Pallbílar

Allt utan efnis

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pallbílar

Pósturaf isr » Sun 28. Apr 2019 11:06

Hvaða reynslu hafa vaktarar af pallbílum. Toyota hilux,L200,Isuzu eða nissan navara. Allir þessir bílar eru á svipuðu verði, hef reyndar prufað hiluxin, fannst hann full hastur. Einhverjar reynslusögur, einhver kann að segja afhverju ekki amerískur pallbíll, einfalt svar, þeir eru flestir malbiksbílar. :D




addon
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf addon » Sun 28. Apr 2019 13:11

ef þú ert að spá síðasta módeli af navara (D40) myndi ég gleima því... átti svoleiðis og umboðið þurfti að kaupa hann af mér og setja hann í pressuna því grindin var riðguð í gegn út um allt. þekktur galli sem er að senda flestalla þessa bíla í pressuna og engar varagrindur til í heiminum lengur.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1560
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 94
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf ColdIce » Sun 28. Apr 2019 13:45

Hilux allan daginn fyrir mig.
Myndi skoða L200 ef hann er nýlegur.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 14 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Zero 10X | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf isr » Sun 28. Apr 2019 13:53

addon skrifaði:ef þú ert að spá síðasta módeli af navara (D40) myndi ég gleima því... átti svoleiðis og umboðið þurfti að kaupa hann af mér og setja hann í pressuna því grindin var riðguð í gegn út um allt. þekktur galli sem er að senda flestalla þessa bíla í pressuna og engar varagrindur til í heiminum lengur.

Ok, þú meinar, ég var búinn að skoða þetta á netinu, og navaran skoraði yfirleitt hæst allstaðar og reyndar D maxinn líka. En þetta verður að endast meira en nokkur ár. Ætli þessi galli sé líka í nýju bílunum, ætla helst ekki að kaupa eldra en 2017-2018.




Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf isr » Sun 28. Apr 2019 14:04

ColdIce skrifaði:Hilux allan daginn fyrir mig.
Myndi skoða L200 ef hann er nýlegur.

Hef verið að nota Hiluxinn hjá tengdó töluvert, hann er 2007 árg, mjög fínn, mikið míkri enn þessi nýju, finnst mér. Þekki einn sem var búinn að vera á hiluxu í mörg ár, en fór svo í D max þegar hann endurnýjaði, fannst nýji hiluxinn ekki góður.
Svo er það sem margir segja, að toyota umboðið sé mjög gott, aldrei neitt vesen, það telur líka.




addon
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf addon » Sun 28. Apr 2019 14:30

isr skrifaði:Ok, þú meinar, ég var búinn að skoða þetta á netinu, og navaran skoraði yfirleitt hæst allstaðar og reyndar D maxinn líka. En þetta verður að endast meira en nokkur ár. Ætli þessi galli sé líka í nýju bílunum, ætla helst ekki að kaupa eldra en 2017-2018.


foreldrar mínir keyptu nýja módelið fyrir sirca ári og við spurðum mikið hvort þetta væri nokkuð enn þá galli í bílunum. þeir sögðu að svo væri ekki og að þetta hefði verið rekið til einhverrar verksmiðju á spáni sem nissan væri hætt að nota... grunar nú að það sé rétt þar sem þetta kostar Nissan mikla peninga að kaupa aftur heilann flota af 8-10 ára gömlum bílum.
Veit ekki með hina bílanna en ég var í sjokki yfir búnaðinum í nýja bílnum, foreldrarnir keyptu milli típuna og hann er drekkhlaðinn búnaði og bíllinn sjálfur mjög fínn, grunar að það sé svo sem orðinn svipaður búnaður í hinum tegundunum þar sem þetta eru orðnir vinsælir fjöldskyldubílar í dag.
já og ein af ástæðunum afhverju pabbi vildi Navara frekar en hina var því hann kemur á gormum og ætti því að vera með betri fjöðrun, án þess að ég hafi neitt til að bera það saman við




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1560
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 94
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf ColdIce » Sun 28. Apr 2019 15:17

isr skrifaði:
ColdIce skrifaði:Hilux allan daginn fyrir mig.
Myndi skoða L200 ef hann er nýlegur.

Hef verið að nota Hiluxinn hjá tengdó töluvert, hann er 2007 árg, mjög fínn, mikið míkri enn þessi nýju, finnst mér. Þekki einn sem var búinn að vera á hiluxu í mörg ár, en fór svo í D max þegar hann endurnýjaði, fannst nýji hiluxinn ekki góður.
Svo er það sem margir segja, að toyota umboðið sé mjög gott, aldrei neitt vesen, það telur líka.

Ég hef átt margar Toyotur og á enn og umboðið hefur reynst mér margfalt betur en nokkuð annað umboð.
Ég hef átt ýmsa Hilux bíla. Átti 2007 3.0 og hann var mjög hasstur. Finnst alltaf betra að keyra eldri 2.4 bílana.

En Hilux stendur alltaf fyrir sínu, óháð árgerð :happy


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 14 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Zero 10X | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf kusi » Sun 28. Apr 2019 21:46

Ég fékk lánaðan árs gamlan Hilux um daginn. Þetta var grunn útgáfa af bílnum, mjög skemmtilegur að mörgu leyti og virkar mjög gæðalegur samanborið við eldri Hiluxa sem ég hef prófað.

Ég var spenntur fyrir því að fá hann lánaðan meira fyrir fjallaferðir með fjölskylduna en komst fljótt að því að það myndi ekki ganga. Hann er mjög hastur og flestir voru farnir að finna fyrir bílveiki eftir stutta ferð innanbæjar. Maður fann fyrir hverri einustu ójöfnu í götunni og maður fékk í magann af því einu að sjá hraðahindranir framundan.

Örugglega endingargóður og áreiðanlegur vinnubíll fyrir þá sem þurfa að flytja hluti milli staða en ég hef mínar efasemdir um þennan bíl sem ferðabíl fyrir fjölskyldur.




benony13
has spoken...
Póstar: 151
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Reputation: 17
Staða: Tengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf benony13 » Mán 29. Apr 2019 16:43

Toyota, Nissan og Mitsubitshi hafa mikið verið að kalla inn bíla vegna ryð í grind.
Toyota hefur skipt um grind í sínum bílum, Mitsubitshi hefur einnig komið á móts við eigendur en Nissan hefur keypt bílanna af eigendum á góðu verði og í raun á yfirverði. Förguðu síðan þeim bílum sem voru gallaðir þannig það er ekki neitt af þeim í umferð.
Myndi bara prófa allt og kaupa þann bíl sem þig langar í en ekki pæla í sögum frá frænda stjúpsystur vinar þíns.
*EDIT* Vildi bæta við að taka mark á persónulegum reynslum er allt annað. Finnst bara leiðinlegt að sjá "hef heyrt að" svo einhver sorgarsaga. Þú finnur vondar sögur um allt en veist ekki forsöguna. Oft er trassað viðhald og fólk skilur ekkert í því að bílinn ryðgar eða sé vesen á.

Hvaða árgerðum ertu að spá í?



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1238
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 56
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf demaNtur » Mán 29. Apr 2019 17:02

Það fer bara nákvæmlega í hvað þú ætlar að nota pallbílinn í.


Intel i7-11700KF - Cooler Master MasterLiquid ML240L - Corsair Vengeance 32GB 3600MHz CL18 - Zotac Gaming RTX3070 Ti 8GB


Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf isr » Mán 29. Apr 2019 17:30

benony13 skrifaði:Toyota, Nissan og Mitsubitshi hafa mikið verið að kalla inn bíla vegna ryð í grind.
Toyota hefur skipt um grind í sínum bílum, Mitsubitshi hefur einnig komið á móts við eigendur en Nissan hefur keypt bílanna af eigendum á góðu verði og í raun á yfirverði. Förguðu síðan þeim bílum sem voru gallaðir þannig það er ekki neitt af þeim í umferð.
Myndi bara prófa allt og kaupa þann bíl sem þig langar í en ekki pæla í sögum frá frænda stjúpsystur vinar þíns.
*EDIT* Vildi bæta við að taka mark á persónulegum reynslum er allt annað. Finnst bara leiðinlegt að sjá "hef heyrt að" svo einhver sorgarsaga. Þú finnur vondar sögur um allt en veist ekki forsöguna. Oft er trassað viðhald og fólk skilur ekkert í því að bílinn ryðgar eða sé vesen á.

Hvaða árgerðum ertu að spá í?

Er að spá í frá 2017 eða 2018, verður notaður í veiði og ýmis snatt, er með ferðaþjónustu verður líka notaður við það og svo fjölskyldubíll líka. Svo er ég með fólksbíl ,ætla halda honum áfram.
Held að það sé alveg sama hvað maður kaupir, alltaf finnast mismunandi sögur.




