Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Allt utan efnis

Myndir þú kaupa +5 ára gamlan rafmagnsbíl?

26
38%
Nei
42
62%
 
Samtals atkvæði: 68

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2201
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 107
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf GullMoli » Sun 13. Okt 2019 23:26

Nú er ég með vangaveltu varðandi rafmagnsbíla.
Kolefnislaus akstur, allt gott og blessað.. hellings tog og gaman að keyra þá svo ekki sé minnst
á hreina samvisku (sé litið framhjá því hvernig rafhlöðurnar eru framleiddar, hvernig þeim er fargað og þyngdinni sem fylgir þeim (meira slit á malbikinu)).


Þorir þú að kaupa 5+ ára gamlan rafmagnsbíl, þar sem rafhlaðan er mögulega farin að verða tæp, séns á því að sellur fari að gefa sig.. vitandi að rafhlöðuskipti geta kostað 500.000 - 1.000.000?

Eftir 10 ár, erum við að fara sitja uppi með ógrynni af óseldum rafmagnsbílum?

https://skemman.is/bitstream/1946/19825 ... 3%A1fa.pdf
https://www.mbl.is/bill/frettir/2015/06 ... endalaust/

Hér er ágætis lestur varðandi þetta mál, að vísu nokkuð gamlir hlekkir. Bílaumboðin lofa vitaskuld öllu fögru, en það kemur að því að það þarf að skipta um rafhlöðurnar. Er þeim gömlu fargað hérna heima? Er þetta hlass sent úr landi í förgun annarsstaðar?

Er þetta að fara enda í umhverfisslysi?


Annar möguleiki eru vetnisbílar, þar sem að þú ert ekki með gífurlega þungar rafhlöður, eini útblásturinn er hreint vatn, tekur stutta stund að fylla á tankinn.

Bæði Toyota og Hyundai eru að vinna að þróun vetnisbíla svo úrvalið verður vonandi eitthvað.


|| i7 920 || GA-X58A-UD3R || 12GB DDR3 || GTX 1070 || Intel X25-M 80GB || 1000W || P280 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


arons4
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf arons4 » Sun 13. Okt 2019 23:44

Hafa verið fréttir um það að Tesla sé að þróa batterý sem á að endast miljón mílur, ekki komið á markað sammt.Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2385
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 318
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 14. Okt 2019 00:00

Veit ekki alveg hvernig þetta endar með batterýin, gæti endað svipað og "kentucky nuclear waste site" að þessu verði einfaldlega safnað í eina stóra hrúgu (einfaldlega ekki hægt að urða á einfaldan máta) og vonað það besta.


Just do IT
  √

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2065
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 165
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf DJOli » Mán 14. Okt 2019 01:55

Ég er ekkert stressaður yfir þessu. Á meðan við erum dugleg að nota þessar rafhlöður þá er hvatinn til staðar til að þróa betri rafhlöður.

The more it's used the more it'll be developed held ég að stemmi sem ágætis rök.
fhrafnsson
Nörd
Póstar: 102
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf fhrafnsson » Mán 14. Okt 2019 02:01

Svo virðist sem tap á 5 árum sé frá 2-10%, sjá t.d. : https://www.reddit.com/r/teslamotors/co ... date_2012/

Flest fyrirtæki sýnist mér tryggja rafhlöður frá 8-10 árum (aðeins mismunandi hvað er innifalið í tryggingunni samt).

Ég myndi alveg versla mér 5 ára gamlan bíl með 10% verri rafhlöðu ef hann væri á góðu verði :)Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4230
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 324
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf chaplin » Mán 14. Okt 2019 09:54

Ekki spurning, ég myndi þó ekki kaupa notaðan rafmagnsbíl frá hvaða framleiðanda sem er.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 919
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 176
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf Njall_L » Mán 14. Okt 2019 10:10

Myndi alveg kaupa mér notaðan rafmagnsbíl ef rafhlaðan er í eðlilegu ástandi, alveg eins og að ég myndi kaupa mér bensinbíl ef vélin væri í eðlilegu ástandi.


