Síða 1 af 1

Argh pósturinn og sendingargjald á lönd utan evrópu

Sent: Fös 24. Júl 2020 23:34
af fedora1
Hvað ég hata póstinn og tollameðferð.
Keypti smá arduino íhluti frá Kína, sendingunni var splittað í tvent. Ég fékk bulkið fyrir 3 vikum eða svo, í dag fékk ég poka með örfáum hnöppum. Kostuðu innan við $ en ég borgaði 1143 kr. fyrir umsýslu og sendingargjald á lönd utan Evrópu.
Hvernig getur þetta verið löglegt. :mad :pjuke

Re: Argh pósturinn og sendingargjald á lönd utan evrópu

Sent: Lau 25. Júl 2020 09:09
af Tiger
Og hvað, helduru að pósturinn þurfi ekki að flokka, merkja, tilkynna ofl þótt pakki sé ódýr eða komi í 2 sendingum? Ættir frekar að tuða yfir seljandanum að senda þetta í tvennu lagi.

Það væri hæg að setja vælubílinn á speed-dial hjá flestum í grúbbuni "verslun á netinu" á facebook þar sem lítið annað er rætt um en þetta.

Hvort sem gjaldskráin sé of há eða ekki, þá er pósturinn ekki góðgerðarstofnun, og það er alveg sama umsýslugjald með 10gr pakka sem inniheldur $0,99 ali drasl, og sama pakka með 15milljóna dementshring.

Re: Argh pósturinn og sendingargjald á lönd utan evrópu

Sent: Lau 25. Júl 2020 09:38
af jonsig
Ég hef engan áhuga á að borga þessum svartfuglum laun í tollinum. Meðan 99% af dópi og drasli fer framhjá þeim eru þeir að skrifa einhverja hundraðkalla í tollmeðferð til að covera kostnað við sjálfan sig og skotheldu vestin sem þeir eru í uppá pósthúsi.
Já, við erum að halda uppi málamiðlunnar vinnu hjá ríkinu.


Edit: Já ég vann hjá póstinum með skóla í den, og fannst það ágætt. En þetta er draumavinnustaður zero effort starfsmannsins. Þó það eigi alls ekki við um alla, en þó vel yfir 60% þeirra.

Núna bíð ég eftir siðferðisflengingu.

Re: Argh pósturinn og sendingargjald á lönd utan evrópu

Sent: Lau 25. Júl 2020 10:53
af KristinnK
Tiger skrifaði:helduru að pósturinn þurfi ekki að flokka, merkja, tilkynna ofl


Nei. Það er einmitt málið, pósturinn þarf nefnilega ekki að stoppa alla þessa pakka. Þangað til fyrir bara sirka þrem árum fóru allir litlu pakkarnir sem komast inn um bréflúgu beint í gegn án nokkurrar aukavinnu af hendi póstsins né auka kostnaðar af höndum neytenda. Það sem hefur gerst þessi síðustu þrjú ár (stoppa alla litlu pakkana, setja aukagjald á kínasendingar) er einfaldlega aðför að neytendanum af hendi auðvaldsins, sem vill verja álagningarstefnu sína í smávöruverslun. Það var orðið allt of margt fólk sem beið frekar í mánuð eftir sendingu frá kína með ~10% álagningu frekar en að kaupa það út í búð með ~1000% álagningu.

Það sem þú ættir frekar að spyrja af hverju þú ert að verja hagsmuni auðvaldsins á spjallsíðu á netinu.

