Öryggi á netinu/tölvunni/símanum

Allt utan efnis

Höfundur
Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Öryggi á netinu/tölvunni/símanum

Pósturaf Hallipalli » Sun 11. Okt 2020 13:38

Vissi ekki hvað ég ætti að skýra þennan þráð.

Langaði í smá umræðu um hvað fólk er að notast við til að vera "örugg" í tölvunni/netinu/símanum.

Er fólk að nota

Password Manager fyrir lykilorð?
Vpn?
Vírusvörn?
Ad Blocker?

Hvaða vafra?
Er fólk að nota eða hætta á facebook? TikTok og öllu því dæmi?

Ef þið væruð með alveg hreint blað núna:
-Væruð ekki á samfélagsmiðlum
-Væruð með glæ nýja óuppsetta tölvu og síma í hendinni
-Ættuð ekki email

Hvernig mynduð þið setja allt upp í dag með það í huga að passa uppá öryggi og auðkenni númer 1 2 og 3



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Öryggi á netinu/tölvunni/símanum

Pósturaf Revenant » Sun 11. Okt 2020 14:41

Öryggi er relatíft.

Fjölþátta auðkenning (MFA/2FA) er mjög áhrifarík leið til að koma í veg fyrir að stolin lykilorð séu notuð án þinnar vitundar (s.s. fyrir vefpóst, netbanka og jafnvel samfélagsmiðlum).
En gallin við það er að ef MFA tækið hættir að virka/bilar/stolið/o.s.frm. og þú hefur ekki varaleið skilgreinda þá ertu búin að tapa viðkomandi aðgangi (eða það er mjög erfitt að fá hann virkjaðan aftur).

VPN til að auka öryggi á netinu er snákaolía. Um 90% af síðum á netinu í dag eru að notast við https (sem eru dulkóðuð samskipti) og VPN hjálpar þér ekki að "auka öryggi" ef síðan býður ekki upp á https. Eina sem VPN-ið gerir er að traffíkin kemur frá IP tölu VPN söluaðilans í staðin fyrir IP töluna sem þú notar almennt.
Ef þú vilt fela hvaðan traffíkin þin kemur (s.s. fyrir netflix gláp í usa) þá getur VPN hentað. Hinsvegar þá hefur komið í ljós að sum VPN fyrirtæki sem segjast ekki logga traffík eru samt að logga traffík þannig spurningin er treystiru random VPN fyrirtæki á netinu fyrir vefsögunni þinni eða ISP-anum sem þú ert að tengjast frá.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3106
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Öryggi á netinu/tölvunni/símanum

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 11. Okt 2020 14:49

Get allavegana sagt hvaða leið ég fer.

    Nota Bitwarden sem password manager.
    Nota Windows 10 og Bitlocker Dulkóðun á harða diska.
    Windows Defender + Controlled folder access
    Uppá gagnaöryggi fyrir mikilvæg skjöl nota ég Onedrive og afrita onedrive síðan yfir í backblaze b2 (ef eitthvað kemur uppá í Onedrive)
    Virkja DOH á vöfrum
    Ublock origin ad blocker í vafra
    https anywhere extension
    Patch my PC til að uppfæra forrit á vél
    Tveggja þátta auðkenning á öllum aðgöngum sem skipta máli (nota Authy)
    Nota standard Windows aðgang og auðkenni mig með admin aðgangi fyrir þær aðgerðir sem þurfa aukin réttindi.

Annars er Tails mjög gott ef þú ert að pæla í privacy (myndi þá hafa það uppsett á usb lykli eða keyrandi í sýndavél)
Varðandi að hætta á samfélagsmiðlum eða nota tölvupóst. Þá er kannski einfaldara að smella ekki á óþarfa linka og niðurhala dóti sem þú þekkir ekki.
Góð regla að afrita linka (copy-a en ekki smella) yfir í notepad og athuga hvort slóð sé lögleg eða það er verið að blekkja þig.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 11. Okt 2020 14:51, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √