Síða 1 af 1

viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 12:26
af tanketom
Sælir vaktarar

Nú er èg að skoða þessi mál varðandi viðbótarlífeyrissparnað og kanski seint en frekar seint en aldrei og það er hægt að stofna viðbótarlífeyrissparnað hjá lífeyrissjóðunum og bönkum. Nú spyr ég hvert er best að fara og afhverju?

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 12:53
af Dr3dinn
Skiptir engu, borgaðu allt inn á lánið.

Annars áður en það vera gert, var mælt með frjálsa í mikla áhættu og svo þegar nær dregur ellilaunum að fara í bankanna (safe - bankareikning - lítinn sem engin áhætta)

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 13:50
af tonycool9
Mér finnst persónulega þægilegast að vera með þetta bara í bankanum mínum,þá gleymi ég þessu ekki.

á sirka 10 ára tímabili er ég búinn að vera með þetta á 4-5 stöðum og það var ekki fyrr en núna fyrir mánuði síðan að ég lét bankann minn taka þetta allt á einn stað,mun þægilegra imo

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 16:05
af vatr9
Sammála með að borga inn á fasteignalán ef þau eru fyrir hendi.
Þá er bara auðveldast að hafa viðbótina hjá viðskiptabanka sínum.
Læt sjálfur taka 4% af launum og fæ 2% frá vinnuveitanda.

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 16:46
af worghal
smá hijack
nú var mér sagt að ég gæti tengt viðbótarlífeyrissparnaðinn við húsnæðislánið mitt og þá fer það sjálfkrafa að borga af því.
hvernig er það gert?

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 16:54
af pattzi
Ég er með hjá Bayern en skilst að það se bannað að stofna nyja viðskiptavini þar
en þá er allianz skást af þessu
myndi ekki treysta neinu íslensku bara sukk i gangi þar
enda passa ég mig að eiga enga peninga nema í N26 eða litlum sparisjóð sem ég fæ launin í

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 17:02
af joker
worghal skrifaði:smá hijack
nú var mér sagt að ég gæti tengt viðbótarlífeyrissparnaðinn við húsnæðislánið mitt og þá fer það sjálfkrafa að borga af því.
hvernig er það gert?

https://leidbeiningar.rsk.is/frodi/?cat ... =10587&k=2

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 19:34
af GullMoli
worghal skrifaði:smá hijack
nú var mér sagt að ég gæti tengt viðbótarlífeyrissparnaðinn við húsnæðislánið mitt og þá fer það sjálfkrafa að borga af því.
hvernig er það gert?


Getur látið mánaðarlegu greiðsluna renna inn á höfuðstól lánsins já, að hámarki 500þús á ári (per einstakling ef þið eruð tvö, samtals milljón), sé þetta fyrsta eign. Þetta kemur ekki í stað mánaðarlegrar afborgunar á láninu.

Svo gildir þetta í 10 ár frá þeim tíma sem þú velur. Hinsvegar geturðu valið tímasetningu aftur í tíma.

Segjum að þú veljir janúar 2019, þá er tekin sú summa sem þú safnaðir í séreignasparnaðinn frá janúar 2019 til dagsins í dag og lagt inná þig (sem þú getur svo lagt sjálfur inná lánið, eða nýtt í annað). Mánaðarlegu greiðslurnar sem koma svo í kjölfarið fara beint inná höfuðstólinn sjálfkrafa, þessi eina staðgreiðsla er einhverra hluta vegna lögð beint inná bankareikning. Hinsvegar byrjar þetta 10 ára tímabil þá að telja frá janúar 2019.

Þessi möguleiki, að nýta séreignasparnaðinn svona, var framlengdur í sumar. Hann átti að hætta í júlí minnir mig. Býst ekki við öðru en að þetta verði framlengt aftur.

EDIT: Það er ansi mikið að gera hjá skattinum núna, tekur nokkra mánuði að fá þetta í gegn.
EDIT2: Að mínu mati er ein besta fjárfesting sem þú gerir, að greiða inná höfuðstólinn, svo ég mæli hiklaust með því að allir nýti sér þetta. Þetta eru 4 + 2% SKATTFRJÁLST af launum. Einnig er vinnuveitanda heimilt að greiða meira en þessi 2% sé áhugi á því (upp að einhverju hámarki). Svo það er sterkur leikur að óska frekar eftir hærri prósentu þar í stað venjulegrar launahækkunar, þar sem þetta nýtist skattfrjálst í lánið.

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 19:58
af Tiger
Þarf ekki að vera fyrsta einn til að láta þetta fara uppí húsnæðislán, ég er að gera þetta með eign #2.

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 22:23
af worghal
GullMoli skrifaði:
worghal skrifaði:smá hijack
nú var mér sagt að ég gæti tengt viðbótarlífeyrissparnaðinn við húsnæðislánið mitt og þá fer það sjálfkrafa að borga af því.
hvernig er það gert?


Getur látið mánaðarlegu greiðsluna renna inn á höfuðstól lánsins já, að hámarki 500þús á ári (per einstakling ef þið eruð tvö, samtals milljón), sé þetta fyrsta eign. Þetta kemur ekki í stað mánaðarlegrar afborgunar á láninu.

Svo gildir þetta í 10 ár frá þeim tíma sem þú velur. Hinsvegar geturðu valið tímasetningu aftur í tíma.

Segjum að þú veljir janúar 2019, þá er tekin sú summa sem þú safnaðir í séreignasparnaðinn frá janúar 2019 til dagsins í dag og lagt inná þig (sem þú getur svo lagt sjálfur inná lánið, eða nýtt í annað). Mánaðarlegu greiðslurnar sem koma svo í kjölfarið fara beint inná höfuðstólinn sjálfkrafa, þessi eina staðgreiðsla er einhverra hluta vegna lögð beint inná bankareikning. Hinsvegar byrjar þetta 10 ára tímabil þá að telja frá janúar 2019.

Þessi möguleiki, að nýta séreignasparnaðinn svona, var framlengdur í sumar. Hann átti að hætta í júlí minnir mig. Býst ekki við öðru en að þetta verði framlengt aftur.

EDIT: Það er ansi mikið að gera hjá skattinum núna, tekur nokkra mánuði að fá þetta í gegn.
EDIT2: Að mínu mati er ein besta fjárfesting sem þú gerir, að greiða inná höfuðstólinn, svo ég mæli hiklaust með því að allir nýti sér þetta. Þetta eru 4 + 2% SKATTFRJÁLST af launum. Einnig er vinnuveitanda heimilt að greiða meira en þessi 2% sé áhugi á því (upp að einhverju hámarki). Svo það er sterkur leikur að óska frekar eftir hærri prósentu þar í stað venjulegrar launahækkunar, þar sem þetta nýtist skattfrjálst í lánið.

þetta hljómar fullkomlega.
þetta er mín fyrsta eign og ég og konan erum þegar búin að borga 600k aukalega ofan á annað lánið í ár (viðbótar lán) og væri fínt að fá viðbótarlífeyrissparnaðinn ofan á það líka eða aðal lánið.

edit: var aðeins að skoða á leidretting.is og þar get ég valið lánið sem það greiðist á. Ef ég vel viðbótar lánið mitt, sem er ekki rosalega stórt, og greiði líka inn á það sjálfur með því sem ég safna, get ég þá skipt yfir í stærra aðal lánið þegar viðbótar lánið er uppgreitt?

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Mið 04. Sep 2019 09:22
af russi
worghal skrifaði:
edit: var aðeins að skoða á leidretting.is og þar get ég valið lánið sem það greiðist á. Ef ég vel viðbótar lánið mitt, sem er ekki rosalega stórt, og greiði líka inn á það sjálfur með því sem ég safna, get ég þá skipt yfir í stærra aðal lánið þegar viðbótar lánið er uppgreitt?


Þegar lán A klárast þá þarf að sækja um að þetta fari á lán B, var það í mínu tilfelli allavega fyrir nokkrum árum síðan, við kláruðum viðbótarlánið með þessari aðferð á umþað bil ári

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Mið 04. Sep 2019 09:40
af worghal
russi skrifaði:
worghal skrifaði:
edit: var aðeins að skoða á leidretting.is og þar get ég valið lánið sem það greiðist á. Ef ég vel viðbótar lánið mitt, sem er ekki rosalega stórt, og greiði líka inn á það sjálfur með því sem ég safna, get ég þá skipt yfir í stærra aðal lánið þegar viðbótar lánið er uppgreitt?


Þegar lán A klárast þá þarf að sækja um að þetta fari á lán B, var það í mínu tilfelli allavega fyrir nokkrum árum síðan, við kláruðum viðbótarlánið með þessari aðferð á umþað bil ári

ok, þetta er eru frábærar fréttir, takk fyrir :D

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Mið 04. Sep 2019 10:14
af SolidFeather
Bara fyi, það er líka hægt að sækja um "Fyrsta íbúð" á http://www.skattur.is, það úrræði gildir í 10 ár eins og er.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Lau 11. Okt 2025 14:11
af rapport
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... i_kostnad/

Þrátt fyrir að fólk borgi "gjald" þá er það að fá ríkistryggða ávöxtun og ábyrgð á höfuðstól síns lífeyrissparnaðar.

Íslenskir sjóðir geta farið á hausinn og fólk fær ekkert til baka og "það er bara þannig"...

Re: Viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Lau 11. Okt 2025 15:24
af depill
rapport skrifaði:https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/10/11/erlendir_adilar_taki_storan_hluta_i_kostnad/

Þrátt fyrir að fólk borgi "gjald" þá er það að fá ríkistryggða ávöxtun og ábyrgð á höfuðstól síns lífeyrissparnaðar.

Íslenskir sjóðir geta farið á hausinn og fólk fær ekkert til baka og "það er bara þannig"...


Eigum við ekki að slaka á því að opna þráð, sem er 6 ára gamall, vitna í grein Ég er næstum því að biting the bullet, hvað meinarðu ríkistryggða ávöxtun ? ( ég á b.t.w hjá Allianz, þannig ekki á móti ). Allianz er með lífeyrissjóðsleiðir sem tryggja á mótin neikvæðri ávöxtun ( yfirleitt með aðeins lægri ávöxtun ), enn ég veit ekki til þess að það sé neitt ríkistryggt.

Re: Viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Lau 11. Okt 2025 20:18
af rapport
depill skrifaði:
rapport skrifaði:https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/10/11/erlendir_adilar_taki_storan_hluta_i_kostnad/

Þrátt fyrir að fólk borgi "gjald" þá er það að fá ríkistryggða ávöxtun og ábyrgð á höfuðstól síns lífeyrissparnaðar.

Íslenskir sjóðir geta farið á hausinn og fólk fær ekkert til baka og "það er bara þannig"...


Eigum við ekki að slaka á því að opna þráð, sem er 6 ára gamall, vitna í grein Ég er næstum því að biting the bullet, hvað meinarðu ríkistryggða ávöxtun ? ( ég á b.t.w hjá Allianz, þannig ekki á móti ). Allianz er með lífeyrissjóðsleiðir sem tryggja á mótin neikvæðri ávöxtun ( yfirleitt með aðeins lægri ávöxtun ), enn ég veit ekki til þess að það sé neitt ríkistryggt.


Það eru komin 20+ ár síðan ég fór í Allianz en man að sá sem seldi mér þetta tiltók sértsaklega að ákveðin lágmarksávöxtun væri tryggð af þýska ríkinu. S.s. að ef tap væri á Allianz þá mundi þýska ríkið hlaupa undir bagga. Man að sá sem seldi mér þetta hét/heitir Reynir og hann lýsti því hvernig þýska ríkið sinnir eftirliti með sjóðnum og gerir það vel því það hefur svo mikilla hagsmuna að gæta.

Man að hann tók dæmi að annar tvíburatrunanna hefð'i verið tryggður hjá Allianz en vegna krafna þýska ríkisins þá hefði verið rík krafa un endurtryggingar og því hefði Allianz náð að skila hagnaði það árið þrátt fyrir þett amikla tjón sem varð.

En verð að játa að ég finn ekkert um þetta á netinu... (hef trúað þessi í blindni í 20 ár... á reyndar samningana og markaðsefnið einhverstaðar í möppu) Finn bara þetta um "tryggða ávöxtun" - https://www.allianz.is/sparnadur/munuri ... ingarsjod/

En ef ég skoða stöðuna mína á Allianz.is þá er uppsagnarvirði samningsins 38þ. evrur eftir 20 ár, 5,5 milljónir = um 300þ. sem hafa safnast á ári...

Þrátt fyrir að ég hafi notað 3,7 milljónir af þessum sparnaði inn á húsnæðislán frá 2017.

Ég hef á þessum árum 2004-2025 borgað um 10 milljón ISK í þennan sparnað, allt fór til Allianz fyrir 2017 þegar gengið var veikt (áður en ég fór að greiða inn á húsnæðislánið). eftir það bara það sem var umfram hámark í leiðréttinguna... og ef þetta væri verðtryggt hér heima þá væri innistæðan líklega hærri en ég held að það sé öruggara að hafa þessa fjárfestingu í evrum og hjá Allianz en hjá einhverjum íslenskum lífeyrissjóð.

Re: Viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Lau 11. Okt 2025 23:24
af Revenant
rapport skrifaði:
depill skrifaði:
rapport skrifaði:https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/10/11/erlendir_adilar_taki_storan_hluta_i_kostnad/

Þrátt fyrir að fólk borgi "gjald" þá er það að fá ríkistryggða ávöxtun og ábyrgð á höfuðstól síns lífeyrissparnaðar.

Íslenskir sjóðir geta farið á hausinn og fólk fær ekkert til baka og "það er bara þannig"...


Eigum við ekki að slaka á því að opna þráð, sem er 6 ára gamall, vitna í grein Ég er næstum því að biting the bullet, hvað meinarðu ríkistryggða ávöxtun ? ( ég á b.t.w hjá Allianz, þannig ekki á móti ). Allianz er með lífeyrissjóðsleiðir sem tryggja á mótin neikvæðri ávöxtun ( yfirleitt með aðeins lægri ávöxtun ), enn ég veit ekki til þess að það sé neitt ríkistryggt.


Það eru komin 20+ ár síðan ég fór í Allianz en man að sá sem seldi mér þetta tiltók sértsaklega að ákveðin lágmarksávöxtun væri tryggð af þýska ríkinu. S.s. að ef tap væri á Allianz þá mundi þýska ríkið hlaupa undir bagga. Man að sá sem seldi mér þetta hét/heitir Reynir og hann lýsti því hvernig þýska ríkið sinnir eftirliti með sjóðnum og gerir það vel því það hefur svo mikilla hagsmuna að gæta.

Man að hann tók dæmi að annar tvíburatrunanna hefð'i verið tryggður hjá Allianz en vegna krafna þýska ríkisins þá hefði verið rík krafa un endurtryggingar og því hefði Allianz náð að skila hagnaði það árið þrátt fyrir þett amikla tjón sem varð.

En verð að játa að ég finn ekkert um þetta á netinu... (hef trúað þessi í blindni í 20 ár... á reyndar samningana og markaðsefnið einhverstaðar í möppu) Finn bara þetta um "tryggða ávöxtun" - https://www.allianz.is/sparnadur/munuri ... ingarsjod/

En ef ég skoða stöðuna mína á Allianz.is þá er uppsagnarvirði samningsins 38þ. evrur eftir 20 ár, 5,5 milljónir = um 300þ. sem hafa safnast á ári...