Re: Argh pósturinn og sendingargjald á lönd utan evrópu

Sent: Lau 25. Júl 2020 11:12
af ChopTheDoggie
Hahah, minnir mig á þegar ég pantaði mér bol frá netinu og ég fékk gjöf sem fylgdi með fyrir það að panta í fyrsta skiptið og það kom í 2 sitthvorum pakka og þegar starfsmaðurinn kom út frá lager með báða pakkana, þá voru 2 mismunandi sendingargjöld.
Eitt var á c.a. 1200kr og hitt á c.a. 1600kr, lét mig svo borga fyrir 1600 pakkann en ég sagði að ég ætlaði bara að borga fyrir ódýrara pakkann og sleppa og senda hin til baka því það var víst óvæntur pakki og þarf ekki tvo nákvæmlega eins boli..
Og víst þetta voru nákvæmlega það sama, af hverju eru 2 mismunandi sendingargjöld þegar þau komu bæði á sama tíma, með sama þyngd? :-"
Edit: (Ekki kína drasl né pantað frá ali)

Re: Argh pósturinn og sendingargjald á lönd utan evrópu

Sent: Lau 25. Júl 2020 11:34
af GuðjónR
Það er yfirlýst stefna nýja forstjórans að breyta þessu fyrirtæki í gullgæs fyrir ríkið, hún á að verpa svo glæsilegum gulleggjum að annað eins hefur hvergi sést áður, amk. ekki á Norðurlöndunum:

Birgir forstjóri skrifaði:Rekstrarhagnaður á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur margfaldast miðað við sama tímabil í fyrra og útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári. Forstjóri Íslandspósts segir að þegar búið sé að leysa úr skuldavanda Íslandspósts geti fyrirtækið byrjað að skila hagnaði og orðið eitt arðbærasta póstfyrirtækið á Norðurlöndum.

https://www.frettabladid.is/markadurinn ... andsposti/

Mjög göfugt markmið, af hverju á þetta að verða arðbært fyrirtæki og er í lagi að bókstaflega níðast á notendum í skjóli einokunar og ríkis til að ná fram arðbærasta póstfyrirtæki á Norðurlöndum?

Re: Argh pósturinn og sendingargjald á lönd utan evrópu

Sent: Lau 25. Júl 2020 12:08
af jonsig
KristinnK skrifaði:
Tiger skrifaði:helduru að pósturinn þurfi ekki að flokka, merkja, tilkynna ofl


Nei. Það er einmitt málið, pósturinn þarf nefnilega ekki að stoppa alla þessa pakka. Þangað til fyrir bara sirka þrem árum fóru allir litlu pakkarnir sem komast inn um bréflúgu beint í gegn án nokkurrar aukavinnu af hendi póstsins né auka kostnaðar af höndum neytenda. Það sem hefur gerst þessi síðustu þrjú ár (stoppa alla litlu pakkana, setja aukagjald á kínasendingar) er einfaldlega aðför að neytendanum af hendi auðvaldsins, sem vill verja álagningarstefnu sína í smávöruverslun. Það var orðið allt of margt fólk sem beið frekar í mánuð eftir sendingu frá kína með ~10% álagningu frekar en að kaupa það út í búð með ~1000% álagningu.

Það sem þú ættir frekar að spyrja af hverju þú ert að verja hagsmuni auðvaldsins á spjallsíðu á netinu.



Þeir voru sannarlega undir pressu frá samtökum okurs og einokunnar https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... mJg-EtPHo0

Re: Argh pósturinn og sendingargjald á lönd utan evrópu

Sent: Lau 25. Júl 2020 15:04
af frappsi
Tiger skrifaði:Það væri hæg að setja vælubílinn á speed-dial hjá flestum í grúbbuni "verslun á netinu" á facebook þar sem lítið annað er rætt um en þetta.

Og einnig hjá þeim sem eru að tuða yfir þeim sem eru að tuða um 1200 kr álaginngu á 100 kr pakka. Það er ekkert minna asnalegt væl.

