Síða 1 af 1

viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 12:26
af tanketom
Sælir vaktarar

Nú er èg að skoða þessi mál varðandi viðbótarlífeyrissparnað og kanski seint en frekar seint en aldrei og það er hægt að stofna viðbótarlífeyrissparnað hjá lífeyrissjóðunum og bönkum. Nú spyr ég hvert er best að fara og afhverju?

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 12:53
af Dr3dinn
Skiptir engu, borgaðu allt inn á lánið.

Annars áður en það vera gert, var mælt með frjálsa í mikla áhættu og svo þegar nær dregur ellilaunum að fara í bankanna (safe - bankareikning - lítinn sem engin áhætta)

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 13:50
af tonycool9
Mér finnst persónulega þægilegast að vera með þetta bara í bankanum mínum,þá gleymi ég þessu ekki.

á sirka 10 ára tímabili er ég búinn að vera með þetta á 4-5 stöðum og það var ekki fyrr en núna fyrir mánuði síðan að ég lét bankann minn taka þetta allt á einn stað,mun þægilegra imo

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 16:05
af vatr9
Sammála með að borga inn á fasteignalán ef þau eru fyrir hendi.
Þá er bara auðveldast að hafa viðbótina hjá viðskiptabanka sínum.
Læt sjálfur taka 4% af launum og fæ 2% frá vinnuveitanda.

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 16:46
af worghal
smá hijack
nú var mér sagt að ég gæti tengt viðbótarlífeyrissparnaðinn við húsnæðislánið mitt og þá fer það sjálfkrafa að borga af því.
hvernig er það gert?

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 16:54
af pattzi
Ég er með hjá Bayern en skilst að það se bannað að stofna nyja viðskiptavini þar
en þá er allianz skást af þessu
myndi ekki treysta neinu íslensku bara sukk i gangi þar
enda passa ég mig að eiga enga peninga nema í N26 eða litlum sparisjóð sem ég fæ launin í

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 17:02
af joker
worghal skrifaði:smá hijack
nú var mér sagt að ég gæti tengt viðbótarlífeyrissparnaðinn við húsnæðislánið mitt og þá fer það sjálfkrafa að borga af því.
hvernig er það gert?

https://leidbeiningar.rsk.is/frodi/?cat ... =10587&k=2

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 19:34
af GullMoli
worghal skrifaði:smá hijack
nú var mér sagt að ég gæti tengt viðbótarlífeyrissparnaðinn við húsnæðislánið mitt og þá fer það sjálfkrafa að borga af því.
hvernig er það gert?


Getur látið mánaðarlegu greiðsluna renna inn á höfuðstól lánsins já, að hámarki 500þús á ári (per einstakling ef þið eruð tvö, samtals milljón), sé þetta fyrsta eign. Þetta kemur ekki í stað mánaðarlegrar afborgunar á láninu.

Svo gildir þetta í 10 ár frá þeim tíma sem þú velur. Hinsvegar geturðu valið tímasetningu aftur í tíma.

Segjum að þú veljir janúar 2019, þá er tekin sú summa sem þú safnaðir í séreignasparnaðinn frá janúar 2019 til dagsins í dag og lagt inná þig (sem þú getur svo lagt sjálfur inná lánið, eða nýtt í annað). Mánaðarlegu greiðslurnar sem koma svo í kjölfarið fara beint inná höfuðstólinn sjálfkrafa, þessi eina staðgreiðsla er einhverra hluta vegna lögð beint inná bankareikning. Hinsvegar byrjar þetta 10 ára tímabil þá að telja frá janúar 2019.

Þessi möguleiki, að nýta séreignasparnaðinn svona, var framlengdur í sumar. Hann átti að hætta í júlí minnir mig. Býst ekki við öðru en að þetta verði framlengt aftur.

EDIT: Það er ansi mikið að gera hjá skattinum núna, tekur nokkra mánuði að fá þetta í gegn.
EDIT2: Að mínu mati er ein besta fjárfesting sem þú gerir, að greiða inná höfuðstólinn, svo ég mæli hiklaust með því að allir nýti sér þetta. Þetta eru 4 + 2% SKATTFRJÁLST af launum. Einnig er vinnuveitanda heimilt að greiða meira en þessi 2% sé áhugi á því (upp að einhverju hámarki). Svo það er sterkur leikur að óska frekar eftir hærri prósentu þar í stað venjulegrar launahækkunar, þar sem þetta nýtist skattfrjálst í lánið.

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 19:58
af Tiger
Þarf ekki að vera fyrsta einn til að láta þetta fara uppí húsnæðislán, ég er að gera þetta með eign #2.

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Þri 03. Sep 2019 22:23
af worghal
GullMoli skrifaði:
worghal skrifaði:smá hijack
nú var mér sagt að ég gæti tengt viðbótarlífeyrissparnaðinn við húsnæðislánið mitt og þá fer það sjálfkrafa að borga af því.
hvernig er það gert?


Getur látið mánaðarlegu greiðsluna renna inn á höfuðstól lánsins já, að hámarki 500þús á ári (per einstakling ef þið eruð tvö, samtals milljón), sé þetta fyrsta eign. Þetta kemur ekki í stað mánaðarlegrar afborgunar á láninu.

Svo gildir þetta í 10 ár frá þeim tíma sem þú velur. Hinsvegar geturðu valið tímasetningu aftur í tíma.

Segjum að þú veljir janúar 2019, þá er tekin sú summa sem þú safnaðir í séreignasparnaðinn frá janúar 2019 til dagsins í dag og lagt inná þig (sem þú getur svo lagt sjálfur inná lánið, eða nýtt í annað). Mánaðarlegu greiðslurnar sem koma svo í kjölfarið fara beint inná höfuðstólinn sjálfkrafa, þessi eina staðgreiðsla er einhverra hluta vegna lögð beint inná bankareikning. Hinsvegar byrjar þetta 10 ára tímabil þá að telja frá janúar 2019.

Þessi möguleiki, að nýta séreignasparnaðinn svona, var framlengdur í sumar. Hann átti að hætta í júlí minnir mig. Býst ekki við öðru en að þetta verði framlengt aftur.

EDIT: Það er ansi mikið að gera hjá skattinum núna, tekur nokkra mánuði að fá þetta í gegn.
EDIT2: Að mínu mati er ein besta fjárfesting sem þú gerir, að greiða inná höfuðstólinn, svo ég mæli hiklaust með því að allir nýti sér þetta. Þetta eru 4 + 2% SKATTFRJÁLST af launum. Einnig er vinnuveitanda heimilt að greiða meira en þessi 2% sé áhugi á því (upp að einhverju hámarki). Svo það er sterkur leikur að óska frekar eftir hærri prósentu þar í stað venjulegrar launahækkunar, þar sem þetta nýtist skattfrjálst í lánið.

þetta hljómar fullkomlega.
þetta er mín fyrsta eign og ég og konan erum þegar búin að borga 600k aukalega ofan á annað lánið í ár (viðbótar lán) og væri fínt að fá viðbótarlífeyrissparnaðinn ofan á það líka eða aðal lánið.

edit: var aðeins að skoða á leidretting.is og þar get ég valið lánið sem það greiðist á. Ef ég vel viðbótar lánið mitt, sem er ekki rosalega stórt, og greiði líka inn á það sjálfur með því sem ég safna, get ég þá skipt yfir í stærra aðal lánið þegar viðbótar lánið er uppgreitt?

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Mið 04. Sep 2019 09:22
af russi
worghal skrifaði:
edit: var aðeins að skoða á leidretting.is og þar get ég valið lánið sem það greiðist á. Ef ég vel viðbótar lánið mitt, sem er ekki rosalega stórt, og greiði líka inn á það sjálfur með því sem ég safna, get ég þá skipt yfir í stærra aðal lánið þegar viðbótar lánið er uppgreitt?


Þegar lán A klárast þá þarf að sækja um að þetta fari á lán B, var það í mínu tilfelli allavega fyrir nokkrum árum síðan, við kláruðum viðbótarlánið með þessari aðferð á umþað bil ári

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Mið 04. Sep 2019 09:40
af worghal
russi skrifaði:
worghal skrifaði:
edit: var aðeins að skoða á leidretting.is og þar get ég valið lánið sem það greiðist á. Ef ég vel viðbótar lánið mitt, sem er ekki rosalega stórt, og greiði líka inn á það sjálfur með því sem ég safna, get ég þá skipt yfir í stærra aðal lánið þegar viðbótar lánið er uppgreitt?


Þegar lán A klárast þá þarf að sækja um að þetta fari á lán B, var það í mínu tilfelli allavega fyrir nokkrum árum síðan, við kláruðum viðbótarlánið með þessari aðferð á umþað bil ári

ok, þetta er eru frábærar fréttir, takk fyrir :D

Re: viðbótarlífeyrissparnaður

Sent: Mið 04. Sep 2019 10:14
af SolidFeather
Bara fyi, það er líka hægt að sækja um "Fyrsta íbúð" á http://www.skattur.is, það úrræði gildir í 10 ár eins og er.