Hvert fer maður að kaupa Mac Air 2020??

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
vesi
/dev/null
Póstar: 1464
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 121
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Hvert fer maður að kaupa Mac Air 2020??

Pósturaf vesi » Mið 15. Júl 2020 00:57

Hérna, heimskuleg spurning, hvert fer maður að kaupa Mac í dag?

Macland, Elko. Costco eða annað?

Þarf að græja vèl fyrir unglinginn sem sér ekkert annað en mac.

Það sem er að bögga mig við varðandi t.d macland er 2. Er ég að borga fyrir eithvað sem ég kem ekki til með að nota svo sem eins og ábyrgð þar sem fyrirtæki kaupir vélina, hitt er hvort þeir lifi covid af og geti ekki sint ábyrgð þetta eina ár sem fyrirtæki fá.

Costo er væntanlega ekki með isl stafi án þess að ég hafi kynnt mér það.

Öll ráð vel þegin í þessum frumskógi ávaxtana.

Kv.V


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3838
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Hvert fer maður að kaupa Mac Air 2020??

Pósturaf Tiger » Mið 15. Júl 2020 01:09

Ég hef keypt mitt bara hjá Epli eða Eldhaf (Akureyri en senda hratt og hafa stundum gefið afslátt).


Mynd

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1563
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert fer maður að kaupa Mac Air 2020??

Pósturaf audiophile » Mið 15. Júl 2020 08:27

Allir Mac með íslensku lyklaborði eru fluttir inn af Epli og þjónustaðir af þeim. Veldu bara verslun út frá verði og þjónustu sem þér líkar við.


Have spacesuit. Will travel.


sigxx
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Fim 06. Jún 2013 00:06
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Hvert fer maður að kaupa Mac Air 2020??

Pósturaf sigxx » Mið 15. Júl 2020 11:34

audiophile skrifaði:Allir Mac með íslensku lyklaborði eru fluttir inn af Epli og þjónustaðir af þeim. Veldu bara verslun út frá verði og þjónustu sem þér líkar við.


Þetta var satt einu sinni en ekki lengur
Eldhaf, Costco og Macland flytja hluta til eða allt saman sjálfir inn og fara því framhjá Epli (minnst Macland samt)

Ábyrgðin er ekki hjá sölu aðilunum, heldur sinna Epli og Viss ábyrgð á Apple á Íslandi.
Apple byrjaði að taka á sig annars árs ábyrgðinni í fyrra og því skiptir engu máli hvort sölu aðilinn fari á hausinn eða ekki. Tölvan er alltaf í tveggja ára ábyrgð.

Það hefur margt breyst í þessu síðan að Apple umboðið gamla (sem var í eigu baugs) for a hausinn 2008/09 þegar þeir neituðu ábyrgð á hundruði véla.

Því skiptir engu máli hvar þú kaupir vélina á Íslandi, þú færð alltaf tveggja ára ábyrgð
Síðast breytt af sigxx á Mið 15. Júl 2020 11:35, breytt samtals 1 sinni.