KristinnK skrifaði:
Tiger skrifaði:helduru að pósturinn þurfi ekki að flokka, merkja, tilkynna ofl
Nei. Það er einmitt málið, pósturinn þarf nefnilega ekki að stoppa alla þessa pakka. Þangað til fyrir bara sirka þrem árum fóru allir litlu pakkarnir sem komast inn um bréflúgu beint í gegn án nokkurrar aukavinnu af hendi póstsins né auka kostnaðar af höndum neytenda.

jonsig skrifaði:Þeir voru sannarlega undir pressu frá samtökum okurs og einokunnar https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... mJg-EtPHo0

Það vantar alveg í þessa frétt, og hjá fólki sem er að tala um að hringja á vælubílinn þegar fólk er að kvarta yfir 1200 króna smurningu á 100 króna pakka, að pósturinn í t.d. Noregi rukkar ekki sendingargjöld ef verðmæti pakkans er undir 5500 krónur. Það er meira í ætt við kerfið eins og það var áður en Pósturinn fékk þess nýju vél sem flokkar og leggur á hvern einasta strimil sem kemur til landsins. Áður fóru þessir smápakkar bara í gegn eins og venjulegur bréfpóstur eins og KristinnK bendir á. En það er náttúrulega bara aðför að íslenskri verslun og samkeppni að fólk geti keypt sér smáhluti á einhverju sem nálgast eðlilegu verði.

Varðandi OP: Ég hef lent í því að sendingu er splittað í tvennt og þá hef ég bara þurft að borga eitt gjald eftir að hafa talað við Póstinn.

Re: Argh pósturinn og sendingargjald á lönd utan evrópu

Sent: Lau 25. Júl 2020 15:57
af Hjaltiatla
Spurning hvort maður þurfi ekki að fara að skoða einhverja "Package forwarding þjónustu" staðsetta í Kína til að sameina dót sem maður pantar í einn pakka og sendir til manns. Gerir það að verkum að maður frestar einfaldlega stökum kaupum og kaupir t.d 10-15 hluti í einu.

Re: Argh pósturinn og sendingargjald á lönd utan evrópu

Sent: Lau 25. Júl 2020 16:26
af Emarki
Við vitum það að um leið og Pósturinn fer að skila hagnaði og verður arðbært fyrirtæki þá verður það boðið á undirverði til "einkavina" og einkavætt.

Vittu til ! :D

Kv. Einar

Re: Argh pósturinn og sendingargjald á lönd utan evrópu

Sent: Lau 25. Júl 2020 21:14
af fedora1
Tiger skrifaði:Og hvað, helduru að pósturinn þurfi ekki að flokka, merkja, tilkynna ofl þótt pakki sé ódýr eða komi í 2 sendingum? Ættir frekar að tuða yfir seljandanum að senda þetta í tvennu lagi.

Það væri hæg að setja vælubílinn á speed-dial hjá flestum í grúbbuni "verslun á netinu" á facebook þar sem lítið annað er rætt um en þetta.

Hvort sem gjaldskráin sé of há eða ekki, þá er pósturinn ekki góðgerðarstofnun, og það er alveg sama umsýslugjald með 10gr pakka sem inniheldur $0,99 ali drasl, og sama pakka með 15milljóna dementshring.


Það ætti auðvitað ekki að vera að rukka tolla ef þeir eru minni heldur en tolla afgreiðslugjaldið.

Þú mátt koma með tollfrjálst varning að virði x krónum ef þú hefur efni á að fara í utanlandsferð, hvernig væri að allir fengju amk. tollfrjálsan kvóta að virði hálfar utanlandsferðar á ári, jafnar bilið milli ríkra og þeirra sem minna hafa.

Ég gæti vælt yfir logistist hjá kínamanni sem spittar sendingunni, en persónulega fer þessi gjaldtaka meira í mínar pirrur.
Maður gæti haldið að þú værir í íslenskri smásölu sem hefur hag af því að pósturinn "hjálpi" þeim sem berjast við kínamanninn.

Hefði haldið að í staðin fyrir þessi gjöld, væri eðlilegra að ríkið berðist fyrir því að kína væri ekki flokkað sem vanþróað land í skilningi póstburðar gjalda. Hefði haldið að þetta væri sameiginlegt vandamál allra vestrænna póstfyrirtækja.