AMD Ryzen 3000

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1096
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 33
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Tengdur

AMD Ryzen 3000

Pósturaf Fletch » Mán 27. Maí 2019 17:57

Jæja, hvernig lýst ykkur á Ryzen 3000 línuna sem var tilkynnt í nótt?

lookar mjög vel á mig, gott IPC improvements (15%), more cores(12c/24t), higher clocks, PCIe 4.0, fín verð og látt TDP

AMD Ryzen 3000 Series CPUs
CPU | Cores/Threads Base | Base/Boost | L2/L3 | TDP | Price
Ryzen 9 3950X | 16C/32T | 3.5/4.7 | 8 MB/64 MB | 105W | $749
Ryzen 9 3900X | 12C/24T | 3.8/4.6 | 6 MB/64 MB | 105W | $499
Ryzen 7 3800X | 8C/16T | 3.9/4.5 | 4 MB/32 MB | 105W | $399
Ryzen 7 3700X | 8C/16T | 3.6/4.4 | 4 MB/32 MB | 65W | $329
Ryzen 5 3600X | 6C/12T | 3.8/4.4 | 3 MB/32 MB | 95W | $249
Ryzen 5 3600 | 6C/12T | 3.6/4.2 | 3 MB/32 MB | 65W | $199

ekki ólíklegt þetta verði næsta upgrade, langt síðan maður hefur svona spenntur fyrir nýjum cpu's/móbós, Intel búið að vera stuck í minor upgrades árum saman


AMD Ryzen 3900x * Nvidia GTX 2080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB DDR4 Corsair Vengeance @3600MHz
Watercooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 34GK950F @144Hz (34" 21:9) * Windows 10 Ent x64


dragonis
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 386
Skráði sig: Mán 25. Maí 2009 15:46
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf dragonis » Mán 27. Maí 2019 20:46

Á eftir að skoða kynninguna, gaman að sjá AMD vera koma sterkir inn í slaginn aftur eftir langt og erfitt tímabil í gegnum tíðina, eiginlega ekkert spennandi búið koma út síðan FX-60 kom út á 939 socket. Er mjög ánægður með Ryzen búin að keyra á fyrstu kynslóðar örgjörva núna í meira en ár eftir meira og minna Intel brölt alla tíð.Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3135
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf mercury » Mán 27. Maí 2019 20:48

Er búinn að bíða spentur eftir þessu í nokkra mánuði og frestað uppfærslu vegna þess.
Var eins og flestir að vonast eftir hærra clock rate en IPC lofar góðu og auðvitað fjöldi kjarna.
Hlakka til að sjá alvöru benchmarks frá einkverjum hlutlausum.


i9 9900k - gb aorus Master - RTX 2080ti strix sli - 16gb ddr4 - Samsung 970 pro - full custom loop - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w-

Skjámynd

vesi
/dev/null
Póstar: 1392
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 107
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf vesi » Mán 27. Maí 2019 21:09

Linus er allavega spenntur


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Alfa
FanBoy
Póstar: 721
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 83
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf Alfa » Þri 28. Maí 2019 09:02

Það augljósa sem AMD þarf að bæta sig í er IPC, ef 15% er nærri lagi þá eru þeir með winner !


TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RM 750W MB : Gigabyte Z370 Gaming Ultra CPU : Intel i7 8700K + NZXT Kraken 52 H2O
Mem : 16GB 3200Mhz Corsair RGB GPU : MSI 2080 RTX Duke 8GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : Asus ROG Strix XG32V + BenQ GW2480 KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O

Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1376
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf kubbur » Þri 28. Maí 2019 09:39

unknown.png
unknown.png (193.59 KiB) Skoðað 1693 sinnum


Kubbur.Digital


Mossi__
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf Mossi__ » Þri 28. Maí 2019 10:00

Jæja strákar.

Ég veit að maður á ekkert að skoða klám í vinnunni, en goddamn.
AMD er að gera góóóóða hluti.

Verður gaman samt að sjá mótsvar Intel þegar það kemur.Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1735
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 73
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf Hnykill » Þri 28. Maí 2019 12:49

Er búinn að vera í Intel pakkanum síðustu ár uppá FPS leiki. hef ekki átt AMD í langan tíma. en ég verð að segja að þetta er farið að líta nokkuð vel út hjá þeim. leikir eru að nýta fleiri og fleiri kjarna, svo þetta rosalega cache memory sem fylgir þeim. gaman að sjá AMD koma svona sterka inn. ekki frá því að ég prófi AMD næst. er einmitt að setja saman nýja tölvu eins og er.. agaleg lægð sem þeir lentu í undanfarin ár. en ég er til í að leggja aðeins undir þá á þessa línu.

Ánægður með þá ! :happy


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z390 Gaming SLI - Intel i7 9700K, @ 5Ghz - Noctua NH-U14S 140mm - Palit RTX 2080 Super GRP 8GB - 32GB G.SKILL RIPJAWS V (2x16GB) 3600MHz - 1TB Samsung 970 PRO M.2 - Windows 10.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14257
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf GuðjónR » Þri 28. Maí 2019 14:53

Hraði er ekki allt, líka spurning um hitamyndun og stöðugleika.
Lookar vel en ég tæki 9900K allan daginn framyfir.Skjámynd

audiophile
Kerfisstjóri
Póstar: 1222
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 56
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf audiophile » Þri 28. Maí 2019 15:22

Ég er mjög spenntur að sjá þessa kynslóð AMD. Eina ástæðan fyrir því að ég hef ekki fengið mér AMD ennþá er slakari afköst í leikjum og vonandi er það á pari við Intel með þessari kynslóð.


Have spacesuit. Will travel.


Mossi__
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf Mossi__ » Þri 28. Maí 2019 15:24

Ég hef einmitt ekki spilað tölvuleik î fleiri ár en er í 3D grafíkinni.


Budget renderfarm hefur aldrei hljómað betur.Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1376
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf kubbur » Þri 28. Maí 2019 16:49

nákvæmlega það sem ég hugsaði

Mossi__ skrifaði:Ég hef einmitt ekki spilað tölvuleik î fleiri ár en er í 3D grafíkinni.


Budget renderfarm hefur aldrei hljómað betur.


Kubbur.Digital

Skjámynd

Dropi
Ofur-Nörd
Póstar: 277
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf Dropi » Þri 28. Maí 2019 18:00

GuðjónR skrifaði:Hraði er ekki allt, líka spurning um hitamyndun og stöðugleika.
Lookar vel en ég tæki 9900K allan daginn framyfir.


Ég er ekki svona íhaldssamur, minn 2600 hefur staðið sig hrikalega vel og ég skil ekki alveg hvað þú átt við varðandi stöðugleika.
Á keynote var talað um að þessir séu sambærilegir í hraða, mér finnst það hæpið að hitamyndun sé mikið hærri á 3800x.
i9 9900k TDP: 95 W / 16MB Cache / $499
R7 3800X TDP: 105 W / 32MB Cache / $399

Nema þú sért að tala um chipset hitamyndun, þar er ég sammála og er hálf fúll að sjá viftur á móðurborðum, ég sakna EKKI viftunnar á gamla 939 borðinu mínu.
Mynd


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Xeon E3 1270 v2 - 16GB DRR3@2000 - GB Z77X-UD3H - STRIX RX480 8GB OC

Skjámynd

Dropi
Ofur-Nörd
Póstar: 277
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf Dropi » Þri 28. Maí 2019 18:03

Var rétt í þessu að átta mig á því að það er jafn mikið L2 cache á Zen 2 og L3 cache á 2500k örgjörvanum sem ég hangi ennþá á í vinnuni. Sumar Zen 2 vinnutölvan sem ég hef hugsað um í hyllingum síðustu mánuði verður algjört tryllitæki!


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Xeon E3 1270 v2 - 16GB DRR3@2000 - GB Z77X-UD3H - STRIX RX480 8GB OC

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14257
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf GuðjónR » Þri 28. Maí 2019 20:28

Er ekki AMD vs Intel svipað og Skoda vs Volkswagen? Svipuð gæði og afköst en annað er ódýrara en hitt?
Ef WV og Skoda kostuðu nákvæmlega sama þá held ég að markaðurinn fyrir Skoda myndi hrynja fljótt, jafnvel þó gæðin séu "svipuð".
Ég kaupti Intel þar sem ég tel mig fá meiri gæði, en AMD er klárlega meira fyrir peninginn.Skjámynd

Höfundur
Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1096
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 33
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Tengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf Fletch » Þri 28. Maí 2019 20:32

Bara númer 1 að það sé einhver samkeppni, annars verður þetta eins og undanfarin ár, mjög lítil þróun hjá Intel, verðið verið að hækka smátt og smátt

Þó þú sért team blue all the way á að fagna samkeppni :8)


AMD Ryzen 3900x * Nvidia GTX 2080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB DDR4 Corsair Vengeance @3600MHz
Watercooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 34GK950F @144Hz (34" 21:9) * Windows 10 Ent x64

Skjámynd

Dropi
Ofur-Nörd
Póstar: 277
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf Dropi » Þri 28. Maí 2019 20:50

GuðjónR skrifaði:Er ekki AMD vs Intel svipað og Skoda vs Volkswagen? Svipuð gæði og afköst en annað er ódýrara en hitt?
Ef WV og Skoda kostuðu nákvæmlega sama þá held ég að markaðurinn fyrir Skoda myndi hrynja fljótt, jafnvel þó gæðin séu "svipuð".
Ég kaupti Intel þar sem ég tel mig fá meiri gæði, en AMD er klárlega meira fyrir peninginn.


https://en.wikipedia.org/wiki/Škoda_Auto
...After 1991 it was gradually privatized and in 2000 Škoda became a wholly owned subsidiary of the Volkswagen Group.[5]

Audi, Volkswagen og Skoda er sama tóbakkið.

AMD meira en bara ódýr alternative örgjörvi, Intel er ekki að gera góða hluti og að vera hliðhollur örgjörvaframleiðanda er ekki sterkur leikur. Ég hef heyrt þessi rök svo oft, en þau hafa ekki við neitt að styðja. Intel býður ekki uppá meiri gæði en AMD. Sjálfur var ég mjög ánægður með AMD Athlon 64 lengi en á árunum 2008-2017 keypti ég ekki einn einasta AMD örgjörva, þangað til Zen.

Það er ekkert special sauce í Intel örgjörvum, þeir eru bara með miklu fleiri verksmiðjur að framleiða örgjörva og binna þá í drasl til að gera special editions sem líta vel út á blaði en eru í raun ekki til í neinu magni (9900KS til dæmis). Ef þú framleiðir 10 milljón örgjörva og 0.001% af framleiðslunni er golden sample þá geturðu selt 10.000 örgjörva sem ná fáránlegum hæðum eins og 5GHz all-core 8c/16T, en það hefur ekkert með hönnunina að gera í raun, það tekur bara tíma að safna nógu mörgum örgjörvum sem ná þessum spekka til að gefa honum nýtt nafn. 8086k er sama sagan.

Það sem er svo fallegt með Zen2 er að sjá þessa chiplets, það jafnar út framleiðsluforskotið sem Intel hefur notið svo lengi með því að vera einfaldlega með miklu stærri framleiðslu.

AMD Bulldozer og excavator sökkuðu samt. :P


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Xeon E3 1270 v2 - 16GB DRR3@2000 - GB Z77X-UD3H - STRIX RX480 8GB OC


Sinnumtveir
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf Sinnumtveir » Þri 28. Maí 2019 23:00

Fletch skrifaði:Bara númer 1 að það sé einhver samkeppni, annars verður þetta eins og undanfarin ár, mjög lítil þróun hjá Intel, verðið verið að hækka smátt og smátt

Þó þú sért team blue all the way á að fagna samkeppni :8)


Alveg rétt og eina ástæðan fyrir því að hægt er að kaupa miklu betri CPU frá Intel upp á síðkastið er samkeppnin frá AMD. Þá komum við að ábyrgð kaupenda. Ætla menn virkilega að vera "team blue all the way" og vera þar með réttar og sléttar rjómasleikjur um stund eða þar til peningahaugur Intel og "dirty tricks" geta komið AMD aftur milli heims og helju eða ætla menn að leggja eitthvað í púkkið svo samkeppnin verði ekki drepin aftur á næstu misserum. Vonandi áttið þið ykkur á því að Intel er einhver svívirðilegasti samkeppnisþrjótur sem sést hefur í sögunni. Milljarðadollara sektir í öllum eða svo til öllum heimsálfum fyrir gróf samkeppnisbrot. Sektirnar náðu þó ekki til baka ávinningi Intel af þeim og bættu ekki skaða keppinautarsins heldur. Setjum þessa sögu endanlega í baksýnisspegilinn.
steini_magg
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 19:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf steini_magg » Mið 29. Maí 2019 16:57

Afsakið fáfræðina en hvað er svona mikill munur á Ryzen 2000 og Ryzen 3000? Þeir eru með jafn marga kjarna og er örlítið hraðari. Ég persónulega er meira spenntur fyrir X470 (veit að það er samt það sama þannilega). Wi-fi orðið staðalbúnaður, þýðir það kannski að ég get notað heyrnartólin mín þráðlaust? geri mig samt grein fyrir því að það er ekki það sama en þetta er bæði þráðlaus tækni, Corsair búið að gefa út SSD sem 4GB/s o.s.frv
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf asgeirbjarnason » Mið 29. Maí 2019 18:32

steini_magg skrifaði:Afsakið fáfræðina en hvað er svona mikill munur á Ryzen 2000 og Ryzen 3000? Þeir eru með jafn marga kjarna og er örlítið hraðari.


Það er kannski ekki beinlínis neinn stakur killer punktur, frekar margir punktar sem samanlagt verða til þess að Ryzen 3000 lítur mjög vel út. Það eru reyndar fleiri kjarnar en áður, allt að 12 kjörnum tilkynntir núna sem er það hæsta sem hefur verið í mainline örgjörvum (sem sagt ekki partur af „HEDT“ markaðnum).

Auk fleiri kjarna og hærri klukkutíiðni eru fjórir frekar merkilegir hlutir:
  • IPC (sem sagt vinnan sem örgjörvinn nær að vinna per klukkutif) er, samkvæmt staðhæfingum AMD, komið uppyfir samsvarandi Intel örgjörva. Líklega í fyrsta skipti síðan svona 2005. Ef þetta er rétt munu AMD líklega standa á um það bil pari við Intel í leikjum
  • Performance per watt á að hafa aukist frekar mikið. Það performance sem þú fékkst úr 105W TDP í Ryzen 2000 er um það bil það sem 65W TDP veitir þér í Ryzen 3000
  • AMD eru komnir í minna process node en Intel. Fyrsta skipti nokkurntímann. Intel hefur alltaf haft forystu í process node kapphlaupinu þangað til núna á síðustu tveimur, þremur árum þar sem þeim tekst ekki að koma 10nm tækninni sinni í gagnið
  • Fyrsti mainstream stuðningurinn við PCIe 4.0

(Allt náttúrulega með þeim fyrirvara að þetta er bara út frá tilkynningum og auglýsingum AMD. Við höfum enga utanaðkomandi staðfestingu á að IPC og performance per watt sé jafn gott og þau segja)Skjámynd

Höfundur
Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1096
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 33
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Tengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf Fletch » Mið 29. Maí 2019 19:00

svo er ljóst að AMD er með 16 core 32 thread Ryzen 3000 tilbúinn, bara spurning hvenær þeir release'a honum


AMD Ryzen 3900x * Nvidia GTX 2080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB DDR4 Corsair Vengeance @3600MHz
Watercooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 34GK950F @144Hz (34" 21:9) * Windows 10 Ent x64

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4199
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 305
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf chaplin » Mið 29. Maí 2019 19:41

GuðjónR skrifaði:Hraði er ekki allt, líka spurning um hitamyndun og stöðugleika.
Lookar vel en ég tæki 9900K allan daginn framyfir.


Spectre, Meltdown og núna Zombieload, ef þú vilt gæði að þá er ég farinn að efast að Intel sé endilega málið. Intel hafa í gegnum árin verið að skila betri aflköstum clock for clock en eftir að það er búið að patcha allar öryggisgallana (líklegast eftir að finna fleiri) að þá minnkar bilið hratt.

Varðandi hitamyndun að þá er Wraith kælingin sem fylgir e-h AMD kubbum mun vígalegri en Intel kælingin.

Ég hef oft heyrt menn segja að Intel sé stöðugri en aldrei séð eina einustu heimild, sjálfur ég hef smíða talsvert magn af vélum, bæði Intel og AMD, þegar vélarnar voru óstöðugar að þá var það aldrei örgjörvinn sem var vandamálið.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf Baldurmar » Mið 29. Maí 2019 22:36

chaplin skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Hraði er ekki allt, líka spurning um hitamyndun og stöðugleika.
Lookar vel en ég tæki 9900K allan daginn framyfir.


Spectre, Meltdown og núna Zombieload, ef þú vilt gæði að þá er ég farinn að efast að Intel sé endilega málið. Intel hafa í gegnum árin verið að skila betri aflköstum clock for clock en eftir að það er búið að patcha allar öryggisgallana (líklegast eftir að finna fleiri) að þá minnkar bilið hratt.

Varðandi hitamyndun að þá er Wraith kælingin sem fylgir e-h AMD kubbum mun vígalegri en Intel kælingin.

Ég hef oft heyrt menn segja að Intel sé stöðugri en aldrei séð eina einustu heimild, sjálfur ég hef smíða talsvert magn af vélum, bæði Intel og AMD, þegar vélarnar voru óstöðugar að þá var það aldrei örgjörvinn sem var vandamálið.


T.d þetta hér:

https://www.techspot.com/article/1850-how-screwed-is-intel-no-hyper-threading/


Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1060 6GB


Sinnumtveir
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 30. Maí 2019 12:18

asgeirbjarnason skrifaði:
steini_magg skrifaði:Afsakið fáfræðina en hvað er svona mikill munur á Ryzen 2000 og Ryzen 3000? Þeir eru með jafn marga kjarna og er örlítið hraðari.


Það er kannski ekki beinlínis neinn stakur killer punktur, frekar margir punktar sem samanlagt verða til þess að Ryzen 3000 lítur mjög vel út. Það eru reyndar fleiri kjarnar en áður, allt að 12 kjörnum tilkynntir núna sem er það hæsta sem hefur verið í mainline örgjörvum (sem sagt ekki partur af „HEDT“ markaðnum).

Auk fleiri kjarna og hærri klukkutíiðni eru fjórir frekar merkilegir hlutir:
  • IPC (sem sagt vinnan sem örgjörvinn nær að vinna per klukkutif) er, samkvæmt staðhæfingum AMD, komið uppyfir samsvarandi Intel örgjörva. Líklega í fyrsta skipti síðan svona 2005. Ef þetta er rétt munu AMD líklega standa á um það bil pari við Intel í leikjum
  • Performance per watt á að hafa aukist frekar mikið. Það performance sem þú fékkst úr 105W TDP í Ryzen 2000 er um það bil það sem 65W TDP veitir þér í Ryzen 3000
  • AMD eru komnir í minna process node en Intel. Fyrsta skipti nokkurntímann. Intel hefur alltaf haft forystu í process node kapphlaupinu þangað til núna á síðustu tveimur, þremur árum þar sem þeim tekst ekki að koma 10nm tækninni sinni í gagnið
  • Fyrsti mainstream stuðningurinn við PCIe 4.0

(Allt náttúrulega með þeim fyrirvara að þetta er bara út frá tilkynningum og auglýsingum AMD. Við höfum enga utanaðkomandi staðfestingu á að IPC og performance per watt sé jafn gott og þau segja)


Ryzen 1000 styður 2667 MHz DDR4
Ryzen 2000 styður 2933 MHz DDR4
Ryzen 3000 styður 3200 MHz DDR4

en að auki er lítið mál að keyra hraðara minni en opinber stuðningur segir til um.

Ryzen 3000 er með endurbætta (hraðari) minnisstýringu til viðbótar hærri minnistíðni.

Ryzen 3000 er með tvöfalt meira L3-cache (32MB á 3700X vs 16MB á 2700X).

Að líkindum er auk þess jafnari millikjarnasamskipti á Ryzen 3000.
agnarkb
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen 3000

Pósturaf agnarkb » Fim 30. Maí 2019 21:00

Búinn að vera með 1800x og 2700x. Mun fara í nýjasta Ryzen flaggskipið í sumar/haust með móðurborð uppfærslu. Spenntur fyrir þessu!


Leikjavél | ROG Crosshair VI Hero | R7 2700x | Kraken x62 | Asus GTX1080 Ti Strix | G.Skill 16GB Flare X 3200MHz | Corsair RM750x | Enthoo Pro M
HTPC ASRock B85M-ITX| i5 4570 @ 3.2GHz | NH-U9S | 8GB | Asus DUAL 1070 | OCZ Trion 250GB | Toshiba P300 2TB | CM V750 | TT Suppressor F1