Síða 1 af 1

Rafhjól - reynsla

Sent: Þri 28. Apr 2020 20:40
af Fautinn
Góðan dag vaktarar, er að spá í rafhjóli fyrir konuna, hef verið að skoða og vildi vita hvort menn hefður reynslusögur, sá þetta, finnst sniðugt að það sé hægt að brjóta saman og setja í bílinn ef maður fer eitthvað langt og vill kippa því út og nota.

https://ellingsen.s4s.is/ellingsen/rafh ... 25014SBLDB

Re: Rafhjól - reynsla

Sent: Þri 28. Apr 2020 20:58
af Viktor
Ég skal allavega taka við því ef þið hættið að nota það ;)

Re: Rafhjól - reynsla

Sent: Þri 28. Apr 2020 21:00
af Lexxinn
Það eru nú nokkuð margir á þessum hjólum á Íslandi. Skilst að helsti vandinn við þau er að finna ný dekk og þá sérstaklega nagladekk vegna einkennilegrar stærðar.
Mæli með að fara í hópinn "rafhjól á íslandi" á Facebook og leita að "Mate", hefur komið upp umræða við og við um þessi hjól.

Re: Rafhjól - reynsla

Sent: Þri 28. Apr 2020 22:51
af Frussi
Ég er með E-Fati frá Ellingsen og er mjög sáttur. E-Fati hjólið er kraftmeira en allavega standard Mate hjólið og kemur með öllum aukabúnaði (sem þarf að kaupa sér fyrir Mate) en er samt talsvert ódýrara. Hef heyrt að Mate sé "tískuhjól", með hina og þessa celebs og influencera í að auglýsa fyrir sig og þaðan komi verðmunurinn.

Re: Rafhjól - reynsla

Sent: Mið 29. Apr 2020 08:15
af Jón Ragnar
Þessi mate hjól eru ógeðslega ljót og kosta alveg hrikalega mikið.

Persónulega færi ég alltaf í hjól með Bosch mótor

Re: Rafhjól - reynsla

Sent: Mið 29. Apr 2020 09:16
af Pandemic
Þessi Mate X hjól eru töff en framleiðsluvandamál og kannski óheiðarleiki(þeirra eða þeirra oem) hafa plagað þá.
Léleg hleðslutæki sem jafnvel hefur kviknað í eða betra að hætta alveg að virka.
Ryð þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir holum í stellinu til þess að vatn ná ekki að safnast fyrir
Drasl demparar, sem voru að brotna við notkun eða jafnvel komu ónýtir í kassanum.
Sögðust nota gæða Panaasonic rafhlöður en svo fór fólk að rífa í sundur pakkana og komst að því að þetta voru lélegust LG rafhlöðurnar.

Ég hef heyrt að eitthvað af þessum vandamálum hafa verið löguð en þau hjá Mate sögðu að ástæðan fyrir þessu væri framleiðandinn þeirra að svíkja þau.

Annar smá galli að mínu mati er að það er ekki hægt að læsa hjólinu í samanbrotinni stellingu.

Re: Rafhjól - reynsla

Sent: Mið 29. Apr 2020 17:47
af Fautinn
ok takk, fróðlegt, skoða betur.