Nettengd öryggiskerfi fyrir sumarbústað

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Nettengd öryggiskerfi fyrir sumarbústað

Pósturaf hagur » Mán 03. Jún 2019 16:41

Hvað er málið í dag ef maður vill setja upp öryggiskerfi í sumarbústað? Þá á ég ekki við kerfi t.d frá ÖM eða Securitas, heldur bara kerfi með nettengingu og appi til að fá tilkynningar ef eitthvað er í gangi og til að geta "kíkt" inn í húsið til að sjá hvort allt sé í lagi.

Einingar sem ég hefi í huga:

- Hreyfiskynjarar
- Hurða/gluggaskynjarar
- Reykskynjarar
- Myndavélar
- Sírena
- Eitthvað fleira?

Ég geri mér grein fyrir því að það væri hægt að henda svona kerfi upp t.d með Smartthings, en ég er að leita að meira idiot proof og out-of-the-box lausn, helst.




wait
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 03. Jún 2019 16:39
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Nettengd öryggiskerfi fyrir sumarbústað

Pósturaf wait » Mán 03. Jún 2019 16:59

Var að nýskrá mig til að spyrja nákvæmlega sömu spurningu :catgotmyballs Langar til að hætta með Securitas en nenni ekki neinu veseni.

Það sem ég er búinn að skoða er eftirfarandi:

Wattle - Fæst í Elko. Er með SIM varaleið. Finnst það möst, sé fyrir mér að ef það kviknar í þá er rafmagn og net fljót að detta út, hugsanlega áður en reykskynjarar fara í gang. Er frekar dýrt 100 þús start pakkinn í Elko) og svo þegar maður rýnir í skilmálana þá er maður að borga 10$ á mánuði fyrir SIM varaleiðina. https://elko.is/wasecuritkit-wattle-oryggiskerfi.

S6Evo - Fæst í húsasmiðjunni, er líka með SIM varaleið, virðist vera meira öryggiskerfi en endilega Smart Home kerfi, átta mig ekki á því hvað er hægt að tengja við hubbinn. Er ódýrara en Wattle og engin áskriftargjöld. https://www.husa.is/thjonusta/um-vorur/%C3%B6ryggiskerfi-fyrir-heimilid-og-sumarhusid

Ef einhver hefur reynslu af þessu eða einhverjum öðrum kerfum þá væri gaman að heyra það.




Skari
spjallið.is
Póstar: 481
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Nettengd öryggiskerfi fyrir sumarbústað

Pósturaf Skari » Mán 03. Jún 2019 18:56

Vinn hjá Nortek og veit að við erum tiltörulega nýbyrjuð að selja svona 'snjallkerfi' frá Ajax ( https://ajax.systems/ ).

Hef ekki prófað þetta sjálfur svo er ekki alveg með allt á hreinu en first impression eru víst góð þótt það vanti meiri reynslu á þetta.. td hvort batteríendingin sé eins góð og framleiðandinn segir að sé, hvernig útisírenan/úti hreyfiskynjarinn höndli betur þetta klassíska íslenska veður og fl.

Þetta á að vera einfalt í uppsetningu og allt gert í appinu.


2 týpur af hub, annars vegar sem þarf ethernet og hinn sem er aðeins öflugari og getur tengst með wifi, hub-inn er með innbyggða rafhlöðu og hægt að setja auka sim kort í (td hægt að byðja um auka sim kort á númeri sem þú átt sem virkar bara á 3g/4g þannig að það er enginn auka kostnaður eða fastur kostnaður), með því er hægt að láta þig vita ef það verður rafmangslaust.

2 týpur af reykskynjara, annarsvegar reyk/hita og reyk/hita/co2, virka sem stakir reykskynjarar án hub-sins en svo með hub-num þá á að vera hægt að stilla að ef 1 fer í gang að þá fari allir í gang.

Eru með helstu einingarnar, vatnsnema, hurðaskynjara/gluggaskynjara, hreyfiskynjara og fl.

Ókostir sem ég hef heyrt

Lyklaborðið er með einhverju glans áferð svo það verður fljótt kámugt. (líka hægt að nota fjarstýringu eða símann bara)
Innisirenan er lágvær (er gefin upp 81dB-105dB minnir mig, en væri t.d. að setja fleiri af þeim þá, eru litlar og nettar eða bara láta útisírenuna duga)
Extenderinn fyrir þetta á ekki að koma fyrr en í lok árs.
Eins og er þá er bara hægt að tengja hikvision/safire myndavélar við þetta
Ekki komnar neinar reglur eins og í smartthings enn, t.d. að þótt það er hitanemi í hverjum skynjara þá geturðu ekki búið til reglu
sem segir að ef hitinn fer niður fyrir 10°C þá sendir hann þér tilkynningu, held samt að þeir séu að vinna í því.

Getur kíkt svo bara á síðuna hjá þeim, eru með fleiri einingar líka en er að fá mér svona kerfi sjálfur eftir nokkrar vikur svo ég mun geta sagt eitthvað meira um þetta þá.

En eins og ég segi, bara búin að hafa þetta í nokkra mánuði og get ekki mælt með neinu nema hafa prófað þetta sjálfur en þetta er amk valmöguleiki og getur heyrt í mér ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir, kem því þá áleiðis á réttan stað


// Update:

Fór með ranga hluti hérna, átt að geta tengt hvaða IP myndavél sem er við þetta með RTSP
Síðast breytt af Skari á Þri 04. Jún 2019 20:13, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Nettengd öryggiskerfi fyrir sumarbústað

Pósturaf Hargo » Mán 03. Jún 2019 19:42

Fæ að fylgjast með þessum þræði. Er í sömu pælingum nema bara fyrir húsið mitt.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Nettengd öryggiskerfi fyrir sumarbústað

Pósturaf Hargo » Mán 03. Jún 2019 19:56

wait skrifaði:Var að nýskrá mig til að spyrja nákvæmlega sömu spurningu :catgotmyballs Langar til að hætta með Securitas en nenni ekki neinu veseni.

Það sem ég er búinn að skoða er eftirfarandi:

Wattle - Fæst í Elko. Er með SIM varaleið. Finnst það möst, sé fyrir mér að ef það kviknar í þá er rafmagn og net fljót að detta út, hugsanlega áður en reykskynjarar fara í gang. Er frekar dýrt 100 þús start pakkinn í Elko) og svo þegar maður rýnir í skilmálana þá er maður að borga 10$ á mánuði fyrir SIM varaleiðina. https://elko.is/wasecuritkit-wattle-oryggiskerfi.

S6Evo - Fæst í húsasmiðjunni, er líka með SIM varaleið, virðist vera meira öryggiskerfi en endilega Smart Home kerfi, átta mig ekki á því hvað er hægt að tengja við hubbinn. Er ódýrara en Wattle og engin áskriftargjöld. https://www.husa.is/thjonusta/um-vorur/%C3%B6ryggiskerfi-fyrir-heimilid-og-sumarhusid

Ef einhver hefur reynslu af þessu eða einhverjum öðrum kerfum þá væri gaman að heyra það.


Verðið á þessu kerfi í Húsasmiðjunni er ansi gott. Væri einmitt fróðlegt að fræðast meira um það. Einnig spurning með myndavélarnar, hvort þetta sé bara live stream eða hvort þetta geymi einhverjar upptökur aftur í tímann.



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nettengd öryggiskerfi fyrir sumarbústað

Pósturaf hagur » Þri 04. Jún 2019 08:42

Takk fyrir þessar uppástungur, er að skoða þetta :)




wait
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 03. Jún 2019 16:39
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Nettengd öryggiskerfi fyrir sumarbústað

Pósturaf wait » Þri 04. Jún 2019 09:41

Skari skrifaði:Vinn hjá Nortek og veit að við erum tiltörulega nýbyrjuð að selja svona 'snjallkerfi' frá Ajax ( https://ajax.systems/ ).

Hef ekki prófað þetta sjálfur svo er ekki alveg með allt á hreinu en first impression eru víst góð þótt það vanti meiri reynslu á þetta.. td hvort batteríendingin sé eins góð og framleiðandinn segir að sé, hvernig útisírenan/úti hreyfiskynjarinn höndli betur þetta klassíska íslenska veður og fl.

Þetta á að vera einfalt í uppsetningu og allt gert í appinu.


2 týpur af hub, annars vegar sem þarf ethernet og hinn sem er aðeins öflugari og getur tengst með wifi, hub-inn er með innbyggða rafhlöðu og hægt að setja auka sim kort í (td hægt að byðja um auka sim kort á númeri sem þú átt sem virkar bara á 3g/4g þannig að það er enginn auka kostnaður eða fastur kostnaður), með því er hægt að láta þig vita ef það verður rafmangslaust.

2 týpur af reykskynjara, annarsvegar reyk/hita og reyk/hita/co2, virka sem stakir reykskynjarar án hub-sins en svo með hub-num þá á að vera hægt að stilla að ef 1 fer í gang að þá fari allir í gang.

Eru með helstu einingarnar, vatnsnema, hurðaskynjara/gluggaskynjara, hreyfiskynjara og fl.

Ókostir sem ég hef heyrt

Lyklaborðið er með einhverju glans áferð svo það verður fljótt kámugt. (líka hægt að nota fjarstýringu eða símann bara)
Innisirenan er lágvær (er gefin upp 81dB-105dB minnir mig, en væri t.d. að setja fleiri af þeim þá, eru litlar og nettar eða bara láta útisírenuna duga)
Extenderinn fyrir þetta á ekki að koma fyrr en í lok árs.
Eins og er þá er bara hægt að tengja hikvision/safire myndavélar við þetta
Ekki komnar neinar reglur eins og í smartthings enn, t.d. að þótt það er hitanemi í hverjum skynjara þá geturðu ekki búið til reglu
sem segir að ef hitinn fer niður fyrir 10°C þá sendir hann þér tilkynningu, held samt að þeir séu að vinna í því.

Getur kíkt svo bara á síðuna hjá þeim, eru með fleiri einingar líka en er að fá mér svona kerfi sjálfur eftir nokkrar vikur svo ég mun geta sagt eitthvað meira um þetta þá.

En eins og ég segi, bara búin að hafa þetta í nokkra mánuði og get ekki mælt með neinu nema hafa prófað þetta sjálfur en þetta er amk valmöguleiki og getur heyrt í mér ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir, kem því þá áleiðis á réttan stað


Sæll Skari, ég finn ekkert um verðið á þessu á síðunni hjá Nortek, veistu hvað þetta kostar?




Skari
spjallið.is
Póstar: 481
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Nettengd öryggiskerfi fyrir sumarbústað

Pósturaf Skari » Þri 04. Jún 2019 20:10

wait skrifaði:
Skari skrifaði:........

Sæll Skari, ég finn ekkert um verðið á þessu á síðunni hjá Nortek, veistu hvað þetta kostar?


Það á greinilega þá bara eftir að uppfæra þetta en veit að eitthvað er hérna https://www.heimkaup.is/leita?q=ajax en samt ekki allar einingar sem eru í boði.

ath samt að í þessum starter pakka þá er þetta gen 1 af þessum hub, þarft þá ethernet í hann, ásamt því að sim backup er bara 2g og ekki eins öflugur og 'pro' útgáfan.. held að við séum að selja pro útgáfuna af hubnum á ca 50-55þús stakan.




Morphy
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Mán 11. Feb 2013 13:38
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Nettengd öryggiskerfi fyrir sumarbústað

Pósturaf Morphy » Lau 25. Júl 2020 19:26

Er að skoða þessi mál núna. Eru einhverjir komnir með reynslu af því sem var nefnt hér í þessum þræði eða prófað aðrar lausnir?



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nettengd öryggiskerfi fyrir sumarbústað

Pósturaf hagur » Lau 25. Júl 2020 19:38

Morphy skrifaði:Er að skoða þessi mál núna. Eru einhverjir komnir með reynslu af því sem var nefnt hér í þessum þræði eða prófað aðrar lausnir?


Við enduðum í Ajax kerfinu og mér skilst að þau séu ánægð með það. Þetta er semsagt bústaður tengdaforeldra minna.




slapi
Gúrú
Póstar: 552
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Nettengd öryggiskerfi fyrir sumarbústað

Pósturaf slapi » Lau 26. Des 2020 20:56

Ætla að endurvekja þennan þráð.

Ég er á sama stað. Vantar eitthvað idiotproof kerfi sem hægt er að tengja myndavélar við og jafnvel hægt að hafa 2-3 hús í sama appinu án þess að það verði of flókið.
Er einhver með myndavélar tengt við þetta ajax, það litla sem maður finnur er að myndavélunum sé streymt í skýjið frekar en vistað á staðnum?