Síða 1 af 2

Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 12:45
af GuðjónR
Er þetta ekki málið í dag?

Zero 10x er fyrir þá alla kröfuhörðustu. Hentar einstaklega vel íslenskum aðstæðum þar sem hún einstaklega sterkbyggð og kröftug.
Zero 10x er með tvo 1000w mótara með þremur mismunandi hraðastillingum, hægt að stilla hæð á stýri, góðum skjá þar sem þú sérð hraða, vegalengd og rafhlöðuendingu og dempurum að framan og aftan svo þú getur svifið áhyggjulaus um götunar.

  • 2 x 1000W mótorar
  • Þyngd 35kg
  • Allt að 60 km drægni
  • Hámarkshraði: 25 km/klst
  • Diskabremsur
  • Baklýstur LCD upplýsingaskjár
  • Hámarksþyngd 120 kg
  • Rafhlaða 52v 19AmpH / Lithium-ion
  • 10" Loftdekk
Verð 189.990
https://www.nova.is/barinn/vara/zero-10

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 13:17
af ABss
Smá reality check: Þetta er tæplega 200.000 kr hlaupahjól.

Vildi bara benda á það.

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 13:21
af GuðjónR
ABss skrifaði:Smá reality check: Þetta er tæplega 200.000 kr hlaupahjól.

Vildi bara benda á það.

Réttiðupphönd sem eigið snjallsíma sem kostar álíka eða meira :money

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 13:23
af Klemmi
GuðjónR skrifaði:Réttiðupphönd sem eigið snjallsíma sem kostar álíka eða meira :money


30þús kall, og ég vinn m.a. sem appforritari :sleezyjoe

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 13:23
af gnarr
ABss skrifaði:Smá reality check: Þetta er tæplega 200.000 kr hlaupahjól.

Vildi bara benda á það.


Þetta er farartæki sem drífur auðveldlega til Keflavíkur frá Reykjavík. Fullkomið í allt innanbæjar snatterí og mjög lítið vesen að taka með sér í strætó / rútu / leigubíl / inn í búð / inn til vinar / etc...

Þar fyrir utan er rekstrarkostnaðurinn á þessu sama og enginn, þar sem að rafmagnið til þess að nota þetta er sama og ekkert, þú þarft ekki að kaupa tryggingar, skipta um olíu, fara með þetta í skoðun eða neitt þannig.

200.000kr er eins og árs iðgjald af tryggingum + umgangur af dekkjum á fólksbíl. Eða eins og örfáir mánuðir af bensíni á fólksbíl...

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 13:47
af Opes
Ég vil 11X :fly

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 13:54
af Sallarólegur
Ég myndi aldrei fara í svona dýrt hjól nema ég gæti keypt nagladekk á það í leiðinni.

Eru þau í boði?

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 13:58
af Kristján Gerhard
Opes skrifaði:Ég vil 11X :fly


Ég átti von á þessu þegar ég smelli á linkinn.

Ég sé þetta ekki sem staðgengil bíls, í það minnsta ekki í mínu tilfelli. Ef maður gæti hins vegar skipt út ca. helming ferða t.d. í og úr vinnu þá er 200k ekki svo ýkja mikið. Ég væri bara skíthræddur við að fljúga á trýnið á þessu.

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 13:59
af GuðjónR
Opes skrifaði:Ég vil 11X :fly

Rólegur! ertu með meirapróf? :D
Zero 11x is 53 kg with 3200W motors and a top speed of over 100 km/h

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 14:20
af hagur
ABss skrifaði:Smá reality check: Þetta er tæplega 200.000 kr hlaupahjól.

Vildi bara benda á það.


Og? Þú ert líka að fá ansi veglegt samgöngutæki/leiktæki fyrir þennan pening. Það er svo ótal margt annað mikið vitlausara sem hægt er að kaupa fyrir 200 þús krónur.

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 14:34
af dori
Sallarólegur skrifaði:Ég myndi aldrei fara í svona dýrt hjól nema ég gæti keypt nagladekk á það í leiðinni.

Eru þau í boði?

Það er allavega pottþétt hægt að búa þau til.

Ég notaði hlaupahjól frá Hopp í vetur og þau voru á nagladekkjum og það virkaði bara fínt. Vandamálið var ekki klaki, var mjög stöðugt þar. Hins vegar er allur svona hálfbráðnaður þungur snjór erfiður af því að svona hlaupahjól sökkva svolítið mikið í það og spóla og eru leiðinleg.