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: i7-4790k | ASRock Z97 Extreme 6 | 16GB DDR3 | 1TB SSD | Titan X 12GB

Skjámynd

DaRKSTaR
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 30
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf DaRKSTaR » Mán 14. Okt 2019 10:46

rafhlaðan er andvirði bílssins.. kaupa 5 ára gamlann rafmagnsbíl er heimska, ef rafhlöðurnar fara geturðu hent bílnum á haugana þar sem nýjar rafhlöður kosta meira en bíllinn.

talað um að rafhlöður endist í 6-7 ár í þessum bílnum þannig að þú værir stálheppinn að ná að selja svona bíl 5-6 ára gamlann og fá gott verð.


I7 4790k @4.0Ghz | TT Water Extreme | Gigabyte Z97X G1 Gaming Black edition | Mushkin Blackline 16gb @1866mhz | Gigabyte GTX 980 G1 Gaming | Thermaltake Chaser MK-1 | 120gb Mushkin Chronos | TT 850w Grand | Benq 2765HT | Azio Mech 5 | Logitech G502 | Turtle Beach PX5 | Win 8.1 Enterprise

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4230
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 324
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf chaplin » Mán 14. Okt 2019 11:34

DaRKSTaR skrifaði:rafhlaðan er andvirði bílssins.. kaupa 5 ára gamlann rafmagnsbíl er heimska, ef rafhlöðurnar fara geturðu hent bílnum á haugana þar sem nýjar rafhlöður kosta meira en bíllinn.

talað um að rafhlöður endist í 6-7 ár í þessum bílnum þannig að þú værir stálheppinn að ná að selja svona bíl 5-6 ára gamlann og fá gott verð.


Rafhlaðan er býsna langt frá því að vera andvirði bílsins. Ef við tökum sem dæmi Tesla þar sem það er komin mikil reynsla á þá bíla mv. aðra framleiðendur að þá virðist rafhlaðan aðeins rýrna um 2-10% á 5 árum.

Ef við gerum ráð fyrir því að rafhlaðan endist aðeins í 5 ár eftir að þú kaupir notaða bílinn og að það kostar um það milli 800.-1.400.000 kr að fá nýja rafhlöðu (mv. $5000-7000 í US + 40% aukalega þar sem við erum á Íslandi), ef þú keyptir bensínbíl og fyllir á hann tvisvar sinnum í mánuði, þá borgar þú um 250.000 kr f. eldsneyti á ári eða 1.250.000 kr á þessum 5 árum.

Þá erum við þó að hunsa allan auka kostnað og viðhald sem fylgir bensínbílnum (smurning, kerti, tímareim, etc.).

Að kaupa rétta 5+ ára rafmagnsbílinn gæti verið rosalega hagstæð fjárfesting mv. bensínbíl, en eins og ég segi, þá myndi ég ekki kaupa hvaða rafmagnsbíla sem er.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2201
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 107
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf GullMoli » Mán 14. Okt 2019 12:09

chaplin skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:rafhlaðan er andvirði bílssins.. kaupa 5 ára gamlann rafmagnsbíl er heimska, ef rafhlöðurnar fara geturðu hent bílnum á haugana þar sem nýjar rafhlöður kosta meira en bíllinn.

talað um að rafhlöður endist í 6-7 ár í þessum bílnum þannig að þú værir stálheppinn að ná að selja svona bíl 5-6 ára gamlann og fá gott verð.


Rafhlaðan er býsna langt frá því að vera andvirði bílsins. Ef við tökum sem dæmi Tesla þar sem það er komin mikil reynsla á þá bíla mv. aðra framleiðendur að þá virðist rafhlaðan aðeins rýrna um 2-10% á 5 árum.

Ef við gerum ráð fyrir því að rafhlaðan endist aðeins í 5 ár eftir að þú kaupir notaða bílinn og að það kostar um það milli 800.-1.400.000 kr að fá nýja rafhlöðu (mv. $5000-7000 í US + 40% aukalega þar sem við erum á Íslandi), ef þú keyptir bensínbíl og fyllir á hann tvisvar sinnum í mánuði, þá borgar þú um 250.000 kr f. eldsneyti á ári eða 1.250.000 kr á þessum 5 árum.

Þá erum við þó að hunsa allan auka kostnað og viðhald sem fylgir bensínbílnum (smurning, kerti, tímareim, etc.).

Að kaupa rétta 5+ ára rafmagnsbílinn gæti verið rosalega hagstæð fjárfesting mv. bensínbíl, en eins og ég segi, þá myndi ég ekki kaupa hvaða rafmagnsbíla sem er.


