Síða 1 af 1

Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Mán 28. Des 2020 09:08
af blitz
Er með 5 ára gamla Bosch vél sem tók uppá því að slá út lekaliðanum þegar hún er að keyra sig í gang.

Þettal lýsir sér semsagt þannig að hún fer í gang, keyrir fyrsta partinn af prógraminu þar sem hún skolar með köldu vatni en svo þegar næsti partur af prógrami tekur við (sem er þá væntanlega að hita upp vatn fyrir þrif) þá slær hún út lekaliða. Prófaði mismunandi prógröm en alltaf sama sagan.

Er einhver með reynslu af svona málum? Ég myndi helst kjósa að laga þessa og miðað við bilanalýsingu þá grunar mig hitaelement (eða mótor) þar sem þetta gerist um leið og hún byrjar að reyna að hita upp vatnið.

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Mán 28. Des 2020 09:19
af Viktor
Hvað er öryggið mörg amper?

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Mán 28. Des 2020 09:22
af ColdIce
Hljómar eins og hitaelement. Þyftir að prófa að megga hana bara ef þú hefur tök á því

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Mán 28. Des 2020 09:39
af jonsig
Ég veðja á útleiðslu í elementinu eða pumpu. Ef þú kannt ekki að bilanagreina þá parta þá er lang heppilegast að hringja í fagmann.

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Mán 28. Des 2020 09:40
af rapport
Ég lenti í því að gler skurðabretti hafði ýtt gúmmihring innan við ljósið í vélinni til svo að raki komast inn í ljósið og sló út, gat lesið það úr villuboðum vélarinnar og googlað.

Þurfti að skrúfa þá hlið af vélinni, losa ljósið, laga hringinn og voila, allt komið í gagnið aftur.

Það gerðist eins og þetta, ekki fyrr en vélin var orðin heit og komin gufa.

Þessar vélar eru allflestar helvíti robust og flestu hægt að skipta út, held að það sé alveg markmiðið að viðhalda þessu og láta þetta endast einhverja áratugi ef hægt er.

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Mán 28. Des 2020 09:45
af jonsig
rapport skrifaði:Þessar vélar eru allflestar helvíti robust og flestu hægt að skipta út, held að það sé alveg markmiðið að viðhalda þessu og láta þetta endast einhverja áratugi ef hægt er.


Þetta er góður málstaður, en oft snýst þetta um að leikmenn sem hafa engin réttindi til að vinna við rafmagn eru að vesenast í þessu og geta stofnað öðrum í hættu. Með að taka jarðir úr sambandi og skilja eftir sig lélegan frágang. (mér er alveg sama þótt þeir shocki sjálfan sig)

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Mán 28. Des 2020 10:07
af blitz
Sallarólegur skrifaði:Hvað er öryggið mörg amper?


Öll heimilstækin eru á sér grein - þ.e. ein grein fyrir hvert tæki - og þetta er á 16 amp

jonsig skrifaði:
rapport skrifaði:Þessar vélar eru allflestar helvíti robust og flestu hægt að skipta út, held að það sé alveg markmiðið að viðhalda þessu og láta þetta endast einhverja áratugi ef hægt er.


Þetta er góður málstaður, en oft snýst þetta um að leikmenn sem hafa engin réttindi til að vinna við rafmagn eru að vesenast í þessu og geta stofnað öðrum í hættu. Með að taka jarðir úr sambandi og skilja eftir sig lélegan frágang. (mér er alveg sama þótt þeir shocki sjálfan sig)


Mér er illa við rafmagn, var að vona að þetta væri eitthvað mjög auljóst sem væri hægt að skipta út með einföldum hætti. Miðað við YouTube eru þetta örfá handtök.

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Mán 28. Des 2020 10:25
af jonsig
blitz skrifaði:Mér er illa við rafmagn, var að vona að þetta væri eitthvað mjög auljóst sem væri hægt að skipta út með einföldum hætti. Miðað við YouTube eru þetta örfá handtök.


Þetta eru örfá handtök á youtube, en það er auðvitað þegar menn vita hvað þeir eru að gera. Og búnir að troubleshoota áður.

