Spurning varðandi leigutekjur og húsaleigubætur

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3524
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 571
Staða: Ótengdur

Spurning varðandi leigutekjur og húsaleigubætur

Pósturaf Klemmi » Fim 10. Okt 2019 15:54

Sæl veriði,

ég er mögulega að flytja, og eignast þá bílskúr sem ég plana á að breyta í litla stúdíóíbúð og leigja út.

Langaði því að spyrja að:
A) Hefur einhver hér nýlega reynslu af því hvernig það er með skatt á leigutekjur, þar sem hann virðist hafa tekið breytingum á síðustu árum og ég næ ekki að átta mig á hvernig núverandi skattstig er. Er það enn 22% fjármagnstekjuskattur og svo gefinn 50% afsláttur af því ef verið er að leigja íbúðarhúsnæði?

B) Er einhver hér sem þekkir vel hvaða húsnæði býður upp á húsaleigubætur? Sé á Bland að einhverjir virðast fá húsaleigubætur úr bílskúrs-stúdíó-íbúðum, en það er af gömlum þræði og væri gott að fá nýlegri upplýsingar.

Bestu kveðjur,
Klemmi


www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Skjámynd

brain
Tölvutryllir
Póstar: 681
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 69
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi leigutekjur og húsaleigubætur

Pósturaf brain » Fim 10. Okt 2019 15:56

Sonur minn gat ekki fengið húsaleigubætur, hann bjó í bílskúr sem var breytt, en það var ekki samþykkt húsnæði.
BebbiSveins
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 04. Jún 2019 11:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi leigutekjur og húsaleigubætur

Pósturaf BebbiSveins » Fim 10. Okt 2019 16:58

Varðandi B hlutan, Væri gott að byrja á að fá það skráð sem fasteign.(óviss hvort það sé nauðsynlegt) https://www.skra.is/thjonusta/fasteigni ... fasteigna/
Húsaleigubætur fara svo eftir ýmsu, hérna er reiknivél -> https://husbot.is/reiknivel

Best að hringja bara í þessar stofnanir og spyrja fagmann.
sigurdur
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi leigutekjur og húsaleigubætur

Pósturaf sigurdur » Fim 10. Okt 2019 16:58

Þú finnur fullt af upplýsingum um húsnæðisbætur á vef Íbúðalánasjóðs, Húsbót.

Þar er m.a.:
"Á ég rétt á húsnæðisbótum?
Til að eiga rétt á húsnæðisbótum þarf að uppfylla nokkur skilyrði. Frá þessum skilyrðum eru þó undanþágur, t.d. fyrir námsmenn og fólk sem býr á sambýlum eða dvelur tímabundið á áfangaheimilum. Þá eru einnig sérstakar undanþágur fyrir þá sem dvelja fjarri lögheimili vegna veikinda eða tímabundið vegna vinnu.

Fyrsta skilyrðið er að vera búsettur í íbúðarhúsnæðinu og eiga þar lögheimili.
Annað skilyrði er að umsækjandi sé 18 ára eða eldri.
Þriðja skilyrðið er að um sé að ræða íbúðarhúsnæði hér á landi sem hafi að lágmarki eitt svefnherbergi ásamt séreldhúsi eða séreldunaraðstöðu og sérsnyrtingu og baðaðstöðu.
Fjórða skilyrðið er að umsækjandi sé aðili að þinglýstum leigusamningi til a.m.k. þriggja mánaða. Þeir sem búa á námsgarði, sambýli, áfangaheimili, eða í húsnæði í eigu ríkis eða sveitarfélags eru undanþegnir því að þinglýsa leigusamningi.
Fimmta skilyrðið er að umsækjandi og aðrir heimilismenn sem eru eldri en 18 ára gefi samþykki sitt til upplýsingaöflunar. Upplýsingar sem sóttar eru til annarra stofnana eru t.d. upplýsingar um tekjur og eignir frá Ríkisskattstjóra, um lögheimili frá Þjóðskrá og um þinglýsingar frá sýslumönnum og sveitarfélögum."

Og svo:
"Skiptir máli hvernig húsnæði ég leigi?
Já. Íbúðarhúsnæðið þarf að uppfylla lágmarksskilyrði, þ.e. eitt svefnherbergi ásamt séreldhúsi eða séreldunaraðstöðu og sérsnyrtingu og baðaðstöðu. Ekki er hægt að sækja um húsnæðisbætur ef um er að ræða atvinnuhúsnæði, samkvæmt fasteignaskrá.