En þú veist, mjög fáir dagar á ári þar sem það er vandamál. Hjólastígar eru ágætlega ruddir og svo er alltaf hægt að rúlla á þessu í götukantinum þegar það er svona smá þung færð og bara búið að ryðja götuna (eða taka strætó).

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 16:45
af GullMoli
gnarr skrifaði:
ABss skrifaði:Smá reality check: Þetta er tæplega 200.000 kr hlaupahjól.

Vildi bara benda á það.


Þetta er farartæki sem drífur auðveldlega til Keflavíkur frá Reykjavík. Fullkomið í allt innanbæjar snatterí og mjög lítið vesen að taka með sér í strætó / rútu / leigubíl / inn í búð / inn til vinar / etc...

Þar fyrir utan er rekstrarkostnaðurinn á þessu sama og enginn, þar sem að rafmagnið til þess að nota þetta er sama og ekkert, þú þarft ekki að kaupa tryggingar, skipta um olíu, fara með þetta í skoðun eða neitt þannig.

200.000kr er eins og árs iðgjald af tryggingum + umgangur af dekkjum á fólksbíl. Eða eins og örfáir mánuðir af bensíni á fólksbíl...


Við bestu aðstæður drífur þetta til Keflavíkur.. og þú ert ekki nema 2-3 tíma á leiðinni :lol:

Svo var einhver annar sem talaði um að vippa þessu bara í næsta bíl eða strætó. Þetta er 35 kg, það er hellingur af liði sem er ekki að fara vippa þessu neitt.

Þetta er samt alveg sniðugt en fyrir 1/3 af peningnum færðu Xiaomi Pro sem hægt er að flasha og fikta í, m.a. breyta hraðatakmörkunum (guð minn góður að komast bara 25 km/klst) sem er must þar sem maður sér einhverja algjöra apaketti á þessu úti í umferðinni.

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 17:35
af chaplin
Ég er að vonast til að fá svona tæki fljótlega, læt vita hvernig það reynist. ;)

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 17:39
af Viggi
Ég væri meira en lítið til í þetta EN þetta er 35 kg sem er of þungt upp og niður stigan hjá mér. Er að nota m365 pro sem er mjög fínt en mætti alveg hafa 500w mótor upp brekkurnar og batteryið dugar mér allan dagin innanbæjar svo þetta dugar mér fínt sem aðal samgöngutæki en það vantar alveg hjól á markaðinn sem er með 600w+ mótor og 60 km drægni sem væri max 20kg og einhver myndi framleiða 10" nagladekk þá væri maður alveg covered með custom firmware á svoleiðis græju. Þó að maður myndi borga 250k fyrir svoleiðis pakka með auka dekkjagangi þá er þetta samt hræódýr ferðamáti þar sem þetta er eginlega engin rekstrarkostnaður á þessu :)

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 18:16
af gnarr
Þegar ég hugsa útí það, þá er þetta líklega betri nýting á þessum pening... Kostar nokkurn veginn það sama.

https://www.apple.com/shop/product/MX57 ... wheels-kit

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 18:32
af GuðjónR
Ég kíkti í Nova Lágmúla áðan, þetta hjól er HUGE!
M365/Pro eru eins og leikfangahjól við hliðina á þessu.
Gæti trúað að stýrisstöngin sé 20cm hærri en á hinum og allt hjólið miklu massífara.
Er sjálfur 193cm á hæð og er því ekki alveg að sjá fyrir mér að geta bograð á litlu M365 pro barnahjóli en það er ekki séns að börn geti notað þetta.

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 18:51
af ZiRiuS
gnarr skrifaði:Þegar ég hugsa útí það, þá er þetta líklega betri nýting á þessum pening... Kostar nokkurn veginn það sama.

https://www.apple.com/shop/product/MX57 ... wheels-kit


Ég keypti mér einmitt þetta, þvílíkur munur! https://www.apple.com/shop/product/MWUG2LL/A/pro-stand
Nei ég keypti þetta ekki ég er ekki snarbiluð kind

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 21:14
af littli-Jake
Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Réttiðupphönd sem eigið snjallsíma sem kostar álíka eða meira :money


30þús kall, og ég vinn m.a. sem appforritari :sleezyjoe


Mynd

Ég bara varð

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 21:44
af MarsVolta
Ef þú aftengir limiter kapalinn, kemst þetta hjól uppí rúmlega 60km/h :fly

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 22:19
af mikkimás
ZiRiuS skrifaði:
gnarr skrifaði:Þegar ég hugsa útí það, þá er þetta líklega betri nýting á þessum pening... Kostar nokkurn veginn það sama.

https://www.apple.com/shop/product/MX57 ... wheels-kit


Ég keypti mér einmitt þetta, þvílíkur munur! https://www.apple.com/shop/product/MWUG2LL/A/pro-stand
Nei ég keypti þetta ekki ég er ekki snarbiluð kind


Fyrirgefið mér fyrir OT, en 100þ fyrir fjögur ómerkileg dekk og 150þ fyrir ljótan skjástand?

