Grín verðmunur á Bónus og Krónunni

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14052
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1068
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Grín verðmunur á Bónus og Krónunni

Pósturaf GuðjónR » Lau 13. Apr 2019 13:02

Krónan og Bónus eru að verða eins og bensínstöðvarnar, það munar einni krónu á öllum tegundum páskaeggja.
Og ekki bara páskaeggja, skoðið hvað mjólk og kaffirjómi kostar til dæmis.
Samráð eða samflot eða hvað það kallast þá vantar virkilega samkeppni á matvörumarkað.
Viðhengi
verðmunur.PNG
verðmunur.PNG (64.23 KiB) Skoðað 755 sinnum
Televisionary
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Grín verðmunur á Bónus og Krónunni

Pósturaf Televisionary » Lau 13. Apr 2019 13:09

Þetta hlýtur allt að eiga sér eðlilegar skýringar þ.e.a.s. allir með sama fasta kostnaðinn er það ekki. Ekkert upp úr því að selja dagvöru.Skjámynd

russi
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 101
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Grín verðmunur á Bónus og Krónunni

Pósturaf russi » Lau 13. Apr 2019 14:10

Þetta hefur alltaf verið svona, Bónus keyrir sig á því að það bjóði betur, fyrir vikið lækka þeir sig alltaf ef finnst ódýrara verð.
Með þessu má segja að í flestum tilvikum er það Krónan sem stjórni verðum hér á landi, Bónus passar sig bara alltaf því að bjóða betur þó það sé bara krónu betur.

Hvernig vita þeir verðin hjá hvor öðrum, nú þeir gera verðkannanir hjá hvor öðrum, fara í búðir og skanna verðin.Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14052
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1068
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grín verðmunur á Bónus og Krónunni

Pósturaf GuðjónR » Lau 13. Apr 2019 14:15

russi skrifaði:Þetta hefur alltaf verið svona, Bónus keyrir sig á því að það bjóði betur, fyrir vikið lækka þeir sig alltaf ef finnst ódýrara verð.
Með þessu má segja að í flestum tilvikum er það Krónan sem stjórni verðum hér á landi, Bónus passar sig bara alltaf því að bjóða betur þó það sé bara krónu betur.

Hvernig vita þeir verðin hjá hvor öðrum, nú þeir gera verðkannanir hjá hvor öðrum, fara í búðir og skanna verðin.

Þannig að ef Krónan hækkar vöru um 100 kr. þá eltir Bónus og hækkar um 99 kr. Eins og ég segi, það sárvantar samkeppni á þennan markað.Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5294
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 330
Staða: Ótengdur

Re: Grín verðmunur á Bónus og Krónunni

Pósturaf rapport » Lau 13. Apr 2019 16:28

Í gamla daga þá var verð almennt reiknað út með því að nota fasta álagningu eða hlutfallslega álagningu, þetta var þegar framleiðslutæknin var skammt á veg komin og almennt dýr.

Þegar markaðsfræðin fer að riðja sér rúms þá er fyrst kannað "hvað vill markaðurinn borga fyrir vöruna?" svo er hún seld á því verði.

Þetta gerir það að verkum að sumar vörur eru seldar miklu ódýrari t.d. í Asíu en í Evrópu eða Ameríku.

Söluverð er ekki látið ráðast út frá framleiðslukostnaði heldur kaupmætti og kaupgetu á viðkomandi markaðssvæði.

Dagvara er almennt seld skv. gamla forminu því að það er svo mikið um staðgönguvörur og samkeppni er sannarlega til staðar.

Þær sektir og lögbrot á þessum markaði hafa ekki verið fólgin í of mikilli álagningu, heldur að Bónus borgaði með sumum vörum sem þeir töldu mikilvægar til að trekkja kúnnana til sín. t.d. bleyjum, mjólk, o.þ.h.

Ef einhverstaðar er veriðað brjóta gegn neytendum þá er það líklega á heildsala levelinu, þar gæti ég miklu frekar séð aðila ná einhverskonar ólöglegum dílum þar sem hver og einn fær að njóta síns "comparative advantage" án þess að einhver annar ruggi bátnum.Skjámynd

russi
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 101
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Grín verðmunur á Bónus og Krónunni

Pósturaf russi » Lau 13. Apr 2019 16:52

GuðjónR skrifaði:Þannig að ef Krónan hækkar vöru um 100 kr. þá eltir Bónus og hækkar um 99 kr. Eins og ég segi, það sárvantar samkeppni á þennan markað.


Á því eru sterkar líkur.

Mjög líklega er verðkönnun keyrð í gegn og settir krónu neðar nema í ákveðnum tilfellum þar sem tilboð er að ræða. Gætu jafnvel komið upp tilfelli þar sem krafan á framleiðni sé t.d. 10% og ef þú ert að fá meira við svona verðbreytingu, þá sé það skoðað sérstaklega.Skjámynd

Revenant
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Grín verðmunur á Bónus og Krónunni

Pósturaf Revenant » Lau 13. Apr 2019 16:54

Samkvæmt fétt Vísis þá er álagning Bónus innan við 15%. Af þessum 15% þarf að greiða laun, annan rekstrarkostnað og síðan arð til eigenda.

Það er skiljanlegt að það sé lítil munur á verði þegar allar verslanir versla við sömu heildsala/framleiðendur og fá sömu verðin (eða svipaðan afslátt v/ magns).


i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X

Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1060
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Grín verðmunur á Bónus og Krónunni

Pósturaf mind » Lau 13. Apr 2019 17:10

Veit ekki betur en allir hafi sagt að með komu Costco væri loks kominn alvöru samkeppni á matvörumarkaðinum hér. Miðað við það ættu páskaeggin augljóslega vera mikið ódýrari þar, það er ef vandamálið var skortur á samkeppni.