Færi nú varlega í að bera saman kostnað við að fylla á bensínbíl án þess að taka inn kostnaðinn við að hlaða rafmagnsbílinn, þó vissulega muni mjög miklu.

Svo eru rúmlega 50% af tekjum ríksins, tengt bílum og bílatengdum gjöldum, skatturinn á olíu/bensíni. Skattleggja þarf eitthvað annað í framtíðinni ef sú tekjulind fær of mikið högg á sig (margir skipta yfir í rafmagnsbíla t.d.) og því spurning hvort raforkuverð muni ekki taka þann skattabolta.

Edit: Viðhald á bensínvél er eitthvað sem á sér stað jafnt og þétt yfir lífskeið bílsins, á meðan rafhlöðuskipti eru gífurlegur kostnaður seinna á lífskeiði bílsins. Þó svo að rafhlaða sé með 90% nýtni nokkrum árum seinna, þá aukast líkurnar á því að stöku sellur klikki. Veit ekki til þess að verkstæði séu að bjóða upp á annað en alsherjar rafhlöðuskipti þegar þannig vesen kemur upp.


|| i7 920 || GA-X58A-UD3R || 12GB DDR3 || GTX 1070 || Intel X25-M 80GB || 1000W || P280 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5933
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 502
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf Sallarólegur » Mán 14. Okt 2019 12:13

Það er að minnsta kosti hægt að endurvinna og farga rafhlöðum á skynsamlegan hátt.

Það er ekki hægt við útblástur bíla, við erum bara látin anda þessu að okkur eins og ekkert sé eðlilegra.


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2201
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 107
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf GullMoli » Mán 14. Okt 2019 12:23

Sallarólegur skrifaði:Það er að minnsta kosti hægt að endurvinna og farga rafhlöðum á skynsamlegan hátt.

Það er ekki hægt við útblástur bíla, við erum bara látin anda þessu að okkur eins og ekkert sé eðlilegra.


Vissulega, sérstaklega á Íslandi þar sem raforkan er unnin úr náttúrunni. Það sama á ekki við um öll önnur lönd, þar sem raforkan er jafnvel unnin út frá kolum.

Ég er aðalega að spá í því hvort að vetnisbílar séu ekki umhverfisvænni kostur, ef litið er á heildarmyndina.


|| i7 920 || GA-X58A-UD3R || 12GB DDR3 || GTX 1070 || Intel X25-M 80GB || 1000W || P280 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3360
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 286
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf urban » Mán 14. Okt 2019 12:36

GullMoli skrifaði:Svo eru rúmlega 50% af tekjum ríksins, tengt bílum og bílatengdum gjöldum, skatturinn á olíu/bensíni. Skattleggja þarf eitthvað annað í framtíðinni ef sú tekjulind fær of mikið högg á sig (margir skipta yfir í rafmagnsbíla t.d.) og því spurning hvort raforkuverð muni ekki taka þann skattabolta.


Það er verið að vinna að því.
Fer ekki í raforkuverð heldur notendagjöld, semsagt veggjöld.
Það á bara eftir að aukast á næstu árum að það verði farið að rukka veggjöld.

Á meðan að sú þróun færist yfir verða aftur á móti aðrir en rafmagnsbílaeigendur tvírukkaðir.

Þetta með að kaupa rafmagnsbíl notaðann, jájá, verðið þarf bara að miðast við það.

2 eins bensínbílar, búið að skipta um tímareim í öðrum þeirra en ekki hinum, ég borga ekki sama verð fyrir þá tvo, það sama á við um rafmagnsbílinn.

Þegar að búið er að miða við aldur og gerð bíls, þá á verðið á honum auðvitað að miðast við hvaða viðhald er búið og hvað er eftir.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2385
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 318
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 14. Okt 2019 12:56

Persónulega tel ég það mjög litlar líkur að allur heimurinn í takt breyti hegðun sinni til að sporna við CO2 úblæstri.
Ég tel líklegri lausnir sem taka mið að því hvernig staðan er í dag (mannleg hegðun og neysluvenjur dauðlegra vera) og vinna sig í kringum það.
T.d eitthvað jafn klikkað og að búa til gervigreind sem stýrir drónum sem sjúga C02 úr gufuhvolfi jarðar.


Just do IT
  √

Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5933
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 502
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf Sallarólegur » Mán 14. Okt 2019 13:27

GullMoli skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það er að minnsta kosti hægt að endurvinna og farga rafhlöðum á skynsamlegan hátt.

Það er ekki hægt við útblástur bíla, við erum bara látin anda þessu að okkur eins og ekkert sé eðlilegra.


Vissulega, sérstaklega á Íslandi þar sem raforkan er unnin úr náttúrunni. Það sama á ekki við um öll önnur lönd, þar sem raforkan er jafnvel unnin út frá kolum.

Ég er aðalega að spá í því hvort að vetnisbílar séu ekki umhverfisvænni kostur, ef litið er á heildarmyndina.


Erum við allt í einu farin að tala um "öll lönd"? Upphafsþráðurinn hljómar frekar eins og þú sért að tala um Ísland og vitnar í grein varðandi bíla á Íslandi og íslensk bílaumboð.

Sem betur fer er komin af stað vitundarvakning varðandi kolabrennsluna og vonandi verður henni skipt út sem fyrst, allt annað virðist vera skárra en hún. En það er bara önnur umræða.

Kol virðast samt bara vera í 27% eins og er.

Mynd

https://en.wikipedia.org/wiki/World_energy_consumption


https://www.researchgate.net/figure/CO2 ... _324486523
Viðhengi
cats.png
cats.png (121.73 KiB) Skoðað 2238 sinnum


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5602
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 415
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf rapport » Mán 14. Okt 2019 14:21

Ég held að rafvirkjar muni fá hellings pening fyrir að veita þjónustu sem felst í að mæla rafhlöður og áætla líftíma þeirra.

Þar sem rafhlaðan er stór hluti af verði rafmagnsbíls þá á það að endurspeglast í endursöluverðinu.

Í dag er fólk sem er að selja notaða rafmagnsbíla að græða því fólk heldur enn í gamla fyrirkomulagið, pælir í hversu mikið bílinn er ekinn og aldri.

Það er ekkert sem getur framlengt líf rafhlöðu í rafmagnsbíl um 5 ár, gott viðhald, stöðug hitastig, jöfn notkun ofl. mun alltaf klára rafhlöðuna eða gera hana ótrausta. Að nota hana of lítið fer líka illa með hana (skilst mér).Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3725
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 222
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf Tiger » Mán 14. Okt 2019 15:53

Svo þarf að passa að ef bíllinn er fluttur inn frá USA t.d. þá mun B&L ekki virða 7 ára ábyrgð á rafhlöðunni. Það eru alltaf smátt letur í svona ábyrgðarskilmálum.

Síðan sá ég einn auglýsa rafhlðöðu úr klesstum Nissan Leaf gefins, því þetta var ekki umboðs bíll og þurfti hann því að borga 300þús í förgunargjald.


Mynd

Skjámynd

einarhr
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1607
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 119
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf einarhr » Mán 14. Okt 2019 17:12

Ég er að keyra út á morgnana á tæplega 3 ára Nizza NV 200 sem er keyrður 70 þúsund. Rafhlaðan er ennþá í 100%, bíllinn kemst um 150 km á hleðslu en fer niður í 110 km þegar það var sem kaldast í snjónum síðasta vetur. Nýrri útgáfan er með 250 km drægni.


| Ryzen 7 1800X 16GB| RX580 8GB| Galaxy S7 | Mi Box 3 |

Skjámynd

pattzi
ÜberAdmin
Póstar: 1314
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 20
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf pattzi » Mán 14. Okt 2019 21:14

Nei

En ég myndi reyndar ekki kaupa mér rafmagnsbíl nema 2030 eða einhvað eða þegar það er orðið of dýrt að eiga minn disel haha :)

En annars þá myndi ég kaupa mér nýjan rafmagns ef ég gæti hlaðið heimaSkjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4230
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 324
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf chaplin » Þri 15. Okt 2019 10:50

GullMoli skrifaði:Færi nú varlega í að bera saman kostnað við að fylla á bensínbíl án þess að taka inn kostnaðinn við að hlaða rafmagnsbílinn, þó vissulega muni mjög miklu.


