Síða 1 af 1

Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Mið 23. Des 2020 20:18
af littli-Jake
Er búinn að vera í brasi með snerti lausar greiðslur með símanum í smá tíma. Þeir sem seldu mér símann vilja kenna appinu hjá isb um. Hefur einhver verið að lenda í veseni?

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Mið 23. Des 2020 21:34
af KingLeo
Þetta er örugglega appið, lenti í svipuðu. Virkaði fyrir app update en hefur ekki virkað síðan og ég hef verið of latur til að tjékka á því hjá isb.

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Mið 23. Des 2020 22:39
af einarth
Datt út hjá mér um daginn.. fór í appið í dag og þurfti þá að virkja snertilausar greiðslur á kortið aftur. Virkaði eftir það.

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Mið 23. Des 2020 23:31
af littli-Jake
einarth skrifaði:Datt út hjá mér um daginn.. fór í appið í dag og þurfti þá að virkja snertilausar greiðslur á kortið aftur. Virkaði eftir það.


Er nefnilega búinn að reyna það. Fæ villu meldingu

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Fim 24. Des 2020 00:43
af JVJV
Hef verið í smá vandræðum sjálfur með þetta hjá ISB. Restarta símanum og þá hefur það alltaf strax komið.

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Sun 27. Des 2020 22:30
af littli-Jake
JVJV skrifaði:Hef verið í smá vandræðum sjálfur með þetta hjá ISB. Restarta símanum og þá hefur það alltaf strax komið.


Þetta er eitthvað aðeins dýpra en það hjá mér.

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Sun 27. Des 2020 23:30
af nonesenze
ég þurfti að reinstalla appinu um daginn hjá mér, samt með annað app frá landsbankanum, virkar fínt eftir það, bögg samt að þurfa að setja allt aftur upp úti í búð og fékk ekki sms með code fyrir en um 20 mín seinna

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Sun 27. Des 2020 23:40
af Stuffz
sama hér med landsbankann

setti allt upp aftur hefur virkað síðan.

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Sun 27. Des 2020 23:47
af Lexxinn
Stuffz skrifaði:sama hér med landsbankann

setti allt upp aftur hefur virkað síðan.


Er í lokapælingum að versla mér nýjan síma með NFC. Hef lesið hér á vaktinni að Landsbanka appið sé meingallað fyrir snertilausar greiðslur - er það bara mýta sem er svo bara klaufaskapur? Get ég treyst á að appið muni virka?

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Sun 27. Des 2020 23:56
af nonesenze
kannski bara uppfærsla hjá þeim sem failaði. en ég hef ekkert verið í vesseni með landsbankann nema þetta eina

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Mán 28. Des 2020 00:18
af Stuffz
Lexxinn skrifaði:
Stuffz skrifaði:sama hér med landsbankann

setti allt upp aftur hefur virkað síðan.


Er í lokapælingum að versla mér nýjan síma með NFC. Hef lesið hér á vaktinni að Landsbanka appið sé meingallað fyrir snertilausar greiðslur - er það bara mýta sem er svo bara klaufaskapur? Get ég treyst á að appið muni virka?


Veit bara að þurfti að tvítaka nfc færsluna oft áður til að virkaði eða þar til eitthver hjá landsbankanum tók eftir því og hringdu í mig af fyrra bragði og sendu mér póst með leiðbeiningum um hvernig að laga þetta, þetta var um miðjan nóvember og hef ekki lent í sama veseni síðan þá.


"Góðan daginn

Hér eru leiðbeiningarnar sem ég minntist á við þig í símanum áðan.

Á meðfylgjandi myndum eru skrefin sem þarf að klára í Kortaappinu:



Við innskráningu eftir að appið hefur verið sótt að nýju úr Playstore þarftu að gæta að því að velja innskráningu (ekki nýskrá).


Hafðu í hugað að ef þú manst ekki notendanafn og lykilorð að biðja fyrst um Gleymt notendanafn. Notendanafnið er sent á það netfang sem er skráð í appinu. Nota svo það notendanafn til þess að biðja um gleymt lykilorð. Tölvupóstur um endurstillingu lykilorðs er sendur og inniheldur kóða sem þú þarf að slá inn til þess að velja nýtt lykilorð.



Ef þú hefur þörf á frekari aðstoð, ekki hika við að hafa samband. Við bendum einnig á að hægt er að hafa beint samband við Þjónustuver Landsbankans í síma 410-4000 alla virka daga milli 09:00-16:00.



Þjónustuver / Customer Service Centre

Landsbankinn
"

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Mán 28. Des 2020 01:21
af bjarni85
Sama hér. Fæ not authorized villu gegnum ISB appið. Virkar samt með samsung pay.

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Mán 28. Des 2020 12:08
af nonesenze
bjarni85 skrifaði:Sama hér. Fæ not authorized villu gegnum ISB appið. Virkar samt með samsung pay.

´hvernig nærðu að láta samsung pay virka?

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Mán 28. Des 2020 15:42
af Viktor
Lexxinn skrifaði:
Stuffz skrifaði:sama hér med landsbankann

setti allt upp aftur hefur virkað síðan.


Er í lokapælingum að versla mér nýjan síma með NFC. Hef lesið hér á vaktinni að Landsbanka appið sé meingallað fyrir snertilausar greiðslur - er það bara mýta sem er svo bara klaufaskapur? Get ég treyst á að appið muni virka?


Mér skilst að allir bankarnir hafi lent í vandræðum með NFC greiðslur á Android. Mæli með Apple Pay :lol:

Re: Vesen með NFC hjá ISB

Sent: Mán 28. Des 2020 19:20
af bjarni85
nonesenze skrifaði:
bjarni85 skrifaði:Sama hér. Fæ not authorized villu gegnum ISB appið. Virkar samt með samsung pay.

´hvernig nærðu að láta samsung pay virka?


Ég setti upp Curve kort sem þrælvirkar með Samsung Pay og úrinu og öllu saman.
https://www.curve.com/