Síða 1 af 1

Hverjar eru leikreglur "20.000kr. í hvelli" happaþrennunar?

Sent: Fös 29. Mar 2019 18:56
af HalistaX
Sælir,

Held hérna á happaþrennu sem vantar allar leikreglur á. Hún kallast "20.000kr. í hvelli" og er það eina sem stendur á henni:

"Finnir þú HHÍ merkið undir skafreitnum hefur þú unnið fjárhæðina fyrir neðan merkið"

Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta eru víst leikreglur en mín pæling varðar það að sumir svona miðar eru margþættir og oftast ef maður hefur 3 eins þá fær maður það í vinning.

Það vill svo skemmtilega til að ég er með þrjá 20.000 á spjaldinu og er mín spurning: Var ég að vinna 20.000, eða var ég bara að vinna 200 sem stendur fyrir neðan HHÍ merkið á miðanum?

Takk fyrir!

Re: Hverjar eru leikreglur "20.000kr. í hvelli" happaþrennunar?

Sent: Fös 29. Mar 2019 19:21
af HalistaX
Herðu, það var víst QR kóði á þessu og ég vann víst bara 200kr............

Ojæja, hann kostaði 200 þannig að ég kem út á sléttu...

Hvað er maður samt að kaupa þetta rusl? Er einhvern tímann vinningur á þessu hærri en 500?

EDIT: Vann samtals 600kall á þessum 5 sem ég keypti mér uppá lolið. 200+200+200+200+300=1100 þannig að ég kem samt út í mínus...

Re: Hverjar eru leikreglur "20.000kr. í hvelli" happaþrennunar?

Sent: Fös 29. Mar 2019 22:05
af Televisionary
Ekki kaupa skafmiða, eiturlyf eða hlutabréf og þá er þér borgið.

HalistaX skrifaði:Herðu, það var víst QR kóði á þessu og ég vann víst bara 200kr............

Ojæja, hann kostaði 200 þannig að ég kem út á sléttu...

Hvað er maður samt að kaupa þetta rusl? Er einhvern tímann vinningur á þessu hærri en 500?

EDIT: Vann samtals 600kall á þessum 5 sem ég keypti mér uppá lolið. 200+200+200+200+300=1100 þannig að ég kem samt út í mínus...

Re: Hverjar eru leikreglur "20.000kr. í hvelli" happaþrennunar?

Sent: Lau 30. Mar 2019 13:02
af Lexxinn
Televisionary skrifaði:Ekki kaupa skafmiða, eiturlyf eða hlutabréf og þá er þér borgið.

HalistaX skrifaði:Herðu, það var víst QR kóði á þessu og ég vann víst bara 200kr............

Ojæja, hann kostaði 200 þannig að ég kem út á sléttu...

Hvað er maður samt að kaupa þetta rusl? Er einhvern tímann vinningur á þessu hærri en 500?

EDIT: Vann samtals 600kall á þessum 5 sem ég keypti mér uppá lolið. 200+200+200+200+300=1100 þannig að ég kem samt út í mínus...


Skemmtilegt að þú setur eiturlyf og hlutabréf undir sama hattinn :fly

Re: Hverjar eru leikreglur "20.000kr. í hvelli" happaþrennunar?

Sent: Lau 30. Mar 2019 19:08
af HalistaX
Lexxinn skrifaði:
Televisionary skrifaði:Ekki kaupa skafmiða, eiturlyf eða hlutabréf og þá er þér borgið.

HalistaX skrifaði:Herðu, það var víst QR kóði á þessu og ég vann víst bara 200kr............

Ojæja, hann kostaði 200 þannig að ég kem út á sléttu...

Hvað er maður samt að kaupa þetta rusl? Er einhvern tímann vinningur á þessu hærri en 500?

EDIT: Vann samtals 600kall á þessum 5 sem ég keypti mér uppá lolið. 200+200+200+200+300=1100 þannig að ég kem samt út í mínus...


Skemmtilegt að þú setur eiturlyf og hlutabréf undir sama hattinn :fly

Það er bæði jafn hættulegt og skaðandi hvort eð er!

Re: Hverjar eru leikreglur "20.000kr. í hvelli" happaþrennunar?

Sent: Lau 30. Mar 2019 20:59
af Arena77
Löngu hættur að kaupa þetta drasl , veit ekki um neinn sem hefur einhvertímann unnið eitthvað yfir 200kalli í þessu.

Re: Hverjar eru leikreglur "20.000kr. í hvelli" happaþrennunar?

Sent: Mán 01. Apr 2019 07:49
af ChopTheDoggie
Hef unnið í happaþrennu 10.000kall og svo 50.000.
Þetta er bara RNG irl :D

Re: Hverjar eru leikreglur "20.000kr. í hvelli" happaþrennunar?

Sent: Mán 01. Apr 2019 13:23
af Fridrikn
vinn í krambúð í hverfi þar sem að eru nokkrir spilafíklar og einn þeirra kaupir alltaf svona happa þrennur, upp að 30 þúsund á dag. Hann kemur alltaf út neikvætt, eyðir kanski 5000 og vinnur 1600 og notar það til að kaupa fleirri miða. Ég kaupi einn og einn, keypti einn í gær og vann ekkert en stundum vinnur maður 2000. Var vitni að einn vinnufélaginn minn eyddi 200 kalli og vann 5000.

Re: Hverjar eru leikreglur "20.000kr. í hvelli" happaþrennunar?

Sent: Mán 01. Apr 2019 22:00
af GullMoli
Minnir mig á .. https://www.visir.is/g/2019190228963

"Reyndar er einnig sagt að lottó sé skattur á heimskingja"

:-$

Re: Hverjar eru leikreglur "20.000kr. í hvelli" happaþrennunar?

Sent: Þri 02. Apr 2019 08:51
af mikkimás
Hef ekki keypt happaþrennu síðan ég var ca. 10 ára.

En ég spila í Lottó um hverja helgi, þ.a. kannski er ég ekki jafn gáfaður og ég hélt.