NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Allt utan efnis

Höfundur
mumialfur
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mán 17. Nóv 2008 10:12
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf mumialfur » Mán 28. Des 2020 15:18

Sælir Vaktarar.

Mig langar að færa PLEX dótið mitt yfir á NAS sem ég gæti líka nýtt undir data/afrit.

Routerinn/swiss: Ég er með Unifi Dream machine PRO sem er með 1GB LAN og 10GB LAN SPF+ port.
Sjónvarp: LG OLED 4K 65"

Hef verið að bera saman þessa hér að neðan - Synology og QNAP og verð þess var að QNAP er með hraðari örgjörva og 2.5GB LAN port á svipuðu verði.

Með hverju mælið þið?

QNAP TS-253D x64 (Celeron J4125) 2.7Ghz
Synology DS220+ x64 (Celeron J4025) 2.0 Ghz
Synology DS720+ x64 (Celeron J4125) 2.0 Ghz
Synology DS920+ x64 (Celeron J4125) 2.0 Ghz



Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1986
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 263
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf einarhr » Mán 28. Des 2020 17:17



| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


MrIce
Gúrú
Póstar: 587
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf MrIce » Mán 28. Des 2020 18:00

Þetta pre-built NAS dæmi er ekki að ráða almennilega við plex tbh. Púslaðu saman einhverri vél með ágætis örgjörva og finndu síðan Quadro P2000 notað eða að utan. Ræður leikandi við 20+ users á 1080p eða 4-5 á 4k í einu.
Er að keyra á unraid og mæli allveg með því fyrir þetta, hef allavegana ekki lent í neinu issue sem ég man eftir.

Ég er sjálfur að nota 6700k, 16gb ram og Quadro P2000 í mína vél og það dugar í allt so far


-Need more computer stuff-


Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf Cascade » Mán 28. Des 2020 19:03

MrIce skrifaði:Þetta pre-built NAS dæmi er ekki að ráða almennilega við plex tbh. Púslaðu saman einhverri vél með ágætis örgjörva og finndu síðan Quadro P2000 notað eða að utan. Ræður leikandi við 20+ users á 1080p eða 4-5 á 4k í einu.
Er að keyra á unraid og mæli allveg með því fyrir þetta, hef allavegana ekki lent í neinu issue sem ég man eftir.

Ég er sjálfur að nota 6700k, 16gb ram og Quadro P2000 í mína vél og það dugar í allt so far


Upp á forvitni
Hvar fékkstu P2000 og á hvað ef ég má spyrja?

Annars er ég með 8700k og fer sjaldan yfir 20-30% cpu þó margir séu að streyma plex
Svo ég mæli líka með að vera með fínan cpu sem styður hw transcoding

Annars gætiru í raun líka verið með 'drasl' cpu og svo P2000 skjákort sem sæi um alla vinnuna




MrIce
Gúrú
Póstar: 587
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf MrIce » Mán 28. Des 2020 21:14

Cascade skrifaði:
MrIce skrifaði:Hvar fékkstu P2000 og á hvað ef ég má spyrja?


Hafði augun opin á nokkuð mörgum hópum á fb og lá á bæn til tækniguðanna :P Og það kostaði ef ég man rétt um 40-60þús
Origo er að selja það á rétt undir 100k, hægt að fá það annarstaðar líka ef ég man rétt


-Need more computer stuff-


oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 266
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf oskarom » Mán 28. Des 2020 22:20

Ég var búinn að láta mig dreyma um að tíma að splæsa í almennilegt NAS í mörg ár, setti svo upp unRAID sé eftir öllum tímanum sem ég pældi í þessum fansí boxum.

En ég hafði líka mjög gaman að því að pæla í vélbúnaðinum og setupinu sem slíku, möguleikarnir eru svo margir að verkefnastjórinn kickaði inn hjá mér og þessu var skipt uppí ótímasetta fasa til að ég gæti nú sagt mér að þessu sé lokið á einhverjum tímapunkti og hætt að fikta, breyta og bæta í smá tíma í senn.

Varðandi Plex og Quadro kortin þá er P400 kortið feiki nóg nema þú sjáir fyrir þér að vera að transcode'a marga strauma í einu. Það þarf nefnilega ekkert alltaf að vera að transcode'a, sérstaklega ekki ef clientarnir eru á sama staðarneti.

Annars eru líka allskonar pælingar í gangi til að komast ódýrara frá þessu, unlocka kortum sem geta hæglega ráðið við þetta en eru limituð eða nota tesla kort eða álíka, er bara ekki kominn nægilega djúpt í þetta ennþá :)



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 732
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 176
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf russi » Þri 29. Des 2020 00:31

oskarom skrifaði:Ég var búinn að láta mig dreyma um að tíma að splæsa í almennilegt NAS í mörg ár, setti svo upp unRAID sé eftir öllum tímanum sem ég pældi í þessum fansí boxum.

