mínu mati þar sem við Njálarnir erum ansi fáir.

Tek fram að ég er alls ekki ósáttur við nein vinnubrögð eða neitt, er bara að velta þessu fyrir mér.


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3720
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 93
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða upplýsingar sjá útgefendur iOS appa í AppStore um notendur?

Pósturaf Pandemic » Mán 26. Apr 2021 14:19

Ég veit ekki til þess að þú fáir neinar upplýsingar um þá sem sækja appið, enda væri það skrítið þar sem Apple rúllar líka AD Id'inu.Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1048
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 267
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða upplýsingar sjá útgefendur iOS appa í AppStore um notendur?

Pósturaf Njall_L » Þri 27. Apr 2021 08:56

Pandemic skrifaði:...enda væri það skrítið þar sem Apple rúllar líka AD Id'inu.

Já það er eins og ég hélt, kannski er þetta bara ein stór tilviljun


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi


Some0ne
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Reputation: 3
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða upplýsingar sjá útgefendur iOS appa í AppStore um notendur?

Pósturaf Some0ne » Þri 27. Apr 2021 09:58

Njall_L skrifaði:
Pandemic skrifaði:...enda væri það skrítið þar sem Apple rúllar líka AD Id'inu.

Já það er eins og ég hélt, kannski er þetta bara ein stór tilviljun


Sæll Njáll,

Ég er höfundur þessa apps sem lætur svona illa og starfsmaður fyrirtækisins sem um ræðir.

Uppfærsla er í ofninum og kemur vonandi út seint í dag eða á morgun, fer eftir því hvað Apple eru fljótir að hleypa henni í gegn, biðst forláts á þessum leiðindum í því.

Netfangið hjá konunni þinni er tengt við þinn kerfisnotanda hjá okkur út frá eldri samskiptum þar sem það var skráð á þig.

Þannig að þegar að hún sendir inn fyrirspurn, þá sjálfkrafa tengist það við þinn "reikning" hjá okkur.