Síða 1 af 1

Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Sun 09. Jún 2019 18:10
af Krissi013
Þetta verður kannski smá wall of text en ætla að reyna að útskýra eins vel og ég get.
Ég keypti mér Iptv áskrift um daginn og ég nokkuð sáttur við þjónustuna (Dark media) ég nota firetv stick fyrir þetta og er með NOVA ljósleiðara heima.
Svo um daginn ætlaði ég að horfa á iptv í símanum mínum sem er hjá Vodafone (nota 3/4G)
Official appið var stanslaust að buffera og gagnahraðinn fór aldrei yfir 250kb/s. Ég skrifaði þetta bara á skíta app og fann annað sem var compatible með dark media.
Sama vandamál. Ég skildi ekkert í þessu og prófaði youtube og netflix og hraðinn rauk upp. Prófaði því næst að færa sim kortið í annan síma og sama vesenið með iptv streams en ekkert að netflix og youtube.
Ég prófaði einnig að setja símann minn upp sem WiFi Hotspot og nota bara fartölvu til að keyra kodi og horfa á dark media gegnum það en það var sama sagan. Ekkert nema buffer og hraðinn aldrei yppfyrir 250kb/s þegar reynt var að streama iptv.

Það var ekki fyrir en ég prófaði nova simkort hjá kærustunni, þá gekk allt upp. 1.25 mb/s og ekkert buffer að viti.

Þetta er náttúrulega algjört first World problem en hefur einhver reynslu á svipuðu?

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Sun 09. Jún 2019 19:29
af einarhr
Best væri bara að hætta hjá Vodafone og versla við eitthvað gáfurlegar batterí eins og td Hringdu, jafnvel Síman :)

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Sun 09. Jún 2019 21:33
af JollyCole
Þessi hraði er alls ekki nóg...
Bestu iptv þjónusturnar eru með yfir 20 mb/s tengingar.. Dark Media er þá bara með of lestaða netþjóna, allt of marga áskrifendur miðað við stærð tengingar.
Nova og Hringdu eru ekki að eiga við nethraðan í streymi. Það hefur orðið vart við það hjá Vodafone og Símanum.
Þú getur ekki miðað við Netflix eða Youtube. Fyrir það fyrsta þá eru Netflix með einkaleyfi á þjöppun á merki og geta komið út í 4k efni sem er vel þjappað hjá þeim og bufferar alls ekki. Það er vegna þess að Netflix appið er sérhannað fyrir þetta. Youtube er með gríðarlega marga tengipunkta fyrir sama efnið og þú hleður þér í hag í þegar þú ert að horfa á Youtube.. þ.e. þú tekur hraðar niður efni en þú spilar og það kemur í veg fyrir buffering.
IPTV er vanalega með rauntíma streymi þannig að þú tekur ekki niður mikið meira af kóða en þú horfir á í þá og þá stundina... mest í bestu öppunum uþb. 20 sek sem er ekki nóg ef þú ert með undir 20 mb/sek tengingu.
kveðja.....

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Sun 09. Jún 2019 22:14
af Krissi013
Held þú ert að misskilja mig. Það er ekkert mál að horfa á Dark media stream í fínum gæðum buffer free, NEMA þegar ég er að nota Vodafone simkort.

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Mán 10. Jún 2019 07:02
af Hizzman
JÁ er með svipað vandamál! Vodafone 3/4G inn á VPN sever í USA. Hraðinn er oftast vel undir 1 Mbit. Ef ég hoppa yfir á wifi (nova 4g hotspot td) er hraðinn oft 20 Mbit.

Það er eitthvað að hjá VODA

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Mán 10. Jún 2019 13:28
af Blues-
Já ... Oft heyrt um það og lengi grunað það af eigin reynslu.

Hér er eitt dæmi af mörgum á FB sem ég man eftir að hafa séð ...
https://m.facebook.com/story/graphql_pe ... QwNDM1Njky

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Þri 11. Jún 2019 21:58
af Blafjollin
[spam fjarlægt]

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Mið 12. Jún 2019 00:09
af Blues-
Davíð Kr. segir ...
Ég hef verið með IPTV iceland í langan tíma og hef prófað margt í þessu iptv bransa. Jú mikið rétt síðustu vikur hafa komið upp bilanir.
En allan þennan tíma sem ég hef verið þarna hef ég fengið toppþjónustu hjá Jón Geir hjá iptv. Get hiklaust mælt með þeim.

Ég er hjá símanum og var með ljósnet. En núna er komið ljósleiðari og gæðin er frábær.
Það virðist vera sem mismunadi gæði á neti eftir því hvaða aðilum menn eru hjá. t.d. sá sem býr við hliðina á mér er í viðskiptum við Vodafone og búinn að vera lengi með ljósleiðara og var með sama pakka og ég.
Hann lendir í veseni með hökt og fl á meðan ég sem er 20 metra frá honum er að horfa í toppgæðum.

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Mið 12. Jún 2019 00:48
af einarhr
Er búin að vera með iptv.show í 6 mánuði án vandræða, er hjá símanum með bæði GSM og Internet, virkar líka fínt á 4g hjá Nova í sumarbústað

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Mið 12. Jún 2019 05:44
af mort
Við þrottlum ekkert - hyglum ekki okkar efni - virðum net neutrality.

Ég er 99% viss að ástæða fyrir mun á milli okkar og t.d. Símans sé mun lengra frá okkur og nær þjónustunni, fer mikið eftir því hvernig þessum umferð kemur til okkar. Ég hef skoðað svona case þar, og þar var munaði því að við vorum að fá umferðina í gegnum Amsterdam samtengipunkt (AMS-IX), en t.d. Síminn fékk þetta í gegnum "transit" hjá sér. Viðkomandi IPTV veita var greinilega með mjög lestaðar tengingar til AMS-IX en þetta slapp yfir til Íslands í gegnum transit, þá væntanlega á lítið lestaðri tengingu. Við vorum í raun betur tengdir þeim - en vorum þar sem allt bulkið af umferðinni var að flæða, enda borga þeir ekki fyrir rate á móti AMS-IX.

Þetta er bara internetið, töluverð "heppni" involved hvernig samtengingar ISP'ans hitta á, stundum er hægt að gera eitthvað - en þá vantar mig frekari upplýsingar - helst IP source á streyminu.

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Mið 12. Jún 2019 06:50
af Hizzman
mort skrifaði:Við þrottlum ekkert - hyglum ekki okkar efni - virðum net neutrality.

Ég er 99% viss að ástæða fyrir mun á milli okkar og t.d. Símans sé mun lengra frá okkur og nær þjónustunni, fer mikið eftir því hvernig þessum umferð kemur til okkar. Ég hef skoðað svona case þar, og þar var munaði því að við vorum að fá umferðina í gegnum Amsterdam samtengipunkt (AMS-IX), en t.d. Síminn fékk þetta í gegnum "transit" hjá sér. Viðkomandi IPTV veita var greinilega með mjög lestaðar tengingar til AMS-IX en þetta slapp yfir til Íslands í gegnum transit, þá væntanlega á lítið lestaðri tengingu. Við vorum í raun betur tengdir þeim - en vorum þar sem allt bulkið af umferðinni var að flæða, enda borga þeir ekki fyrir rate á móti AMS-IX.

Þetta er bara internetið, töluverð "heppni" involved hvernig samtengingar ISP'ans hitta á, stundum er hægt að gera eitthvað - en þá vantar mig frekari upplýsingar - helst IP source á streyminu.


Af hverju er ég með ónýtan hraða af 3/4G vodafone inn á vpn server í USA? Nord vpn, hraðinn er oft bara 0.2M stundum 0.02.

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Mið 12. Jún 2019 10:37
af mort
Hizzman skrifaði:Af hverju er ég með ónýtan hraða af 3/4G vodafone inn á vpn server í USA? Nord vpn, hraðinn er oft bara 0.2M stundum 0.02.


í þessum VPN client, getur þú stillt MTU/MSS einhverstaðar ?

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Mið 12. Jún 2019 18:49
af Hizzman
mort skrifaði:
Hizzman skrifaði:Af hverju er ég með ónýtan hraða af 3/4G vodafone inn á vpn server í USA? Nord vpn, hraðinn er oft bara 0.2M stundum 0.02.


í þessum VPN client, getur þú stillt MTU/MSS einhverstaðar ?


Nei, sé enga slíka stillingu. Er að nota ipad mini 2, með Voda simkorti og app frá nordvpn.

Geri speedtest.net núna með vpn inn á USA server:

LTE(wifi off) 0.12 Mbps down/1.68 Mbps up.

Wifi on (ljósleiðari) 50.6/38.9

LTE (ekki vpn) 28.5/2.39

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Mið 12. Jún 2019 19:42
af mort
Þetta er allavega í skoðun, er að reyna að endurskapa þetta vandamál - læt þig vita.

Re: Einhver heyrt um Vodafone Throttle á Iptv?

Sent: Fim 13. Jún 2019 13:24
af Hizzman
mort skrifaði:Þetta er allavega í skoðun, er að reyna að endurskapa þetta vandamál - læt þig vita.



takk!

(búinn að hringja nokkrum sinnum útaf þessu)