Mossi__
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 292
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf Mossi__ » Mán 29. Apr 2019 19:36

Dacia Duster er að fara að koma sem pallbíll.

https://www.automobilegazette.com/dacia ... -a-pickup/

:D




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf vesley » Þri 30. Apr 2019 08:48

isr skrifaði:
benony13 skrifaði:Toyota, Nissan og Mitsubitshi hafa mikið verið að kalla inn bíla vegna ryð í grind.
Toyota hefur skipt um grind í sínum bílum, Mitsubitshi hefur einnig komið á móts við eigendur en Nissan hefur keypt bílanna af eigendum á góðu verði og í raun á yfirverði. Förguðu síðan þeim bílum sem voru gallaðir þannig það er ekki neitt af þeim í umferð.
Myndi bara prófa allt og kaupa þann bíl sem þig langar í en ekki pæla í sögum frá frænda stjúpsystur vinar þíns.
*EDIT* Vildi bæta við að taka mark á persónulegum reynslum er allt annað. Finnst bara leiðinlegt að sjá "hef heyrt að" svo einhver sorgarsaga. Þú finnur vondar sögur um allt en veist ekki forsöguna. Oft er trassað viðhald og fólk skilur ekkert í því að bílinn ryðgar eða sé vesen á.

Hvaða árgerðum ertu að spá í?

Er að spá í frá 2017 eða 2018, verður notaður í veiði og ýmis snatt, er með ferðaþjónustu verður líka notaður við það og svo fjölskyldubíll líka. Svo er ég með fólksbíl ,ætla halda honum áfram.
Held að það sé alveg sama hvað maður kaupir, alltaf finnast mismunandi sögur.


Það er rétt það er mismunandi sögur. Ég hef prófað ágætlega þrjár útfærslur af nýjum Nissan Navara, bæði Bsk sjalfskipta og 33" breyttan og hafa allir reynst vel og verið heppnir með þjónustu hjá BL.

Mitsubishi forðast ég eins og heitan eldinn einfaldlega vegna þess að það er í eigu Heklu. Aldrei hef ég nokkurn tíman á ævinni kynnst jafn lélegri þjónustu og hef ég því miður þó nokkuð margar aðrar eins sögur frá öðrum eigendum.

Valið mitt væri alltaf á milli Hilux eða Navara. Toyota virðast mjög fínir varðandi þjónustu og BL staðið sig ágætlega með ábyrgðarmál með Nissan, hef þurft að láta reyna vel á það með Nissan Patrol sem stútaði í sér túrbínu.
Navaran finnst mér vera aðeins þæginlegri og mýkri í akstri.



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1238
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 56
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf demaNtur » Þri 14. Maí 2019 13:21

vesley skrifaði:
isr skrifaði:
benony13 skrifaði:Toyota, Nissan og Mitsubitshi hafa mikið verið að kalla inn bíla vegna ryð í grind.
Toyota hefur skipt um grind í sínum bílum, Mitsubitshi hefur einnig komið á móts við eigendur en Nissan hefur keypt bílanna af eigendum á góðu verði og í raun á yfirverði. Förguðu síðan þeim bílum sem voru gallaðir þannig það er ekki neitt af þeim í umferð.
Myndi bara prófa allt og kaupa þann bíl sem þig langar í en ekki pæla í sögum frá frænda stjúpsystur vinar þíns.
*EDIT* Vildi bæta við að taka mark á persónulegum reynslum er allt annað. Finnst bara leiðinlegt að sjá "hef heyrt að" svo einhver sorgarsaga. Þú finnur vondar sögur um allt en veist ekki forsöguna. Oft er trassað viðhald og fólk skilur ekkert í því að bílinn ryðgar eða sé vesen á.

Hvaða árgerðum ertu að spá í?


Valið mitt væri alltaf á milli Hilux eða Navara. Toyota virðast mjög fínir varðandi þjónustu og BL staðið sig ágætlega með ábyrgðarmál með Nissan, hef þurft að láta reyna vel á það með Nissan Patrol sem stútaði í sér túrbínu.
Navaran finnst mér vera aðeins þæginlegri og mýkri í akstri.


BL hefur staðið sig einstaklega vel varðandi ábyrgðarmál, get vottað það.


Intel i7-11700KF - Cooler Master MasterLiquid ML240L - Corsair Vengeance 32GB 3600MHz CL18 - Zotac Gaming RTX3070 Ti 8GB

Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 41
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Pallbílar

Pósturaf Zorglub » Þri 14. Maí 2019 15:08

Önsum ekki þessari neikvæðni á amerískt ;)

https://www.jeep.com/gladiator.html


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15