Þrátt fyrir að ég hafi notað 3,7 milljónir af þessum sparnaði inn á húsnæðislán frá 2017.

Ég hef á þessum árum 2004-2025 borgað um 10 milljón ISK í þennan sparnað, allt fór til Allianz fyrir 2017 þegar gengið var veikt (áður en ég fór að greiða inn á húsnæðislánið). eftir það bara það sem var umfram hámark í leiðréttinguna... og ef þetta væri verðtryggt hér heima þá væri innistæðan líklega hærri en ég held að það sé öruggara að hafa þessa fjárfestingu í evrum og hjá Allianz en hjá einhverjum íslenskum lífeyrissjóð.


Hefuru einhverja hugmynd hvað þú hefur greitt mikið í kostnað/þóknanir á þessu tímabili?

Ég fór inn á vef Allianz (réttara sagt Allianz Lebensversicherung AG) og gluggaði í skilmála fyrir viðbótalífeyri upp á 40 blaðsíður (VID-2025-íslenskir) og ég er ekki viss um að margir einstaklingar hafi þekkingu eða getu til að skilja þessa skilmála að fullu. Ef rétt er að 25,8% fari í kostnað fyrstu 5 árin og síðan 5,3% eftir það þá er það frekar blóðugt.

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Sun 12. Okt 2025 01:12
af SolidFeather
Ef einhver gaur sem heitir Reynir þarf að selja þér þýska vöru þá þarf maður að spyrja, Cui bono?

(og ef einhver þarf að selja þér eitthvað í tengslum við sparnað þá áttu að labba í burtu)

Re: Viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Sun 12. Okt 2025 01:16
af SolidFeather
Revenant skrifaði:snip

Hefuru einhverja hugmynd hvað þú hefur greitt mikið í kostnað/þóknanir á þessu tímabili?

Ég fór inn á vef Allianz (réttara sagt Allianz Lebensversicherung AG) og gluggaði í skilmála fyrir viðbótalífeyri upp á 40 blaðsíður (VID-2025-íslenskir) og ég er ekki viss um að margir einstaklingar hafi þekkingu eða getu til að skilja þessa skilmála að fullu. Ef rétt er að 25,8% fari í kostnað fyrstu 5 árin og síðan 5,3% eftir það þá er það frekar blóðugt.



Ég átti erfitt með að finna í hverju þeir fjárfesta, gast þú fundið þær upplýsingar?

Re: Viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Sun 12. Okt 2025 08:04
af fhrafnsson
depill skrifaði:
rapport skrifaði:https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/10/11/erlendir_adilar_taki_storan_hluta_i_kostnad/

Þrátt fyrir að fólk borgi "gjald" þá er það að fá ríkistryggða ávöxtun og ábyrgð á höfuðstól síns lífeyrissparnaðar.

Íslenskir sjóðir geta farið á hausinn og fólk fær ekkert til baka og "það er bara þannig"...


Eigum við ekki að slaka á því að opna þráð, sem er 6 ára gamall, vitna í grein Ég er næstum því að biting the bullet, hvað meinarðu ríkistryggða ávöxtun ? ( ég á b.t.w hjá Allianz, þannig ekki á móti ). Allianz er með lífeyrissjóðsleiðir sem tryggja á mótin neikvæðri ávöxtun ( yfirleitt með aðeins lægri ávöxtun ), enn ég veit ekki til þess að það sé neitt ríkistryggt.


Hvað er samt að því að endurvekja gamla þræði um málefni sem taka mörg ár eða áratugi að raungerast? Mér finnst þetta bara flott og athyglisvert að frétta hvernig hefur gengið hjá þeim sem hafa farið þýsku leiðina í 5+ ár, því það er eitthvað sem ég myndi aldrei sjálfur velja að gera.

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Sun 12. Okt 2025 09:25
af bigggan
Hef líka áhugi að vita hvernig erlendu lífeyrissjóðirnir hafa gengið hjá öðrum. Konan mín er hjá bayern og hvort það sé ákjósanleg að vera þar áfram, vegna þess margir segja þau eru með meiri gjöld þar.