Venjulega liggur þessi bilun þar sem raki fer ekki, Dælur og element. Það er auðvelt að skipa þeim út . Yfirleitt einhverjar smellu festingar og nokkrar skrúfur. Hinsvegar er lykilatriði að klára viðgerðina á þann hátt svo að af henni stafi ekki hætta.

En ef minnið er ekki að bregðast mér þá eru 70% af þessum brunum sem við sjáum í fréttum vegna rafmagnsbilana. Og þegar viðskiptafræðingar eru með sögur af vel heppnuðum viðgerðum á 230V neyslutæki þá fæ ég gæsahúð.

En þegar þú ert búinn að aftengja vélina og mættur með rafmagnsmæli þá get ég alveg leiðbeint þér. Það eru alveg líkur á að þú komist hjá því að nota einangrunarmælir (Megger) , en þú skemmir tölvuna ef hún er tengd í vélinni og hugsanlega skynjara því er betra að sleppa því ef maður er ekki viss.
PS er rafvirkjameistari þótt ég vinni ekki við þetta (fór aftur í skóla í den) :)

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Mán 28. Des 2020 16:39
af rapport
jonsig skrifaði:. Og þegar viðskiptafræðingar eru með sögur af vel heppnuðum viðgerðum á 230V neyslutæki þá fæ ég gæsahúð.


No worries, ef þetta hefði snúist um að fikta í rafmagntengingum en ekki að slétta úr krumpuðum gúmmíhring, þá hefði þetta farið í viðgerð.

En það er ekki eins og maður hafi unnið tölvu alla tíð, er með einhverjar einingar úr Iðnskólanum líka, bæði rafmagni og trésmíði, unnið mikið með og í kringum rafeindatækja og eitthvað lært af fiktinu með þeim.

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Mán 28. Des 2020 19:18
af growler
Ég lenti í nákvæmlega því sama fyrir ári með 5 ára gamla bosch vél.
Tók mig heilann dag að laga þetta með því að rífa hana alla í frumeindir.
Það eru tvö tengibretti inní henni hlið við hlið.
Aftengir hvern plug fyrir sig og mælir viðnámið út í jarðtengda hluta vélarinnar.
til að einangra vandamálið. Í mínu tilfelli var búið að safnast saman viðbjóður í kringum einhvern nema
sem leiddi svo út í jarðtengda hluta vélarinnar, svo ég hreinsaði það bara.

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Þri 29. Des 2020 09:23
af blitz
growler skrifaði:Ég lenti í nákvæmlega því sama fyrir ári með 5 ára gamla bosch vél.
Tók mig heilann dag að laga þetta með því að rífa hana alla í frumeindir.
Það eru tvö tengibretti inní henni hlið við hlið.
Aftengir hvern plug fyrir sig og mælir viðnámið út í jarðtengda hluta vélarinnar.
til að einangra vandamálið. Í mínu tilfelli var búið að safnast saman viðbjóður í kringum einhvern nema
sem leiddi svo út í jarðtengda hluta vélarinnar, svo ég hreinsaði það bara.


Var þetta sökudólgurinn?
Mynd

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Þri 29. Des 2020 15:13
af growler
Það er svo langt síðan að ég bara man ekki nákvæmlega hvaða nemi þetta var hjá mér.
En það var allavega ekki nákvæmlega eins, allir plastpartar innan í minni voru gulhvítir á litinn.

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Þri 29. Des 2020 16:33
af GuðjónR
...

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Þri 29. Des 2020 17:19
af Starman
95% líkur á að þetta er hita elementið, óvíst hvort að það sé "auðvelt" að skipta um það, gæti þurft að rífa vélina í frumeindir.
Heimilstækja framleiðendur í dag framleiða einnota tæki, þ.e.a.s. þeir er ekki í þeim business að selja varahluti , þeirra business er að selja tæki,
Ég er ekki viss um að það borgi sig að láta gera við þetta , það gæti kostað 50% af nýrri vél , og hvað bilar svo næst ?

Re: Uppþvottavél slær úr lekaliða

Sent: Mán 11. Jan 2021 17:01
af blitz
Svona til að botna þetta innlegg þá var þetta hita-elementið sem var farið.

Auðvitað er það dýrasti hluturinn í vélinni og - samkvæmt umboði - líklegast bara óheppni að það hafi farið.