Ég veit að Apple er Apple, en þessar tölur hljóta að vera garbage úr sjálfvirku verðlagsforriti, GIGO og allt það.

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 22:33
af gnarr
mikkimás skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:
gnarr skrifaði:Þegar ég hugsa útí það, þá er þetta líklega betri nýting á þessum pening... Kostar nokkurn veginn það sama.

https://www.apple.com/shop/product/MX57 ... wheels-kit


Ég keypti mér einmitt þetta, þvílíkur munur! https://www.apple.com/shop/product/MWUG2LL/A/pro-stand
Nei ég keypti þetta ekki ég er ekki snarbiluð kind


Fyrirgefið mér fyrir OT, en 100þ fyrir fjögur ómerkileg dekk og 150þ fyrir ljótan skjástand?

Ég veit að Apple er Apple, en þessar tölur hljóta að vera garbage úr sjálfvirku verðlagsforriti, GIGO og allt það.


Nei nei, þetta er 100% viljandi :)

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Mán 04. Maí 2020 23:18
af einarhr
gnarr skrifaði:Þegar ég hugsa útí það, þá er þetta líklega betri nýting á þessum pening... Kostar nokkurn veginn það sama.

https://www.apple.com/shop/product/MX57 ... wheels-kit


=D>

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Þri 05. Maí 2020 00:00
af rapport

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Þri 05. Maí 2020 11:07
af natti
GuðjónR skrifaði:Ég kíkti í Nova Lágmúla áðan, þetta hjól er HUGE!
M365/Pro eru eins og leikfangahjól við hliðina á þessu.
Gæti trúað að stýrisstöngin sé 20cm hærri en á hinum og allt hjólið miklu massífara.
Er sjálfur 193cm á hæð og er því ekki alveg að sjá fyrir mér að geta bograð á litlu M365 pro barnahjóli en það er ekki séns að börn geti notað þetta.


Flest hlaupahjólin eru með hámarksþyngd 100kg (og sum minna). Kemur því lítið á óvart að hjól sem tekur upp í 120kg sé nokkuð massívara.
Fyrir okkur sem eru að dansa í kringum þriggjastafa töluna, þá eru flest hlaupahjólin úr myndinni.
Því ef þú hugsar bara út í átakið/höggið sem kemur við það að fara niður kant (t.d. þegar maður fer yfir götu), þá viltu ekki vera á mörkum hámarksþyngdar, þú vilt eiga smá buffer inni.

Ég tel engar líkur á að ég tími þessum peningum, en ég væri meira en til í þetta, þar sem ég vinn í Ármúlanum og er oft að "snattast" í 2-3km radius, t.a.m. niður í Borgartún þar sem engin stæði er að fá.

Re: Zero 10 X hlaupahjól

Sent: Þri 05. Maí 2020 13:48
af dori
Ég hef prófað nokkur af þessum hjólum, meðal annars Mi hjólin og þetta 10X. Þetta er náttúrulega limitað í 25km/klst eins og öll önnur hjól sem eru seld hérna en 120kg maður gæti líklegast farið upp bröttustu brekkur á þessu á nákvæmlega þeim hraða. Þetta bókstaflega spólar af stað.

Þetta er miklu líkara því að nota hjólin frá Hopp. Massíft tæki sem þú ert ekki að fara að halda neitt á en er virkilega solid og maður treystir (og kemst á 60km/klst ef þú rífur innsiglið) á meðan Mi hjólin (sérstaklega "ekki pro") eru meira eins og venjulegt hlaupahjól með hjálparmótor. Sérstaklega fyrir 80kg+ manneskjur upp brekku.

Það er ekki fyrir mig að eyða 190 þúsund krónum í svona en þetta er alveg alvöru farartæki sem er auðvelt að sjá not fyrir ef það hentar fyrir þarfirnar þínar.