Re: Viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Sun 12. Okt 2025 11:46
af rapport
Revenant skrifaði:
rapport skrifaði:
depill skrifaði:
rapport skrifaði:https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/10/11/erlendir_adilar_taki_storan_hluta_i_kostnad/

Þrátt fyrir að fólk borgi "gjald" þá er það að fá ríkistryggða ávöxtun og ábyrgð á höfuðstól síns lífeyrissparnaðar.

Íslenskir sjóðir geta farið á hausinn og fólk fær ekkert til baka og "það er bara þannig"...


Eigum við ekki að slaka á því að opna þráð, sem er 6 ára gamall, vitna í grein Ég er næstum því að biting the bullet, hvað meinarðu ríkistryggða ávöxtun ? ( ég á b.t.w hjá Allianz, þannig ekki á móti ). Allianz er með lífeyrissjóðsleiðir sem tryggja á mótin neikvæðri ávöxtun ( yfirleitt með aðeins lægri ávöxtun ), enn ég veit ekki til þess að það sé neitt ríkistryggt.


Það eru komin 20+ ár síðan ég fór í Allianz en man að sá sem seldi mér þetta tiltók sértsaklega að ákveðin lágmarksávöxtun væri tryggð af þýska ríkinu. S.s. að ef tap væri á Allianz þá mundi þýska ríkið hlaupa undir bagga. Man að sá sem seldi mér þetta hét/heitir Reynir og hann lýsti því hvernig þýska ríkið sinnir eftirliti með sjóðnum og gerir það vel því það hefur svo mikilla hagsmuna að gæta.

Man að hann tók dæmi að annar tvíburatrunanna hefð'i verið tryggður hjá Allianz en vegna krafna þýska ríkisins þá hefði verið rík krafa un endurtryggingar og því hefði Allianz náð að skila hagnaði það árið þrátt fyrir þett amikla tjón sem varð.

En verð að játa að ég finn ekkert um þetta á netinu... (hef trúað þessi í blindni í 20 ár... á reyndar samningana og markaðsefnið einhverstaðar í möppu) Finn bara þetta um "tryggða ávöxtun" - https://www.allianz.is/sparnadur/munuri ... ingarsjod/

En ef ég skoða stöðuna mína á Allianz.is þá er uppsagnarvirði samningsins 38þ. evrur eftir 20 ár, 5,5 milljónir = um 300þ. sem hafa safnast á ári...

Þrátt fyrir að ég hafi notað 3,7 milljónir af þessum sparnaði inn á húsnæðislán frá 2017.

Ég hef á þessum árum 2004-2025 borgað um 10 milljón ISK í þennan sparnað, allt fór til Allianz fyrir 2017 þegar gengið var veikt (áður en ég fór að greiða inn á húsnæðislánið). eftir það bara það sem var umfram hámark í leiðréttinguna... og ef þetta væri verðtryggt hér heima þá væri innistæðan líklega hærri en ég held að það sé öruggara að hafa þessa fjárfestingu í evrum og hjá Allianz en hjá einhverjum íslenskum lífeyrissjóð.


Hefuru einhverja hugmynd hvað þú hefur greitt mikið í kostnað/þóknanir á þessu tímabili?

Ég fór inn á vef Allianz (réttara sagt Allianz Lebensversicherung AG) og gluggaði í skilmála fyrir viðbótalífeyri upp á 40 blaðsíður (VID-2025-íslenskir) og ég er ekki viss um að margir einstaklingar hafi þekkingu eða getu til að skilja þessa skilmála að fullu. Ef rétt er að 25,8% fari í kostnað fyrstu 5 árin og síðan 5,3% eftir það þá er það frekar blóðugt.


Ég lét AI yfirfara þessi yfirlit og það virðist sem að allar greiðslur hafi bæst við höfuðstólinn, ég er búinn að borga um 41þ. evrur m.v. gengið eins og þaðhefur þróast undanfarin 22 ár.

