Síða 1 af 1

Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Mið 19. Ágú 2020 18:23
af littli-Jake
Ég er orðinn þreyttur á þvi að ryksuga dýra hár. Hvaða reynsla er komin á þessar græjur. Er þetta orðið nógu gott?

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Mið 19. Ágú 2020 19:55
af Hentze
Tveir kettir og ein sambýliskona á heimilinu.
Ekkert mál með kattahárin en hárin af sambýliskonunni eru með vesen, vefjast utan um burstana roombunni.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Mið 19. Ágú 2020 22:10
af jericho
Hef verið með Roborock S5 í rúmlega ár. Blautmoppar líka. Tekur hár vel. Er með konu og dóttur með sítt hár. Auðvitað vefjast hár á burstana. Reglulegt viðhald nauðsynlegt (tekur 1 mín).
En algoritminn í þessari vél er sjúklegur og Xiaomi Home appið mjög flott. Þessi græja kom mér svoleiðis á óvart að ég á ekki orð. Hún er snilld.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Mið 19. Ágú 2020 22:28
af einarhr
Hentze skrifaði:Tveir kettir og ein sambýliskona á heimilinu.
Ekkert mál með kattahárin en hárin af sambýliskonunni eru með vesen, vefjast utan um burstana roombunni.


Tell me about it :guy

Á Domo "arigato mr roboto" sem er svona low budget en hefur reynst mér ágætlega og sérstaklega með hár, þetta er fyrsti róbótinn minn og mun ég klárlega uppfæra þegar hann gefur sig.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Mið 19. Ágú 2020 23:46
af dori
Ég er búinn að vera með Roborock S50/S5 í tæplega tvö og hálft ár. Rosalega góð ryksuga hvað það varðar að hún skiilur lítið eftir sig, hár flækjast ekki mikið í henni, er reyndar bara með kvenmenn á heimilinu en ekki dýr en mér skilst að hún höndli dýrahár líka þokkalega. Kostur að geta leyft henni að dunda sér við að blautmoppa en það eru samt bara nákvæmlega jafn mikil þrif og að ýta mjög lítið blautri tusku fram og til baka á gólfinu.

Helsti gallinn hjá mér er að ég er með krakka sem skilja föt og drasl eftir á gólfunum og hún höndlar það ekki vel. Sérstaklega ekki létt föt (sokkar eða barnaföt). Það tekur samt ekki mjög langan tíma að rölta og pikka það allt upp en ég gafst upp á að hafa hana á fyrirframákveðnum tímum útaf því að það gerðist of oft að hún gleypti sokk þegar hún var tiltölulega nýbyrjuð.

Það er til Roborock S6 MaxV sem er líka með myndavélar og "machine learning" til að forðast slíkar hindranir ef maður vill kaupa sig frá þessu vandamáli (og sambærilegar vélar frá hinum helstu framleiðendunum).

Mér finnst geggjað að hafa svona og myndi aldrei ekki vera með einhverja svona ryksugu. Gerðu þér samt greiða og ekki kaupa eitthvað nema það sé með einhverskonar skynjara sem stjórnar því hvernig herbergið er þrifið. Sama hvort það sé lidar (hefur reynst mér mjög vel) eða myndavél. Eitthvað shit sem klessir á veggi og skiptir um átt mun ekki duga nema kannski ef þú býrð í lítilli stúdíóíbúð.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fim 20. Ágú 2020 09:25
af JapaneseSlipper
Ég er með roomba 960 og gæti ekki verið ánægðari. Er með 1-2 hunda og hún ræður mjög vel við hárin af hundinum. Ég þarf hinsvegar að hreinsa burstana í hvert skipti, það tekur uþb 1 mín. Ég er ekki með börn þannig að við venjulega reynum að taka dót af gólfinu áður en við förum í vinnu og látum hana ryksuga.

Hinsvegar hef ég tekið eftir því að hárin úr kærustunni minni vefjast um burstana og skera þá. Hef verið að endurnýja allt í roombunni svona 1-2x á ári. Mér finnst alveg nauðsynlegt að geta kveikt á roombunni með appi.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fim 20. Ágú 2020 09:43
af GullMoli
Er með Roborock S6 (Mæli frekar með Roborock appinu en Xiaomi Home appinu) og búinn að eiga í tæpt ár.

Hún mappar íbúðina út og eftir fyrstu keyrsluna er hægt að senda hana bara í ákveðin herbergi eða á ákveðna reiti. Ásamt því að vista "no-go" svæði eða veggi á kortið. Kom líka nýlega út uppfærsla sem bætti við "no-go" svæðum þegar moppan er undir, t.d. teppalögð svæði. Með sömu uppfærslu kom multi map fídus, þannig ef að þetta er hús á nokkrum hæðum þá geturðu flutt hana á milli hæða og hún áttar sig á því hvaða kort hún á að nota.

Mér finnst burstinn líka mjög góður, hreinsa hann bara þegar ég tæmi ryksuguna, ósköp lítið sem flækist í honum en kærasta mín er með nokkuð sítt hár.