Mig minnir að það sé talað um að það kosti 1.000 - 1.500 kr að hlaða rafhlöðuna í rafmagnsbílum, þarf vissulega að taka það inn í reikninginn.

GullMoli skrifaði:Svo eru rúmlega 50% af tekjum ríksins, tengt bílum og bílatengdum gjöldum, skatturinn á olíu/bensíni. Skattleggja þarf eitthvað annað í framtíðinni ef sú tekjulind fær of mikið högg á sig (margir skipta yfir í rafmagnsbíla t.d.) og því spurning hvort raforkuverð muni ekki taka þann skattabolta.

Þetta finnst mér alltaf áhugaverð umræða, það er komin ný og betri lausn en ríkið treysti of mikið á tekjur frá gömlu lausninni. Þetta á ekki bara við um þetta umræðuefni. Einnig erum við á þeim stað í dag að við verðum að draga úr CO2 útblæstri, það mun vera dýrkeypt en nauðsynleg fjárfesting.

Eitt sem verður klárlega að skoða betur er hvað það kostar þjóðina í gjaldeyri að kaupa olíu og hver hagurinn væri að nýta raforkuna meira og halda gjaldeyri inn í landinu.

GullMoli skrifaði:Edit: Viðhald á bensínvél er eitthvað sem á sér stað jafnt og þétt yfir lífskeið bílsins, á meðan rafhlöðuskipti eru gífurlegur kostnaður seinna á lífskeiði bílsins. Þó svo að rafhlaða sé með 90% nýtni nokkrum árum seinna, þá aukast líkurnar á því að stöku sellur klikki. Veit ekki til þess að verkstæði séu að bjóða upp á annað en alsherjar rafhlöðuskipti þegar þannig vesen kemur upp.

Vissulega, en það er bara svo margt annað sem getur klikkað í bensínbílum. Kúpling, gírkassi, púst, tímareim/keðja, etc. Ég hugsa, án þess að hafa neinar heimildir né hundsvit á því, að viðhaldskostnaður á rafmagnsbílum sé mun lægra en á bensínbílum þegar litið er til langs tíma.

Ég veit til þess að hjá Nissan er hægt að gera við stakar rafhlöður, þekki það ekki hjá öðrum framleiðendum en það væri jú vissulega út í hött ef það þarf að skipta um allar rafhlöðurnar ef ein klikkar.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2201
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 107
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf GullMoli » Þri 15. Okt 2019 10:58

Sallarólegur skrifaði:
GullMoli skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það er að minnsta kosti hægt að endurvinna og farga rafhlöðum á skynsamlegan hátt.

Það er ekki hægt við útblástur bíla, við erum bara látin anda þessu að okkur eins og ekkert sé eðlilegra.


Vissulega, sérstaklega á Íslandi þar sem raforkan er unnin úr náttúrunni. Það sama á ekki við um öll önnur lönd, þar sem raforkan er jafnvel unnin út frá kolum.

Ég er aðalega að spá í því hvort að vetnisbílar séu ekki umhverfisvænni kostur, ef litið er á heildarmyndina.


Erum við allt í einu farin að tala um "öll lönd"? Upphafsþráðurinn hljómar frekar eins og þú sért að tala um Ísland og vitnar í grein varðandi bíla á Íslandi og íslensk bílaumboð.

Sem betur fer er komin af stað vitundarvakning varðandi kolabrennsluna og vonandi verður henni skipt út sem fyrst, allt annað virðist vera skárra en hún. En það er bara önnur umræða.

Kol virðast samt bara vera í 27% eins og er.


Vitaskuld var pælingin mín upphaflega bundin við okkur hérna heima en þetta á svosum við allstaðar, ekki satt?

Annars voru þetta bara vangaveltur, held ég myndi persónulega ekki kaupa 5+ ára gamlan rafmagnsbíl eins og staðan er í dag.

