Síða 1 af 1

Að selja bíl til Bandaríkjanna

Sent: Þri 07. Jan 2020 17:59
af Yawnk
Sælir,

Ég er að hugleiða það að selja fornbíl til Bandaríkjanna.
Ég er búinn að auglýsa bílinn á eBay og búið er að bjóða þá upphæð sem að ég myndi samþykkja.

Hefur einhver hér reynslu af þessu?
Hvernig væri best að hátta greiðslu? í gegnum PayPal? Er eitthvað sem að þarf að varast ef farið er í gegnum PayPal?
Er nokkuð vandamál að færa pening af Paypal og inn á íslenskan bankareikning?

Kv,
Sá sem þekkir þetta ekki neitt

Re: Að selja bíl til Bandaríkjanna

Sent: Þri 07. Jan 2020 18:37
af littli-Jake
Fornbíl TIL Bandaríkjanna??? Þetta hljómar eitthvað rangt.

Hvað ertu annars að selja?

Re: Að selja bíl til Bandaríkjanna

Sent: Þri 07. Jan 2020 19:00
af Yawnk
littli-Jake skrifaði:Fornbíl TIL Bandaríkjanna??? Þetta hljómar eitthvað rangt.

Hvað ertu annars að selja?

Til Bandaríkjanna, já.

Ford Bronco '74

Re: Að selja bíl til Bandaríkjanna

Sent: Þri 07. Jan 2020 19:23
af Viktor
Þú getur wkki notað Paypal, það greiðir inn á kreditkort og taka prósentu.

Best að fá bankamillifærslu(Swift).

Re: Að selja bíl til Bandaríkjanna

Sent: Þri 07. Jan 2020 20:26
af Sam
Samkvæmt heimasíðu Paypal leggja þeir inn á debet reikninga, skrolla bara niður þessa síðu https://www.paypal.com/us/webapps/mpp/p ... t-transfer

Edit: Þeir taka ekki prósentu ef þú nennir að bíða í 1 til 3 daga eftir greiðslunni

Re: Að selja bíl til Bandaríkjanna

Sent: Þri 07. Jan 2020 20:29
af HalistaX
Sallarólegur skrifaði:Þú getur wkki notað Paypal, það greiðir inn á kreditkort og taka prósentu.

Best að fá bankamillifærslu(Swift).

Aldrei nota Paypal í neitt svona! Refund policy'ið þeirra er alltaf lauslegt og getur hver sem er, þó svo að hann hafi fengið sendinguna í hendurnar, request'að refund og komist upp með það!

Re: Að selja bíl til Bandaríkjanna

Sent: Þri 07. Jan 2020 22:55
af Yawnk
Takk fyrir þetta, þá heldur maður sig frá PayPal.
Þá er staðgreiðsla eða bein millifærsla málið í þessu, engir milliliðir.

Re: Að selja bíl til Bandaríkjanna

Sent: Þri 07. Jan 2020 23:00
af Binninn
Smá forvitni,
ertu með hlekk á bílinn ?

Re: Að selja bíl til Bandaríkjanna

Sent: Þri 07. Jan 2020 23:01
af Binninn
Fann hann..
flottur gulur bíll