Ef ég dey þá verða dánarbæturnar 41þ. evrur, ef ég rifti samning þá fæ ég 38þ. evrur.

En ef ég klára samninginn fæ ég tryggða lágmarksávöxtun upp á 2,75% sem stefnir í að vera meira 3,5%.

Henni virðist ekki bætt við uppsagnarvirðið...

Re: Viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Sun 12. Okt 2025 12:00
af rapport
fhrafnsson skrifaði:
depill skrifaði:
rapport skrifaði:https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/10/11/erlendir_adilar_taki_storan_hluta_i_kostnad/

Þrátt fyrir að fólk borgi "gjald" þá er það að fá ríkistryggða ávöxtun og ábyrgð á höfuðstól síns lífeyrissparnaðar.

Íslenskir sjóðir geta farið á hausinn og fólk fær ekkert til baka og "það er bara þannig"...


Eigum við ekki að slaka á því að opna þráð, sem er 6 ára gamall, vitna í grein Ég er næstum því að biting the bullet, hvað meinarðu ríkistryggða ávöxtun ? ( ég á b.t.w hjá Allianz, þannig ekki á móti ). Allianz er með lífeyrissjóðsleiðir sem tryggja á mótin neikvæðri ávöxtun ( yfirleitt með aðeins lægri ávöxtun ), enn ég veit ekki til þess að það sé neitt ríkistryggt.


Hvað er samt að því að endurvekja gamla þræði um málefni sem taka mörg ár eða áratugi að raungerast? Mér finnst þetta bara flott og athyglisvert að frétta hvernig hefur gengið hjá þeim sem hafa farið þýsku leiðina í 5+ ár, því það er eitthvað sem ég myndi aldrei sjálfur velja að gera.


Ég valdi að fara í Allianz eftir Kaupþing VISTA skandalinn þar sem fyrstu mánuðir af greiðslum fólks átti að fara bónusa og kostnað...

https://www.neytendastofa.is/library/Fi ... 2010-4.pdf

Af hverju var Hrafnista byggð sem dvalarheimili fyrir aldraða?

Jú því lífeyrissjóður sjómanna fór á hausinn...

https://www.althingi.is/altext/123/03/r10211426.sgml

Saga íslenskra lífeyrissjóða er klikk, þeir hafa ígegnum tíðina farið á hausinn, skert greiðslur og réttindi síns fólks.

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Mán 13. Okt 2025 08:28
af Kalashnikov
https://aurbjorg.is/lifeyrismal/sereign ... true%7D%5D

Hér sérðu 10 ára raunávöxtun, það er staðreynd að kostnaðurinn er hærri hjá erlendu sjóðunum og ávöxtun hefur verið verri. En þeir eru í mjög öruggri fjárfestingu, en það bitnar auðvitað á ávöxtun. Birta var búin að afskrifa stærstan hluta af Play fjárfestingunni þegar þessar ávöxtunartölur eru birtar, taktu eftir því að þeir eru samt með betri sjóðunum þarna.

Þú ert að taka mikla gjaldeyrisáhættu með því að spara í evrum, getur verið heppinn að kaupa "ódýrar" evrur yfir starfsferilinn og verða svo heppinn aftur að krónan sé óvenju veik þegar þú kemst á aldur til að taka út sparnaðinn en þú veist því miður ekkert hvernig það þróast.

En ég veit að þeir sem hafa vantrú á íslensku spillingunni, bönkum og lífeyrissjóðum eru aldrei að fara að sjá hina hliðina, en ég perósnulega fjárfesti í erlendum gjaldmiðlum á mínum forsendum en er með séreignina í íslenskum sjóð. En mig langar að benda á að íslensku sjóðirnir bjóða flestir upp á mis mikla áhættu og þar getur þú fengið hærri ávöxtun en erlendu sjóðirnir eru með en ert samt ekki að taka mikla áhættu.