Google Earth í Chrome, WebGL 2.0

Allt utan efnis

Höfundur
mikkimás
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Google Earth í Chrome, WebGL 2.0

Pósturaf mikkimás » Lau 24. Ágú 2019 17:21

Sælir.

Í tölvu hjá vandamanni er Radeon Vega 8 GPU, DirectX11.

Google Earth í Chrome virkar ekki, fæ bara upphafsskjámyndina sem neitar að hlaðast (Loading in progress. 0 of skrilljón tonnum af steinum, o.s.frv.).

Ég prófaði Google Earth (so-called) Pro, sem kom með meldingu í sambandi við OpenGL eða WebGL, sem sagði mér að vandamálið tengdist skjákortinu.

Ég gúgglaði smá, kveikti á Hardware Acceleration í Chrome, og fiktaði eitthvað í chrome://flags til að virkja WebGL, hvað svo sem það er.

En m.v. gúgglið, þá þarf þetta WebGL 2.0 að vera virkt, sem er bara ekki valkostur í chrome://gpu.

Núna virkar Google Earth (svokallaða) Pro, en 3d View er alls ekki jafn gott og í Chrome, og ég veit ekki hvort það geti orðið betra.

Einhverjar hugmyndir hvernig ég get fengið Earth í Chrome til að virka?