Síða 1 af 2

[]Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 15:19
af rickyhien
Mynd

Þetta er bíllinn sem ég er að spá í, þarf að viðurkenna að ég er ekkert búinn að gera homework á honum, skyndiákvörðun en mig langar að lækka bensínkostnaðinn og hafa smá gott lúkk og eg þoli ekki vegghljóð þegar eg er að keyra, ég er á Mazda 3 2014 at the moment, keyri ekki langt og oft mest bara í vinnuna og heim (bara búinn að keyra 25000 á 4 árum), hef ekki tíma ennþá til að fara á staðinn og leyfa sölumanninn fræða mig um hann, en vinirnir mínir eru búnir að gefa nokkrar athugasemdir eins og "það er dýrt að gera við (viðhald blabla)", "meiri bilanatíðni", "kostar mikið að fara í þjónustuskoðun"....
Langar að vita hvað verður kostnaðurinn við að eiga svona bíl fyrstu 2-3 árin (tryggingar, þjónustuskoðun...)

Fyrirframþakkir, Ricky

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 15:30
af Halli25
Verð að taka undir með vinum þínum, þú ert að fara að tapa sparnaðnum við rafmagnið í þjónustugjöldum í bens :)
Af hverju ekki fara alla leið og fara í 100% rafmagnsbíl. Ég keyri 90+km á dag á rafmagnsbíl og er að spara mér ca. 35K í eldsneytiskostnað.

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 15:41
af rapport
6250km á ári...

Ef afskriftir og rekstur á bíl eru 20% af verðmæti hans þá er þetta helvíti dýrt, fyrir þennan þá er það líklega um 150kr. pr. km.

Ekki nema þú ætlir að keyra meira, þá hækkar heildarkostnaðurinn en hann dreifist á fleiri km.

Það er geggjað að þurfa ekki að nota bíl meira en 6250km á ári, ég mundi hiklaust fá mér Renault Zoe eða Leaf ef ég væri í þínum sporum (ef ég gæti sett upp prívat hleðslustöð).

Annars bara sparneytnum litlum bíl, nota frekar peninginn í að lækka íbúðalánið eða ferðast...

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 15:51
af Dropi
Fyrrverandi kollegi minn borgaði 100.000kr fyrir olíuskipti með síum og vinnu, keyrði eingöngu nýja Mercedes bíla. Hann hafði efni á því enda fyrrverandi skipstjóri að leika sér, en ég fer aldrei í þennan pakka sjálfur. Keyri Volvo S40 sem ég staðgreyddi 5 ára gamlann uþb 10.000km á ári og er ennþá í skýjunum með hann eftir 6 ár. Bílalán er rán. :)

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 15:59
af rickyhien
Ja með 100% rafmagn, ef maður ætlar i sumarbustað eða eitthvað utanbæjar (með vinahop) þa verður það pinu vandamal :/
Viðurkenni að eg er að nota "lækka eldsneytiskostnaðinn" sem afsökun fyrir "græjufíknina" mína...
Einhver hugmynd um ábyrgðina á benz? Er það 3 ár eða 100.000 km eins og Mazda? Þessi bill er 2017, það er að fara detta ur abyrgð eftir 1 ar, sem þyðir að eg þarf bara að fara einu sinni eða tvisvar i þjonustuskoðun er það ekki?

Edit: Það verður ekki mikið af bilalán, held að eg get staðgreitt meira en helminginn

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 16:01
af vesi
Persónulega myndi ÉG ekki fara í svona bíl, en það er bara ég.

Ef þú átt aurinn og vilt lookið látu vaða, já þetta kostar, já þetta er óskynsamleg fjárfesting. Og fullt meira.
En þú lifir bara einusinni. Nógur tími eftir til að vinna uppí tapið sem þetta gæti skilið eftir.


Go for it

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 16:05
af rickyhien
Dropi skrifaði:Fyrrverandi kollegi minn borgaði 100.000kr fyrir olíuskipti með síum og vinnu, keyrði eingöngu nýja Mercedes bíla. Hann hafði efni á því enda fyrrverandi skipstjóri að leika sér, en ég fer aldrei í þennan pakka sjálfur. Keyri Volvo S40 sem ég staðgreyddi 5 ára gamlann uþb 10.000km á ári og er ennþá í skýjunum með hann eftir 6 ár. Bílalán er rán. :)


100k fyrir olíuskipti ](*,) ???

Edit: Afhverju er Tesla ekki ódýrari :crying

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 16:08
af Halli25

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 16:09
af vesi
Getur líka heyrt í umboðsaðila Benz og fengið þessar tölur nákvæmar.

Þ.e. þjónustuskoðun og fl.
Veit nú ekki betur en að smurverkstæði geti skipt um oliu og síu í bens. En ég gæti haft rangt fyrir mér.

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 16:25
af rickyhien
Halli25 skrifaði:https://bilasolur.is/SearchResults.aspx?id=a7d4f1b1-856e-4e6e-881c-b0395d81fb8f
look, bara passa að hnerra ekki :)

Ja var fyrst að pæla i þennan sem er 6.990.000 en finnst hann ennþa of dýr, skoðaði lika VW Passat plug in hybrid sem kostar sirka 5 mil. líka en svo sá eg þennan Benz...kostar sama

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 16:29
af Halli25
rickyhien skrifaði:
Halli25 skrifaði:https://bilasolur.is/SearchResults.aspx?id=a7d4f1b1-856e-4e6e-881c-b0395d81fb8f
look, bara passa að hnerra ekki :)

Ja var fyrst að pæla i þennan sem er 6.990.000 en finnst hann ennþa of dýr, skoðaði lika VW Passat plug in hybrid sem kostar sirka 5 mil. líka en svo sá eg þennan Benz...kostar sama

Kunningi minn er með bæði BMW og VW plugin og hann er sáttari við VW'inn sinn, appið virkar betur t.d.

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 16:56
af Kull
Ég myndi skoða BMW 330e, hægt að fá þá á fínu verði, er á svoleiðis og er mjög sáttur. Þarft ekkert endilega að fara í umboðið í olíuskipti, alveg hægt að fara á önnur viðurkennt verkstæði líka.
Get ekki kvartað neitt yfir appinu heldur, hefur alltaf virkað fínt fyrir mig, get t.d. flett upp heimilisfangi og sent beint í navigation í bílnum ef ég er að fara eitthvað sem ég rata ekki.

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 17:03
af rickyhien
Kull skrifaði:Ég myndi skoða BMW 330e, hægt að fá þá á fínu verði, er á svoleiðis og er mjög sáttur. Þarft ekkert endilega að fara í umboðið í olíuskipti, alveg hægt að fara á önnur viðurkennt verkstæði líka.
Get ekki kvartað neitt yfir appinu heldur, hefur alltaf virkað fínt fyrir mig, get t.d. flett upp heimilisfangi og sent beint í navigation í bílnum ef ég er að fara eitthvað sem ég rata ekki.

Næss :wtf
Hvað kostar oliuskipti, þjonustuskoðun, hvað kemst maður langt a batteryinu?

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 19:16
af Kull
Er á leiðinni í fyrstu þjónustuskoðun þannig að ég veit ekki verðið en olíuskipti ættu ekki að vera neitt dýarari en aðrir, bara 2L 4 cyl vél í þessu, ekki einsog þetta taki eitthvað mega magn af olíu. Fer líka bara eftir hvert er farið myndi ég halda.
Ég er að fara 25km á batterý ef það er svona sæmilega skynsamlegur akstur.

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 19:35
af ColdIce
Myndi skoða Outlander phev :)

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 19:38
af Dúlli
Ertu ekki en hjá hótel mömmu ? væri ekki sniðugra að henda þessu í íbúð ? :-k Henda henni á leigumarkað og þannig myndir þú geta hagnast.

Skil ekki kaup á 5m + króna bíl hjá fólki sem á ekkert.

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 20:11
af rickyhien
Dúlli skrifaði:Ertu ekki en hjá hótel mömmu ? væri ekki sniðugra að henda þessu í íbúð ? :-k Henda henni á leigumarkað og þannig myndir þú geta hagnast.

Skil ekki kaup á 5m + króna bíl hjá fólki sem á ekkert.

Ef maður kaupi íbúð þá getur maður ekki keypt neitt annað...ja er i hotel mommu en eg er buinn að vera borga leiguna og fleiri siðan eg var 16 ara a hverjum manuði þannig að enginn samviskubit...og það er ekkert mál að safna nokkrum mil á 2-3 árum fyrir mig þannig að why not?

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 20:20
af Dúlli
rickyhien skrifaði:
Dúlli skrifaði:Ertu ekki en hjá hótel mömmu ? væri ekki sniðugra að henda þessu í íbúð ? :-k Henda henni á leigumarkað og þannig myndir þú geta hagnast.

Skil ekki kaup á 5m + króna bíl hjá fólki sem á ekkert.

Ef maður kaupi íbúð þá getur maður ekki keypt neitt annað...ja er i hotel mommu en eg er buinn að vera borga leiguna og fleiri siðan eg var 16 ara a hverjum manuði þannig að enginn samviskubit


Það sem ég er að meina, þú varst að tala um "Sparnað" kaupir eign, leigir hana út, leigjandinn greiðir upp lánið, þú situr á eigninni meðan hún hækkar í verði.

Síðan áttu eftir þín eigin laun og heldur þú í hótel mömmu, note bene, ekkert að hótel mömmu en þú sparar mun meira við að kaupa þér eign í stað bíl.

Íbúð = Hækkar í verði.
Bíll = Hrínur í verði.

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 20:31
af rickyhien
Dúlli skrifaði:
rickyhien skrifaði:
Dúlli skrifaði:.

.


Það sem ég er að meina, þú varst að tala um "Sparnað" kaupir eign, leigir hana út, leigjandinn greiðir upp lánið, þú situr á eigninni meðan hún hækkar í verði.

Síðan áttu eftir þín eigin laun og heldur þú í hótel mömmu, note bene, ekkert að hótel mömmu en þú sparar mun meira við að kaupa þér eign í stað bíl.

Íbúð = Hækkar í verði.
Bíll = Hrínur í verði.


:-k :-k já það er reyndar mjög góð hugmynd en þá þarf maður að safna meira og sætta sig við Mözduna :( hmmmm

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 20:35
af Dúlli
rickyhien skrifaði:
Dúlli skrifaði:
rickyhien skrifaði:
Dúlli skrifaði:.

.


Það sem ég er að meina, þú varst að tala um "Sparnað" kaupir eign, leigir hana út, leigjandinn greiðir upp lánið, þú situr á eigninni meðan hún hækkar í verði.

Síðan áttu eftir þín eigin laun og heldur þú í hótel mömmu, note bene, ekkert að hótel mömmu en þú sparar mun meira við að kaupa þér eign í stað bíl.

Íbúð = Hækkar í verði.
Bíll = Hrínur í verði.


:-k :-k já það er reyndar mjög góð hugmynd en þá þarf maður að safna meira og sætta sig við Mözduna :( hmmmm


hvað er að mözdu ? ég keyrði á polo og er nú búin að græða ágætlega á minni eign.

Þarft 5m innborgun fyrir skítsæmilega eign.

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 21:12
af rickyhien
hvað er að mözdu ? ég keyrði á polo og er nú búin að græða ágætlega á minni eign.

Þarft 5m innborgun fyrir skítsæmilega eign.


hann er farinn að ryðga soldið á þakinu og bremsan er "stundum" föst (heyri ískur stundum þegar maður er á ferð en ekki þegar maður bremsar)
bensín er sirka 16k á mánuði sem maður gæti sleppt við að borga \:D/

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 21:12
af Hjaltiatla
Rickyhien hvaða rappari á Instagram (í samstarfi við Öskju) var að selja þér þá hugmynd að Flashy Benz væri málið :megasmile
Mözdur eru flottir bílar (sérstaklega ef þú skuldar ekkert í bílnum).

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 21:16
af rickyhien
Hjaltiatla skrifaði:Rickyhien hvaða rappari á Instagram (í samstarfi við Öskju) var að selja þér þá hugmynd að Flashy Benz væri málið :megasmile
Mözdur eru flottir bílar (sérstaklega ef þú skuldar ekkert í bílnum).

XD nei rakst bara á hann á bílasölu.is þegar maður er að leita að rafmagn/hybrid bíla, hann lítur svo vel út og að innan að eg seldi mer sjalfum að þetta væri goð hugmynd en þetta er greinilega ekki ](*,)

Edit: Mazdan sem var fyrsti bíllinn minn ever...það tók mig 10 mín að sannfæra sjálfum mér að mig langi i þetta eftir að eg sá gæja i vinnunni með hann..skoðaði ekkert annað ](*,) og ja staðgreiddi hann

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 21:23
af Hjaltiatla
Bílar eru ekki fjárfesting það er alveg á hreinu (nema að þú sért að braska). Flottur bíll og allt það en held að flestir hérna inni eiga erfitt með að benda þér á að það sé góð hugmynd að taka 50% lán fyrir bílnum. BTW það er niðursveifla í ferðaþjónustunni (kom fram í Kastljósinu í kvöld) og maður veit aldrei með hagkerfið og hvenær næsta niðursveifla á śer stað og það hægir á atvinnulífinu og þess háttar (krónan veikist etc).

Re: [ÓE] Bílakaup ráðleggingar

Sent: Mán 27. Maí 2019 21:26
af appel
Ég hef átt sama bíl í 20 ár. Skuldlaust í 16 ár. Hann virkar flott enn. Lítill viðhaldskostnaður. Olíuskipti einu sinni á ári, borgaði 8 þús síðast fyrir 2 vikum síðan, og gaurinn sagði "hann er í góðu standi". Tryggingar lágar.

Þegar ég sé svona bíl einsog þú ert að skoða þá hugsa ég, þú vilt vera blankur eins lengi og þú átt þennan bíl. Þetta er "money pit" á hjólum.

Ég veit ekkert hvað þú ert gamall, en ég lofa þér því að eftir því sem þú verður eldri þá kanntu betur að meta bíla sem kosta lítið, eru með lítinn rekstrarkostnað, bila lítið, eru langlífir, og koma þér milli A og B. Ég gat keypt mér fína íbúð því ég gat sett peningana í það, frekar en bílakostnað, sem margir setja peningana í. Ég get ekki sagt að það heilli mig mikið að eiga flottan benz en búa í hjólhýsi, frekar vil ég eiga ryðdollu á hjólum og búa í fínni íbúð.

Einfaldleiki og robustness er það ég myndi skoða helst með bíla í dag. Ekki óþarflega flókna og dýra.