Námsmenn sem taka á leigu herbergi eða íbúð á heimavist eða námsgörðum sem tengjast viðurkenndum menntastofnunum innan hins almenna menntakerfis hafa undanþágu frá þessari reglu og geta fengið húsnæðisbætur fyrir leigu á herbergi.

Það sama á við um sambýli fatlaðs fólks í húsnæðisúrræðum og sambýli einstaklinga á áfangaheimilum."

Svo er spurning hvernig þetta er túlkað:
"Húsnæðisbætur eru ekki greiddar:
a. Ef umsækjandi eða aðrir heimilismenn sem umsókn tekur til eru á sama tíma skráðir til heimilis í öðru íbúðarhúsnæði í annarri umsókn um húsnæðisbætur sem hefur verið samþykkt. Barn yngra en 18 ára getur þó talist heimilismaður hjá báðum foreldrum sínum eða forsjáraðilum.

b. Ef leiguhúsnæði er ætlað til annarra nota en íbúðar eins og t.d. atvinnuhúsnæði, jafnvel þó að það sé leigt út til íbúðar.

c. Vegna leigu á hluta úr íbúð eða einstökum herbergjum.
Þó er heimilt að greiða húsnæðisbætur þegar einstök herbergi eru leigð ef um er að ræða:
Sambýli námsmanna á heimavistum eða námsgörðum
Sambýli fatlaðs fólks í húsnæðisúrræðum
Sambýli einstaklinga á áfangaheimilum
d. Ef einhver heimilismanna á rétt á vaxtabótum eru húsnæðisbætur ekki greiddar.

e. Ef einhver heimilismanna er eigandi að leiguíbúðinni eða á ráðandi hlut í félagi sem á viðkomandi íbúð, annaðhvort einn eða með nákomnum fjölskyldumeðlimum.

f. Þegar húsnæðisbætur eru þegar greiddar vegna sama íbúðarhúsnæðis. "
benony13
Nörd
Póstar: 115
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Reputation: 3
Staða: Tengdur

Re: Spurning varðandi leigutekjur og húsaleigubætur

Pósturaf benony13 » Fim 10. Okt 2019 17:09

Ég var nýbúinn að vera leigja út fasteign og ég borgaði 22% tekjuskatt og það var enginn afsláttur fyrir íbúðarhúsnæði.Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 600
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 16
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi leigutekjur og húsaleigubætur

Pósturaf natti » Fim 10. Okt 2019 18:09

"Einu sinni var" hlutinn hér er ágætis samantekt um breytingarnar á síðustu árum:
https://www.rsk.is/einstaklingar/fjarmagnstekjur/leigutekjur/#tab1

Í hinum tabbinum, "Spurt og Svarað" er efsta spurningin "Hvað á ég að borga í skatt ef ég leigi út íbúð?"
Og þar kemur restin fram.

En basically 22% skattur af 50% leigutekna.
Spurt og svarað skrifaði:Þegar um er að ræða útleigu húsnæði til íbúðar leigutaka til lengri eða skemmri tíma og fasteignirnar eru ekki fleiri en tvær, er 50% teknanna skattlagðar sem fjármagnstekjur. Í því felst að þegar fjármagnstekjuskattur er 22% nemur skattlagningin í raun 11% af heildarleigutekjunum. Þannig ber að greiða 110.000 kr. í skatt nemi leigutekjur 1.000.000 kr.


S.s. á meðan þetta fellur undir húsaleigulög er ekki flokkað sem atvinnurekstur (airbnb, eða átt margar íbúðir, etc), þá er þetta 22% af 50%.


Mkay.


Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi leigutekjur og húsaleigubætur

Pósturaf Sporður » Fim 10. Okt 2019 18:33

Mér sýnist að það hafi nú komið fram nú þegar en bara til að tjá mig þá svara ég Klemma.


Leigjandi getur ekki sótt um húsaleigubætur fyrir fasteign nema að á bakvið fasteignina sé fasteignanúmer m.ö.o. að hún sé samþykkt. Bílskúrinn og íbúðin eru væntanlega á sama númeri og þar sem eigendur búa í íbúð er ekki hægt að fá bætur.