Hún kostaði eitthvað um 90-100k samtals komin heim, en þetta hefur sparað okkur svo mikinn tíma að mér finnst það algjörlega þess virði.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fim 20. Ágú 2020 11:28
af littli-Jake
GullMoli skrifaði:Er með Roborock S6 (Mæli frekar með Roborock appinu en Xiaomi Home appinu) og búinn að eiga í tæpt ár.

Hún mappar íbúðina út og eftir fyrstu keyrsluna er hægt að senda hana bara í ákveðin herbergi eða á ákveðna reiti. Ásamt því að vista "no-go" svæði eða veggi á kortið. Kom líka nýlega út uppfærsla sem bætti við "no-go" svæðum þegar moppan er undir, t.d. teppalögð svæði. Með sömu uppfærslu kom multi map fídus, þannig ef að þetta er hús á nokkrum hæðum þá geturðu flutt hana á milli hæða og hún áttar sig á því hvaða kort hún á að nota.

Mér finnst burstinn líka mjög góður, hreinsa hann bara þegar ég tæmi ryksuguna, ósköp lítið sem flækist í honum en kærasta mín er með nokkuð sítt hár.

Hún kostaði eitthvað um 90-100k samtals komin heim, en þetta hefur sparað okkur svo mikinn tíma að mér finnst það algjörlega þess virði.


Þarna kom geggjaður fítus. Ég er einmitt á tveimur hæðum og ætla að færa hana á milli hæða.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fim 20. Ágú 2020 12:26
af dISPo
Ég er með Roborock S5 og eins og fyrri ræðumenn er ég og konan mín mjög sátt með hana. Hár eiga það til að flækjast í burstanum en það er lítið mál að fjarlægja þau og það fylgir hnífur til þess með. Við lentum í því að fjarlægðarneminn ofan á ryksugunni bilaði en þau hjá mii.is (þar sem við keyptum ryksuguna) löguðu hana strax án kostnaðar. Annars virðist vera nokkuð einfalt að kaupa varahluti í þessi ryksuguvélmenni og skipta hlutum út sjálfur.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fim 20. Ágú 2020 13:12
af benony13
Ég er einn af s5 aðdáendum. Við erum með kött, bæði ég og konan erum með sítt hár sem og við eigum tvær dætur. Nákvæmlega ekkert vesen á þessu.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fim 20. Ágú 2020 13:56
af akarnid
Annar Roborock S5 eigandi hér. Ég er í 130m húsi á einni hæð með fullt af þröskuldum, og við erum með tvo börn og tvo hunda. Þessi vél þrífur allt eins og champ, og þetta zoned cleanup er alger snilld.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fim 20. Ágú 2020 16:42
af vesi
akarnid skrifaði:Annar Roborock S5 eigandi hér. Ég er í 130m húsi á einni hæð með fullt af þröskuldum, og við erum með tvo börn og tvo hunda. Þessi vél þrífur allt eins og champ, og þetta zoned cleanup er alger snilld.


Bíddu,, veður hún bara yfir þröskulda og mishæðir á gólfum. Ég hélt alltaf að maður þyrfti að vera með fljótandi gólf (þ,e, engvir þröskuldar eða bil á milli t.d parkets og flísa) svo að svona vélar myndu nýtast.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fim 20. Ágú 2020 19:14
af steinarorri
Hvar hafið þið keypt Roborock ryksugurnar?

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fim 20. Ágú 2020 20:09
af akarnid
vesi skrifaði:
akarnid skrifaði:Annar Roborock S5 eigandi hér. Ég er í 130m húsi á einni hæð með fullt af þröskuldum, og við erum með tvo börn og tvo hunda. Þessi vél þrífur allt eins og champ, og þetta zoned cleanup er alger snilld.


Bíddu,, veður hún bara yfir þröskulda og mishæðir á gólfum. Ég hélt alltaf að maður þyrfti að vera með fljótandi gólf (þ,e, engvir þröskuldar eða bil á milli t.d parkets og flísa) svo að svona vélar myndu nýtast.


Hún fer alveg yfir svona venjulega þröskulda (3 cm eða svo) sem eru í dyrakörmum. Þarf stundum að bisa smá við að komast yfir með tiheyrandi hávaða en þessi litli töffari getur það á endanum. Nevah give up lil' robo!

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fim 20. Ágú 2020 21:31
af Fumbler
Er sjálfur búinn að vera að leita að rétta róbotinu.
Fannst þetta video hjálplegt. Og þar fær S5 góða dóma
https://www.youtube.com/watch?v=4Fed8durfb4

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fim 20. Ágú 2020 21:34
af zurien
steinarorri skrifaði:Hvar hafið þið keypt Roborock ryksugurnar?


Keypti mína frá mii.is, afhent samdægurs í heimsendingu.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fös 21. Ágú 2020 14:52
af littli-Jake
Lítur út fyrir að Roborock sé sigurvegarinn í þessari umræðu

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Fös 21. Ágú 2020 14:59
af GullMoli
steinarorri skrifaði:Hvar hafið þið keypt Roborock ryksugurnar?


Keypti mína S6 af www.gearbest.com áður en hún var fáanleg hérna heima.

Re: Reynsla af robot ryksugum. Er að skoða.

Sent: Mán 24. Ágú 2020 21:54
af Sidious
Eru DHL almennt að rukka VSK þegar maður pantar þessar roborock sigur á Alí/Gearbest?