Steam launcher fyrir Windows 10 leiki

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Steam launcher fyrir Windows 10 leiki

Pósturaf Hannesinn » Mið 10. Júl 2019 16:40

Í kjölfarið á XBox Game Pass þræðinum í seinasta mánuði, þá eru eflaust einhverjum hérna sem langar til þess að bæta launcher á leikina úr Windows store/Xbox game pass inn í Steam, Launchbox eða einhvern annan launcher. Það er leiðindarmál að búa til þessa shortcutta, en ég er búinn með einhvern slatta af þeim og er með þá hérna tilbúna.

ATH!
Disclaimer. Eigin ábyrgð blabla.
Til að búa til launcher, þarf að fara inn í WindowsApps möppuna á tölvunni þinni (C:\Program Files\WindowsApps, rót:\WindowsApps á öðrum drifum). Þessi mappa er default læst og falin öllum og því þarf að gefa sjálfum sér réttindi til að geta lesið hana. Ég ætla ekki að kenna það hér en ef þú veifar allri ábyrgð, þá er auðvelt að gúggla upplýsingar um þetta. Sjálfur setti ég owners yfir á Administrators grúppuna.
Næst þarf að finna leikinn. Möppunöfnin eru oft úti á túni en oftast nægir að nota leitina og finna eitthvað orð úr titlinum, eins og Crackdown, og þá finnurðu oftast skrá sem þú getur notað til að finna möppuna. Því næst þarf að afrita möppunafnið og bæta við Application ID, sem er í skránni AppxManifest.xml inni í möppunni fyrir viðkomandi leik.

Hérna er dæmi:
Netflix appið, sem væntanlega flestir eru með er staðsett á c:\Program Files\WindowsApps og heitir í dag 4DF9E0F8.Netflix_6.93.478.0_x64__mcm4njqhnhss8. Inni í þeirri möppu er skrá sem heitir AppxManifest.xml, opnar þá skrá með notepad eða öðrum text editor, leitar að "Application Id" og finnur þar línu sem er á þessa leið: <Application Id="Netflix.App" StartPage="obj\default.html">

Úr þessum upplýsingum tekurðu möppunafnið, "4DF9E0F8.Netflix_6.93.478.0_x64__mcm4njqhnhss8" og AppID'ið "Netflix.App".

Fyrst fjarlægirðu útgáfunúmerið úr möppunafninu ásamt lágstrikunum tveimur í kjölfarið sem ég feitletraði, og er í þessu tilfelli "6.93.478.0_x64__", og þá stendur eftir: "4DF9E0F8.Netflix_mcm4njqhnhss8"
Svo bætirðu bara Application Id'inu með upphrópun "!Netflix.App" aftan við, og þá ertu kominn með: "4DF9E0F8.Netflix_mcm4njqhnhss8!Netflix.App"

Syntax: shell:AppsFolder\AppName!Application Id

Með þessar upplýsingar er svo hægt að bæta þessu við hvað sem er. Fyrir Windows shortcut í desktop er til dæmis hægt að hægrismella á desktop - New -> Shortcut afrita inn í location: C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\4DF9E0F8.Netflix_mcm4njqhnhss8!Netflix.App, nefna shortcuttinn Netflix, et voila! Netflix shortcut.

Fyrir Steam shortcut virkar þetta svipað, ADD A GAME -> Add a Non-Steam Game og velja þar úr listanum bara einhverja .exe skrá. Ef þú ert með marga leiki á steam, getur verið betra að velja það efsta á listanum, svo það birtist efst eða oftarlega í Game library.
Hægrismella á nýja shortcuttinn -> Properties

Velja efst Title name sem birtist í listanum
Target: "C:\Windows\explorer.exe"
Start in: "C:\Windows\"
Set launch options: shell:AppsFolder\AppName!Application Id

Og púff, kominn með Steam launcher. Svo er bara að sækja Steam grid 460x215 mynd fyrir Big picture mode fyrir þá sem vilja þetta flott í Big picture mode.

Endilega, ef einhverjir hafa þegar gert þetta með aðra leiki, og vilja spara þeim sem minna kunna sporin, póstið þessum upplýsingum hingað.

Framhald í næsta pósti.
Síðast breytt af Hannesinn á Fös 12. Júl 2019 11:42, breytt samtals 2 sinnum.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

Höfundur
Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Steam launcher fyrir Windows 10 leiki

Pósturaf Hannesinn » Mið 10. Júl 2019 16:40

Battle Chasers - Nightwar
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\NordicGames.621857F7DA852_46xc33nm0q0f8!App

Blazing Chrome
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\DotEmu.BlazingChrome_map6zyh9ym1xy!App

Crackdown 3 - Campaign
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Microsoft.48248D2C77101_8wekyb3d8bbwe!AppCrackdown3Campaign

Crackdown 3 - Wrecking Zone
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Microsoft.Crackdown3MODA_8wekyb3d8bbwe!AppCrackdown3WreckingZoneShipping

Forza Horizon 4
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Microsoft.SunriseBaseGame_8wekyb3d8bbwe!SunriseReleaseFinal

Gears of War
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Microsoft.DeltaPC_8wekyb3d8bbwe!App

Gears of War 4
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Microsoft.SpartaUWP_8wekyb3d8bbwe!GearGameShippingPublic

Guacamelee 2
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\DrinkboxStudios.Guacamelee2_n8jvyy2pw6mya!App

Hello Neighbor
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\tinyBuildGames.770145A14A21_3sz1pp2ynv2xe!AppHelloNeighbor

Marvel vs. Capcom - Infinite
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\F024294D.407397AB99398_8fty0by30jkny!AppMARVELVS.CAPCOMINFINITE

Metro Exodus
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\DeepSilver.ProjectWindfall_hmv7qcest37me!App

The Messenger
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\DevolverDigital.TheMessenger_6kzv4j18v0c96!App

Middle Earth - Shadow of War
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\WarnerBros.Interactive.WB-Kraken_ktmk1xygcecda!Kraken.D3D11.C

Minecraft
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Microsoft.MinecraftUWP_8wekyb3d8bbwe!App

My Time At Portia
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Team17DigitalLimited.MyTimeatPortiaWin10_j5x4vj4y67jhc!App

ReCore
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Microsoft.ReCore_8wekyb3d8bbwe!App

Rush - A DisneyPixar Adventure
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Microsoft.RushHD_8wekyb3d8bbwe!RushHD

Sea of Thieves
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Microsoft.SeaofThieves_8wekyb3d8bbwe!AthenaClientShipping

Shenmue 1-2
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\7904SEGAEuropeLtd.Shenmue-GamePass_zs7esxpzd8d5c!App

State of Decay 2
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Microsoft.Dayton_8wekyb3d8bbwe!AppStateofDecay2

Sunset Overdrive
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Microsoft.Sunflower_8wekyb3d8bbwe!App

Super Lucky's Tale
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\Microsoft.AcornUWP_8wekyb3d8bbwe!App

Vampyr
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\FocusHomeInteractiveSA.VAMPYR_4hny5m903y3g0!App

Void Bastards
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\HumbleBundle.VoidBastardsWindows10_q2mcdwmzx4qja!App

We Happy Few
C:\WINDOWS\explorer.exe shell:AppsFolder\CompulsionGamesInc.WeHappyFew_eae46zy90r9xg!AppWeHappyFew
Síðast breytt af Hannesinn á Fös 12. Júl 2019 13:23, breytt samtals 1 sinni.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

Höfundur
Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Steam launcher fyrir Windows 10 leiki

Pósturaf Hannesinn » Fös 12. Júl 2019 11:40

Hefði haldið að fleiri hefðu áhuga á þessu, en alltílæ... Bætti samt við Blazing Chrome, Metro Exodus, Shadow of War og einhverjum slatta í viðbót.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.