Síða 1 af 1

Covid kaka ársins

Sent: Fös 01. Maí 2020 21:43
af GuðjónR
Er þetta í lagi?

Re: Covid kaka ársins

Sent: Fös 01. Maí 2020 22:06
af Viktor
Mjög steikt að gera þetta

Re: Covid kaka ársins

Sent: Fös 01. Maí 2020 22:19
af ZiRiuS
Er einhver munur á að gera þetta og hnoða deig? Það er ekki eins og hann hrækti í hendina á sér og dýfði henni svo í kökumixið.

Er Vaktin orðið eitthvað dótturfélag Útvaps Sögu?

Re: Covid kaka ársins

Sent: Fös 01. Maí 2020 22:26
af Tiger
Einn sá leiðinlegasti....ef ekki bara sá leiðinlegasti.

Re: Covid kaka ársins

Sent: Fös 01. Maí 2020 22:32
af GuðjónR
Það er heimsfaraldur í gangi og fólk bókstaflega læðst meðfram veggjum í nokkrar vikur og farið eftir ströngum tilmælum varðandi hreinlæti, þannig að já, mér finnst ekki í lagi að maður í matvælaframleiðslu sé að pota í deigið, sleikja á sér fingurnar og gorta að því á egotrippi á Instagram.

Re: Covid kaka ársins

Sent: Fös 01. Maí 2020 22:44
af SolidFeather
ZiRiuS skrifaði:Er einhver munur á að gera þetta og hnoða deig? Það er ekki eins og hann hrækti í hendina á sér og dýfði henni svo í kökumixið.

Er Vaktin orðið eitthvað dótturfélag Útvaps Sögu?


Þetta er ekki kökumix, þetta er svona rjómamús sem fer á milli kökubotnanna sem búið er að baka :guy

Re: Covid kaka ársins

Sent: Fös 01. Maí 2020 23:52
af appel
Sammála. Þetta er það sama og þessi ósiður hjá kokkum að nota sömu skeið oftar en einu sinni til að smakka sósur, án þess að þrífa. Man eftir atviki fyrir nokkrum árum þegar kokkur sást gera það í beinni útsendingu hjá Stöð 2, dýfði skeið í sósu, setti í kjaftinn, og svo dýfði aftur í aðra sósu.

Re: Covid kaka ársins

Sent: Lau 02. Maí 2020 01:09
af urban
ZiRiuS skrifaði:Er einhver munur á að gera þetta og hnoða deig? Það er ekki eins og hann hrækti í hendina á sér og dýfði henni svo í kökumixið.

Er Vaktin orðið eitthvað dótturfélag Útvaps Sögu?


Það er ekki beint munur, en þetta er samt eitthvað sem að atvinnumenn eiga ekki að láta sjást, alveg einsog hann appel nefnir með skeiðarnar, þetta gerist alveg, en þetta á bara aldrei að sjást

Re: Covid kaka ársins

Sent: Lau 02. Maí 2020 01:40
af emil40
ég myndi ekki taka þátt í neinu svona covid-19 djóki....

Re: Covid kaka ársins

Sent: Lau 02. Maí 2020 12:41
af ZiRiuS
urban skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Er einhver munur á að gera þetta og hnoða deig? Það er ekki eins og hann hrækti í hendina á sér og dýfði henni svo í kökumixið.

Er Vaktin orðið eitthvað dótturfélag Útvaps Sögu?


Það er ekki beint munur, en þetta er samt eitthvað sem að atvinnumenn eiga ekki að láta sjást, alveg einsog hann appel nefnir með skeiðarnar, þetta gerist alveg, en þetta á bara aldrei að sjást


Að gera þetta tvisvar er allt öðruvísi en að gera þetta einu sinni og er sammála því að það er viðbjóður (double dipping). En í myndbandinu gerir hann þetta einu sinni og ég álykta að hann sé ekki það vitlaus að hann hafi gert þetta tvisvar. Reactið við þessu myndbandi er svona týpísk DV/ÚS æsimennska út í eitt...

Re: Covid kaka ársins

Sent: Lau 02. Maí 2020 12:48
af Viktor
Ég vildi óska þess og DV og Sögu viðbrögðin væru jafn róleg og yfirveguð og hér :baby

Covid eða ekki, fólk sem vinnur við að gera mat á ekki að sleikja á sér fingurna.