Síða 1 af 1

hverju á ég að bæta við

Sent: Lau 04. Maí 2019 01:02
af emil40
Sælir félagar.

Ég er að spá í hvað ég á að safna fyrir næst í tölvuna, hérna fyrir neðan eru spekkar um vélina. Endilega kommentað hverju þið mynduð bæta við og af hverju :)


CoolerMaster Storm Enforcer | i7 7700k kabylake @ 5.0 ghz | Z270x-ultra gaming-CF | Nocthua dh-15 kæling | 48 gb ddr4 @2400 mhz | Asus Turbo RTX 2060 6GB | Enox blackline 49" | Samsung 970 evo 250 gb og c.a. 30 tb geymslupláss í tölvunni.

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Lau 04. Maí 2019 07:14
af joekimboe
Meira vinnsluminni og geymslupláss.. tekur varla allt GOT í 4k á þetta..

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Lau 04. Maí 2019 10:03
af rbe
já meira minni miklu miklu meira og slatta af diskum.

https://store.steampowered.com/app/6210 ... Simulator/

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Lau 04. Maí 2019 10:31
af emil40
það eru öll minnislottin full hámark fyrir þetta borð er 64 gb minni. ég er með 2x16 og 2x8 :)

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Lau 04. Maí 2019 11:21
af gutti
þetta er örugglega eitthvað fyrir þig gamli https://www.tomshardware.com/news/samsu ... 37345.html

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Lau 04. Maí 2019 13:48
af emil40
Hvað kostar þessi eiginlega

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Sun 05. Maí 2019 07:05
af kubbur
Græðir mest á því að skipta út þessum 970 evo, jafnvel þótt þú farir í sama disk nema stærri, eftir því sem ssd eru fyllri því hægari verða þeir

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Mið 08. Maí 2019 08:49
af Fumbler
Þú ert með næstum allt high end í tölvunni nema skjá kortið er mid range.

En þú ættir að fá þér flottan skjá, að nota enox sjónvarp við þessa vél ef svona meh. gætir notað sjónvarpið sem skjá nr 2
síðan er síminn kominn á 2 ár, færa sig í nýrri típu.

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Mið 08. Maí 2019 10:21
af Zorglub
Það fer náttúrulega eftir hvað þú ert að gera, hvort við erum að tala um þörf eða löngun :)
Færri GB af hraðara minni.
Skjákort.
SSD.

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Mið 08. Maí 2019 13:37
af emil40
Ég er nýbúinn að fá m.2 diskinn og rx 2060 í stað 1060

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Mið 08. Maí 2019 14:18
af Zorglub
emil40 skrifaði:Ég er nýbúinn að fá m.2 diskinn og rx 2060 í stað 1060


Já, en meðan við vitum ekki hvernig þú notar vélina eru engar forsendur til að mæla með einhverju nema svona almennt.
Ég myndi horfa á minnið eins og ég sagði en að sama skapi er dýrt að skipta því út og ekki gáfulegt ef borðið verður uppfært eftir 1-2 ár. Ef að þessir 8 GB kubbar eru á lægri riðum heldur en 16 GB kubbarnir myndi ég kippa þeim úr, 32 er overkill í flest eðlilegt föndur.

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Mið 08. Maí 2019 14:22
af Hnykill
Ekki slæm tölva sem þú ert með.. hvernig væri að fara skoða aðeins skjái ? uppfæra hann og fara svo að dunda í að safna fyrir eða setja saman nýja tölvu eftir það ?

Finnst sumum sjá það sem skásta kostinn akkúrat núna.. þú átt eftir að uppfæra tölvuna oft og mörgum sinnum. en skjár á eftir að endast þær nokkrar.

