Netverslun á Íslandi

Allt utan efnis

Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1007
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Netverslun á Íslandi

Pósturaf netkaffi » Mið 14. Okt 2020 22:30

Djöll er ég ánægður hvað hún er farin að þróast mikið. Ég man þegar ég hélt að þetta væri ekkert að fara koma hérna, sem kaninn er með gnægðir af. Amazonvæðingin er þvílíkur lúxus fyrir suma kana. Ég man fyrst eftir hugmyndinni að fá sendann mat heim af netinu í kringum 1994-1997, ég man ekki hvað ég var gamall. Netið nýkomið fyrir flesta. Ég fékk netið sjálfur 1997, 12 ára. Lengst uppi í sveit! Ekkert annað en dial-up þá. Held ég hafi samt ekki pantað neitt á netinu fyrr en 2003, allavega ekki erlendisfrá. Pantaði bók af Amazon. Svo fór maður að kaupa bækur aðallega þarna.
Ég man ég pantaði líka myndasögur í íslenskri þýðingu af einu af stóru bókaförlögunum, Lord of the rings myndasögurnar á nokkur hundruð krónur. Svo var maður að kaupa leikjatölvutengt drasl af ebay á þessum tíma. Sængurver með Mario og Zelda fígúrum og eitthvað. Held samt að það fyrsta sem ég hafi fengið sent af netinu hafi verið hit diskurinn með Moby af huga.is af því ég var einn af stigahæstu notendunum þegar hann byrjaði, það var ca 2001.

En hvað um það, ég sá að það var einhver ný íslensk netverslun eða samleitarsvæði fyrir margar netverslanir á íslandi að opna: www.mynto.is , er einhver búinn að prófa þetta?



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netverslun á Íslandi

Pósturaf urban » Mið 14. Okt 2020 23:18

Takk fyrir að minna mig á hvað síðan hét, ég var á leiðinni að fara á facebook og hingað að spurja hvort að einhver kannaðist eitthvað við þetta, ég las nefnilega einhver staðar viðstal við stelpuna sem að starfar í þessu.

Man bara akkúrat engin nöfn, hvorki hennar né síðunnar eða hvar ég sá þetta.

Er farinn í að skoða þetta, leist nefnilega frábærlega á það sem að ég las.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

peturthorra
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 68
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Netverslun á Íslandi

Pósturaf peturthorra » Mið 14. Okt 2020 23:21

islenskverslun.is er ein síða sem er svipuð og mynto.is


Asus G14 - 2021 | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1007
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: Netverslun á Íslandi

Pósturaf netkaffi » Fim 15. Okt 2020 00:55

Ég er einmitt hissa að þetta hafi ekki verið komið fyrr. Hef reyndar aldrei heyrt af https://islenskverslun.is/ Er það gott shit?
Sko málið er að ég vissi alltaf af fulltaf íslenskum netverslunum eða rakst á, en skoðaði þær aldrei nema ef þær komu upp í efstu leitarstöðum á google þegar ég var að leita af einhverju sem ég hafði áhuga á að kaupa. Þannig að það var eflaust fullt af verslun sem fór framhjá mér. Oft auðveldara bara að kaupa á Amazon sem er með "allt". En svo fór maður að heyra af ja.is sem svona samleitarvél undanfarin misseri og það er jákvætt. Það er ekkert hægt að vera með eins öflugann íslenskann vefsöluiðnað á smávöru/consumer ef vörurar eru allar út um allt. Þarf að vera meira samstarf á milli búða. (Ekki samráð samt. lol)