Macrium Reflect

Allt utan efnis

Höfundur
emil40
Gúrú
Póstar: 544
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 34
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Macrium Reflect

Pósturaf emil40 » Þri 05. Maí 2020 23:33

Sælir félgar.

Mig langaði að segja ykkur frá forriti sem mér finnst algjör snilld. Þannig er mál með vexti að ég var að stækka úr 250 GB Samsung 970 EVO Plus yfir í 1 TB Samsung 970 EVO Plus. Ég sá fyrir mér að það yrði töluverð vinna við að setja allt upp alveg eins og ég vildi hafa það, en þá rakst ég á frábært forrit sem heitir Macrium Reflect og er frítt. Með því er hægt að gera image af öllu kerfinu eins og það leggur sig. Ég gerði það og seivaði inn á einn flakkara, skipti síðan um m.2 disk og henti windows 10 pro upp á nýja diskinn. Þegar ég var búinn að ræsa þá sótti ég bara Macrium Reflect og setti image file-inn í gang þannig að ég var kominn með nákvæmlega sömu uppsetningu og var á 250 gb disknum. Síðan notaði ég disk management til þess að bæta auka plássinu við diskinn þetta voru rúm 700 gb þannig að þetta er orðið flott núna. Vildi bara segja ykkur frá þessu :) Þetta sparaði mér mjög mikinn tíma.


TURN :

CoolerMaster Storm Enforcer | Ryzen9 3900X | Corsair Hydro Series H100i RGB Platinum | ASRock X570 Steel Legend | G.Skill 32GB Trident Neo 3600MHz DDR4 | Asus Turbo RTX 2060 6GB | Corsair HX1200i | Enox blackline 49" | Samsung 970 EVO Plus 1 TB | Razer Naga Trinity leikjamús | Trust GXT784 headset og 44 tb pláss

SÍMI :

Samsung Galaxy J5 2016

Skjámynd

Dropi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 337
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 80
Staða: Ótengdur

Re: Macrium Reflect

Pósturaf Dropi » Mið 06. Maí 2020 10:15

Ef þú ert með Samsung destination disk (1TB í þínu tilfelli) mæli ég frekar með að nota Samsung Data Migration. https://www.samsung.com/semiconductor/m ... oad/tools/
Ég hef notað það síðustu 7 árin sennilega yfir 100 sinnum við að færa tölvur af HDD yfir í SSD, og að stækka 120GB diska uppí stærri. Það er frítt, idiot proof og stækkar disk partitionið sjálfkrafa fyrir þig. Það virkar meira að segja á Windows XP, ég tók gamla vél sem mátti ekki uppfæra útaf eldgömlu siglingaforriti sem var í notkun á henni fyrir 1-2 árum, henti í hana SSD og málið dautt á hálftíma!

Annars hef ég notað Macrium líka þegar destination diskurinn er ekki Samsung og hef ekki lent í veseni með það, en Samsung forritið er mikið einfaldara og fljótara í notkun þegar ég þarf að koma vélinni frá mér snögglega.


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Xeon E3 1270 v2 - 16GB DRR3@2000 - GB Z77X-UD3H - STRIX RX480 8GB OC