Síða 1 af 1

Að panta með Amazon

Sent: Mið 25. Nóv 2020 19:40
af Netlaus
Sælir drengir,

Ég er að spá í að versla svolítið á Amazon.com eða uk. Verðin hjá þeim eru ansi góð á mörgum hlutum en það sem heldur mér frá því að klára málið er helvítis tollgjaldið sem þeir setja á allar vörur. Ég meina það er enginn tollur á tölvuvörum á Íslandi, hringdi meira að segja í tollinn til að vera viss.
Ég er bara ekki tilbúinn að taka sénsinn með svona háar upphæðir og verð að vita þetta áður en ég panta. Þið ykkar sem hafið pantað tölvuvörur í gegnum Amazon, hafið þið fengið allan tollinn til baka í hvert skipti?

Re: Að panta með Amazon

Sent: Mið 25. Nóv 2020 20:00
af SolidFeather
Er þetta ekki bara vsk sem þeir reikna inn í verðið.

Re: Að panta með Amazon

Sent: Mið 25. Nóv 2020 20:45
af fhrafnsson
Ég hef yfirleitt fengið VSK dreginn af í kaupferlinu, í sumum tilfellum endurgreiddan eftirá (tekur mánuð, jafnvel rúmlega). Núna síðast keypti ég mér tiltölulega dýrt snjallúr eftir að hafa talað við support tvisvar til staðfestingar á því að ég fengi VSK endurgreiddan en hef ennþá ekkert fengið. Ég er sammála, þetta er mjög asnalegt kerfi og óþægilegt.

Re: Að panta með Amazon

Sent: Mið 25. Nóv 2020 20:50
af Tiger
Þetta er ekki tollur, þetta er VSK eins og kom fram hérna að ofan.

Engin áhætta þarna, færð meira að segja stundum nokkrar krónur til baka einhverjum vikum seinna ef þeir hafa ofrukkað þig.

Re: Að panta með Amazon

Sent: Mið 25. Nóv 2020 21:26
af Nariur
Verðið sem þú sérð í checkout á Amazon, ef varan er "Shipped by Amazon" þar sem þeir reikna " Shipping & Import Fees Deposit to Iceland" er það eina sem þú borgar. Ég hef gert þetta margoft. 100% í hvert skipti.

Re: Að panta með Amazon

Sent: Mið 25. Nóv 2020 22:36
af Netlaus
Já okey, ég las bara imports og hugsaði tollur. Ég var að reikna með því að fá þetta allt til baka haha. Þessar vörur eru þá mun dýrari en ég hélt og þá munar oft ekki miklu á Amazon og því sem fæst hérlendis. En hvernig fara menn þá að því að nýta fyrirtækja kennitölur svo maður sleppi við virðisaukaskattinn? Ég reyndi að búa til business account hjá þeim en það er víst aðallega fyrir þá sem búa í Bandaríkjunum.