Sóttólfur, covid-19 og framboð.

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1990
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Sóttólfur, covid-19 og framboð.

Pósturaf GuðjónR » Þri 11. Ágú 2020 15:48

Hvað segja Vaktarar um þróun covid mála og umræðuna?
Er þríeykið orðið rammpólitískt?
Erum við að sjá Sóttólf stefna á þing?




Strákurinn
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mið 25. Maí 2016 19:15
Reputation: 27
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sóttólfur, covid-19 og framboð.

Pósturaf Strákurinn » Þri 11. Ágú 2020 15:56

Ég var sjálfur hissa á að sjá umræður um tilslakanir viku eftir að það var hert aftur og einum degi án smita.
Trúi ekki öðru en að peningarnir eru farnir að tala hátt í þessu.




Dóri S.
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
Reputation: 72
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sóttólfur, covid-19 og framboð.

Pósturaf Dóri S. » Þri 11. Ágú 2020 16:16

Þessi staða verður óhjákvæmilega flóknari, pólítískari og skoðanir fólks litast meira og meira af tilfinningum. Ég held að þetta sé staða sem hvorki þríeykið né stjórnvöld leysi héðan af, við þurfum sem einstaklingar að sýna ábyrgð og leggja okkar að mörkum til þess að halda þessu í skefjum. Þeirra ákvarðanir virðast vera teknar til þess að halda jafnvægi á milli, peningahliðarinnar og þeirrar mannlegu. Þetta snýst líka um óvissu, því þó að það sé ýmislegt sem bendir til þess að það verði hægt að framleiða bóluefni og að hin og þessar spár geti ræst, þá er það staðreynd að þetta ný og óþekkt breyta í samfélaginu eins og það er byggt upp núna (bæði hér og í heiminum öllum.).



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Sóttólfur, covid-19 og framboð.

Pósturaf Revenant » Þri 11. Ágú 2020 16:49

Að loka öllu er ekki lausn til frambúðar og sóttvarnarlæknir veit það.
Sem fyrstu viðbrögð var hárrétt að leyfa sóttvarnalækni/almannavörnum að stjórna hvað mátti og hvað mátti ekki en í dag vitum við meira um þennan faraldur.

Á ákveðnum tímapunkti munu stjórnmálamenn þurfa að taka þá ákvörðun að fara gegn ýtrustu ráðleggingum sóttvarnarlæknis því fórnarkostnaðurinn fyrir samfélagið er of mikill.
Það er mjög skaðlegt fyrir samfélagið að loka fyrirtækjum, setja þau í þrot og fólk á atvinnuleysisskrá til að koma í veg fyrir COVID-19 tilfelli.
Jafnvel þótt að við lokuðu öllu (lockdown) þá getur annar faraldur blossað upp um leið og opnað er aftur.

Það er líka gríðarlega erfitt að viðhalda krísuástandi (sbr. fréttir frá útlöndum) og því vænlegra að slaka frekar á svo að fólk verði ekki of þreytt á reglunum.

Síðan finnst mér umræðan um bóluefni vera of bjartsýn. Það eru 7,5 milljarðar manna á jörðinni (þar af ~1 milljarður á vesturlöndum) og samkvæmt fyrstu prófunum þarf 1-2 skammta til að fá ónæmi (sem er óvíst hvað endist lengi). Að framleiða svona mikið magn (með þeim gæðum sem krafist er), flytja á rétta staði og framkvæma bólusetningu er gríðalega flókið ferli sem þýðir að aðeins þeir sem nauðsynlega þurfa á bóluefni að halda munu fá það fyrst. Almenningur mun ekki fá það fyrr en miklu seinna.
Ég vona að þetta verði ekki raunin en maður þarf að vera raunsær.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7058
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Ótengdur

Re: Sóttólfur, covid-19 og framboð.

Pósturaf rapport » Þri 11. Ágú 2020 17:48

Af hverju ætti allt að vera eins og það var í efnahagslífinu?

Samfélagið mun breytast og fólk mun passa sig meira, þeir sem gera það ekki hljóta að aðhyllast persónulegan darwinisma.

Efnahagslífið og fyrirtækin verða að þróast í sömu átt, annars mætti kalla það "corporate darwinism" að gera það ekki.

Krafan um að fyrirtæki bjóði þjónustu sína á netinu hefur líklega aldrei verið meiri.