Að færa ljósleiðara box? Er það stórmál

Allt utan efnis

Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2371
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 147
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Að færa ljósleiðara box? Er það stórmál

Pósturaf littli-Jake » Lau 02. Jan 2021 01:05

Ég er að plana að breyta stofunni hjá mér en staðsetningin á boxinu er að gera það hálf erfitt.
Er stór mál að færa þetta dót? Og ef það er stórmál. Má ég ekki allavega snúa því um 90° ?


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Að færa ljósleiðara box? Er það stórmál

Pósturaf dori » Lau 02. Jan 2021 02:15

Ég myndi ekki losa það og reyna að færa. Ljósleiðarinn er alveg viðkvæmur og auðvelt að fokka upp.

Þú þarft að fá heimsókn frá gagnaveitunni til að færa þetta. Kostar einhvern pening, ætti að vera á gjaldskránni þeirra.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Að færa ljósleiðara box? Er það stórmál

Pósturaf oliuntitled » Lau 02. Jan 2021 02:25

Ef þú þarft ekki að lengja ljósleiðarann neitt að þá er þetta ekkert mál, þú verður bara að passa þig vel þegar þú aftengir ljósið þar sem þráðurinn getur verið mjög brothættur.
Kíktu á youtube um hvernig þú aftengir ljósleiðaraplögg ef þú hefur aldrei gert það áður bara til að vera on the safe side.

Passaðu uppá að þegar þú tekur úr sambandi að endinn á ljósleiðaranum snerti ekkert sem getur innihaldið ryk eða álíka þar sem minnsta ryk getur stóraukið dB deyfingu á ljósi.

Ef þú þarft að lengja ljósleiðaraþráðinn þá er betra að fá fagmann í verkið, græjur til að sjóða ljósleiðara eru ekki ódýrar (c.a. milljón fyrir professional grade græju) og það þarf æfingu til að ná þessu rétt.




Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Að færa ljósleiðara box? Er það stórmál

Pósturaf Semboy » Lau 02. Jan 2021 03:56

Ekki reyna þetta nema þú 100% treystir þér til þess. Any doubts fáðu fagmann. Það er meira hausverk ef eithvað kemur fyrir. Þá þarf fagmaðurinn að eyða meira tíma til að gangafrá þessu.


hef ekkert að segja LOL!


Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2371
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 147
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Að færa ljósleiðara box? Er það stórmál

Pósturaf littli-Jake » Sun 03. Jan 2021 02:56

Mér sýnist að ég hringi í gagnaveituna á mánudaginn


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180