Síða 1 af 1

Upptaka á efni úr myndlyklum

Sent: Þri 08. Okt 2019 08:37
af Hargo
Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það sé hægt að gera þetta og hver sé einfaldasta lausnin.

Málið er að ég er með Plex heima sem geymir allt barnaefnið fyrir krakkana. Af og til koma inn íslenskt talsettar teiknimyndir sem eru sýndar á RÚV, Stöð 2 eða öðrum stöðvum. Mig langar svo að geta vistað þessar bíómyndir fyrir krakkana. Þetta var svo einfalt í gamla daga, bara spóla í VHS tækið og upptaka :)

Ég hef stundum náð að vista RÚV teiknimyndir með því að setja þær í gang á RÚV vefnum í tölvunni og nota svo screen recorder á tölvunni til að vista efnið og eiga fyrir þau.

Ég er að velta fyrir mér hvernig sé best að gera þetta með myndlykli? Nú er ég með áskrift að Stöð 2 en þú getur ekki horft á það í tölvunni á netinu.
Þyrfti maður að fara þá leið að tengja myndlykil við sjónvarpskort í tölvunni og fara þannig einhverja fjallabaksleið að þessu?

Re: Upptaka á efni úr myndlyklum

Sent: Þri 08. Okt 2019 08:46
af Viktor

Re: Upptaka á efni úr myndlyklum

Sent: Þri 08. Okt 2019 08:52
af SolidFeather
Þú getur horft á Stöð 2 á netinu

https://sjonvarp.stod2.is/

og

https://sjonvarp.stod2.is/live

Re: Upptaka á efni úr myndlyklum

Sent: Þri 08. Okt 2019 09:29
af Hargo
Vissi ekki af þessu, takk fyrir.