[Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Allt utan efnis

Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2375
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 148
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

[Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf littli-Jake » Lau 28. Des 2019 20:48

Er ég einn um það að vera orðinn verulega þreyttur á því að fara í bíó og sýningartíminn stenst ENGANNVEGIN.
Ég fór til dæmis á nýju Star Wars um daginn og auglýsingarnar voru ekki að enda fyrr en um 20 min EFTIR auglýstan sýningartíma. Og þá eru trailerar eftir.
Þetta er náttúrulega komið út í rugl.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf Sporður » Lau 28. Des 2019 21:10

Það hefði ekkert komið mér á óvart að þetta væri gamall þráður frá svona 2005. Þetta er ekki beint nýtt að maður mæti 10 mín fyrir auglýstan sýningartíma og myndin byrji 10-15 mín eftir auglýstan sýningartíma.

Veit ekki hvort þetta er séríslenskur ósiður en þegar ég fór í bíó í Bretlandi byrjaði myndin á réttum tíma.




Mossi__
FanBoy
Póstar: 788
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 299
Staða: Tengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf Mossi__ » Lau 28. Des 2019 21:27

Meingallað fyrirkomulag, en þetta hefur alltaf verið svona. Ekki að vandamálið sé eitthvað skárra fyrir vikið.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6299
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 440
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf worghal » Lau 28. Des 2019 21:57

er eiginlega bara kominn með nóg af bíósýningum. kaupi frekar bara blu-rayið, er með nógu gott setup heima.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf Zorglub » Lau 28. Des 2019 22:11

Fór á Star Wars í ameríkuhreppi um síðustu helgi, mættum á slaginu (númeruð sæti) og biðum svo í ca 30 min eftir að myndin byrjaði. Hef aldrei verið sérstaklega hrifin af því að borga fyrir að horfa á auglýsingar, andsk… nóg er af þeim allstaðar annarsstaðar.


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15


Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2375
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 148
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf littli-Jake » Lau 28. Des 2019 22:40

Mér finnst þetta allavega vera að versna. Kannski er það rugl í mér. Þetta er alveg farið að pirra mig verulega.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 106
Staða: Ótengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf agnarkb » Lau 28. Des 2019 23:07

littli-Jake skrifaði:Mér finnst þetta allavega vera að versna. Kannski er það rugl í mér. Þetta er alveg farið að pirra mig verulega.


Fer rosalega mikið í bíó og get með vissu sagt að þetta hefur VERSNAÐ til muna undanfarið tvö ár eða svo.

Samt er þetta ennþá aðeins skárra heldur en sum staðar erlendis. Hef farið í kvikmyndahús í Noregi, Þýskalandi, Grikklandi og svo í Bandaríkjunum.
Kaninn og Þjóðverjarnir eru verri en við, enn sem komið er allaveganna. Hrikalega margar auglýsingar í USA, með trailerum inn á milli og svo allskonar drasl sem tengist bíóinu. Tók heila elífð. En toppurinn er samt í Þýskalandi, eftir rúmar 10 mínútur af auglýsingum þá stöðvast allt og einhver úr sjoppunni kemur inn með kassa fullann af ís til þess að selja, verð og úrval varpað upp á tjaldið. Svo eftir það byrja trailerar.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

razrosk
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Þri 15. Sep 2009 20:16
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf razrosk » Lau 28. Des 2019 23:37

Mig minnir að einhver sagði fyrir löngu að auglýsingarnar+trailerar voru ca. 12min og svo byrjaði myndin. Er alveg sammála að þetta er komið út í algjört rugl. Maður er ekki að borga til að sjá auglýsingar fyrir VISS, SS, Icelandair, kók/pepsi og þannig...

Hef farið í bíó víða og það eru alltaf auglýsingar. Sum lönd hafa muuuuuun styttri tíma fyrir þær (2-5min) og jafnvel engar pásur, en ég hef ekki upplifað jafn langan auglýsingartíma og á Íslandi, jafn vel ekki einu sinni í USA þar sem ég fór.

Svo er þetta með hlé í miðri bíómynd... þetta skiptist örugglega 50/50, you like it or you dont kind-of-thing. En mér finnst þetta persónulega eyðileggja upplifunina. Maður lifir sig inní myndinna og svo stoppar hún, og stundum á andskoti skrítnum stöðum. Tala nú ekki um að maður missir út nokkrar sek. af hljóði að minnsta kosti þegar myndin stoppar og svo þegar hún byrjar aftur sem getur verið pirrandi ef það er verið að tala um einhvað mikilvægt eða spennandi.