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Mið 08. Maí 2019 14:23
af emil40
Leiki og þessháttar

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Mið 08. Maí 2019 15:26
af Zorglub
emil40 skrifaði:Leiki og þessháttar


Tek undir með Hnykli, það er ekkert þarna sem háir þér, þannig að það getur alveg verið betra að safna fyrir næstu uppfærslu heldur en að kaupa eitthvað sem gerir lítið fyrir þig.
Stór SSD fyrir leikjasafnið er vissulega þægilegt og svo eru skjár, mús, lyklaborð, heyrnatól og stóll eitthvað sem gerir meira fyrir spilunina heldur en örlítið hærra FPS :)

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Fim 09. Maí 2019 15:05
af Runar
Stendur ekki hvaða framleiðandi er á móðurborðinu, en í fljótu þá virðist það vera þetta allavegana:
https://www.gigabyte.com/Motherboard/GA-Z270X-Ultra-Gaming-rev-10#kf

Aðalega að spá útaf hvort það sé bara 1x M.2 rauf eins og er á því, því það er æðislegt að vera með sér M.2 disk fyrir stýrikerfið (eins og þessi 250gb sem þú ert með) og svo annan fyrir leikjasafnið. Ef það er þetta móðurborð og það er bara 1x M.2 rauf, þá væri hægt að kaupa stýrispjald fyrir auka M.2 rauf:
https://www.att.is/product/asus-m2-ssd-diskstyring
https://kisildalur.is/?p=2&id=3514

Og kaupa svo stærri M.2 disk fyrir leikjasafnið, frekar en SSD, töluverður hraðamunur á SATA3 SSD (ca. 500mb/sec) og M.2 PCI-E disk (Upp í 3500mb/sec).
https://www.att.is/product/samsung-970-evo-plus-1tb-ssd-drif
https://tolvutaekni.is/collections/hardir-diskar-og-ssd/products/samsung-970-evo-plus-1tb-m-2-nvme-ssd

Ef þú ert að spila FPS leiki, þá eins og einhverjir mældu með, almennilegan skjá fyrir það, 144hz allavegana, nema þú sért kannski ekki að spila online/keppnis, bara single player og slíkt, þá er sennilega fín upplifun að spila á stórum eins og þú ert með.

En passa að ef þú ferð í skjá sem er 144hz eða meira, að ekki fara í 4k (mjög dýrir þannig skjáir), því þú ert ALDREI að fara að ná það miklu FPS'i í 4K til að nýta þessi auka hz. 1080p 144hz myndi ég segja, miðað við skjákortið sem þú ert með, fyrir 1440p 144hz skjá, þá myndi ég mæla með að fara í svona RTX2080/2080ti eða GTX 1080ti til að nýta það af einhverju viti.

Óþarfi að spá í minnið ef þú ert bara í leikjum, dýrt að skipta því út fyrir hraðvirkara minni eins og einhver sagði, kannski ööööörlítið meira fps, en þú værir að borga way of mikið fyrir það miðað við lítið fps boost að fara t.d. úr 2400mhz í 3000/3200mhz minni. Miklu frekar að nota þannig pening í að uppfæra skjákortið, miklu meiri munur, alltaf hægt að selja 2060 kortið og kaupa bara notað sem er betra en það.

Hérna geturðu séð fljótt og auðveldlega samanburðin á þessum helstu skjákortum í dag:
https://www.anandtech.com/bench/GPU18/2294
Vinstra megin (Browse GPU18 Benchmarks) geturðu valið mismunandi leiki og upplausnir til að sjá samanburðinn á.
Hægra megin (GPU18 Product Benchmarks) geturðu valið 2 mismunandi skjákort til að sjá samanburðinn á þeim 2 í öllum leikjum og upplausnum, t.d. RTX 2060 og GTX 1080 Ti:
https://www.anandtech.com/bench/product/2372?vs=2140

Og RTX 2060 og RTX 2080:
https://www.anandtech.com/bench/product/2372?vs=2138

Og RTX 2060 vs. RTX 2080 Ti
https://www.anandtech.com/bench/product/2372?vs=2136

Re: hverju á ég að bæta við

Sent: Fim 09. Maí 2019 16:14
af Moldvarpan
Nýjan síma?
Stól?
Borð?


Held að þú getir vel notað peningana þína í annað, þar sem tölvan er orðin yfirdrifið nóg, fyrir tölvuleiki og facebook.