Plex - Flokkun í möppur og library

Allt utan efnis

Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Plex - Flokkun í möppur og library

Pósturaf GTi » Sun 26. Jan 2020 20:32

Sælir,

Ég er að fikta mig áfram í því að setja upp Plex Server fyrir heimilið.
Nú er ég búinn að komast að því ef ég geri Movie Library, þá finn ég ekki þætti og svo öfugt.

Upphaflega ætlaði ég að hafa þrjú Library, skipt eftir; Barnaefni, Erlent, Íslenskt.
En er núna kominn í sex library, skipt eftir Barnaefni, Erlent, Íslenskt. Skipt niður í tvö Library hvert?
En ég er ekki alveg sáttur við skiptinguna og nenni ekki að reka mig á það eftir nokkra mánuði að ég hefði þurft að skipta þessu á annan hátt.

Hver er ykkar reynsla á því hvernig er best að flokka þetta niður?
Bæði í gagnagrunninum og Plex Library?

Er hægt að gera Sub-Libraries eða Undirflokka o.s.frv.?




sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Plex - Flokkun í möppur og library

Pósturaf sigurdur » Mán 27. Jan 2020 11:18

GTi skrifaði:Sælir,

Ég er að fikta mig áfram í því að setja upp Plex Server fyrir heimilið.
Nú er ég búinn að komast að því ef ég geri Movie Library, þá finn ég ekki þætti og svo öfugt.

Upphaflega ætlaði ég að hafa þrjú Library, skipt eftir; Barnaefni, Erlent, Íslenskt.
En er núna kominn í sex library, skipt eftir Barnaefni, Erlent, Íslenskt. Skipt niður í tvö Library hvert?
En ég er ekki alveg sáttur við skiptinguna og nenni ekki að reka mig á það eftir nokkra mánuði að ég hefði þurft að skipta þessu á annan hátt.

Hver er ykkar reynsla á því hvernig er best að flokka þetta niður?
Bæði í gagnagrunninum og Plex Library?

Er hægt að gera Sub-Libraries eða Undirflokka o.s.frv.?


Grunnskiptingin er þættir / myndir. Ástæðan er að Plex notar ólík kerfi til að raða og sækja upplýsingar um sjónvarpsþætti annars vegar og kvikmyndir hins vegar.

Þú getur svo verið með fleiri en eitt library fyrir þessa grunnflokka. Þá myndir þú setja mismunandi flokka í sérstakar möppur og tengja þær við hvert library. Þannig værir þú með sérstakt library fyrir íslenska þætti og annað fyrir íslenskar kvikmyndir.

Það er ekkert mál að prófa sig áfram og setja upp mismunandi library til að sjá hvernig það virkar. Þú getur alltaf eytt þeim og búið til ný.

Hér er ágætis þráður sem fer í gegnum þessar pælingar: