Síða 1 af 1

Er ekki hægt að sækja um kreditkort án Rafræns Skilríkis ?

Sent: Lau 25. Maí 2019 17:33
af Cozmic
Er hjá Íslandsbanka og í svaka vandræðum við að sækja um kredit kort, er með heimabanka þar en samt beðinn um að skrá rafræn skilríki þó ég reyni að sækja um í bæði appinu eða vefnum þar sem ég er loggaður inn á minn aðgang en samt þarf ég að stofna '' ný viðskipti með rafræn skilríki '' kjaftæðið.

Þarf ég virkilega að fara í Nova, sækja um nýtt sim kort, fara í bankann og virkja þetta helv rafræna skilríki og svo sækja um kredit kort ? Eða er nóg fyrir mig að hringja fúll á mánudaginn og sækja um kredit kort þannig ? Þeir loka heimabúinu í mínum bæ því '' Allt komið á netið '', eða hitt og heldur.

Re: Er ekki hægt að sækja um kreditkort án Rafræns Skilríkis ?

Sent: Lau 25. Maí 2019 18:28
af Revenant
Rafrænt skilríki jafngildir löglegri undirskrift þegar þú sækir um.
Notendanafn og lykilorð er ekki undirskrift í lagarlegum skilningi.

Re: Er ekki hægt að sækja um kreditkort án Rafræns Skilríkis ?

Sent: Lau 25. Maí 2019 18:39
af pepsico
Veit ekki hvort það er sanngjarnt að gefa í skyn að þetta sé ekki í boði á netinu. Hefðir fengið sömu viðbrögð skilríkislaus í útibúinu.

Re: Er ekki hægt að sækja um kreditkort án Rafræns Skilríkis ?

Sent: Lau 25. Maí 2019 21:11
af Cozmic
pepsico skrifaði:Veit ekki hvort það er sanngjarnt að gefa í skyn að þetta sé ekki í boði á netinu. Hefðir fengið sömu viðbrögð skilríkislaus í útibúinu.


Þannig það er ekkert mál að logga mig á heimabankann og tæma allar bækur en guði sé lof ekki hægt að sækja um kort án extra rafræn skilríki vesen ? Meikar ekkert sens að það sé extra security að sækja um kort en ekki að millifæra pening hah..

Skv vini mínum er ekkert mál fyrir hann að sækja um kort í gegnum appið án rafræna skilríkja hjá Arion samt.

Re: Er ekki hægt að sækja um kreditkort án Rafræns Skilríkis ?

Sent: Sun 26. Maí 2019 17:23
af Viktor
First world problems :lol:

Re: Er ekki hægt að sækja um kreditkort án Rafræns Skilríkis ?

Sent: Sun 26. Maí 2019 17:36
af hagur
Náðu þér bara í rafrænt skilríki og hættu þessu veseni :)

Re: Er ekki hægt að sækja um kreditkort án Rafræns Skilríkis ?

Sent: Fim 30. Maí 2019 17:14
af einarn
Cozmic skrifaði:Er hjá Íslandsbanka og í svaka vandræðum við að sækja um kredit kort, er með heimabanka þar en samt beðinn um að skrá rafræn skilríki þó ég reyni að sækja um í bæði appinu eða vefnum þar sem ég er loggaður inn á minn aðgang en samt þarf ég að stofna '' ný viðskipti með rafræn skilríki '' kjaftæðið.

Þarf ég virkilega að fara í Nova, sækja um nýtt sim kort, fara í bankann og virkja þetta helv rafræna skilríki og svo sækja um kredit kort ? Eða er nóg fyrir mig að hringja fúll á mánudaginn og sækja um kredit kort þannig ? Þeir loka heimabúinu í mínum bæ því '' Allt komið á netið '', eða hitt og heldur.



Ég var einmitt þessi gaur fyrir nokkrum mánuðum. Enn ég sé ekki eftir að hafa fengið mér þau.