VIP/Lúxus ætti alltaf að vera auglýsinga-laust að mínu mati. Byrja á slaginu, og ef þú kemur seint missiru af byrjuninni. Andskoti nóg að borga 3700 fyrir miða.


CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+

Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 976
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 173
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 30. Des 2019 09:46

razrosk skrifaði:VIP/Lúxus ætti alltaf að vera auglýsinga-laust að mínu mati. Byrja á slaginu, og ef þú kemur seint missiru af byrjuninni. Andskoti nóg að borga 3700 fyrir miða.



Engin hlé í VIP í Álfabakka


Lærði það the hard way þegar ég fór á End Game og ég var að míga á mig að bíða eftir post credit atriðinu hhehe



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf B0b4F3tt » Mán 30. Des 2019 12:40

Jón Ragnar skrifaði:
razrosk skrifaði:VIP/Lúxus ætti alltaf að vera auglýsinga-laust að mínu mati. Byrja á slaginu, og ef þú kemur seint missiru af byrjuninni. Andskoti nóg að borga 3700 fyrir miða.



Engin hlé í VIP í Álfabakka


Lærði það the hard way þegar ég fór á End Game og ég var að míga á mig að bíða eftir post credit atriðinu hhehe


Tengi svo við þetta. Var einmitt á Star Wars í gær og var alveg að míga á mig í lokin. Náði bara ekkert að njóta myndarinnar í lokin, var of mikið að einbeita mér að míga ekki á mig :megasmile




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 106
Staða: Ótengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf agnarkb » Mán 30. Des 2019 20:54

B0b4F3tt skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:
razrosk skrifaði:VIP/Lúxus ætti alltaf að vera auglýsinga-laust að mínu mati. Byrja á slaginu, og ef þú kemur seint missiru af byrjuninni. Andskoti nóg að borga 3700 fyrir miða.



Engin hlé í VIP í Álfabakka


Lærði það the hard way þegar ég fór á End Game og ég var að míga á mig að bíða eftir post credit atriðinu hhehe


Tengi svo við þetta. Var einmitt á Star Wars í gær og var alveg að míga á mig í lokin. Náði bara ekkert að njóta myndarinnar í lokin, var of mikið að einbeita mér að míga ekki á mig :megasmile


Bara að nota tóma gos glasið


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1990
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf GuðjónR » Mán 30. Des 2019 21:48

Sammála, ég færi oftar í bíó ef það væru ekki svona hundleiðinlegar auglýsingar hálfan sýningartímann.




Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2375
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 148
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf littli-Jake » Fim 02. Jan 2020 01:25

GuðjónR skrifaði:Sammála, ég færi oftar í bíó ef það væru ekki svona hundleiðinlegar auglýsingar hálfan sýningartímann.


Ég er alveg að fara að detta í sama pakka og þú


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

ChopTheDoggie
vélbúnaðarpervert
Póstar: 979
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Reputation: 105
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: [Rant] SýningarTÍMI í bíó.

Pósturaf ChopTheDoggie » Fim 02. Jan 2020 04:33

razrosk skrifaði:Mig minnir að einhver sagði fyrir löngu að auglýsingarnar+trailerar voru ca. 12min og svo byrjaði myndin. Er alveg sammála að þetta er komið út í algjört rugl. Maður er ekki að borga til að sjá auglýsingar fyrir VISS, SS, Icelandair, kók/pepsi og þannig...

Hef farið í bíó víða og það eru alltaf auglýsingar. Sum lönd hafa muuuuuun styttri tíma fyrir þær (2-5min) og jafnvel engar pásur, en ég hef ekki upplifað jafn langan auglýsingartíma og á Íslandi, jafn vel ekki einu sinni í USA þar sem ég fór.

Svo er þetta með hlé í miðri bíómynd... þetta skiptist örugglega 50/50, you like it or you dont kind-of-thing. En mér finnst þetta persónulega eyðileggja upplifunina. Maður lifir sig inní myndinna og svo stoppar hún, og stundum á andskoti skrítnum stöðum. Tala nú ekki um að maður missir út nokkrar sek. af hljóði að minnsta kosti þegar myndin stoppar og svo þegar hún byrjar aftur sem getur verið pirrandi ef það er verið að tala um einhvað mikilvægt eða spennandi.

VIP/Lúxus ætti alltaf að vera auglýsinga-laust að mínu mati. Byrja á slaginu, og ef þú kemur seint missiru af byrjuninni. Andskoti nóg að borga 3700 fyrir miða.


Gæti ekki sammálað meira, enda er þetta ,,VIP/Lúxus"
Það ætti ekki að vera auglýsingar þar.


Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II