Pöntunar Kerfi

Allt utan efnis

Höfundur
GummiLeifs
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Mán 05. Sep 2016 01:56
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pöntunar Kerfi

Pósturaf GummiLeifs » Lau 31. Ágú 2019 13:37

Góðan Dag,
Ég er að sjá um búð sem er birgir fyrir aðrar búðir og koma allar pantanir frá öðrum búðum í gegnum email sem getur verið mjög ruglingslegt og getur maður oft gleymt hvað hefur verið afgreitt og hvað hefur ekki verið afgreitt, ég ætlaði að athuga hvort einhver hér hefur hugmynd um hvað væri hægt að nota eða gera til þess að einfalda svona pantanir svosem vefsíðu eða eitthvað forrit, fyrirfram þakkir

(Vonandi má þetta vera hérna)


Ryzen 7 5800X | NVIDIA RTX 3070 FE | ASUS ROG STRIX B550-I | 32GB 3600MHz Patriot Viper Steel | Silicon Power 1Tb M.2 | NZXT H1 V2

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3100
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 525
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Pöntunar Kerfi

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 31. Ágú 2019 14:14

Held það skipti máli í þínu samhengi hvort það eru margir sem koma að afgreiðslu þessara beiðna í gegnum þennan tölvupóst.
En hérna eru nokkrar hugmyndir.

1) Nota "Label" til að merkja tölvupósta t.d "í Vinnslu" - "Nafn á starfsmanni sem er með beiðni" og búa til möppur sem meika sense þegar búið er að afgreiða mál.

2) Nota einfalt beiðnakerfi og tengja netfang við kerfið og mál stofnast sjálfkrafa þegar póstur er sendur á netfang. Þá þarf að loka málum og skrifa úrlausn við hvert mál og þess háttar (Hef prófað Freshdesk og það virkar ágætlega og er ekkert of dýrt og það er GDPR compliant skv vefsíðunni þeirra).

En það fer líka eftir því hvernig ferlar og regluverk eru í fyrirtækinu hvað meikar sense að gera.


Just do IT
  √

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pöntunar Kerfi

Pósturaf Viktor » Lau 31. Ágú 2019 18:42

Hvað eru margir að vinna við að afgreiða?

Einfaldast er að búa bara til möppu í tölvupóstinum sem heitir "Afgreitt" og færa þangað þegar pöntun er afgreidd.

Held það sé bara auka flækjustig að fara í eitthvað "kerfi" nema að það séu tugir manns og nokkrar "deildir" að vinna í hlutunum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


brynjarbergs
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
Reputation: 54
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Pöntunar Kerfi

Pósturaf brynjarbergs » Sun 01. Sep 2019 09:34

Clean inbox er án vafa sú besta aðferðarfræði sem ég hef tileinkað mér í vinnu.
Svo bara "afgreitt", "í vinnslu" og "bakfært/hætt við" subfolders.




Höfundur
GummiLeifs
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Mán 05. Sep 2016 01:56
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Pöntunar Kerfi

Pósturaf GummiLeifs » Sun 01. Sep 2019 14:35

Já þetta kerfi myndi virka en það er bara eitt fyrirtæki sem á það til að bæta alltaf í pantanir sínar í reply við emaili og ein pötnun fór í gegn þess vegna verður þetta allt svo ruglingslegt, en þetta er mögulega einfaldasta leiðin ef þetta fyrirtæki fer að senda hverja pöntun í stöku emaili

brynjarbergs skrifaði:Clean inbox er án vafa sú besta aðferðarfræði sem ég hef tileinkað mér í vinnu.
Svo bara "afgreitt", "í vinnslu" og "bakfært/hætt við" subfolders.


Ryzen 7 5800X | NVIDIA RTX 3070 FE | ASUS ROG STRIX B550-I | 32GB 3600MHz Patriot Viper Steel | Silicon Power 1Tb M.2 | NZXT H1 V2