En ég hafði líka mjög gaman að því að pæla í vélbúnaðinum og setupinu sem slíku, möguleikarnir eru svo margir að verkefnastjórinn kickaði inn hjá mér og þessu var skipt uppí ótímasetta fasa til að ég gæti nú sagt mér að þessu sé lokið á einhverjum tímapunkti og hætt að fikta, breyta og bæta í smá tíma í senn.

Varðandi Plex og Quadro kortin þá er P400 kortið feiki nóg nema þú sjáir fyrir þér að vera að transcode'a marga strauma í einu. Það þarf nefnilega ekkert alltaf að vera að transcode'a, sérstaklega ekki ef clientarnir eru á sama staðarneti.

Annars eru líka allskonar pælingar í gangi til að komast ódýrara frá þessu, unlocka kortum sem geta hæglega ráðið við þetta en eru limituð eða nota tesla kort eða álíka, er bara ekki kominn nægilega djúpt í þetta ennþá :)


Varðandi gpu-transcodun þá má alveg nefna að Intel UHD 630 sem innbyggður í 8xxx og 9xxx örrana er bara nokkuð finn í það, er sjálfur að keyra Unraid og nota hann í það og er hann að raða við nógu marga strauma hjá mér. Er með alveg ágætis slatta af notendum




MrIce
Gúrú
Póstar: 587
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf MrIce » Þri 29. Des 2020 01:04

Jájá það er allgjört overkill að vera með Quadro kort, neita því ekki. En ég hugsaði með mér why the fuck not fyrst ég var að þessu á annað borð :guy

En varðandi það að nota þessi Synology box þá vill ég bara benda á þetta hér :
1. https://support.plex.tv/articles/201774 ... my-server/ (finna The Guideline fyrir ca miðju)

-The Guideline
Very roughly speaking, for a single full-transcode of a video, the following PassMark score requirements are a good guideline for the following average source file:

4K HDR (50Mbps, 10-bit HEVC) file: 17000 PassMark score (being transcoded to 10Mbps 1080p)
4K SDR (40Mbps, 8-bit HEVC) file: 12000 PassMark score (being transcoded to 10Mbps 1080p)
1080p (10Mbps, H.264) file: 2000 PassMark score
720p (4Mbps, H.264) file: 1500 PassMark score

2. https://www.cpubenchmark.net/compare/In ... 3715vs3717 (ber saman þessa cpu's í þessum Synology NAS boxum vs lowest end nýju Intel og AMD)

J4025 : 1946
J4125 : 3152
AMD 3100 : 11742
Intel 10100 : 8940

(warning : mjög grófur reikningur)
Þannig að DS220+ er rated fyrir 1x 720p spilun
DS720+ er ca 2x 720p eða 1.5x 1080p
3100 myndi ná 5.5x 1080p
10100 myndi ná 4x 1080p

Þetta eru ekki heilagar tölur en viðmið sem ég gróf upp á sínum tíma þegar ég púslaði saman minni plex vél (þá var reyndar bara sagt 2k passmark per stream)

Síðan ef þú ætlar að fara útí GPU decoding þá er hérna listi um hvaða kort þola að decoda og hversu mikið þá : https://developer.nvidia.com/video-enco ... matrix-new



Bytemybits á youtube ( https://www.youtube.com/c/Bytemybits ) er með helling af efni tengt plex hvernig er hægt að kreista út performance, mæli með að kíkja á hann ef þú vilt sjá td munin á 3700x vs 3900x vs P2000 ( https://youtu.be/Htvhd_vEBXI?t=250 beint inná 4:10 til að sjá tölurnar )

-edit-
https://kisildalur.is/category/30/products/1763 Þessi vél mínus GPU og M.2 (ef þú ætlar að keyra á Unraid) er á 74k
Fann bara 1 Synology DS220+ box hérna heima, hjá origio á tæp 90k
Síðast breytt af MrIce á Þri 29. Des 2020 01:13, breytt samtals 1 sinni.


-Need more computer stuff-


oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 266
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf oskarom » Þri 29. Des 2020 17:00

@russi það er ansi öflugt, cpu'inn sem ég er með er ekki með neitt onboard graphics því miður.

@MrIce það er ekkert að smá overkilli, alltaf gaman að vera með öflugar og skemmtilegar græjur, vildi bara benda á að það er hægt að byrja með ansi ódýrt setup í svona pælingum :)




MrIce
Gúrú
Póstar: 587
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf MrIce » Mið 30. Des 2020 03:23

oskarom skrifaði:@russi það er ansi öflugt, cpu'inn sem ég er með er ekki með neitt onboard graphics því miður.

@MrIce það er ekkert að smá overkilli, alltaf gaman að vera með öflugar og skemmtilegar græjur, vildi bara benda á að það er hægt að byrja með ansi ódýrt setup í svona pælingum :)


Já hægt að byrja ódýrt. Hell, bara basic mobo + ram og AMD 3100 dugar :P

Síðan hægt seinna meir að fá sér Quadro 8000 og Threadripper 5950x :guy :guy


-Need more computer stuff-

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3110
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 531
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 30. Des 2020 09:19

Af þessum NAS boxum sem þú listaðir þá myndi ég persónulega velja einhvert af þessum Synology boxum. Mín upplifun er að það er mun betra support (þegar þú googl-ar) ef þú þarft að bjarga þér. Þú verður samt sjálfur að meta hvað þú þarft mörg drif og hvernig Raid level þú ert að plana. Eflaust skynsamlegt að skoða hvaða offsite afritunar skýjaþjónustur er hægt að tengjast með einföldu móti á þessum boxum (fyrir mikilvægustu gögnin þín sem þú villt eiga afrit af).Lykilatriði að afrita gögn þó svo að það sé eitthvað redundancy við að nota RAID.

Sjálfur myndi ég smíða minn eigin Fileserver Freenas eða UnRaid.Þegar þú berð þessa tvo kosti saman þ.e að kaupa þessi Nas box sem þú listaðir upp og velja þitt eigið hardware og setja sjálfur upp stýrikerfið þá er það eins og að bera saman Teslu og Toyotu corollu.


Just do IT
  √

Skjámynd

Gorgeir
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Fim 16. Sep 2010 15:50
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf Gorgeir » Mið 30. Des 2020 14:40

Ég er með Western Digital PR2100
https://shop.westerndigital.com/products/network-attached-storage/wd-my-cloud-pro-series-pr2100#WDBBCL0000NBK-NESN
Er mjög sáttur við þá græju.
Er með 2x4TB RED diska (8TB í JBOD, I know, I know en allt efnið er bara torrent away)
Er með uppsett Plex (það fylgir plex Pass functionality, get HW transcode).
Er mest með 1080p og 720p efni. Boxið ræður illa við 4K.
Þetta eru tölurnar sem ég hef náð (tekið af Tautulli)
MOST CONCURRENT STREAMS
Concurrent Streams 12
Concurrent Transcodes 8
Concurrent Direct Streams 3
Concurrent Direct Plays 8

Er líka með uppsett Medusa til að ná í þætti automatically.
Allt virkar mjög vel en ef ég væri að velja í dag þá myndi ég fara í Synology box, því þau nýju ráða betur við 4K efni og er meira upgradeable (RAM).
Ég keypti boxið í USA á 350 dollara og diskana hér heima notaða á 10k stk. Sem gerir ca. 65k.
Ef þú hefur ekki tíma og kunnáttu þá eru NAS box alger snilld.
En ef þú villt fara Unraid leiðina (eða W10) þá er það líka alveg gaman að gramsa í því.
Hef gert það en ég fékk mér NAS box til að einfalda hlutina og hafa bara 1 lítið box sem sér um þetta allt með minmum fuzz.

Þrátt fyrir að PR2100 er ekki það öflugasta þá hefur það ekki slegið feilpúst (fyrir utan uppfærslur á Medusa og Tautulli, þau forrit voru ekki uppfærð rétt svo ég þurfti að gramsa aðeins í kóðanum til að láta það ná í nýjustu útgáfu af reklum).
Allir notendur mínir (ca.25 talsins, 12+ virkir) eru að direct play allt (nema gamalt efni sem þarf að transcode). Ef þeir eru að direct play þá reynir það lítið sem ekkert á boxið.


Computer: CPU: Intel Core i5 13600K, MOBO: B760 I Gigabyte B760I Aorus Pro AX WiFi ITX DDR5, RAM: 32GB kit (2x16GB) DDR5 6000 MHz,
GPU: Gigabyte GeForce® RTX 3070 Gaming OC, HDD: 500gb 970 evo plus m.2 ssd, Case: In-Win A1,
Monitor: Samsung C32JG50 1440p 144Hz 32"


Server: PR2100, 2x4TB WD RED

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2821
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 209
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: NAS Pælingar - Vantar ráðleggingar

Pósturaf CendenZ » Mið 30. Des 2020 14:49

Ég kem með sama svar og áður:

Ég er með Intel NUC smávél og utan á liggjandi Icybox USB3 hýsingu með kælibúnaði. Ódýrara, öflugra og flottara en NAS box. Nota hana líka sem server undir annað.
Mikið einfaldara og þægilegra, ég er búinn með minn pakka af nas4free, freenas, synology, qnap, ubuntu osfr... ekkert af þeim virkaði jafn djöfulli vel og þægilegra og bara windows 10 á intel nuc. Sorrýmemmig :face