Endurskoða málið eftir nokkur ár, hvernig þróun sellanna og vetnisbíla verður :) Sömuleiðis hvort það komi almennilegir station bílar með þessum aflgjöfum.


|| i7 920 || GA-X58A-UD3R || 12GB DDR3 || GTX 1070 || Intel X25-M 80GB || 1000W || P280 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6069
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 105
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf gnarr » Þri 15. Okt 2019 11:45"Give what you can, take what you need."


kjartanbj
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf kjartanbj » Þri 15. Okt 2019 11:56

Það þarf ekki að skoða annað en gengi vetnisbíla vs rafmagnsbíla í Noregi til að sjá hvað maður á að fá sér, vetnisbílar eru með mikið verri nýtni heldur en rafmagnsbílar og vetnið er töluvert dýrara ,meirasegja dýrara per km heldur en bensínbíll , í sumar þá sprakk vetnisstöð í Noregi og í framhaldinu lokaði rekstraraðilinn restinni af stöðvunum, annar rekstraraðili fór á hausin þar, fólk sem á vetnisbíla þar er í miklu veseni því það getur ekki keyrt bílana því það fæst hvergi vetni , veit ekki hvort það sé búið að opna þessar stöðvar sem var lokað eða hvort það sé enn allt í biðstöðu.

Svo er annað sem þarf að taka með í reikningin í rafmagn vs vetni umræðunni er að það þarf að leggjast í gríðarlega dýra innviða uppbyggingu til þess að fjölga vetnisbílum, það þarf að setja upp stöðvar út um allt land annars er maður með rosalega dýran bíl sem getur bara keyrt ákveðin radíus út frá Reykjavík á meðan rafmagnsbílar geta hlaðið út um allt land og er alltaf að fjölga hraðhleðslustöðum og í tilviki Tesla verða Superchargers á ákveðnum stöðum þannig maður getur leikandi ferðast um landið án mikilla áhyggja

það kostar langt í frá 1000-1500kr að hlaða rafmagnsbíl nema maður hlaði alltaf á hleðslustöðvum , liklega nærri 200-400kr skiptið eftir stærð batterís ef það er hlaðið heima

Svo er það endurnýting á batteríum, þegar batterí í rafmagnsbíl er orðið "lélegt" til notkunar í rafmagnsbíl er það alls ekki ónýtt heldur eru þau sumstaðar eftirsótt til notkunar í sólarsellu kerfum við íbúðarhús sem dæmi og er leikandi hægt að keyra meðalstórt hús með inverterum á svona batteríum tala nú ekki um erlendis þar sem er hægt að hlaða inná þau með sólarorku og eða af dreifikerfinu og nota það sem backup ef rafmagnið fer sem gerist nú oft á ákveðnum stöðum erlendis, er sérstaklega hentugt tildæmis í Kaliforníu núna þar sem dreifingaraðilinn þar lokaði fyrir rafmagn hjá 800þúsund notendum til að fyrirbyggja skógarelda ef tré dyttu á rafmagnslínur.

Ég er sjálfur að bíða eftir Tesla Model 3 sem verður afhentur fyrrihluta árs 2020 ásamt líklega hátt í hundrað öðrum sem eru búnir að panta
verður mjög spennandi þegar þeir koma til landsins. hrikalega spennandi bílar
kjartanbj
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf kjartanbj » Þri 15. Okt 2019 12:02
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3360
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 286
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndir þú versla 5+ ára rafmagnsbíl?

Pósturaf urban » Þri 15. Okt 2019 12:16

kjartanbj skrifaði: á meðan rafmagnsbílar geta hlaðið út um allt land og er alltaf að fjölga hraðhleðslustöðum og í tilviki Tesla verða Superchargers á ákveðnum stöðum þannig maður getur leikandi ferðast um landið án mikilla áhyggja
Ég er sjálfur að bíða eftir Tesla Model 3 sem verður afhentur fyrrihluta árs 2020 ásamt líklega hátt í hundrað öðrum sem eru búnir að panta
verður mjög spennandi þegar þeir koma til landsins. hrikalega spennandi bílar


Kemuru til með að geta keyrt um landið án vandræða ?
Það að setja upp supercharger stöðvar á 3 - 4 stöðum á landinu er bara ekki nóg, það þurfa að vera fjölmargar svoleiðis.

gefum okkur nú að þú og 20 aðrir Tesla eigendur ákveði að skreppa til Akureyrar eftir vinnu á föstudegi, hversu löng verður röðin í stöðina þar á milli eða stöðina á akureyri ?

Það þarf nefnilega að margbæta innviða uppbygginguna fyrir rafmagnsbíla líka.
Hún er auðveldari en í vetninu, en hún er engan vegin nógu góð.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !